Alþýðublaðið - 06.01.1945, Side 6

Alþýðublaðið - 06.01.1945, Side 6
ALÞYÐUBLAÐIP Laugáardagur 6. janúar. íMlfa. fi * Flugvélin yfir frelsisgyðjunni Þessi einikenniilega mynd var tekin, jþegar flugvél fLaiug svo nálægt frielsilsgyðjninni frægu við innsiglinguna til New York, að það er þva Mkast, sem freJsis«gyðjan Jxaldi á fkigvélirmi. Sfærð iíkneskisins má otfiurlítið marka af 'þvf, live litil fiug- vélin sýnist. Fimmtíu ára leiklisfarafmæli skilyrði, mér þætti gaman að 30LANNES A HORNINU Frh. af 5. síðu. sjást að þetta er bara gert í eig- inhagsmunaskyni. .Eins og þér mun kunnugt er það nú orðin siður, að þegar ríki, bær eða jafnvel bara stórfyflirtæki ihafa afrtékað einhverju, þá er fréttamönnum blaða og útvaxps boðið að líta á og sannfærast, samantoer grjót- mulningsvélina um daginn o. s. frv. Þú þékkir þetta.“ „NÚ KEM ÉG MEÐ eina hug- mynd. Gætir þú ekiki beðið flokks bræður þína í bæjarstjórn um að koma því á framfæri við forráða- mennina þar, að bjóða fréttamönn um útvarps og blaða, ásamt með öllum bæjarfulltrúunum og toorg- arstjóra í lítilsháttar ferðalag um aðalgötu bæjarins. Ég hefi hugsað mér það þannig: Allir áðurnefnd- ir fyrirmenn mæti hjá verzlun for seta bæjarstjórnar, Laugavegi 1; við skulum segja kl. 5 e. h. ein- hvem næstu daga, þegar rignt hefir allan fyrri hluta dags. Elng- inn má mæta í bíl, enginn í skó- hlífum, enginn með regnhlíf. Nú skipa þeir sér í raðir. Sjálfstæðis menn flytja sig yfir á gangstétt- ina hjá Tómasi kjötkaupmanni, og fylkja sér þar, allir hinir fylkja sér hjá búð forseta bæjarstjórnar. Er nú marsérað inn allan Lauga- veg, inn að vatnsþró og tii baka. Athugað sé að hafa Ijósmyndara með. Síðam færi hver heim til sín fótgangandi — beint inn í stofu, þrammi þar nokkra hringi. (Eftir þetta væri ekki erfitt að telja bömunum trú um að þar hefðu jólasveinar verið á ferð). í»ar með líkur dagsskránni.“ ,,NÚ KYNNI sumum að þykja að dálítill saur bærist inn í stofurnar og mundu kenna því um að gang stéttin á Laugaveginum væri of- boðlítið forug, þegar svona ótukt arlega istendur á veðri. En af því að þetta eru framtakssamir menn, mundu þeir fljótt skjóta é fundi og samþykkja að dytta svolítið að áður nefndri gangstétt. En til þess að eyða ekki of miklu fé úr bæj- arkassanum mætti stofna til happ drættis. Hugsum okkur að miðinn kostaði fimm 'krónur, og vinning urinn yrði í því falinn, að sá sem ætti númerið, sem dregið yrði, fengi nægjanlegt drykkjarvatn í eitt ór, ókeypis. Með þessu móti mundi sparast töluvert fé úr bæj arkassanum, því lítið mun þar vera, því smáir eru skattamir eins og allir vita.“ • „EF LÖGREGLUSTJÓRI myndi segja, að þetta truflaði umferðina, er er ekki annað em banna öllum aLmenningi að ganga um Lauga- veginn frá kl. 5—6, en allir mættu vera í Bankastræti, Ingólfsstræti og neðanverðum Skólavörðustíg, til þess að horfa á kappakstur er færi fram á leiðinni frá vatnsþró tniður að rammabúðinni, Lauga- vegi 1^ milli leigubíla og lúxus- bíla. Um leið yrðu frjáls samskot handa hinum kauplágu leigubíl- stjórum, sem undanfarið hafa solt ið heilu hungri.“ Hannes á hominu. Henri Dunanf Frh. af 5. sfiBu. ,merki, Portúgal sæmdi hann Krisits-orðftmni, og FratkMand krossorðu Heiðu rsfylki ngarinn- ar frönsku. Og að lokum hlaut Dunant fyrstur allra friðarverð laun Nobels, árið 1901, þá 73 ára gamall. Dunant var nú aftur orðinn velmegandi maður í þjóðfélag- inu. En peningar voru fyrir löngu síðan orðnir einskisvirði í hans augum, og eftir að htafa iborigað gamlar og nýjar skuldix sínar, lagði hann afiganginn af pnin>guim s(ín«um í góðiverðarsarf semi. Hann ásetti sér að lifa á fimm frönJcum á dag og leigði sér lítið herbergi á sjúkrahúsi fyrir fátækt fólk í Heiden. Dun ant andaðist árið 1910, áitta- tíu og tveggja ára gamall. Sam ,kvæmt hans eigin beiðni var hann jarðsettur í kyrrþey ,,sem auðmjúkur lærisveinn Drott- ins.“ Hann er grafinn í Zurich, ,þar sem hvíldarstaður hans er undir umsjá landa hans, sem safnast þar saman reglulega til ,þess að heiðra minningu þessa merkilega Svisslendings, — mannúðarvinarins, sem allur heimurinn átti að vini. Frh. ai 4. sáða. túllka sjálfa mig. Ég hef fund- ið sjálfa mig í persónunum, sem þeir haf skapað — og það hefur gert mér auðveldara að klæða mínar íslenzku persón- ur“. — íslenzku? ,,Ja-á. Mér er alveg sama hver höfundur leikritsins er. Ég hef allt af reynt að gera persónurn ar íslenzkar." — Vel á minnst! Hvaða leik rit fálla íslenzkum leikhúsgest um bezt í geð? „Það er ekkert vafamál. Draumkennd pg þjóðsagna- kennd leikrit eru uppáhald okk ar íslendinga. Allir Islendingar hyggja framtíð sína á fortíð- inni. Þér vitið þetta sjálfur. Þetta er engin speki úr mér. Jafnvel unga fólkið, sem nú er að alast upp í hraðanum og ringulreiðinni vill fá að skyggn ast bak við tjaldið, fá að sjá hvemig afarnir og ömmurnar lifðu, hvað þau gerðu og hverju þau trúðu. Þetta er hugur ungu kynslóðarinnar og hjarta henn ar. Vinir mínir á bekkjum leik hússins geta ekki metið hina erlendu „selskabsleiki“. Það er ekki von. Við erum ekki „sel- skáhsfólk“ eða stórhorgafólk. Og jafnvel þó að við séum að verða það, þá þráum við að fá að skyggnast inn í liðna tímann. Við erum næm fyrir honum og flest okkar, sem komin ernm til vits og ára, miðum fram- tíð okkar við hann. Er það ekki gott og heilbrigt?“ — Jú, ég er alveg sammála yður. En hvað segið þér um leikhúsgestina? „Þér haldið kannske að þeir séu beztir á fmmsýningunum? — Það gétur vel verið að þeir séu mest lesnir og menntaðastir í leiklistinni. En ég skal segja yður að fyrir mig hafa þéir aldrei verið góðir. Þeir em star andi augu, tilfinningalausir at- hugendur, gagnrýnendur, sem ekki er hægt að ná, ekki einu sinni þó að maður reyni að ljúga að sjálfum sér. Seinna koma hinir, fólkið, sem maður nær til. Þá verða þeir lifandi og gefa manni „straum“, eða hvað ég á að kalla það. Þegar þeir koma fer maður að leika vel, að minnsta kosti finnst manni það sjálfum og það er fyrir öllu. Á frumsýningunum eru augun öll spyrjandi — og þessi spyrjandi augu eru svo erfið. Skiljið þér það? Maður er allt af að bíða eftir samband inu, en maður fær það ekki. Einu sinni lékum við „Mann og konu“ og buðum fólki af Elliheimilinu. Drottinn minn! Það var dásamlegt kvöld! Ég er sannfærð um að sjaldan hefir verið leikið eins vel á ís- lenzku leiksviði. Okkur var svar að af bekkjunum. „Já, hvað segir hann nú?“ „Þarna komst Sigvaldi í klípu!“ „Já, ætli það ekki?“ Við ileikendurnir vorum í sjöunda himni. Okkur fannst að við hefðum komist í sam- band við fólkið og að komast í samband við það er aðalatr- iðið, það er kúnstin, skal ég segja yður.“ — Hvað hafið þér leikið mörg hlutverk? „í raun og veru get ég ekki svarað þeirri spurningu. En ég hygg að ég hafi leikið um 150 stór hlutverk, aðalhlutverk, ef j þér viljið kalla þau svo, en auk þess hef ég oft leikið í útvarpið i og í smærri leikritum. Mér er ómögulegt að halda reiður á því. Meðan maður er ungur heldur maður ekki tölu á slíku.“ — Bráðum kemst Þjóðleikhús ið upp. „Já, það skapar ný og bætt geta leikið síðustu hlutverk mín í því. Aðalatriðið er að það geti haft á að skipa hóp fast- launaðra leikara, því að ég segi yður það alveg satt að það er alveg undra vert hvað leik- endumir okkar hafa getað gert við þau skilyrði, sem þeir hafa átt við að búa? Brauðstrit þeirra hefir dregið úr afrekum þeirra á sviði listarinnar. Ég hef ver ið betur sett en margír þeirra. — Á þessu verður að verða breyting, þegar ÞjóðleLkhúsið tekur til starfa. Ánnars vil ég gjama þakka leikhúsgestum, sem hafa sýnt mér vináttu á þessum 50 árum. Þeir hafa hvatt mig til starfs og dáða, hvernig svo sem mér hefir te*k izt að uppfylla vonir þeirra. Ég er ánæ«gð þegar ég lít til haka yfir þessa hálfu öld, hvað svo sem samferðamenn mínir segja.“ Þannig endaði samtal okkar Gunnþórunnar Halldórsdóttur. heima hjá henni. Hún þurfti að fara í búðina sína fyrir lokun- artíma og ég ók henni þangað. Á leiðinni sagði ég við hana: Og þér hafið átt heima í Þing holtinu alla tíð? „Já“, svaraði hún. „En allt er að hverfa. Túnin eru horfin, stéttirnar, klettarnir, hellumar mínar gömlu; húsin, malbikið og ’ steinhúsin taka við, — og sjálf hef ég byggt steinhús! — Bernskuheimili mitt stendur þó enn óbreytt. — Ég þekki það — þó að ég geti ekki farið með það á leiksviðið!“ Gunnþórunn Halldórsdóttir er barn íslenzkrar leiklistar. Hún hefir lifað sögu hennar. Hún hefir gefið okkur marga samferðamenn, sem við gleym um aldrei, eins og hún gaf mér gömlu konuna í kaupstaðnum. Gunnþórunn Halldórsdóttir er ein fremsta konan í Jistasögu þessarar þjóðar. V. S. V. Ósæmileg blaðaskrii Frh. af 2. síðu. af félagsmálaráðherra í umræð unum á alþingi, að stjómarand stöðunni' væri alveg jafnvel kunnugt um það, sem gerzt hefði í fisksölumálunum og stjórnarflokkunum því að Fram sóknarflokkurinn ætti fulltrúa bæði í utanríkismálanefnd og í samninganefnd utanríkisvið- Skipta, og í þessum nefndum hefði allt það verið rætt, sem gerzt hefði í fisksölumálunum, og meira að segja án þess að nokkurs ágrei'nings hefði orðið vart. En því ósennilegri er mál- flutningur Tímans og má það hart heita, að blað Hermanns Jónassonar, sem á að kunna ein földustu háttvísi í utanríkismál um, að draga þau á þennan hátt niður í svað hinna pólitísku illdeilna innanlands. Grímuhaffurinn Hatturinn, sem konan ber, er kallaður grímuhatturirm. Hanrt er úr fallegu Ijósrauðu satíni, en umhverfis hattkollinn er vai in gríma úr svörtu faueli. Þrjú ril koma frá Sðgufélaginu í þessum mánuði Frá aðaBfundi félags- ins í fyrradag AÐALFUNDUR Sögufélags- ins var haldinn í fyrradag. Féla«gar þess eru nú orðnir um 1100 talsins og bættust 180 við á síðasta ári. Stjóín félagsins skipa þessir menn: Einaæ Arnórsson hæstaréttar dómarii, forseti, Þorsteinn hag- stofustjóri, sem var endurkos- inn, gjaldíceri, Guðni Jónsson« magister, ritari og meðstjórn- endur þeiir Hallgrímur Hall- grímsson bókavörður og próf- Þorkell Jóhannesson. í þessum mánuði mun vera von á þreimir ritum frá sögu- félaginu. Koma nú loks Alþing isbækurnar, en útgáfa þeirra hefur legið alllengi niðri vegna þess að handritin vantaði, vora eins og kunnugt er flutt burt úr bænurn, vegna loftárása- hættu. Mun það hefti Alþingis bókanna, sem nú kemur verða allstórt og er það upphaf sjö- unda bindis hókanna. Þá kem ur út dómasafnið, dómar lands yfirréttar og hæstaréttar frá fyrri hluta síðustu aldar og loks tkoma út tvö fyrstu hefti þjóð sagna Jóns Árnasonar, og era þau ljósprentuð. Ebúðir fi I sölu Höfum til sölu TVEGGJA og ÞRIGGJA herbergja íbúðir á sólríkum og góðum stað í Austurbænum Nánari upplýsingar hjá ByggingaféSaginu RÚN h.f. Hverfisgötu 117.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.