Alþýðublaðið - 24.01.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.01.1945, Blaðsíða 3
IKgvikudasur 24. jan. 1945.________ __________________ ALÞYÐUBLAQIÐ ’brömbérgÖSMS 0IALY5TOK PiNSK KOWfL ©LUELÍN iow/lt KrIP PRZEMys SAM0OR Hin mikia velrarsókn Rússa: marskáikur fók Brombera i aær Þar, sem Zhukov sækir fram Hersveitir Zíbuikiavts matnskáiks eru raú konmar inn í 'hið fræga ,,pólaka hlið'! ag hafa tekið Bromlbers. en nálgast Posen lústið eitt sunnar. Báðar pessar borgir siáist á kortin/u Rokossovski að kréa Austur-Prússland af — á aSeins 30 km. ófarna iil Eysfrasalfs Hersveifir Konevs komnar vesfur að Oder í Sié- síuálönpsvæði SIGURFÖR Zhukovs tnarskálks heldur áfram vestur flatneskjurnar í „pólska hliðinu" og var skýrt frá því í dagskipan frá Stalin í gær, að hann hefði þegar tekið Bromberg, hina rammlega víggirtu j árnbrautarborg við Weichsel, þar sem áin beygir norður í Eystrasalt. Lítið eitt sunnar nálgast skriðdrekasveitir hans óðfluga Posen. í öðrum dagskipunum Stalins í gær var skýrt frá áfram haldandi sókn marskálkanna Tcherniakovskis og Rokoss- ovskis í Austur-Prússlandi, og væri hersveitir hins fyrr- nefnda nú aðeins 30 km. frá Köningsberg, en hersveitir Rokossovskis vel á veg komnar að króa Austur-Prússland af að vestan með því að þær ættu nú ekki nema 30 km. ófama norður að Eystrasalti. í síðustu dagskipan Stalins, í gærkvöldi, var frá því skýrt að hersveitir Konevs marskálks væru komnar að ánni Oder í Slésíu á mörgum stöðum, þar af á einum stað aðeius 25 km. suðaustur af Breslau. Pólskð sfjórnin í London býður Rússum samkomulag Stingur upp á, að Pólland verSi undir alþjóða stjórn þar til í strióslok FREGN frá Londan í gærkvöldi hermir að pólska stjórn in í London hafi látið afhenda sovétstjóminni í Moskva orðsendingu þar sem lagt sé til, í því skyni að ráða fram iúr deilum Rússa og Pólverja í bili, að öll þau héruð Pól- lands, sém Þjóðverjar hafi verið hraktir eða verði hraktir Úr, verði sett undir alþjóðastjórn þar til í stríðslok og al- þjóðalögregla látin halda þar uppi reglu þangað til, ef þörf gerizt. Það fylgdi fréttinni, að pólska stjómin í London myndi jafn i'ramt ætla sér að senda þessar tillögur stjórnum Bandaríkjanna og Bretlands. Nánari fregnir bárust ekki af þessari orðsendingu pólsku stjórnarinnar í London í gær- lcveldi. En hér er um eitt við- kvæmasta deilumálið í röðum bandamanna að ræða. RúsSar neita, sem kunnugt er, að viðurkenna pólsku stjórn ina í London, þó að bæði Bandaríkin og Bretland viður kenni hana og h'afi viðurkennt frá því, að hún var mynduð. Hins vegar hafa Rússar viður kennt hina kommúnistísku,. svo kölluðu pólsku þjóðfrelsisnefnd sem bráðabirgðarsljórn Pól- lands og. leyft henni að starfa undir verndarvæng sínum fyrst í Lublin og nú í Varsjá, síðan sú borg v’ar tekin. Er sú stjórn að sjálfsögðu ekkert ann að en raunveruleg leppstjórn Rússa. Mun því verða veitt mikil athygli, hvernig Rússár snúazt við samkomulagstilboði pólsku stjórnarinnar í London um al- þjóðástjórn í Póllandi þar til í stríðslok, að hægt yrði að gera út um deilumálin án þess að samheldni bandamanna stæði önnur eins hætta af og nú. Norskir fiugmenn í Kanada að fara til Bretlands 'T1 ILKYNNT ER f OTTAWA, að norskir flugmenn, sem dvalið hafa í herbúðum „Little Norway“ í Ontario, muni á næstunni hverfa til Bretlands. Tillaga hefur komið fram um það, að Norðmönnum verði gefin landspillda sú, er „Little Norway“ stóð á, sem tákn um vinsemd og virðingu Kanada- manna í garð Noregs. Svo virðist, sem vöm Þjóð* verja sé einna hörðust í Slésíu, enda er þar mest í húfi, nefni- lega hið mikla iðnaðarhérað í Efri-Slésíu, en það er norðan við það, sem hersveitir 'Konevs eru komnar að Oder, og eiga Þjóðverjar því á hættu að það verði einangrað frá öðrum hér uðum Þýzkalands. í pólska hliðinu eru hersveit ir Rússa komnar lengst vestur á bóginn, þó að þær eigi þar, við Bromberg, enn eftir ófarna 50 km. til gömlu þýzku landa- mæranna. Þjóðverjar gátu litl um vörnum komið við í Brom- berg, þótt hún sé rammlega víggirt. Skriðdrekasveitir Zhu- kovs voru komnar vestur fyrir hana, áður en áhlaup var gert á hana að austan, þannig, að Þjóðverjar urðu að hverfa á ferott úr borginni til að verða þar ekki innikróaðir. Tannenbergminnis- merkið sprengt í loft upp í sambandi við fregnirnar af tangarsókn Rússa inn í Austur- Prússland að sunnan og austan, var svo frá skýrt í Berlin í gær, að minnismerkið mikla í Tannenberg hefði verið sprengt í loft upp áður en hersveitir Rokossovskis komu þangað, en áður hefði verið búið að flytja þaðan burtu jarðneskar leifar Hindenburgs og konu hans. Var því við bætt að minnismerkið myndi verða endurreist eftir styrjöldina. Suður í Ungverjalandi veitti Rússum í gær miður í viður- eigninni við Þjóðverja og urðu að hörfa þar úr borginni Szé- kesfeiervar og fleiri borgum suðvestur áf Budapest. Vaxandi sundrung með Júgóslövum Pétur konungur vík- ur Dr. Subasic frá embætti P REGN frá London í fyrra kvöld hermir, að Pétur Júgóslavíukonungur hafi kraf izt þess af Dr.Subasic, forsætis ráðherra júgóslavnesku útlaga stjórnarinnar, að hann segði af sér, og þegar falið Dr. Milan Groll, einum af forystumönnum júgóslavneska lýðræðisflokksins að mynda nýja stjórn í hans stað. Pétur konunfur á að hafa fært þá ástæðu fram fyrir kröfu sinni við Dr Subasic, að hann treysti honum ekki leng- ur til að semja fyrir hönd út- lagastjórnarinnar við Tito mar skáik; en áður höfðu borizt fregnir um það, að þeir Dr. Subasic og Tito marskálkur hefðu gert með sér samkomu- lag, sem landflótta Júgóslavar teldu, að gerði öllum flokkum nema kommúnistum ómögulegt að starfa á löglegum grund; velli í Júgóslavíu. Það fylgdi fréttinni frá Lon don, að Pétur Júgóslavíukon- ungur hefði tekið ákvörðun sína í þessu máli án nokkurs samráðs við stjórnir Bretlands Bandaríkjanna eða Rússlands. rjT ÁKON Noregskonungur * hefir verið kjörinn heið- ursborgari bæjarins Richmond í Yorkshire á Englandi. S Ardennafleygurinn búinnaSvera Bandarikjamenn eru kemnir inn í St. Vith P REGNIR frá London i gærkvöldi sögðu, að hersveitir úr 1. her Banda- ríkjamanna hefðu nú brotizt inn í St. Vith og væri Ar- dennafleygur Þjóðverja bú- inn að vera. Hergagnatjón Þjóðverja á undanhaldinu er sagt vera óg- urlegt, en viðurkennt er, að þeir haldi undan í röð og reglu og geri mörg gagnáhlaup. Sunnar á vesturvígstöðvun- um, í Norður-Elsass, hefir 7: her Bandaríkjamanna orðið að hörfa tíl nýrra varnarstöðva fyrir hörðum áhlaupum Þjóð- verja sunnan -við Wissembourg og Lauterburg. Barizt er þar' í frosti og snjó. Nyrzt á vesturvígstöðvunum sækja Bretar fram austan við Maas og eru nú aðeins hálfan kílómetra frá Heinzberg. Inni í Hollandi hafa Þjóðverjar ver ið hraktir norður yfir skipa- skurð rétt hjá Nijmegen. Harðar loftárásir voru gerðar í gær á Neuss, þýðingarmikla samgöngumiðstöð Þjóðverja vestur af Ruhrhéraðinu, enn- fremur á olíuvinnuslustöðvar við Duisburg, og á Hannover og Gelsenkirchen. Hollenzkar flugvélar gerðu mikla loftárás á eina af skotstöðvum V2 skeyt- anna við Rotterdam í Hollandi. Norskar flngvélar skjóia niður 7 þýzk- ar veslan við Osna- bruck U RÁ LONDON er símað til blaðafulltrúa Norðmanna hér? að norskir flugmenn hafi þ. 14. þ. m. háð frækilega loft- orustu við þýzkar flugsveitir vestan við Osnabrúck í Þýzká- Iandi og skotið niður 7 af hin- um þýzku flugvélum. í brezkri tilkynningu um þetta segir: Það voru tvær sveitir norskra orustuflugvéla af Spitfiregerð, sem skyndilega rákust þarria á 60 þýzkar flug- vélar af gerðinni Focke-Wulf 190 og Messerschmitt 109. Síðan bættust 35 þýzkar flugvélar í þennan hóp; en þótt liðsmun- ur væri svo mikill, að 5 þýzk- ar flugvélar væru á móti hverri 1 norskri, tókst hinum síðar- nefndu að skjóta niður 7 af ó- vinaflugvéldunum. C ENDINEFND brezku ^ verkalýðsfélaganna, sem kom í fyrradag til Aþenu und ir forystu Sir Walter Citrine til þess að kynna sér ástand- ið í Grikklandi, hefir verið fagn að mjög af borgarbúum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.