Alþýðublaðið - 02.02.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.02.1945, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. febrúar 1945. ALÞYÐUBLAÐIÐ Bœrinn í dag. Næturlæknir er i- Læknavarð- stofunni, sími 5030. ; Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast B. S. í, sínii 1540. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp . 18.30 íslenzkukennsla, 2 flokkur 19.00 Þýzkukennsla, 1 flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.25 Útvarpssagan: „Kotíbýlið og kornsléttan" eftir Joh- an Bojer, XI. (Helgi Hjör- var). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Þjóðlög eftir Kássmeyer. 21.15 Tórfiiststarffræðsla fyrir unglinga (Guðmundur Mtt híasson söngkennari). 21.40 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (dr. Björn Sig- fússon). 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (plöt- ur: a) Symfónía, nr. 2. í Es- dúr, eftir Elgar. b) Tintagel etfir Bax. 23.00 Dagskrálok. e Guðmundur Þorbjörnsson sjómaður frá Nesi í Selvogi, til heimilis að Hverfisgötu . 17, Hafn arfirði, er 60 ára í dag. Guðmund ur er orðvar og vinsæll sómamað ur. Slökkviliðsstjórastarfið. Á síðastliðnu hausti var slökkvi liðsstjórastarfið auglýst laust til umsóknar og var umsóknarfrestur útrunninn í gær. Þrjár umsóknir hafa borizt um starfið og eru um sækjendur þessir: Karl Bjamason, settur slökkviliðsstjóri, Gunnar Bjarnason verkfræðingur og Jón Sigurðsson verkfræðingur. Falskur sjóliði. í fyrradag var maður dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að ganga í einkennisbúningi af sjó- liða og að aka bifreið réttinda- laus undir áhrifum áfengis. ■iíkfy i•'£ ^ V • Ný sfjarna Rosmarie Brancato heitir hún og byrjaði nýlega að syngja í óperetitu eftir Fritz Keisler, fiðluleiikarann fræga, í Century '111031x6 í New York. „Reykjalundur" Frh. af 2. slCu. Auk þessara fimm húsa, sem nú eru tilbúin og vistmenn eru fluttir í, eru fimm hús í smíð- um, sem verða væntanlega til- búin síðari hluta vetrar, en i vor verður byrjað á aðalbygg- ingunni, þar sem íbúð læknis og hjúkrunarkvenna verður. Þar er og gert ráð fyrir að um 40 vistmenn geti dvalið, og auk þess verða salarkynni fyrir félagslif og menningarstarfsemi stofnunarinnar, og síðar bæt- ast svo 15 smáhús við, svo alls verða þessi 4 manna hús 25, þegar byggingunni allri er lok ið. En siðast verða hinir fyrir huguðu vinnuskálar byggðir út frá aðalbyggingunni, en nú fyrst um sínn verður hin verklega starfsemi rekin i hermannaskál um, sem S. í. B. S. hefur fest kaup á. Hafa herbúðirnar verið lagaðar mjög mikið til, svo þar eru nú hinir beztu vinnusalir. í einum slíkum bragga hefur verið komið fyrir vistlegri borð sofu, eldhúsi og uppþvottaher bergi fyrir vistmennina. Þau verkstæði, sem strax byrjar vinna í, eru trésmíða- verkstæði og járniðnaðarverk- stæði; þá er og einnig sauma- stofa og hefur sambandið feng ið þangað 9 hraðsaumavélar. I hverri deild verður faglærður maður, til að leiðbeina vistmönn um og annast rekstur verkstæð anna. Hámarksvinnutími hvers vist manns verður 6 klukkustundir á dag, en þriggja tíma vinnu- þol á dag er lámarkið til þess að menn geti fengið vist á heim ilinu. Öll húsgöng leggur heimilið vistmönnum til svo og vinnu- vélar allar á verkstæðunum. Ennfremur sér það þeim fyrir verkefnum og yfirlæknir setur þeim reglur um vinutima eftir starfsþoli hvers eins. Sérstök stjórn verður skipuð ; fyrir yinnuheimilið og eiga að skipa hana 5 menri, en nú til bráðabirgða eru kosnir þrír menn af miðstjórn sambands- ins óg skipa hana þeir Árni Einarsson, Ólafur Björnsson og Maríus Helgason. Hjúkrunar- kona við heimilið hefur verið ráðin frk. Valgerður Helgadótt ir. Uppdrætti að húsunum hafa gert þeir arkitektarnir Gunn- laugur Halldórsson og Bárður isleifsson, en fyrir verkinu hef ur Þorlákur Ófeigsson bygginga meistári staðið fyrir hönd sam bandsins. Mun nú ekki aðeins vistmönn um þeim sem komnir eru á vinnuheimilið og forráðamönn um stofnunarinnar fagnaður í hug, er þessi langþráði draum- pr vp’-ður að veruleiika, heldur og þjóðinni allri, sem sýnt hef ur málefni þessu skilning og fórnarvilja. Vonandi fær þjóð- in líka góðhug sinn og einlæg an stuðning við þetta málefni, launaðan með því, að sú marg endurtekna sorgarsaga þurfi ekki að endurtaka sig framar, að fólk þurfi að leita heilsuhæí anna að nýju eftir að það hef- ur útskrifast þaðan, eingöngu fyrir slæma aðbúð eftir að það hefur útskrifast, því nú tekur vinnuheimilið við því fólki, er útskrifast af hælunum og hefur það undir sínum verndarvæng þar til það er talið fært um að standa á eigin fótum í lífinu. Þakkir sjúklinganna.. Eerklasjúklingar staddir að Reykjalundi 1. febrúar 1945 biðja blaðið að færa þjóðinni allri sínar alúðarfvllstu þakkir fyrir, að hún hefur hjálpað þeim til að ná þessum áfanga, að verða vistmenn á Vinnuheim ili S. í. B. S. m opin Hófel Keklu T GÆE var sameiginlegur út- breiðsludagur bindindissam- takanna í landinu. Samband bindindisfélaga í skólum og Stórstúka fslands gengust fyrir því, að haldin voru fræðsluer- indi um bindindismál í öllum skólum bæjarins og víðar. Sömuleiðis var opnuð fyrsta bindindis- og áfengismálasýning in, sem hér hefur verið haldin. Er liún til húsá í Hótel Heklu og er opin fyrir almenning dag- lega frá kl. 10—10. Við opnun sýningarinnar í gáer voru m. a. staddir: hr. bisk upinn, Sigurgeir Sigurðsson, sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup, Helgi Elíasson fræðslumála- stjóri, framkvæmdanefnd stór- stúku íslands o. m. fl. Sýningin var sett kl. 5 e. h. af Kristni Stefánssyni stórtemplar. Flutti hann við það tækifæri ræðu, þar sem hann skýrði frá til- gangi sýningarinnar og undir- búningi að henni. Næstur hon um talaði formaður udirbún- ingsnefndarinnar Pétur Sigurð<: son erindreki og útskýrði sýn inguna nánar fyrir sýningar- gestum. ÓDÝRIR VETRARFRAKK- AR OG VÖNDUÐ KJÓLFÖT til sölu Verzl. Laugavegi 76. Félagslíf GUÐSPEKIFÉLAGIÐ. Reykjavíkursitúkufundiur heflst í kvöld kl. 8.30. FiumdaT- leíflni: Hvað hefur guðlspekin kennit oas? Sigurðiuir Ólaiflsison flytiur. GeEitir eru velkiomnir. ■ðm-&'■■■ Sfcíffaferð 1 Þrymíheim á laiug ardaig fcl. 2 og kl. 8. Farmiðar hjá Þórarinn í Timburverziuin Árna Jónssonar í fcvöld kl. 6 SKÁTARJ 431 6.30. Hamdfcna'ttleiksætfin g kvenna í íþrótitahiúsi Jóns Þorsteinsison ar í fcvöM kl. 10. VALUR. Sklíiffatferð'ir í Valsskálann yf ir helgina: Laugardag kl. 2 og kl. 8 e .h. Sunnudagsimorgun kl. 9. — Farmiðar í herrabúðinni fcl. 10—4 á laugardag. Grfmudansleik halda skátafélögin í Reykjavík miðvifcudaginn 7. febr. kl. 10, e. h. Aðgöngumiðar að Vegamótastíg, mánudaginm 5. febr. ikl. 8,30—9,30 e. h. Nefnðin. Amerísk kjólfö) og velrarfrakkar fyrirliggjandi í miklu úrvali. Framkvæmum allar minniháttar breytingar, ef með þarf. 'KC£T>SrK6'R/l h < m m i c öni i« «e im«u ÞEGAR ég þann 22. janúár s. 1. varð 65 ára, var mér á ýmsan hátt sýnd mikil sæmd, hlýleiki og vinátta. Fyrir þetta langar mig til að taka í hönd ykkar allra með inni- legu þakklæti, — og gerj það hér með. Reykjavík, 1. febrúar 1945. Carl Olsen. Seljum kápur næstu daga með 10% afslætti Kjólaverzlunin Fix Garðastræti 2. — Sími 4578 mga vantar nú þegar til að bera blaðið til áskrifenda í eftirtalin hverfi: Bergjsérugötu og EVBeÖalholt Álþýðublaðið. — Sími 4900. Undirritaður gerist hér með áskrifandi að „Bókinni um manninn“ í skrautbandi kr. 200.00, í Rexinbandi kr. 150.00, heft kr. 125.00. (Strykið út það sem þér viljið ekki.) Nafn Heimili Til bókasafns Helgafells Pósthólf 263, Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.