Alþýðublaðið - 19.01.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.01.1945, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 19. janúar 1948. fLiq&ttblöðifi Otgeí-iidl: AIJ}ý’>uí!<vkkutir.a. Ritstjórl: Stefán r«*t wrvton I Ritstjórn og algreiBsla 1 A1 ! ýBuhúsinu viB Hveifisgötu ; Símar ritstjórnar: 4r'Cl og 490S | 4imar afff’-^ðslu: 4900 og 4906. ( Verö i lausasölu 40 aura. AlþýBuurentsmiðjan h f Er þetia það, sem koma skal! ÞAÐ væri máske, að ætlast til of mikils, að friður og fullkomið lýðræði kæmist á í þeim löndum, sem verið hafa undir oki þýzka nazismans, und ir eins og herskarar hans hafa verið reknir þaðan. Hörmung- amar, sem þjóðir þessara landa háfa orðið að ganga í gegnum, hafa verið svo ægilegar og hatr ið, sem sáð hefir verið í hjörtu þeirra ,er svo eðlilegt, að engan þarf að furða, þótt ýmislegt Ijótt heyrist þaðan fyrstu mán uðina, meðan verið er' að gera upp sakirnar við þá, sem gengið hafa á mála hjá kúgurunum. Hitt skyldu menn hins veg- ar ætla, að þeir, sem hæst hafa talað um harðstjórn og ofbeldi, og harðast dæmt grimmdarverk þýzka nazismans, létu það ekki verða sitt fyrsta verk eftir að frelsið er fengið að, taka upp vinnubrögð hans í því skyni, að reisa nýja, blóðuga harðstjórn á þeim rústum, sem hann hefir eftir skilið. ■ * En það er ekki um að villast: f>ær fréttir, sem nú daglega eru að berast utan úr heimi, sýna að fyrir einum þeim flokki manna, sem þótzt hefir verið að berjast fyrir frelsi og lýðræði á móti villimennsku þýzka naz ismans, vakir ekkert annað en að setja ofbeldi sitt og blóð- stjórn í staðinn fyrir ofbeldi og blóðstjórn hans. Eða hvað verður annað ráðið af hinni kommúnistísku uppreisn í Grikklandi? í ræðu, sem Churchill, for- sætisráðherra Bretlands, flutti í brezka þinginu í gær, skýrði hann frá því, að hinn kommún- istiski uppreisnarher hefði murkað lífið úr 12—1500 gisl- um, sem hann hefði tekið úr hópi andstæðingaflokka sinna; og vitað er áður, að þúsundum saklausra manna er haldið í gislingu hjá' honum, og hótað bráðum dauða, að alþekktum nazistasið. Eden, utanríkisráð- herra' Bretlands, skýrði einnig frá því í ræðu, sem hann fiutti í brezka þinginu í fyrradag, að hinir kommúnistisku uppreisn- armenn í Grikklandi hefðu drepið 114 af forvígismönnum og fulltrúum verkalýðsfélag- anna þar í landi, og geta menn vafalaust vel gert sér í hugar- lund úr hvaða flokki þeir hafa verið. Og loks má geta þess, að sú fregn farzt hingað fyrir nokkrum dögum, að hinir kom múnistísku skæruliðar hefðu þegar myrt eða tekið af lífi milli 50 og 60 af þeim þingmönnum sem sæti áttu á þingi Grikkja áður en Þjóðverjar réðust inn í land þeirra og það varð að hætta störfum. * Þetta eru óhugnanleg tíðindi fyrir þá, sem hafa gert sér von um, að eitthvað betra tæki við Séra Árni Sígurðsson: Ritgerðasafn Olafs Lárussonar: Byggð og saga IBÓKAFLÓÐINU svo- nefnda fyrir síðustu jól kvöddu ýmsir aufúsueestir dyra hjá bókelsku og fróðleiks fúsu fólki. Góð, vönduð og sann fróð bók er ein hin bezta vin- argjöf. En ’hún er meira. Hún er og einn hinn ágætasti, skemmtilegasti vinur, sem gott er að hitta að máli sem oftast. Ein beztu bóknna, sem komu á lesborð mitt fyrir jólin, var ritgerðasafn Ólafs prófessors Lárussonar, Byggð og saga, gefin út af ísafoldarprentsmiðju h.f. 1944. Flestar ritgerðir þess ar hafði ég áður lesið í ýmsum ritum, þar sem þær hafa birzt á undanförnum árum, Er það vel farið, að þeim hefir nú ver ið safnað í bók, svo að sem flestir geti lesið þær, sér til fróðleiks og ágætrar skemmt- unar um leið. Höfundur bókar þessarar, Ó1 afur prófessor Lárusson, hefir nú gegnt lagakennslu við Há- skólann í rúman aldarfjórðung. En jafnframt lögfræðinni hefir hann lagt stund á annað sem mun honum ekki síður hugðar- efni, íslenzka sögu, og þá eink um byggðarsöguna, sem er eitt hið merkilegasta og frjósam- asta rannsóknarefni í höndum manna slíkra sem próf. Ó. L. Ég hefi alla ævi haft mikið yndi af að kynna mér sögu lands míns og þjóðar, þótt tími og tækifæri til þess hafi mér gefizt af mjög skornum skammti. Ég hefi verið svo heppinn að geta lesið flest allt það er próf. O. L. hefir ritað um efni úr byggðasögu íslands. — Hafa mér oft komið i hug í sambandi við ritgerðir próf. Ó. Lárussonar þau 'orð, sem Snorri Sturluson segir um Ara prest hinn fróða í formála Heimskringlu: „Þykki mér hans sögn öll merkiligust.“ I rann- sóknum og frásögn próf. Ólafs fer saman hófsemi, varúð, gaumgæfni og gerhygli hins samvizkusama visindamanns, og sú smekkvísi í framsetningu og máli, sem aðeins fáum er gefin. Menn, sem betur eru að sér um sagnfræðileg efni en ég, hafa gefið próf Ó. L. þann vitnisburð, að hann sé einn þeirra manna vor á meðal, er bezt kunna skil á sögurannsókn og söguritun. Er það trúa mín, að þetta muni rétt vera. Sá, sem vill rannsaka og rita um byggðarsögu íslands, verð- ! ur oft að leita að litlu, huga að því, sem smávægilegt sýnist, hvort sem það er t. d. gamalt, óglöggt tóftarbrot eða ef til vill afbakað íslenzkt staðarnafn í dönskuskotnunl skrám og skýrsl um. Þau virðast ekki stór, sum viðfangsefnin, sem próf. Ó. L. tekur til meðferðar. En þau verða stór undir smjásjá hins gerhugula og gagnfróða höfund ar, og bak við þau má oft eygja mikla sögu. Og höf. gengur svo rækilega frá þeim, að þau eru að fullu afgreidd; þar þarf ekki um að bæta. í bókinni eru tólf ritgerðir alls. Allar lýsa þær frábærri þekkingu höf. á öllu þvi, sem skýrir viðfangsefnin. Allar eru þær ritaðar á fögru, tilgerðar- lausu máli, og sönn nautn að lesa zær hverjum þeim, sem hefir yndi af skýrri hugsun og ljósum stíl. Hér er eigi unnt að greina frá efni einstakra ritgerða, né því, sem hver þeirra hefur til sins ágætis. Ég vildi með þess- um orðum aðeins þakka höf. fyrir bókina, og óska þess að honum megi gefast sem flest og bezt tækifæri til að miðla islenzkum lesendum sem mest- um verðmætum úr sjóði sinn- ar staðgóðu þekkingar. Það er vísast engin tilviljun, að þessi höf., sem er allra manna þjóð- ræknastur, hefir tekið sér fyr ir hendur að rannsaka sérstak- lega samband og sambúð þjóð- arinnar við land sitt. Bókin Byggð og saga sýnir ótvírætt lifsgildi íslenzkra fræða, sýnir að ,,lifs er enn í laukum safinn, laufguð exm hin forna þöll“. Á. S. Sóliieimar —’ Kvæði Einars P. Jóns- sonar Einar P. Jónsson: SÓL- HEIMAR, kvæði. Útgef andi ísafoldarprentsmiðja h. f. Reykjavík. TFjl AD mun mörgum fagnað- arefni, að fá hér vandaða útgáfu af ljóðum Vestur-íslend ingsins Einars Páls Jónssonar, ristjóra. Hann er löngu orðin kunnur hér heima á sviði rit- iistarinnar, bæði sem ritstjóri Lögbergs og einnig af kvæð- um sínum, en' Sólheimar er fyrsta kvæðabókin, sem hann sendir frá sér. Svo sem áður er sagt og kunn ugt er, þá er höfundur þessarar bókar enginn viðvaningur í jóða gerðinni, enda ber bókin því glöggt vitni. Ætla mætti þó, að íslendingar, sem eru langdvöl- um meðal erlendra þjóða og verða fyrir ýmsum áhrifum frá þeim, færu á mis við margt það íslenzkt, sem telja má skilyrði þess að yrkja vel á íslenzka tungu; þó ekki væri nema mál- ið. En hvergi gætir þess í bók Einars, að íslenzkan sé honum ótöm. Raunar hefir hann þær aðstæður mörgum Vestur-ís- í þessari veröld, þegar búið væri að ráða niðurlögum þýzka nazismans; því að hér er sann- arlega erfitt að sjá nokkurn mun á vinnubrögðum hans og kommúnismans, þótt talsmenn hins síðarnefnda hafi talað margt vandlætingarorðið um grimmd og villimennsku hins. Og að viðburðirnir í Grikk- landi muni ekki vera einstæðir, fara menn að minnsta kosti að renna grun í, þegar þeir heyra, að í nágrannalandi þess, Búlg- aríu, sem hernumin hefir verið af Rússum, hafi 139 fyrrverandi þingmenn nú verið dregnir fyr ir rétt og 38 fyrrverandi ráð- herrar, sem ætlunin sé, að því er mönnum skilzt, að dæma sem einhverskonar stríðsglæpa- menn. í þessum löndum er bersýni- lega um kommúnistiska ógnar- öld að ræða, sem tekin er við af þýzka nazismanum. Má, bví betur, vel vera, að slíkir viðburðir eigi langt í land í ná- Jægari og siðmenntaðri löndum. En athyglisvert er það með hví líkum öfundarorðum kommún- istar hvarvetna um heim tala og skrifa um þau afrek félaga sinna suður á Grikklandi, — þjóðfrelsishreyfingu kalla þeir þau, — sem hér hefir verið lýst. •í /HrocJtou?1 ^CíJáá/T ql /joA/C lendingum fremur^ að viðhalda móðurmálinu, þar sem hann um ára bil hefir haft á hendi rit- stjórn blaðs þar vestra, sem rit að er á íslenzku. Víða í kvæðunum eru sterk tilþrif, samfara næmri tilfinn- ingu og skilningi á yrkisefnun- um, en þau lúta mörg að ís- landi og íslendingum. í bókinni eru um hundrað kvæði og eru nokkur þeirra þýð ingar. Þá eru ennfremur nokkr av stökur og tækifæriskvæði, þeirra á meðal drápa um K.N. kímnisskáldið alkunna, sjötug- an. Kvæðabók þessi er 186 siiður. að stærð, prentuð á vandaðan. pappir, og hæfir það Ijóðum Einars Páls vissulega að útgáfa þeirra væri vönduð, svo sem. helzt var kostur á. En þau mis j tök hafa þó orðið frá hendi ■ útgefenda á bókinni, að efnisyf irlit fyrir finnst hvergi, og tel ég það miður farið svo eiguleg j sem bókin er að öðru léyti. . Ingólfur Kristjánsson. ÞAÐ er oft rætt í blöðunum og manna á meðal, hve mik ið eigi að gera að því, að birta í blaðafregnum af afbrotum nöfn þeirra manna, sem svo ó- gæfusamir eru, að gerast sekir við lögin og meðborgara sína. Um þetta mál skrifar Sigurður Magnússon atþyglisverða grein í Morgunblaðið í gær. Þar segir meðal annars: „Það getur verið nokkur freist ing fyrir blaðamenn að „birta nöfnin“. í viðburðasnauðum tóm leika hversdagsins, er ekki ama- legt að fá frétt, sem allir lesa, og viss hópur’lesendanna smjattar á, les með Ijúfsárum unaði eins og skrælnuð jörðin gleypir regn. Er lendis er haldið úti sérstökum blöðum fyrir þetta fólk, og eflaust gæti hvert það íslenzkt blað, sem fremur öðrum léki þessar listir, aukið kaupendabölu sína verulega í bili, en blaðamenn vita bara að svo koma aðrir lcaupendur, sem ekki vilja láta fé fyrir óþverra, segja blaðinu upp og sjálfsvirðing blaðamanna er meiri en svo að þeir kæri s;ig um að jarða heiður sinn í dálkum fyrirlitinna blaða og þess vegna falla þeir ekki fyr ir freistingu augnabliksins og þegja um „nöfnin“. En svo koma aðrir og gagn- lýna blaðamennina fvrir þetta, segja að þeir séu að hilma yfir ávirðingar afbrotamanna og nauðsynlegt sé að birta riöfn þeirra öðrum til viðvörunar. Um þetta segir Sigurður Magn ússon: „Gott og vel, segja menn. Það hefur það, þó einhver kerlingin kjökri, en á þennan liátt sköpum við aðhald og látum' þá, sem dæmdir eru, verða hinum til við- vörunar, „svo þeir komi ekki líka í þenna kvalastað." Þetta eru að verulegu leyti falsrök og jafnvel þótt mögulegt væri á þenna hátt að fækka afbrotum á kostnað sak lausra, væri sú aðferð ómannúS- Ieg og ósæmileg. Annars hafai menn öðrum linöppum að hneppa á þeim augnablikum, sem þeir fremja brot, en að reikna út þyngd væntanlegrar refsingar, enda myndu fæst brot framin, ef þvS væri trúað, að upp kæmust. Hitt er líklegra að margur ma® urinn erlendis, sem er glæpama® ur í þess orðs fyllstu merkíngu og kann sitt handverk til hlítar, reikni dæmið þannig, að ef illa fer muni hann þó komast í blöðin og hljóta heiðurssess á bekk starfs- bræðranna en óttablandna lotning og aðdáun samborgaranna, enda viðuxkennd staðreynd, að hinar ítarlegu frásagnir erlendra blaða gera hvort tveggja, æsa vanþroak® vesalinga til óhappaverka og kenna þeim klækina.“ Og enn segir Sigurður Maga ússon í grein sinni: „Reykvískum blaðamönnum til verðugs hróss hafa frásagnir blaö anna undanfarið af niðurstöðum mála verið skynsamlegav og lær- dómsríkar. Blöðin hafa tilgreint hvers konar brot hafi verið fram in og hve þungar refsingar sak- borningar hafa fengið. Þetta hefur mikla uppeldislega þýðingu. Borg urunum er hin mesta nauðsyn að vita hvers þeir megi vænta, ef þeir fremji tiltekin brot, en þá varðar í lang-fæstum tilfellum hreint ekkert um, hverjir það eru, sem sakfelldir hafa verið og gott og heilbrigt fólk kærir sig ekkert urri að vita það. — Flestum er ná- kvæmlega sama, hvort fulli mað urinn, sem kveikti í kofaræflin- um sínum óvátryggðum og puðar nú kófsveittur við að reisa hann að nýju, heitir Jón eða Páll, en þeir sem kynnu að hafa hug í þess konar skemmtan vita nú að verknaðurinn er ekki vítalaus, jafnvel þótt kofinn sé úr kassa- fjölum og eigin eign. Það er ekkS ósennilegt að þegar almenningur Frh. á «. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.