Alþýðublaðið - 19.01.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.01.1945, Blaðsíða 3
ALPYÐUBUAOID Sóknin I Póllandi befdur áfram: Rússar nálgasf nú Lodz úr tveim áffum Zhukov sækir að borginni að auslan, en Konev að sunnan Rokossovsky sækir nú eínnig hratt fram vestan við Narew O ÓKN RÚSSA var haldið áfram í gær af sama krafti og ^ áður á 500 km. víglínu. Tveir herir nálgast Lodz, næst stærstu borg Póllands: Her Zhukovs, sem tók Varsjá og átti hann um 45 km. ófama þangað í gær og her Konevs nokkm simnar, sem mun eiga tæpa 40 km. ófarna. Þá eru hersveitir Konevs einnig komnar að úthverfum Krakov, en það reyndiát ekki rétt í fyrri fregnum, að sú borg væri á valdi Rússa. Rússar em sagðir komnir fast að landamærum Slésíu. 1 Rokossovsky sækir einnig hratt frain nyrst á vigstöðv- unum, vestur af Narew-fljóti og tók her hans í gær tvær mikilvægar borgir, Modlin, sem er skammt norðvestur af Varsjá og Ciedhanov, norðui* af Varsjá. Þá hafa bersveitir Konevs einnig tilkynnt töku borganna Piotrkow og Toma- sow, suðaustur af Lodz. *• ■-» Churchill og Eisenhower Á myndinni sjást þeir tveir menn, sem einna mest mæðir á vegna átakanna á vesturvígstöðvunum: Winston Churchill forsætis- ráðherra og Dwight D. Eisenhower yfirhershöfðingi. -Myndin er tekin í aðalbækistöð Eisenhowers á vesturvígstöðvunum síðast þegar Churchill var þar á ferð. Ghurchill gleymdi ekki vindlinum. Churchill boSar Sókn gegn Þýzkalandi þar til það hefir verið gersigrað Ljót lýsing brezka forsæiisráðherrans á hryðjuverkum grískra kommúnista CHURCHILL flutti ræðu í neðri málstofu brezka þings- ins í gær og stóð hún í tvæ klukkustundir. Ræddi hann styrjöldina almeimt, Grikklandsmálin og ýmislegt fleira. Var hann afar harðorður í garð grískra kommúnista og sagði að það væri upplýst, að ELAS-menn hefði drepið með hníf um og öxum 12—15 þúsund gisla. Þá sagði hann, að styrj- öldinni yrði haldið áfram þar til fullur sigur hefði unnizt. Hann Iauk miklu lofsorði á Bandaríkjamenn sem hefðu borið hita og þimga dagsins á vesturvígstöðvunum, enda væri mann- tjón þeirra margfalt á við Breta. Bretar hefðu nú um 100 her- fylki undir vopnum og yrði það lið aukið um 250 þús. manns. SSrtadagtir 19. jasúar 1945. Sóknin mikla *ÓKN RÚSSA heldur áfram vestur eftir Póllandi með ð&ma þunga og áður. Hinar þrjár öflugu herjasamsteyp- rur þeirra Rokossovskys að «orðan, Zhukovs í miðju og Xonevs að sunnan bruna á- áram í áttina til Þýzkalands ®g hrökkva ÞÞjóðverjar hvar vetna fyrir. Það er eitthvað vélrænt og óstöðvandi við þessa sókn Rússa, þaðer eins ©g einhver torskilin vél sé á ferðinni, sem lamar mótstöðu jþrótt hinna þaulvönu og forð isxm sigursælu hersveita Hitl- <ers, sem nú hörva skelfdar sindan til síðustu varnarlín- íunnar, sem hlýtur að verða £ Þýzkalandi sjálfu. Hug- fakið „Evrópuvirki", sem naz istar voru svo hreyknir af, <er löngu orðið úrelt og hlá- Segt þrugl og í Þýzkalandi vex uggur og ótti þeirra, sem áður töluðu mest um gereyð ingarorrustur og taugastríð. STÓRSÓKNIN NÝJA minnir 4nann ósjálfrátt á ræðu Hitl- ers er hann flutti 1943, er hann var að skýra það fyrir þýzku þjóðinni, hvers vegna þýzki herinn væri svo fjarri Jheimalandinu, en þá sagði Jiann eitthvað á þá leið, að það væri til þess að halda etyrjöldinni sem ' lengst frá Jandmærum Þýzkalands, það væri til þess að bægja viður- styggð ófriðarins frá þeim, ^em heima sætu. Og þýzka þjóðin virtist enn leggja trún að á þennan málóða leiðtoga pinn, á hersnilli hans og ó- skeikulleik. Nú heyra íbúar Efri Slésíu skotdrunurnar á siæstu grösum, nú sjá þeir hópa áf særðum og örþreytt- «im mönnum staulast í vest- íurátt, undan hættunni, sem óðum færist nær. Ógnir ófrið arins eru við bæjardyr Þýzka Jands í austri, hafa meira að segja færzt inn í landið sjálft i Austur-Prússlandi og jafn vel í Slésíu. MANNI DETTUR jafnvel í hug ögrun Göbbels á sínum tíma, fyrir tveim árum eða minna, er hann gerði lítið úr innrás- arhættunni og sagði, að Þjóð verjar myndu fagna því, ef bandamenn reyndu að ganga á land í Vestur-Evrópu, þeir skyldu fá þær móttökur, er iseint skyldu gleymast. Þessi orð Göbbels hafa reynzt mark leysa ein eins og flest það, sem þessi „upplýsingamála- ráðherra" hefir látið út úr gér á undanfömum árum. Og ekki nóg með að Þjóð- verjar heyi harðvítuga varn arbaráttu í vestri og suðri, heldur eru þeir á óskipulegu undanhaldi í austri, undan- hldi, sem stappar nærri ó- skipulegum flótta. HINS VEGAR hefir Berlínar- útvarpið jafnan skýringar á reiðum höndum. Þar var sagt fyrir örfáum dögum, að það væri deginum ljósara, að Þjóðverjar gætu ekki lagt til höfuðorrustu við hið gífur- Ekkert lát virðist á sókn Rússa, sami þunginn hvarvetna á vígstöðvunum og hörfa Þjóð verjar alls staðar undan, enda reyna Þjóðverjar ekki að draga fjöður yfir það í fréttum sínum, að ástandið sé ískyggilegt. f sumum fregnum segir, að Þjóð verjar hafi orðið að tefla fram varaliðsveitum, hinum svo- nefnda Volkssturm við landa- rnæri Slésíu til þess að reyna að hefta för Rússa. Manntjón Þjóðverja er talið mikið og hergagnatjónið óskap- legt. Á þriðjudaginn voru eyði lagðir 145 skriðdrekar fyrir Þjóðverjum, en annars. hafa Rússar eyðilagt að jafnaði 100 þýzka skriðdreka á dag síðan sóknin hófst. Rússar segjast hafa skotið niður 163 þýzkar flugvélar í loftbardögum á þriðjudaginn var. Rússum gengur veþ í Ung- verjalandi. Er tilkynnt í Moskva, að þeir hafi nú náð öll um borgarhlutum Pest á sitt vald og meirihluta Buda. Á þrem vikum hafa Rússar tekið um 6Q þúsund þýzka og ung- verzka hermenn höndum. Her- sveitir Tolbukins eiga hins veg ar í hörðum bardögum s.-vestur af Budapest, milli borgarinnar lega ofurefli, sem Rússar hefðu á að skipa, heldur létu þeir úndan síga til þess að bíða eftir tækifæri til þess að að ráðast á Rússa frá hlið. Ójú. En sagði Göbþels ekld, ,eða dr. Dietrich, þjónn hans á sínum tíma, að rússneski herinn væri gersigraður haust ið eða veturinn 1941, flugher Rússa úr sögunni og skrið- drekarnir ónýtt brotajárn? HVER ER annars skýringin á ■þesari hajrðsnúnu og örskjótu sókn Rússa? Að sjálfsögðu hafa Þjóðverjar göldið gífur legt afhroð í látlausum varn- arbardögum við Rússa um langt skeið, bæði á mönnum og hergögnum, en það er ekki og Balatonvatns en vinna samt á. Eyðilögðu þær 174 skriðdreka fyrir Þjóðverjum í hörðum orr- ustum. Berlínarfregnir greina hins veg ar frá. því að Þjóðverjar hafi hrundið árásum Rússa, bæði við Krakov og eins í Austur-Prúss landi. Hins vegar er þar viður- kennt, að Þjóðverjar séu á undanhaldi annarsstaðar á aust urvígstöðvunum.' Einkum segja Þjóðverjar, að her Rokossov- skys fari hratt yfir. Breiar sækja fram í S.-Holiandi FREKAR er tíðindalítið af bardögunum á vesturvíg- stöðvunum. Bretar halda áfram sókn í Suður-Hollandi og hafa meðaí annars náð borginni Echt á sitt vald. Mótspyrna Þjóðverja er enn sem fyrr hin snarpasta og verja þeir hvert fótmál. í Ardennafjöllum verður Bandaríkjamönnum nokkuð á- ■gengt og voru er síðast fréttist um 6 km. frá St. Vith. Ánnars hafa engar mikilvægar breyting ar orðið á afstöðu berjanna. einhlítt. Landslagið á vafa- daust einna mestan þáttinn í, hvernig komið er fyrir Þjóð ■verjum þarna eystra. Þarna eru sléttur, engar eðlilegar varnarstöðvar frá náttúrunn arhendi, engin Karpatafjöll og þar er heldur engin Sieg- friedlína. Þarna geta Rússar beitt herafla sínum, sem vafa laust er öflugri en sá þýzki. ,Og loks hafa Rússar þarna á að skipa hershöfðingjum, sem hafa sýnt bæði her- kænsku og viðbragðsflýti. Marskálkarnir þrír, sem þarna stjórna hafa áður unn ið mikil afrek og virðast nú vera að reka smiðshöggið á herfrægð sína. Winston Ohurchill flutti að þessi sinni ræðif, sem hann kvað vera hina opinskáustu, sem hann hefði flutt sem for- sætisráðherra. Hann ræddi um bardagana í Ardennafleygnum og lauk þar miklu lofsorði á Bandaríkjamenn, sem hefði misst 80 hermenn móti hverj- um brezkum. Hann sagði, að lengi myndi frammistöðu þeirra minnzt. Hann sagði ennfremur að gagnsóknin yrði ekki til að. lengja stríðið, heldur fremur til þess að stytta það. Hins vegar kvað hann Breta hafa misst um 40 þúsund menn í bar dögunum um Seheldemynni. Eisenhower kvað hann afbragðs hershöfðingja, er nyti óskoraðs trausts og sama máli væri að gegna um þá Montgomery og Bradley. Bretar hafa nú 100 her herfylki undir vopnum, þar af 67, er berðust á vesturvígstöðv unum, á Ítalíu og í Burma. Á Ítalíu eru Bretar þrefalt lið- fleiri en Bandaríkjamenn. Þá sagði Churchill, að brátt yrðu Þjóðverjar hraktir frá Ítalíu, eða yrðu neyddir til þess að hörfa þaðan og þá biðu bandamanna örðug verkefni. Um bardagana í Burma sagði Churchill, að meira hefði áunn izt en búast hefði mátt við og hann lauk einnig miklu lofsorði á MacArthur hershöfðingja og Nimitz flotaforingja. Þá vék hann nokkuð að átök unum á austurvígstöðvunum, hrósaði Stalin fyrir herstjórn ina og sagði, að það væri mað- ur, sem vissi, hvað klukkan. væri. Frh. á 7. síðu. t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.