Alþýðublaðið - 26.01.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.01.1945, Blaðsíða 3
Flístadagor 26. janúar 1945. ALÞYÐUBLAÐID 3 háttur F YRIR NOKKRUM KVÖLD UM hlustaði sá, ér línur þessar ritar á útvarpsstöð, sera kvaðst mæla fyrir munn Mns frjálsa Indlands. Hér skal ekki fullyrt, hvort hér sé um að ræða einhverja stöð, sem útvarpar í anda Bose, Indverjans, sem var á mála hjá Japönum eða stöð, sem er í Japan sjálfu. En samt var að ýmsu leyti lær- dómsríkt að hlusta á þann á- róður, sem þar var á borð bor inn. í 1»AR VAR AÐALLEGA rætt um flugmennina japönsku, sem hafa það sér til dundurs &Ö steypa sér með sprengju farm á skip bandamanna og tortíma þannig sjálfum sér um leið og þeir geta grandað einhverju af skipakosti banda manna. Vestrænar þjóðir, hafa tií þessa átt erfitt með að skilja þennan hugsunar- hátt. Við höfum lagt annað mat á mannslíf og raunar til veruna almennt. Við eigum erfitt með að skilja ofstæk- ið og villimennskuna, sem í þessu fellst. Við lesum í frétt nm, að nokkrir Japanar, sem hafa verið innikróaðir ein- hvers staðar á Nýju-Guineu eða Salómónseyjum hafi tek ið það fangaráð að losa um öryggið á handsprengju og tætt í sundur á sér kviðinn til þess að falla ekki í hendur „villimönnunum" frá Ame- ríku. Þetta er okkur næsta torskilið, fjarri okkar hugs- , anagangi, ólíkt öllu því, sem við höfum vanizt og kynnzt. í ÚTVARPSERINDI ÞESSU var rætt um þessi mál og lát , in í ljós undrun vegna þess, að hinir „engilsaxnesku rudd ar“ skuli ekki botna neitt 1 hinni háleitu hugsjón, sem felst á bak við þetta allt sam an. Hér sé ekki um að ræða neinn sjálfsmorðsfaraldur, heldur séu hér menn að verki, sem hafi þaulhugsað málið, þeir rasi ekki um ráð fram, það sem þeir geri sé ékki gert í neinni örvinglun. LÖGÐ VAR ÁHEZLA Á, að hér sé um að ræða helgustu köllun og æðstu skyldu sannra Japana, 'sem vilja varna þess, að framandi ruddar geti ráð izt á helga storð heimlands- ins. Þá var og tekið fram, að þetta sé sjálfboðavinna, eng inn þurfti að vera til þess kvaddur, frjáls vilji rík» þar. Þá var það sagt að framboð aí mönnum væri meira en hægt væri að sinna, og má af. því marka, hválíkt ofstæki ríkir með þessari þjóð og að það verði ekki hlaupið að því að sigrast á slíku fólki. í ÞESSU ERINDI var einnig minnzt á, að það sé skoðun Japana, að það sé ekki nema sjálfsagt að fórna lifi sínu ef hægt er að granda einu skipi bandamanna, til dæmis or- ustuskipi eða flugvélaskipi. Rússar við borgarhlið Breslau og Königsberg Yfir&iisiur-Prússiandi Á mynd þessari sjást Bandaríkjaflugvélar á sveimi yfir Marien- burg í Austur-Prússlandi, sem ráðizt var á nýlega. Hér hafa þær nýlokið við skæða 'ioftárás og má sjá reykjarmökkinn vegna sprengj.ukastsins stíga upp. Á myndinni má annars sjá fljót liðast um flatneskjuna, en þarna er flatlendi mákið, eins og kunnugt er og lítið um varnaskilyrði af náttúrunarhendi. Þjóðverlar hafa by rjað nýja sókn vesfur af Hagenau í Elsass Anisar breiki herinn i sókn við Roertnond og Frakkar í S.-Elsass FRÁ vesturvígstöðvunum eru þær fregmr helztar, að Þjóð- verjar hafa byrjað sókn vestur af Hagenau í Elass og sótt yfir ána Moder. Þar á 7. her Bandaríkjamanha í hörðum varnar bardögum. Sækja Þjóðverjar fram á 35 km. víglínu og hafa Banda ríkjamenn hörfað undan. í Suður-Elsass hefir fyrsta franska hern um orðið allvel ágengt, en nyrzt á vígstöðvunum eru sveitir úr öðrum brezka hernum í grennd við borgina Roermond. Þjóðverjar hafa enn byrjað sókn, að þessu sinni í Elsass, vestur af Hagenau, um það bil 25 km. norðvestur af Strass- burg. Tefla þeir þar fram miklu liði, en þó er ekki talið, að hér sé um að ræða neina stórsóka af hálfu þeirra. Þjóðverjar halda áfram að flytja leyfar herafla síns úr Ar- dennafleygnum, en flugmenn bandamanna unna þeim varla stundlegs friðar. Einkanlega er þess getið, að brezkar sprengju flugvélar hafi verið athafnasam ar að undanförnu og ráðast þær einkum á bifreiðalestir Þjóð- verja og hafa valdið miklu tjóni. í gær var sagt frá í Lund únaútvarpinu, að brezkar flug- vélar hefðu eyðilagt samtals 230 eimreiðar og mörg hundruð járnbrautarvagna undanfarna þrjá daga á þessum slóðum. Annars er ekki um mikilvæg ar breytingar að ræða á vestur vígstöðvunum. Við Colmar hef- ir Frökkum orðið allvel ágengt og á milli ánna Roer og Maas sækja deildir úr öðrum brezka hernum fram. Eru þær um 5 km. frá Roermond og hörfa Þjóðverjar undan en skipulega þó. Það kosti marga mánuði, ef ekki ár að smíða slík skip, en hins vegar séu mannslífin til tölulega ódýr og má það til sanns vegar færa. En erfitt er samt að skilja slíkan hugs- unarhátt. EN ÞETTA ER SAMT NÆSTA HANDHÆGT í styrjöld. Það er vegna þessa, sem Japanar virðast svo fúsir til þess að láta murka sig niður, fara fagnandi út í opinn dauðann, fullkomlega að ástæðulausu, oft á tíðum. Það er sagt, að japanskur fangi eigi ekki •upp á pallborðið hjá ráða- mönnum er heim kemur. Hann hefir fyrirgert lífi sínu að því er sagt er. Hann hefir þá skyldu að láta slátra sér fyrir Japanskeisara, mikadó- inn, sem svo er nefndur og að koma lifandi heim úr styr j öld, sem ekki hefir unnizt, virðist höfuðsök. Hörð orrusta stendur yfir um Posen í Vestur- Póllandi Gleiwitz í iðnaðarhéraðinu í Efri-SIésíu er þegar á vaSdi Rússa O ÓKN RÚSSA heldur áfram með sama hraða og áður ^ og haf a þeir enn tilkynnt mikla sigra. Eru þeir nú komn ir að útjöðrum Breslau, mestu borg í Slésíu og Königs- berg, aðalborg Austur-Prússlands og geisi þar harðar varn arorrustur, enda hafa Þjóðverjar látið það boð út ganga, að borgir þessar skuli varðar meðan nokkur maður stend- ur nppi. . •;|f Þá tilkynna Rússar í dagskipan, sem Stalin gat út í gær, að hersveitir ’Konevs marskálks hafi náð á sitt vald borginni Glel witz í Efri-Slésíu, sem er ein af þrem mestu morgum Slésíu, eftir snarpa bardaga. Engin staðfesting hefir enn fengizt á því, a«5 Rússar hafi brotizt vestur yfir Oderfljót. Hersveitir Zhukovs eru komnar að úthverfum Posen (Poznan) og eru þar háðir grimmilegir bardagar. % ^jjjjj/j í dagskipan, sem Stalin gaf® út í gær, er sagt, að Gleiwitz sé mjög mikilvæg iðnaðar- og samgöngumlðstöð. Segir þar einnig, að herdeidir Konevs séu víðast um það bil miðja vegu milli Krakov og Gleiwitz. Þjóðverjar veita alls staðar mjög öflugt viðnám og taka á öllu sem þeir eiga til. Rússar munu nú komnir inn í úthverfi Breslau en þar er mótspyrna Þjóðverja hvað heift arlegust. í sumum fregnum seg ir, að hið mesta öngþveiti ríki þar í borg og hafi þegar um 30,0 þúsund manns verið flutt á brott úr borginni vestur á bóg- inn, Er sagt, að allar járn- brautarlestir frá Austur-Prúss- landi séu troðfullar af fólki, bæði frá Slésíu, Danzig og Aust ur-Prússlandi og flýr fólk þetta í ofboði undan hinni hröðu sókn Rússa. Fréttaritarar banda- manna geta þess í skeytum sín um, að hér sé ekki einungis um að ræða mikinn ósigur Þjóð- verja á hernaðarvettvangi, held ur hafi einnig skapast mikil vandamál í sambandi við brott flutning fólks úr austurhéruð- um landsins. Þá herma fréttir, að þýzk'r herir í Austur-Prússlandi hafi nú verið afkróaðir með öllu, þar eð Rússar séu komhir til sjávar þar. Við Königsberg eru háðir mjög harðar bardagar eins og fyrr getur og hafa Rússar dreg ið þar að sé mjög öflugt lið. Þar hafa Þjóðverjar gert ítrek uð gagnáhlaup, sem jafnan hef- ir verið hrundið og þrengist hringurinn um borgina æ meira. Þá nálgast hersveitir Zhukovs Posen og eru þegar byrjaðar harðar orrustur í út- kjálkum borgarinnar. Ný herstjóm Þjóðverja íNoregi Rendulic fluttur austurvígstöðv- anna til I FREGNUM, sem norska blaðafulltrúanum í Reykja vík hafa borizt, segir, að Rend- ulic hershöfðingi, sem stjórnað hefir þýzku hersveitunum í Norður-Noregi, hafi verið svipt ur embætti þar og fluttur til austurvígstöðvanna, en þar er hann sagður hafa tekið við við stjórn fjallahersveita. Ekki er þess getið, hver hafi tekið við af Rendulic. (Frá norska blaðafulltrúanum). Oumansky láfinn "O REGNIR hafa borizt um, að Oumansky, sendiherra Rússa í Mexikó, Hafi farizt í slysi á flugvellinum í Mexikó, City í fyrradag. Ekki var þess nánar getið, með hverjum hætti | slysið hafi borið að höndum. Quisling heimsækir Hitler O RÉTTASTOFAN Skandi- navi'sk Telegrambyraa í Stokkhólmi segir frá því s. 1. þriðjudag, að Vidkun Quisling hafi heimsótt Hitler í aðalbæki stöð hans. í Oslo er talið, að þeir hafi rætt um að gera stjórn ina í Noregi „norskari11 en ver ið hefir. Mun Quisling vonast til þess, að áhrif „stjórnar!í hans verði aukin en vald Ter bovens verði minnkað að sama skapi. (Frá norska blaðafulltrúanum). HARLES de Gaulle, for- ^ sa?tisráðherra frönsku bráðabirgðarstjórnarinnar lýsti yfir því í viðtali við blaðamenn í fyrradag, að Frakkar yrðu að hafa setulið á vesturbakka Rín ar í ófriðarlok, Sagði de Gaulle, að þetta væri ekki einungis gert vegna Frakklands, heldur vegna öryggis allrar Evrópu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.