Alþýðublaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLftÐIÐ v Fimmtudag 1. Febróar flMg* Otgeí-xidi: Alþý tt*»»**kt' Ritstjórl: Stefán IVíur>-...i> Sitstjórn og afgreiOsla t A1 ýöuhúsinu við Hvex fisgötu 5íxnar ritstjórnar: 4''C1 og 490S íímar afgrciðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. AlþýOuirentsmiðjan h.f. Lokaþáfturinn um launalögin E FTIR langar umræður og margar breytingar hefur aðalmál þessa þings, lagafrum- varpið um laun opinberra starfsmanna, nú verið afgreitt í efri deild þar sem það var flutt; en eftir er að ræða það í neðri deild áður en það verð- ur að lögum. \ & Það var frá upphafi sýni- legt, að ekki yrði hjá þvi ksm- izt, að gera ýmsar breytingar til bóta á launalagafrumvarp- inu, þegar það var flutt í efri deild eins og það lá fyrir frá milliþinganefnd í launamálum. Alþýðuflokkurinn, sem gerði samþykkt launalagafrumvarps- ins á þessu þingi að ófrávikjan- legu skilyrði fyrir þátttöku sinni í núverandi ríkisstjórn, fékk það líka tekið upp í mál- efnasamning hennar, að þessar breytingar skyldu gerðar í sam- ráði við og með hliðsjón af ósk- um opinberra starfsmanna sjálfra, eða réttara sagt alls- herjarsamtaka þeirra, banda- lags opinberra starfsmanna rík- is og bæja. Segja má, að við breytingam- ar á launalagafrumvarpinu í efri deild hafi þessari línu verið fylgt í höfuðatriðum, þó að oft hafi mjóu munað, að sjálfsögðustu réttlætiskröfur hinna læggst launuðu til hækk- unar og samræmingar við aðra launaflokka væru fyrir borð bornar. Þannig var breytingar- tillaga frá meirihluta fjárhags- nefndar um nokkra hækkun á launum lægsta launaflokksins, sem i eru aðallega skrifstofu- stúlkur og aðrar lágt launaðar konur, felld við aðra umræðu frumvarpsins i efri deild. En því betur fékkst það ranglæti að nokkru leiðrétt við þriðju umræðu frumvarpsins, með því að byrjunarlaun í þessum launaflokki voru hækkuð úr 3000 upp í 3300 krónur, þótt betur megi, ef vel viðunandi ætti að vera. Af öðrum breytingum til bóta á launalagafrumvarpinu má nefna, að samþykkt hefur verið, að , innheimtulaun opin- berra embættismanna skuli framvegis renna í ríkissjóð; er hér sumpart um miklar fjár- upphæðir að ræða, sem ýmsir hálaunaðir embættismenn hafa hingað til haft í aukatekjur, og var til dæmis um það upplýst við þriðju umræðu frumvarps- ins í efri deild, að aukatekjur eins sliks embættismanns af innheimtulaunum hefðu á ár- inu 1943 numið hvorki meira né minna en 62 þúsund krón- um. * Búast má við, að ýmsar breytingartillögur komi enn fram við launalagafrumvarpið í neðri deild, og er vonandi að Thorolf Leiklisl í LEIKLIST ÍSLENDINGA er í mikilli framför um þess ar mundir. Sjaldan eða aldrei hefir verið eins mikill kraftur í Leikfélagi Reykjavikur og jdfnáhugasamir menn í stjórn þess. Það er út af fyrir sig tals- vert atriði, sem vert væri að rekja til hlítar síðar meir, hversu vel leikarar okkar hafa staðið í stöðu sinni. Þeir hafa orðið að stunda leikist í hjá- verkum, unnið baki brotnu við æfingar langt fram á nótt oft á tíðum til bess að gefa okkur kost á að fylgjast með því, sem er að gerast í leiklist nútímans. Samt hefxr okkur tekizt, ef svo mætti að orði kveða, að koma hér upp myndarlegum leikara- hópi, sem ábyggilega getur orð iö til þess að lyfta okkur á ör- lítið hærra menningarstig. Þess ir menn og þessar konur, sem að leiklist stanfa, flytja O'kkur nýja memninigaritr auma, sem voru okkur að ölium liikindum annans algerie'ga huldir. Nú hafa íslenzkir leikarar orðið að kúldrazt í gömlu Iðnó áratug eftir áratug og gert það vel, sem þar er yfirleit hægt að gera. Sem betur fer, er að rofa til í menningarmálum ís- lendinga um leið og horfur eru á því, að Þjóðleikhúsið komist upp. En um leið oig sú bygging er fuillgerð má vænta þess, að ís lenzkir leikarar fái betur að njóta sín. Þar munu þeir fá þann umbúnað á leiksviði, sem nauð synlegur er til þess að sýning ar megi teljast fullgildar. Ég er alveg handviss um, að síðar meir, eftir 25 eða 50 ár, eiga menn eftir að skrifa um það, hvernig búið var að ís- lenzkri leiklist, hvernig menn urðu að tifa fram og aftur á leiksviðinu í Iðnó, sem í sjálfu sér er gott „fyrir sinn hatt“ og hefir verið það í raunar allt of mörg ár. Þau Gunnþórunn, Brynjólfur, Gestur, Alfreð, Har aidur, Ævar og hvað þeir allir heita, leikararnir, sem hafa skemmt okkur svo vel, sem set ið hafa á hörðum bekkjunum í Iðnó, eiga annað og. betra skil ið, enda má nú vonandi sjá fyr ir endann á raunum leikara höf uðstaðarins. En það er síður en svo, að það séu aðeins leikarar okkar Reyk víkinga, sem það hól eiga skil- ið, að hafa innt af hendi mikið þrekvirki, enda bótt þeir yrðu að búa við þröngan húsakost og léleg skilyrði. * Frá Reykjavík til Borgarness er ekki nema tæplega þriggja tima sigling. En samt er okkur tiltölulega ókunnugt um, að þar vex og dafnar blómleg leiklist, sem nokkrir áhugamenn í fá- mennu kauptúni hafa komið í kring.. Hér er ekki tími né rúm til þær verði frekar til bóta, held- ur en til hins verra, enda frum varpinu enn i mörgu áfátt, svo margs sem við setningu slikra í laga er að gæta. En enginn vafi getur lengur leikið á því, að launalögin verða stórkostleg kjara- og réttarbót fyrir stétt hinna opinberu starfsmanna, svo stórkostleg, að jafnvel þeir, sem lengst hafa þrjózkazt gegn setningu þeirra, verða nú að viðurkenna. Til dæmis um það skulu að- eins tilfærð ummæli Vísis, blaðs fyrrverandi rikisstjórnar, í gær. Hann segir: Smith: framför að rekja það, við hverja örðug leika Leikfélag Borgnarness hef ir átt við að etja. Saga þess leik- félags mætti verða á svipaða lund og fjölmargra smærri leikfélaga, sem lagt hafa drjúg an skerf til andlegrar menning ar þjóðarinnar, ekki til þess að græða á sjónleikum þeim, sem haldnir hafa verið á vegum þeirra, heldur af áhuganum ein um saman. Núna um jólin sýndi Leikfé lag Borgarness Fjalla-Eyvind, hið fræga leikrit Jóhanns Sigur jónssonar. Það var mikið og vandasamt verk, sem þetta litla feiikfélag (tóksit á henidur með þessu. En þá er það dómur þeirra, sem þar voru staddir, að leikendum hafi vel takist, enda nutu þeir tilsagnar Har- aldar Björnssonar áður en leik urinn hófst, en hann mun tal- irm með snjöllustu leikstjórum okkar, sem nú er völ á. Munu hinir fjT'gíirzka ikara hafa notið góðs af leiðsögn hans. Leikfélag Borgarness er ung ur félagsskapur, stofnaður ár ið 1942. En á þessum fáu árum hefir félagið samt tekizt á hend ur að flytja veigamikil leikrit og yfirleitt hlotið góða dóma hjá leikhúsgestum. Með því gð sýna „Fjalla-Ey- vind“ Jóhanns Sigurjónssonar hefir Leikfélag Borgarness Jyft Grettistaki, ef svo mætti segja. En hér hefir vel tekizt og vert er að halda slíku á lofti. Að- sitæður þær, sem leikfiokkar úti á landi eiga að glírna við, eru erfiðar, miklu erfiðari en þær, siem okikar me::n þt;rfa að glíma við hér í bænum, enda þótt þær séu nógu slæmar. í stjórn Leikfélags Borgarness eru þau Jón Magnússon, for- maður, og hefir hann um langt skeið leikið ýmis vandasöm hlut verk félagsins, Freyja Bjarna- dóttir, ritari, og Kristleifur Jóns son, gjaldkeri. * Það er gloggur vottur um gró andann í íslenzkri leiklist og auk ið samstarf og viðkynningu ís- lenzkra leikara, að hér í Reykja vík er nú staddur flokkur frá Leikfélagi Akureyrar og sýnir hér um þessar mundir vanda- samt leikrit, „Brúðuheimilið“, eftir norts'ka stors..oldið Hen- rik Ibsen. Það hefur áður þekkzt, að reykvískir leikarar h'afi farið í sýni'ngarleiðangur út á land til bess að gefa þeim landsmönnum kost á góðri leik list, sem áttu erfitt með að sækja slíkar skemmtanir vegna strjál býlisins og erfiðra samgagna. Það er líka gleðiefni okkur Reykvíkingum, að Akureyring- ar, er um langt síeið hafa hald ið uppi fjölbréyttri leikstarf semi og með ótvíræðum menn ingarbrag, skuli nú hafa heim- sótt okkur Reykvíkinga og þar með aukið og eflt sjálfsögð „Launalögin bæta úr tilfinn- anlegu misrétti og hreinu handahófi, sem ríkjandi hefur verið í launagreiðslum hins opinbera." Þetta verður Visir að viður- kenna í gær, þó að sú stjórn, sem hann studdi í hér um bil tvö ár, léti sig hafa það, að stinga launalagafrumvarpi milli þinganefndarinnar undir stól og standa þannig gegn því, að hið „tilfinnanlega misrétti“, sem opinberir starfsmenn hafa verið beittir, væri leiðrétt. Það þurfti Alþýðuflokkinn í stjórn til að það væri gert. Unglinga vantar nú þegar til að bera blaðið til áskrifenda í eftirtalin hverfi: Hverfisgötu Bergþórugötu og Mela Aíþýðublaðið. — Sími 4903. tengsl sem eiga að vera milli allra þeirra, sem áhuga hafa fyrir leiklist. Frú Gerd Grieg, hinn góði norski gestu, sem hér hefir dvalið meðal vor um all- langt skeið hefir eins og kunn- ugt er, leiðbeint flokknum og annazt leikstjórn og munum við jafnan standa í þakkarskuld við frúna fyrir einlægan áhuga fyrir öllu því, er leiklist við- kemur bæði hér í Reykjavík og á Akureyri. Mætti segja mér, að hún yrði jafnan kærkominn gestur hér til lands að stríðinu loknu, ekki síður en nú, þegar leiðir opnast og almenn við k . nning norrænna leiikara get ur hafizt svo um munar. Ég býst við, að frú Gerd Grieg muni. jafnan verða minnzt hér að góðuu og hlý i.in: hug sem listakonu, sem lagt hefir af mörkum verulegan skerf til menningarmála íslendinga hii» síðari ár. Sem leikmanni, sem lítið eðs ekkert vit hefir á leiklist, virð ist mér það einkar þýðingar- ■ mikið, að leikflokkar úr ýmsum bæjum og byggðarlögum lands ins heimsæki höfuðstaðinn á : sama hátt og okkar leikarar hbEifa ferðazt um landið áöuz’ fyrr. Það er varla vafamál, að slíkt getur einungis orðið leik urunum hvatning og oklcur á- nægja. Mér er sagt, að það sé í fyrsta skipti, sem leikflokkur frá Ak*> ureyri heimsæki Reykjavík tii þess að koma þar fram á leik- sviði. Það er von mín og áreið anlega flestra Reykvíkinga, að það verði ekki hið síðásta. Hafi stjórn L. R. þökk fyrir að hafa boðið þeim og flokkurinn þökk fyrir komuna. VÍSIR birtir í gær athyglis- verða grein, sem hann nefnir ,,Hið tvíþætta stríð“ og fjallar um skrif Þjóðviljans i seinni tíð bæði um íslenzk og erlend stjórnmál. Vísir skrifar: „Um alllangt skeiðjhefur Þjóð- viljinn birt tvo leiðara í hverju blaði. Annars vegar er hinn venjulegi leiðari blaðsins, er fjall- ar um kenningar þess, sem eiga að vera undirstaðan undir hið nýja þjóðskipu^ag þeirra hér á landi, en hins vegar er nýr leið- ari, er fjallar um styrjaldarmálin og milliríkjapólitík bandamanna. Mönnum mun í fersku minni, að þessi nýmæli voru tekin upp í blaðinu, er deila Grikkja og' Breta var um það bil að hefjast í Grikklandi. Skýrði Þjóðviljinn ,þá hátíðlega frá því, að styrjöldin væri tvíþætt. Annars vegar væri um að ræða, að yfirbuga Þjóð- verja, en síðan myndu öll frelsis- unnandi öfl í heiminum snúa sér að því að koma núverandi þjóð- skipulagi í Bretlamdi og Banda- ríkjunum á kné. Blaðið kvað „forleikinn“ að þessu uppgjöri vera leikinn íl Grikklandi. Frá því að blaðið lýsti þessu yfir, hefur blaðið háð sitt tví- þætta stríð, í, sínum venjulega leiðara hefur það eins og alltaf áður birt kenningar sínar um eyðileggingu núverandi þjóð- skipulags á íslandi, en í hinum nýja leiðara hefur verið leitazt við að sanna, að forráðamenn Breta og Bandaríkjamanna væru illræðismenn og fasistar. Ilinar frjálsu stjórnir undirokuðu þjóð- anna, er aðsetur hafa í London og viðurkenndar eru af banda- mönnum sem hinar löglegu stjórnir viðkomandi ríkja, kallar blaðið „útflytjendaklíkur" og öðrum illum nöfnum, sem hafi það efst á baugi að svíkja þjóðir sínar í hendur erlendra illræðis- manna. Mönnum verður á að spyrja er þeir lesa þessar greinar, hvað gengur þessu íslenzka blaði til aS skrifa þannig um málefni banda- manna? Hver er ástæðan til að það ver svo miklu af rúmi sínu til að koma því inn hjá lesendum sínum, að margar af bandamanna- þjóðunum og forustumönnum þeirra séu jafnmiklir óvinir frels- isins, sem - þessi styrjöld er háffi fyrir, og þeir sameiginlegu óvin- ir, sem bandamenn, og þar á með- al Rússar, berjast nú við og leggja sig alla fram um að vinna íullnaðarsigur á? Sem þegnar í hinu íslenzka þjóðfélagi hafa þeir visulega enga ástæðu til að hafa þennan áróður í frammi, heldur þvert á móti. í styrjöldinni hafa íslendingar haft samskipti við bandamenn. sem flestir munu vera sammála um, að hafi verið þjóðinní mum hagkvæmari og vinsamlegri en nokkurt samband við einræðis- ríkin hefði getað verið. í skjóli þessara samskipta hefur m. a. fengizt viðurkenning fyrir sjálf- stæði íslands frá mestu stórveld- um bandamanna, en það hefur verið eitt mesta hugðarefni ís- lendinga um aldaraðir að verða alfrjálsir í sínu eigin landi. I kommúnistablaðinu hefur róðrin- um hins vegar aldrei linnt fyrir að koma því inn hjá landsmönn- um, að þær þjóðir meðal banda- manna, er fyrstar voru til að við- urkenna fullveldi íslands, hefðu sjálfar valið sér stjórnarform, sem væri jafn nauðsynlegt að h ramh. á 6. siöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.