Alþýðublaðið - 02.02.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.02.1945, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstndagur 2. febrúar 1948, fökuskip í eigin hendur | — -------------------•— ------ ATVINNUMÁLARÁÐÚNEYTIÐ tilkynnti í gærkveldi, að það hefði ákveðið að neita öllum erlendum skipum, öðrum en færeyiskum, um útflutningsleyfi á ísuðum fiski. Hefir Alþýðublaðið það frá áreiðanlegum heimildum að þessi tilkynning atvinniunálaráðuneytisins standi í sam- handi við ákvörðun sem ríkisstjómin hafi tekið um að taka öll erlend fiskflutningaskip, öimux en færeyisk, í sínar eigin hendur til þess að flytja fiskinn út, þannig, að sjómenn og smáútvegsmenn beri sem mest úr hýtum fyrir hann. Yerður samkomudegi alþingis í ár fresfað fil 1. okfóber! Stfórnarfrumvarp um það er komið fram FRAM ER komið á alþingi frumvarp til laga um sam- komudag reglulegs alþingis 1945, þar sem ákveðið er, að samkomudagur þess skuli vera fyrsti dagur októbermán aðar, hafi forseti íslands ekki tiltekið annan samkomudag fyrr á árinu. I.B.S. „R( Kom frumvarp þetta til fyrstu umræðu á fundi neðri deiídar í gær og fylgdi Ólafur Thors, forsætisráðherra, því úr hlaði. Kvað hann vel geta farið svo, að alþingi yrði kvatt saman fyr ir fyrsta október, þrátt fyrir á- kvæði frumvarpsins, sér í lagi vegna ákvörðunar um upphóta greiðslur á landbúnaðarafurðir á hausti komanda. Svohljó&andi athugasemdir fyglja frumvarpi þessu: „Reglulegt alþingi 1945 á að koma saman eigi síðar en 15. febr. n. k., ef eigi verður öðru- vísi ákveðið með lögum. Ríkis- stjórnin telur hins vegar heppi legra, að þingið komi að þessu sinni saman 1. október, nema annað reynist óhjákvæmilegt. Eru til þess ýmsar ástæður, þ. á m. sú, að þing hefur nú starfað óslitið að heita má síðan 2. sept. og lokið þeim störfum, sem að- kallandi eru í bili. Er þá um tvennt að velja: að ljúka yfir- standandi þingi, en kveðja síð an saman nýtt þing eigi síðar en 15. febrúar n. k., er síðan yrði frestað til haustsins, eða að samþykkja á yfirstandandi þingi lög, er heimili að fresta að kalla saman þing þar til síð ar á árinu. Síðari leiðin hefur verið val 5n, m. a. vegna þess, að ella yrði að leggja fyrir hið nýja þing fjárlagafrumvarp, en ó- kleift mundi reynast að semja fyrir miðjan febrúarmánuð til fjárlaga fyrir árið 1946, er væri nægilega vel úr garði gert. En hitt er óviðfeldið að leggja fyr ir þingið fjárlagafrumvam, sem aðeins væri fram borið til J að fullnægja bókstaf sjórnar- skrárinnar og síðan yrði með ærinni fyrirhöfn að gerbreyta.“ Mál þetta kom til fyrstu um- ræðu í fundi neðri deildar í gær og fylgdi forsætisráðherra, Ólaf ur Thors, frumvarpinu úr hlaði. Skýrði hann frá því, að ríkis- stjórninni hefði fundizt bezt á því fara, að sá háttur væri upp tekinn um afgreiðslu þessa máls, sem ákveðinn er í frum- varpinu. Hins vegar taldi hann engan veginn ólíklegt, að kveðja þyrfti þing saman fyrir fyrsta október meðal annars vegna á- kvörðunar um uppbótagreiðsl- urnar á Iandbúnaðarafurðirnar, er taka yrði í septembermánuði í haust. Kvað hann ekki ólíklegt að í haust yrði að kveðja al- þingi saman vegna þess máls fyrr en ráðgert hefði verið eins og haustið 1944. Guðmundur Ágúslsson vann Ármanns- skjöldinn til eignar SKJALDARGLÍMA Ár- manns var háð í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar í gær kvöldi. — Lauk henni þannig, að Guðmundur Ágústsson úr Ármanni hlaut flesta vinninga, lagði alla keppinauta sína, níu, að velli og vann skjöldinn í þriðja sinn í röð og þar með til eignar. Guðmundur hlaut einn- ig fyrstu fegiu-ðarverðlaun. Annar að vinningafjölda var Einar Ingimundarson úr ung- mennafélaginu Vöku, hlaut átta vinninga, þriðji Ólafur Sveinsson úr KR, hlaut hann sjö vinninga og fjórði Andrés Sighvatsson úr ungmennafélag inu Vöku, hlaut hann sex vinn inga. Einar Ingimundarson hlaut og önnur verðlaun fyrir fegurðarglímu. Ellefu af tólf mættu til leiks, en einn, Haukur Aðalgeirsson úr ÍR, varð að hætta vegna þess að hann meiddist lítillega. rr Grallarinn" er kom- inn út - Ijósprent aður Leikfélag Reykjavíkúr sýnir leikritið „Álfhóll“ á sunnu dagskvöld kl. 8. Athygli leikhús gesta skal vakin á því, að aðgöngu miðar eru seldir í dag (föstudag) kl. 4—7, en ekki á morgun eins og venja hefir verið. 65 ára varð í gær frú Jónína Guðna- dóttir, Grenimel 25. Fimm hús þegar fúilgerð og tuttugu vist- menn í þeim Fimm önnur hús veröa tii í vor T GÆR var Vinmilheiinili Sambands íslenzkra berklasjúk- * linga að „Reyjalundi“ í Mosfellssveit vígt og eru þegar um 20 vistmenn skráðir á heimilið. Af þessu tilefni bauð miðstjórn S. í. B. S.: heilbrigðismála- ráðherra, sóknarpresti Mosfellssveitar, blaðamönnum og nokkr- um fleiri gestxun upp að „Reykjalundi“, en svo nefnist heimilið, til að vera viðstadda vígsluathöfnina og sýna þeim þau mann- virki, sem þar hafa risið af grunni á ótrúlega skömmmn tíma, eða frá byrjun júlí í sumar. j Marías Helgason varaforseti S. í. B. S. bauð gesti velkomna og rakti síðan forsögu bygging armáls vinnuheimilisins og ræddi ennfremur um stofnun sambandsins og málefni þau, sem það hefur beitt sér fyrir og kvað hann að hugmyndin að stofnun vinnuheimilis myndi fyrst hafa komið fram meðal sjúklinga á Vífilstöðum, en mái ið var fyrst tekið til alvar- legar íhugunar á þingi sam- bandsins 1940 og sáðan eins og kunnugt er leitað til þjóðarinn ar í fjáröfluarskyni, með þeim afleiðingum sem nú eru komn ar í liós, að vinnuheimilið hef ur hafið starfsemi sína. Að endaðri ræðu sinni lýsti Marí- as yfir því, að Vinnuheimili S. I. tí. S. væri tekið til starfa. Því næst flutti sóknarprest- ur MosfelLssveitar, séra Hálf- dán Helgason, bæn og bað bless unar guðs yfir staðnum, for- ráðamönnum hans og vistmönn um og 'lýsti vígslu heimilisins. Þá flutti Finnur Jónsson heil- brigðismálaráðherra, stutta ræðu, og þakkaði forráðamönn um stofnunarinnar, í nafni rík isstjórarinnar, fyrir starf þeirra fyrir þessu velferðarmáli, og ( óskaði þess jafnframt að þjóðin i myndi framvegis eins og hing að til sýna málefnum berkla- sjúklinganna stuðning og full an skilning. Síðastur tók til máls Oddur Ólafsson, en hann hefur verið ráðinn yfirlæknir og jafnframt forstöðumaður stofnunarinnar. Skýrði hann í aðalatriðum frá fyrirhuguðum rekstri heimilis ins. Kvað hann að reynt myndi verða, að sjá vistmönnum öll- um fyrir vinnu við þeirra hæfi við ýmsan iðnað, og að þesar væri búið að setja upp vélar til járniðnaðar, trésmíði og saumastofu fyrir kvenfólkið. Þegar vistmönnum fjölgar á heimilinu verður aukið við ýmsum greinum, ef henta þyk ir, meðal annars er í ráði að setja þarna upp skóvinnustofu ( og ef til vill bókbandsvinnu stofu o. fl. Að lokum skoðuðu gestirnir húsin og vinnuskálana. I þessum fimm íbúðarhúsum, 1 sem þegar eru fullgerð, er í hverju húsi um sig: 2 einbýlis- herbergi, 1 tvfbýlisherbergi og smá eldhús. Þá er og snyrtiher bergi og salerni og í gangi fyr- ir framan herbergin, en þau liggja öll samhliða, er klæða- skápur fyrir hvern vistmann fyrir sig og skápur fvrir höfuð föt, skó og ýmsa aðra hluti. Eru vistarverur þessar hin- ar snotrustu, vel bjartar og hlýjar. GRALLARINN, hin gamla og fræga messusöngsbók Guðbrandar Þorlákssonar Hóla biskups frá 1594, er kominn út, ljósprentaður ,og því alveg eins og hann var. Það er Lithoprent, sem gefur bókina út og hefur ljósprentað hana, eins og það hefur líka ljósprentað og gefið út Árbæk ur Espólins, Fjölni og fleiri slík rit. Guðbrandur Jónsson pró- fessor ritar fróðlegan formála fyrir útgáfunni. * Kápan er ljósprentuð eftir bindi á Grallaranum og er það líka vel af hendi levst eins. og raunar allt þetta verk. Lithoprent. hefur um þessar mundir sýningu á verkum sín- um í glugganum við Hresáing- arskálánn og vekur hún mikla athygli. Frh. á 7. síðu. Bærinn Saurbær í Eyjafírði brennur lil kaldra kola Sama daginn, sem átfg að JarösyngJa mé&r béndasis BÆRINN SAURBÆR í Eyja firði brann til kaldra kola í fyrradag. Eldurinn kom, upp í bakhlið 'hússins og er talið, að hann hafi blossað upp út frá reyk- háfi. Heimilisfólkið var allt úti við eða niðri í húsinu, er elds- ins varð vart, en þá var hann orðinn mjög magnaður uppi. Sent var til Akurevrar eftir hjálp og fóru menn úr slökkvi- liðinu út eftir með dælur og önnur tæki. En engu var hægt að bjarga; húsið brann til kaldra kola og íbúarnir, sem uppi bjuggu, misstu mest eða allt af innanstokksmunum sínum. Daginn, sem húsið brann átti að jarða móðir bóndans og voru nokkrir þeirra, sem ætluðu að vera við jarðarförina komnir til bæjarins og tóku þeir þátt í slökkvistarfinu. Samningur undirril- aður milli ísfands og um RÍKISSTJÓRNIN hefur hmw 27. f. m., með erindaskipt um við sendiherra Bandaríkj- anna, gert samningu um loft- flutnir^a milli Islands og Bandaríkja Ameríku, sam* kvæmt heimild í áíyktun aÞ þingis hinn 24. f. m. Samningurinn öðlaðist gilds frá og með deginum í gær, og er samhljóða fylgiskjali með umræddri ályktun, sem þegar hefur verið birt í blöðum og útvarpi. Vefrarhjálpin í Hafnar iirði lýbur störfum á þessum velri O AMKVÆMT upplýslngnm^ s©m blaðið hefur fengil hjá séra Garðari Þorsteinssynfi í Hafnarfirði, hefur söfmm Vetr arhjálparinnar þar síðast liðinn vetur numið 17.084.63 krónum og er það rúmlega éitt þústmél krónum meira en síðast liðið ár. Auk þessa fjárs lagði bæjarsjóð ur Hafnarfjarðar fram 12 þúa- und krónur til starfseminnar fi vetur. Vetrarhjálpin í Hafnarfirðfi hefur nú lokið störfum á þess- úm vetri, og er þetta sjötti vet ur starfseminnar. Alls var í vetur úthlutað fé íil 102 bágstaddra heimila og einstaklinga, en nokkur hluti af fénu var lagður í sjóð, er síðar verður úthlutað. Skátar í Hafnarfirði unnu áð söfnunninni meðal bæjarbúa, eiris og undanfarin ár og Leystu það starf mjög prýðilega a£ hendi, og vill Vetrarhjálpin færa þeim þakkir fyrir ötuR starf þeirra svo og bæjarbúum öllu malmennar og rausnarleg- ar gjafir. Flug h. I. LoltEeiðir í LOFTLEIÐIR H. F. hefur verið mjög athafnasamt i janúarmánuði og gefur starf- sem þess glögga hugmynd um þá gifurlegu aukningu, sem or8 ið hefur í flugferðum okkar t»- lendinga. Flugvélar félagsins flugu 33 ferðir, eða meira en eina á dag og flugu þær samtals 6700 km; Alls varu þær í 32 klukku- stundir í lofti. Þær fluttu 122 farþega; og póst og annan far- angur, sem var 1739 kg. a® þyngd og 4 sjúkraferðir fóru þær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.