Alþýðublaðið - 24.01.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.01.1945, Blaðsíða 5
Mi?v ikndagur 24. jan. 1945. ALÞYÐUBLAÐIÐ Við, sem komum á eftir hinum — Davíð og söngvamir hans — Allir þeir mörgu, sem hann hefur hjálpað til að sigra — Tónskáld og ljóðskáld EG — OG FÓLKIÐ — megum gjarna koma á eftir og fagna Davíð Stefánssyni á fimmtugsaf- mæli hans. Að vísu hyllti fólkið, sem byggir Akureyri, skáldið á sunnudaginn, þegar það fór heim til þess í þúsunda tali, en við í almúganum hérna megin fjall- anna, höfum að eins getað sent því hlýjar kveðjur — í huganum Það er mikils virði, eftir því að dæma, sem guðspekingar og slíkir dáindismenn halda fram og vona ég að skáldið hafi fundið þennan yl héðan að sunnan og úr öðrum fjarlægum byggðum, fundið hann gegn um frosthörkuna á Akureyri á sunnudaginn. ÞEGAR Páll ísólfsson átti fimm tugsafmæli var honum sent skeyti sem var, að mig minnir, á þessa leið: „Sá er ríkur af hamingju, sem á hljóm í hvers rríanns brjósti.“ Eins gætum við samið skeyti og sent Davíð, höfundi svörtu-fjaðra-söngvanna úr Fagra skógi, svohljóðandi: „Sá er ríkur af hamingju, sem á ljóð á hvers manns vörum.“ Og ég er viss um að þetta væri ekki ofmælt. Ég hygg að ekkert íslenzkt skáld hafi sungið sig svo innilega inn í sál- ir okkar og Davíð. ÉG ER EKKERT feiminn við að gera játningu í sambandi við þetta spjall mitt. Ég leita næst- um því eingöngu á stundum til tveggja%skálda. Þegar ég vil finna lífsfyllingu — (eða hvað á ég að kalla það?) — þá leita ég til Ein ars Benediktssonar og ljóðin hans hefi ég yfirleitt allt af með mér, hvert sem ég fer. En þegar ég leita að lífsgleði og brosandi ham ingju, þá leita ég til Davíðs Stef- ánssonar. Og mér bregst það al- drei, þegar ég leita til þessara vina minna, að ég finn það, sem ég leita að. UM EINAR BEN. vil ég ekki frekar ræða að þessu sinni. En getið þið hugsað ykkur nokkuð betra en að syngja — með sínu lagi — þegar maður er glaður og kátur, eða þegar maður vill bara vera glaður og kátur: „Skál, Tína Rondoní! Skál fyrir lifinu og þér!“ Og það er sannarlega allt -fullt af TÍnum kringum okkur! Eða kvæð ið um „Lapí, sem er listamanna- krá“, eða kvæðið um „Litlu Gunnu og litla Jón“? DAVÍÐ STEFÁNSSON á áreið anlega ljóð á fleiri vörum en nokk urt annað íslenzkt skáld. Honum er alls ekki ljóst, hvað hann hefir með því gefið þjóð sinni dýrmæt- an fjársjóð. En okkur, sem njót- um hans, er það ljóst. Við yljum okkur við söngvana hans — og þó að hann sé ógiftur, þá verður hann að skilja það, að hann hefir hjálpað fleiri íslenzkum. piltum en nokkur annar annar einstakl- ingur til þess að ná í þá, sem hjartað girntist, því að hvert leit ar maþur, þegar orð hans sjálfs verða svo undur fátækleg undir slíkum kringumstæðum, nema til Daviðs? Og hver er sú íslenzk meyja, sem stenzt orðaval hans? MAÐUR getur jafn vel gert sig að hugljúfum og munakærum speking með því að fara með ljóð eftir Davíð, ég tala nú ekki um, ef það er gert við lampaljós og ef skermurinn er grænn eða rauð ur. Hversu margir piltar hafa ekki farið með .Dalakofann', ,deklamm erað‘ hann , eftir öllum kúnstarinn ar reglum við stúlkuna sína — og- unnið fullnaðarsigur? Eða, ef reynt er að skapa sérstaka ,stemn ingu' með því að lesa ,Bréfið henn Stínu,‘ sem á heima í húsinu, sem er fult af ,gömlum ljónum', en bíð ur manns þó ,í náttkjól meira að segja?‘ Drottinn minn! Það er ekki erfitt að sigra með Davíð Stef- ánsson við hlið sér! OG SVO ef maður er svo blank ur, að maður getur ekki farið í ferðalag með kærustuna, þá er enginn vandi að ,deklammera‘ kvæðið um lestina: ,Ys á stöðinni, ys á stöðinni, öskur köll og hróp. Menn taka í flýti föggur sínar og flykkjast út í hóp‘ — Og: ,Klef- arnir fyllast. Kveðjur. Menn kaupa í skyndi blað. Einn — tveir — þrír og eimlestin rennur af stað.‘ — Maður er strax orðin ríkur í eig- in hugmynd — og það sem meira er: henni finnst það líka — og maður þýtur af stað um lönd og álfur! ÐAVÍÐ STEFÁNSSON hefir sungið svo,‘ að þjóðinni hefir hitn að, og hún hefir farið að stíga dans. Jafn vel þeir, sem ekki kunna að dansa, far^ að dilla fæt inum eftir músík Davíðs, því að það er eins og Davíð sé eins mik- ið tónskáld og hann er Ijóðskáld! ' Þetta er undarlegt, en samt er það satt. — Er þá nokkur furða, þó að maður hylli þetta skáld við öll hugsanleg tækifæri? Hannes á horninu. Aftur á Filippseyjum. Þegar MaeArtíhur herehöfðdínigi varð að hörfa f :á Filippseyjiuim eífitir hina fræikiíLegu vörn á BaitaaniSikaiga á Luzon snemma á árinu 1942 og fara til Ásrtrallíu, hét hann Jwí, að hann skyldi koma afitur. Og hann befir haldið það hieit. Nú er MacArKhur aiftair á Luzon, og laindgöngu- her hans náíLgaisit óðifluga Baitaainskaiga og höfu íhorgiina Manila. Myndin sýnir MacArthur (ílienigiit til vinstri), þegar hanin steig aÆtiur á land á liuzoar. Siðari grein: msum límum YFIRSTANDANDI ófriði millum Kínverja og Japana vildi einu sinni svo til, að herdeild nokk- ur hafði brotizt áfram að mýr- arjarðri, þar sem Japanir höfðu bækistöðvar sínar á bakkanum hinum meginn. Mýrin virtist vera ófær yfirferðar og Japan irnir, sem trúðu því fastlega, að þeir væru úr allri hættu, höfðu ekki mikinn varnarútbúnað í virkjum sínum. Kínverjarnir söfnuðu nú saman stórum hóp af indverskum buffalóum, og i þegar skyggja tók, ráku þeir þá yfir mýrina. Á bak hvers þeirra settust tveir kínverskir hermenn og hofðu með sér vélbyssu. Jap anarnir þurftu ekki á því að halda að naga sig í handarbök- in fyrir óvarkárni sína, — þeir voru allir skotnir, hver einasti þeirra. í annað skinti, þe?ar íbúar í borg einni í Kína urðu að gefast upp fyrir umsátursher Japana, vildi svo til, að næstum því all ir Kínverjarnir komust undan fyrir augunum á Japönunurn sjálfum. Fáeinir skæruliðar urðu eftir til þess að „taka á móti sigurvegurunum á viðeig- andi hátt“; þetta var samkv. fornum austurlenzk^m sið, — að taka fremur vel á móti sigur vegurunum, — því þá muni hinir sigruðu ef til vill ekki sæta eins slæmum kostum og ella. Þegar Japanirnir óku inn í borgina sáu þeir, hvar matur hafði verið lagður á borða- raðir eftir endilangri aðalgöt- ' unni. Þreyttir og svangir eftir sóknaratlöguna lögðu hermenn irnir vopn sín og fararigur til hiiðar og ætluðu heldur en ekki að gera sér glaðan dag og -- borða nægju sína. En át þeirra var skyndilega stöðvað. Vél- byssur skæruliðanna létu skyndilega til sín taka, þar sem þeim hafði verið stillt upp í húsagluggunum meðfram endi löngum borðaröðunum. Herkænska hefur oft og .ttíðum valdið mestu um töku heilla borga og víggirð- inga. Trójuhesturinn er auðvit- að sígilt dæmi þess, en til er saga, sem segir frá því er annað dýr átti sinn þátt í því, að sigra heilt varnarvirki. Virki þetta var allrammlega varið og. naum ast hugsandi fyrir umsáturs- mennina að sigra það. — En þá vildi svo til, að þeir náðu í eðlu, stóran lizard, bundu mjóurn kaðli yfir um hana og köstuðu henni eins hátt upp með virkis veggnum eins oig þsir gátu Eðl an skreið á einni veggsyllunná unz hún komst að glufu. er hún ' smeygði sér inn í. Léttur og lið ugur hermaður klifraði síðan upp eftir kaðlinum (eðlan hélt það fast í, að þetta var algjör- lega áhættulaust þess vegna), siðan hver á fætur cðrum, og þegar nógu margir höfðu kom- izt upp í virkið og tekið með sér það sem þeir þurftu, lögðu þeir til atlögunnar og yfirunnu þá sem í virkinu voru. Sagt er að Rikarður ljóns- hjarta hafi tekið Acre-virkið með aðstoð býflugna. Hann á að hafa steypt úr mörghundruð bý kúpum og flugnasægurinn flog ið á lið óvina hans. Eins og nærri má geta hræddust verj- endur virkisins ekki síður fiugnabitið en krossfarana og komu sér undan á flótta niður í jarðhús undir virkinu. Og 'þannig ruddi Rikarður sér braut inm í varnarlausa.n kastaianm. Herkænskubragð af einna beztu tegund átti sér. stað í síð asta stríði í orustunni við Galli- poli. Það var brýn nauðsyn að taka bækistöðvar nokkrar, sem voru á valdi Tyrkja á hæð einni, ‘ en áhlaup liðssveitar myndi fyrirsjáanlega kosta fjölda mannslífa. Yfirforingjar landhers og sjóhers komu sam- an til þess að ráðgera hvað gera skyldi og að litlum tíma liðn- um höfðu þeir komið sér saman um hvað skyldi aðhafast. Nótt eina, skömmu seinna sigldi brezkur tundurspillir meðfram ströndinni. Hann varpaði kast- Ijósi á hæðina, þar sem Tyrkir höfðu umsátur sitt og hóf skot- hríð á stöðvar þeirra. Á hverri nóttu um hálfsmánaðar tíma var þessari skothríð haldið á- fram, '— en aldrei nema tíu mínútur í einu, hvorki lengur né skemur. Tyrkir voru farnir að venjast þessu svo vel, að í hvert skípti er þeir sáu ljóskast arana bregða birtu sinni upp á ströndina, yfirgáfu beir virki sitt, en sneru svo jafnan heim aftur þegar skoithríðin hætti að tíu mínútum liðnum. En eina nóttina komst örlítil breyting á venjuna. Hersveitir Bretanna réðus(t til uppgöngu í hæðar- virkið á meðan Tyrkir voru í skjóli sínu og tundurspillirinn iskauit ekki Lengra en svo, að það grandaði ekki Bretunum, se*u voru á leið upp í virkið. Og þegar Tyrkir komu úr fylsnum sínum og ætluðu að halda inn í virkið, urðu þeir fyrir skothríð, al'lkröfitiuigri, úr sánum eigin vél byssum. m Yfirstandandi styrjöld geymir auðvitað fjöldanri allan af her- kænskubrögðum, sem mörg hver verða ef til vill seint skráð á spjöld. Það er vert að minnast þess, að Rommel beitti fjölda bragða í eyðimerkurhernaði sínum. Hann þóttist leggja á skipulagslausan flótta og kom skriðdrekasveitum Breta til að elta sig, en síðan innikróaði hann Bretana með skriðdreka- sókn frá báðum hliðum. Reyn(J ar héppnaðist honum^ekki að beita brögðum við Montgomery. Frh. á 6. síöu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.