Alþýðublaðið - 12.01.1945, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 12.01.1945, Qupperneq 6
Föstudagur 12. janúar 194$»- AUÞYPUBLAÐiÐ Pétur SSgurésson: Opið bréf lil ríkisstjérnarinnar og alþingis HÁTTVIRTA rikisstjóm og háttvirtu alþingismenn. Nýlega heyrði ég einn bæj- arfulltrúa þessa lands segjá yfir miklu fjölmenni, eitthvað á þessa leið: Ef ríkisstjómin kæmi hér, tæki 20—30 menn, kastaði þeim ut af bryggjunni í sjóinn og drekti þeim, þá yrði hún á- kærð fyrir glæp. En nú eru að farast hér 20—30 menn í áfeng isflóði, sem ríkisstjórn og al- þingi veitir yfir þetta land. Þetta er óþægilegur sann- leiki, en óþægilegri þó, þegar þess er gætt, að það em ekki aðeins 20—-30 menn í einu kaup túni, sem eru að farast, heldur menn svo hundmðum skiptir viðsvegar á landinu, konur og karlar, fullorðnir og ungling- ar. Það er auðvelt að bregða upp fvrir augu hvers einasta sjáandi og heilvita manns hræi*ilegri mynd af þessú á- standi í landinu. Ríkisstjórnin og alþingi er vel kunnugt um þetta: Fjöldi manna í Reykja- vík stundar drykkjuskap, hóp- ar ungra manna bætast í sveit hdnna auðnulausu og aumustu, heimili leysast upp, samkvæmi og samkomur manna enda í áflogum og hreinni villi- mennsku, slys verða á sjó og landi, og hvað eftir annað hef ir komið fyrir að skip hafa ekki getað lagt úr höfn á sett- um tíma, þótt allt haf verið til reiðu, einungis -vegna of- drykkju yfirmanna skipanna. Margt fleira af slíku mætti telja, en er óþarft, því að stór þáttur ósómans fer fram fyrir opnum tjöldum og er illt um- talsefni. Það sem máli skiptir er þetta: Ætla ráðamenn þjóðar- innar að láta þessa meinþróun halda áfram tálmunarlaust? Treystir hátvirt ríkisstjórn og alþingi sér ekki til þess áð hefja neinar úrbætur? Getur þjóðin borið traust til manna í öðrum málum, sem láta þetta þjóðar- böl afskiptalaust? Það snertir svo marga og ristir svo djúpt í menningarlíf þjóðarinnar. Það veldur svo miklum harmkvæl um, að séu menn kaldir og kærulausir fyrir slíku, þá eru þeir áreiðanlega ekki leiddir af hinum rétta anda — anda mannúðar og réttlætis, og þeim verður þá ekki trúað né treyst, þótt þeir segist bera hag al- mennings fyrir brjósti í öðrum málum. Fjöldi mann-a í landinu er orðnir þrælar áfengisnautnar- innar. En hitt er ekki síður á- hyggjuefni, að stjóm landsins er að verða þræll áfengisgróð- ans. Á hverri fjárhagsáætlun ríkisins er afgreiðsla menning- armála og afkoma ríkisins mjög undir því komið, að mikið selj ist af áfengi. Með þessu er þjóð in að binda stjórn sinni við- bjóðslega og stórhættulega snöru. Með hverju árinu sem líður festist stjórn og alþingi ver í þessar þrældómsviðjar. Eftir hverju er að bíða? Er ekki sjálfsagt að snúa við? Ég segi aftur snúa við. Þótt ekki fáist skrúfað algerlega fyrir þessa skaðvænu eiturlind, virð ist óhjákvæmilegt að snúa við af þeim breiða vegi, sem til glötunar leiðir og taka stefnu í rétta átt — að minnsta kosti í rétta átt. Ekki er hægt að fara fram á minna, en að ríkisstjórn og alþingi hefjist nú handa og taki að færa áfengissöluna og á- fengisgróðan niður með ein- hverjum ráðum. Svo skal hald ið áfram og stefnt markvist að fullkominni og viðunandi lausn málsins, en það er, að losa þegna þjóðarinnar úr þrældóms fjötrun áfengisneyzlunnar, en sjálfa ríkisstjórnina úr þræla- tökum áfengisgróðans. Getur háttvirt ríkisstjórn og alþingi þvegið hendur sínar í þessu máli? Geta þessir forystu menn þjóðarinnar staðið frammi fyrir sinni eigin sam- vizku, frammi fyrir hugsandi og sjáandi þegnum þjóðarinnar frammi fyrir hinu ægilega á- fengisböli og frammi fyrir guði alls réttlætis og talið sér trú um, að þeir geri skyldu sína og breyti rétt, er þeir láta þetta viðgangast án þess að hafast frekar að. Á ekki réttlætið að vera mælikvarðinn á breytni manna og þá ekki sízt forystumanna þjóðarinnar? Hvað gagnar allt tal manna um bjargráð heim- inum til handa og öll umbrot í þá átt, ef hinn eini sanni grund völlur þess er fyrirbtinn og réttlætið fótum troðið? Vilji menn binda enda á þjáningar og ógnir mannkynsins, verður siðalögmál þeirra að vera rétt lætið. Það nægir enganveginn að mælikvarðinn sé: samþykkt dr flokksins, hagsmunahyggja og eigingirni. Sagði ekki meistarinn: „Þá mun allt þetta veitast yður að auki?“ Er ekki allur heimuxinn að berjast um „allt þetta“, eða með öðrum orðum, um nauð- synjar mannanna og skiptingu gæðanna? En því að berjast, ef hægt er að fá „allt þetta“ auð- veldlega með hægu móti? Því ekki að reyna 'heilræði meist- arans? Eru menn hræddir við það af því að það er skráð í heilagri ritningu? Halda menn að það sé einhver loftkennd hug sjónaþynka? Því ekki að reyna. Hafa menn ekki reynt að leita tækninnar og vísindanna? — Hvernig hefir það gefist? En ‘að reyna nú „guðsríkið og rétt lætið?“ Hvað er það að leita guðsríkis, annað en það, að efla góðvild, bróðurhug og sanngirni? Reynum það og sjá um svo hvort við fáum ekki allt hitt. Mönnum getur aldrei vegnað vel í heimi manna, nema þeir breyti rétt gagnvart náungan- um. Hinn mikli og flókfii hnút ur heimsvandamálanna leysist aldrei á annan hátt. Og nú, hátt virtu alþingisipenn, haldið þér, að þér breytið rétt gagnvart þjóðinni, börnum hennar, guði yðar og vðar eigin samvizku meðan þér látið áfengisflóðið í landinu granda fjölda manna, eyðileggja heimili kvenna og barna og skapa böl siðspillingar í þjóðlífinu, og hafist ekkert frekar að til úrbóta? Á það að reynast satt, að innlehd stjórn daufheyrist eins eða ver, en erlent kúgunarvald við óskum og bænum Iandsins sona í þessum efnum? Vér bíð- um eftir hinu rétta svari. Arum saman höfum vér, bindismenn, knúið á dvr vald- stjórnar landsins viðvíkjandi þessu óleysta vandamáli. Vér erum ákveðnir í því að láta ekki kyrrt ligga og vonum að stjórn landsins hefji réttar að- gerðir áður en til meiri vand- ræða kemur. Pétuv Sigurðsson. Huldir fjársjóðir á Englandi Frh. af S. «í&u. hafa tekið á brott með sér það- an; enálitið er, að mikill meiri hluti hins vermæta farms þess liggi ennþá óhreyfður. Spánsk- ar myntir frá öðrum skipsflök um, hafa borizt á land og það með jöfnu millibili, hvarvetna við strendur Bretlands. Meðal þeirra staða, þar sem einna mest hefur rekið á land, er ströndin umhverfis Flambor- ough-höfða í Yorkshire, Dorset ströndinni og meðfram Cornvell. — Skip eitt sökkti akri sínum nálægt Lanthony ough-höfða flutti með sér 3, 000,000 sterlingspund í gulli. Myntir þær, sem hægt var að ná í, voru aðeins örlítill hluti af öllum farminum, svo áð gera má ráð fyrir því, að enn um mörg ár, muni halda áfram að reka á land peningar úr þessum dýrmæta skipsfarmi. * Til viðbótar eru svo auðæfi þau, sem gera má fyllilega ráð fyrir að finnast kunni í gömlum klausturrústum. Áður en Hin- rik áttundi sá svo um, að þess- konar stofnanir skyldu lagðar niður, kornu abbadísir og ábót ar því oft til leiðar, að verð- mætum gripum klaustranna var komið á öruggan felustað. Sagt er að ýmiskonar dýrmæt- ir munir séu faldir einhversstað ar í grunni Kirkstall-klausturs ins nálægt Leeds. Fyrir ekki ýkja mörgum ár- um fullyrti maður nokkur, sem hafði rannsakað staðinn, að dýr mætir málmar væru faldir þar í jörðunni. Þegar grafið var þama skömmu seinna, komu í ljós klausturmunir, sem auðsjá anlega höfðu legið þarna í jörðu í næstum því fjórar aldir. Auk þess bar það til að bóndi no'kkur, sem var að plægja á akri sínum nálægt Llanthony Abbey í Suður-Wales, kom nið ur á tvo fyrirferðarmikla flösku skápa, sem áður fyrr höfðu ver- ið notaðir í einhverju klaustri. Ekki má gleyma verðmætum þeim, sem borizt hafa til lands ins með smyglurum og stiga- mönnum. Alls staðar meðfram ströndum Kent, Aussex, Hamps hire, Dorset og Devonshire fyr irfinnast gömul hús, sem búa þögul yfir lenihólfum í stofu- borðum og skápum, þar sem ræningjar áður földu þýfi sitt. Slíkir felustaðir hafa að jafnaði fundizt af tilviljun. í innri hér- uðum landsins er ekki síður leit andi fyrir þá, sem hafa áhuga á slíku, Dick Turpin faldi t. d. ýmsa merka gripi hingað og þangað, sumir beirra hafa fund- izt: í Bath Road fannst skápur, sem innihélt hvorki meira né minna en 1000 sterlingspund. Skápurinn fannst inni á gamalli veitingakrá. Enginn hefur þó ennþá fundið verðmæti það, sem hann hefði með sér frá Epping Forest. Nálægt vegamótunum þar semWenlock Edge- vegurinn og Staffordshire-brautin mætast, stendur Ippikin-steinninn, feykistór steinn, sem við er kennd ein af sögusögnunum um týnda fjársjóðií Ippkin var einskonar Hrói höttur, — rændi þá sem ríkir voru, en hjálpaði fátækum. Haldið er, að hann hafi falið allmikið af ránsfeng sínum í holum hluta þessa steins, sem nú ber nafn hans. Sagan segir frá því, að dag nokk urn hafi hann verið að telja saman þýfi sitt, þegar skriða af lausagrjóti féll ofan á hann; síðan gangi hann aftur og dvelji að jafnaði á staðnum, þar sem slysið vildi til. Það er almenní álitið að hægt sé að særa hann fraim með þvi að standa uppi á klettinum og mæla eftirfarandi af mxmni fram: „Ippikin, Ippikin! snáf- aðu á brott með þína löngu höku, Ippikin!“ Ég ráðlegg hátt virtum les,anda að trúa ékki þessum töfraorðum eins og nýju neti, — en aftur á móti er það víst, að fjöldinn allur af ránsfeng fyrri-tíma ræningja er einhvers staðar falinn enn í dag. Þekktasta sagan af týndum fjársjóði er sagan um John kon- ung. Margar tilraunir hafa ver- ið gerðar til þess að ná í þau auðæfi, sumar ekki fyrir svo mörgum árum síðan, en engan árangur borið. Árið 1936 var stofnað félag ‘í þessu skyni og ásetti það sér að nota í starfi sínu alla nýjustu tækni, eftir því því, sem með þyrfti: teknar voru myndir úr lofti af Wash- fljótinu, en þar var haldið að auðæfin lægju á botninum; og myndirnar voru rannsakaðar nákvæmlega, ef ske kynni að þær gætu leitt í ljós, hvar flutn ingavagnar konungs lægju á botninum. Alls var 20,0,00 sterl- ingspundum eytt í þessar fram kvæmdir og til undirbúnings þeim, en e(kki snefill af hinum týndu gersemum gafst í aðra hönd, þrátt fyrir allt. En nú hefur nýafstaðin rannsókn leitt það í ljós, að allmiklar líkur eru til fyrir því, áð auðæfin liggi ekki á botni Wash-fljótsins eft- ir allt! Sönnunargögn hafa fundizt, sem gefa til kynna, að Rockingham-kastali í North- amptonshire muni vera sá stað ur, sem auðæfin hafi verið fal in í, því einmitt frá þeim kast- ala flýði John konungur í átt- ina til Wash, — og sú skoðun öðlast meira og meira fylgi, að hann hafi skilið auðæfi sín þar eftir. * Ekki má gleyma því, að forn leifar þær sem eru eftirstöðvar Rómverja á Bretlandseyjum eru fyrirtaks rannsóknarefni fyrir fornleifafræðinga nútím- ans. Seint á öldinni sem leið var stofnað félag, sem vann að því að grafa upp rústir af gamalli bækistöð Rómverja, nálægt I Carrawburgh í Northumber- | landi. Brátt komust grafararnir niður á brunn, sem gerður hafði verið af Rómverjum. Fregnin af þessum fundi barst til eyrna fornleifafræðings eins, og hann ákvað að rannsaka þetta, — ekki til þess að taka að sér for- ystuna í framkvæmdunum, heldur eingöngu vegna þess, að hann hafði áhuga á menningu Rómverja til forna. Undir þykku steinalagi fannst heilt safn af dýrmætum munujn, þar á meðal 16,000 gull- og silfur- myntir, og skrautgripir, margir hverjir alsettir dýrindis stein- um og perlum. FuM verkamanna forseíi bæjarsijórnar Þórshafnar í Færeyj um INS og áður hefir verið skýrt frá, fóru nýlega fram bæjarstjórnarkosningar í Þórs höfn í Færeyjum og hefir for seti bæjarstjórnar nú verið val inn til 4 ára, er það Johan Pauli .Hennriksen, .úr .flokki Verkamannafélags Þórshafnar. Johann Pauli er jafnaðar- maður og hefur um margra ára Vikureinangnm fyrirliggjandi Vikursieypan Lárus IngimarssoE Sími 3763 Minningarspjöld Barnaspítalasjóðs Hrings ins fást í verzlun frú Ágústu Svendsen, Aðai stræti 12 Nýkomið: Svissnesk gardínuefni Kjólaefni og sokkar Verzlunin - Unnur. (Horni Grettisgötu og Basv- ónsstígs). Öngþveitið í verölags- málum Frh. á 4. síðu. tölufyrirkomulag það, sem haft hefir verið við útreikning launa og raunverulega líka við ákvörð un á verðlagi landbúnaðaraf- urða, þó að því væri ekki fund- ið fast form fyrr en haustið 1943. Hækkun á öðru hefir hér leitt til hækkunar á hinu á víxþ pg hefir verðlag og kaupgjald á þann hátt skrúfað hvort ann að upp svo um hefir munað, einkanlega af þeirri ástæðu, að launþegavísitalan er mjög við- kvæm fyrir breytingum á verði landbúnaðarvara. Þó að hin umtaláða röskun 4 tekjuskiptingunni verði að telj ast aðalorsök verðbólgunnar, verður að hafa það í huga, að þróunin hefði orðið önnur, ef vissar aðrar aðstæður hefðu ekki verið fyrir hendi. Starfs- sveitir þjóðfélagsins hefðu ekki haft nema takmarkaða mögu- leika á að knýja fram óskir sín ar, ef ekki hefði komið upp skortur á mannafla til atvinnu starfsemi. Hér hefir setuliðsvinn an haft mikla þýðingu, en auk hennar hefir aukin starfsemi í flestum atvinnugreinum og ekki sízt hin mikla byggingarstarf- semi síðan 1942 valdið því, að ekki hefir verið jafnvægi á vinnumarkaðinum milli fram- boðs og eftirspurnar. Annað atr iði hefir líka haft mikla þýð- ingu: Útflutningsskilyrðin hafa verið það góð, að útflytjendur þafa, þrátt. fyrir vaxandi til- kostnað, getað haldið áfram. rekstri og meira að segja borið mikinn hagnað úr býtum sumir hverjir. — Kapphlaupið, sem starfssveitir þjóðfélagsins hafa þreytt á undanförnum árum urn það, að auka tekjur sínar sem mest, hefir þannig þróazt ,við hin ákjósanlegustu skilyrði, enda hefir árangur orðið eftir því. (Niðurlag á morgun). skeið staðið í fremstu röð í verkalýðssamtökunum í Færeyj isku. Hann er 42 ára gamall og nýtur mikils trausts í bæjar- stjórninni. (Sámal).

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.