Alþýðublaðið - 09.02.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.02.1945, Blaðsíða 3
F&stwlagur 9. febrúar 1945. ALÞYDUBUVÐIO_____________________________» Frá Manila •••••. Mynd þessi, sem tekin var úr amerískri flugvél nýlega, sýnir höfnina í Manila á Filippseýj um, þar sem skip og hafnarmannvirki standa í björtu báli eftir skæðar árásir amerískra flugvéla, sem komu frá flugvélaskipum. Standa reykjarmekkirnir hátt í loft úpp. Auslurvígsföðvarnar: Sökn Rússa er nú hægari en áður Rússar sækja inn í Pommern á 35 km. breiðu svæði Hersveitir Zhukevs berjast í úthverfum Frankfurt og Kiistrin FLESTAR íreg-nir frá a'usturvigstöðvunum virðast benda til þess, að dregið hafi úr sóknarhraða Rússa, eftir að þeim tókst að brjótast vestur yfir Oder á nokkrum stöðum. Rússar virðast nú einkum beina sókninni í áttina til iðn- aðarhéraðsins Morava Ostrava í Tékkóslóvakíu, skammt frá landamærum Slésíu. Hersveitir Tscherniakovkys í Austuf Prússlandi sækja all greiðlega fram og eru sagðar hafa tekið samgönguhæinn Kreuz burg, sem talinn er hafa mikla hemaðarþýðingu. í þýzkum fregn um er greint frá því, að hersveitir Zhukovs séu nú komuar vest ur yfir Oder á fjórum stöðiun, en fátt segir um það í Moskva fregnum ff Háltselfur qublingur skoiinn iil bana í Osló i gær ^ ILKYNNT er, að Karl MartinSen. yfirmaður „ör yggislögreglu“ Quislings, (norsku Gestapomanna) hafi verið skotinn til bana á götu í Oslé árdegis í gær. Martinsen þessi var hægri hönd Quislings f lögreglumál- um og jafnframt yfirmaður ,,hirðmannaa Quislings. Hann var á leið til skrifstofu sinnar í bifreið, er nokkrir menn, vopn aðir vélbyssum, stöðvuðu bif- reið hans og skutu hann til bana. (Frá norska blaðafulltrúanum). Ðraugaröddin í þýzka úlvarpitiu G REINT var frá þvi í Lund únaútvarpinu, að að und anförnu hefði það oft borið við, að ókunn rödd, „draugarödd" svonefnd hefði gripið fram í fyr ir þulnum í Berlínarútvarpinu og sagt meðal annars að Rúss ar væru komnir vestur yfir Od er á breiðu svæði, að mannfall Þjóðverja væri yfir ein milljón, sem fórnað hefði .yerið til eins- kis og voru Þjóðverjar jafn- fram hvattir til þess að losa sig við hina nazistisku ráðamenn. Zhukov er sagður hafa safn að miklu' liði vestur af Oder og vera í um 50 km. fjarlægð ,frá Berlín og rússneskir flug- jnenn segja, að gífurlegur straumur flóttafólks sé á veg- um öllum vestan Berlínar og streymi það burt frá höfuðborg inni vegna hættunar af fram- sókn Rússa til borgarinnar. Suður af Krakov verður Rúss um einnig vel ágengt og hafa þeir tekið þar mörg þorp og byggð ból undan farna daga. Mikið jaikáhröngl er á Oder og vinna verkfræðingasveitir að því að verja flotbrýr þær og brúarstæði, sem Rússar hafa komið á fljótið. Segja Rússar að minni hætta stafi þeim af skothríð Þjóðverja en af jaka- burðinum. Loffárásir jíLjmuiden FÁAR mikilvægar breyting ar hafa gerzt á vesturvíg- stöðvunum undangengið dæg- ur. Kanadískar sveitir eru í námunda við mikilvægar fyrir hleðslur og stíflur við Roer og ern þar háðir snarpir bardagar. Bezkar Lancaster- og Hali- faxflugvélar réðust í gær á hraðbátabyrgi Þjóðverja í Ijmu iden í Hollandi og ollu miklu tjóni. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Montgomery tilkynnti í nótt, að bandamenn hefðu byrjað mikla sókn á 5 km. svæði milli Maas og Rínar, að afstöðnum miklrnn loftárásum og skot- hríð. Grikklands Hryllilegt blóðbað, ef Brefar hefðu ekki skorizf í ieikinn Hefnd brezku verkalýðsféiaganna, sem fór tií Aþenu, segir frá því, sem hún sá NEFND brezku verkalýðsfélaganna (TÚC), sem verið hefir í Grikklandi að midanfömu, hefir nú birt skýrslu um það, sem fyrir augun bar og ýmislegt annað, sem varpar skýru ljósi á það, sem gerzt hefir í Grikklandi. Nefndin sagði meðal annars, að ástandið í Grikklandi væri vægast sagt óskaplegt. Það væri eins og menn héldu, að annar hver maður væri ritari einhvers pólitísks flokks og nefndin fullyrðir einnig, að óskaplegt blóðbað hefði orð- ið, ef Bretar hefðu ekki tekið í taumana gegn ELAS-mönnum. Quisling hefir í hólun- um. Aukin skemmd arverk í Noregi SAMKVÆMT fregnum, sem borizt hafa frá Osló til sænskra blaða, hefir Quisling nýlega setið á fundi með full- trúum norsks iðnaðar. Hann sagði þar meðal annars, að ef skemmdarverk í Noregi hættu ekki brátt, yrði gripið til víð- tækra gagnráðstafana, ekki hara gegn þeim, sem kvaddir hafa verið til vinnu, heldur einnig gegn ýmsum öðmm fbúum Nor egs. Gæti komið til mála að grípa tii Iíflátshegningar. Margar* fregnir hafa borizt um aukna skemmdarstarfeemi í Noregi undánfarna daga og vikur. Meðal annars segir í fregnum, sem borizt hafa frá Noregi ,að Porsgrunds Mekan iske Verksted. (skipasmíðastöð) sem vann mikið fyrir Þjóðverja sé nú óstarfhæf fyrir tilverkn- að norskra skemmdarverka- manna, sem eyðilögðu aflstöð skipasmíðastöðvarinnar, Mörg þýzk skip lágu þar við bryggju og biðu viðgerðar. Stórt viðgerðarverkstæði í grend við Ðrammen, þar sem verið var að gera við fjöl- marga þýzka fólks- og vörubíla, skemmdizt einnig í eldsvoða. Þá hafa skemmdarverkamenn skemmt benzíngeymslustöð Þjóðverja í vesturhluta Osló svo og járnbrautarbrú í Alvdal 1 Austurdal og víðar í dalnum hefir járnbrautin verið rofin. (Frá norska blaðafulltrúanum). Sfríðsglæpamenn flýja frá Þýzkalandi, segir Lord Vansift- arf O IR Robert Vansittart sagði frá því á fundi í lávarða- deild brezka þingsins í fyrra- dag, að sér væri kunnugt um, að margir þýzkir stríðsglæpa- menn væru þegar flúnir úr landi með fölskum vegabréfum Ummæli nefndarinnar hafa vákið óhemju athygli, ekki sízt hispurslaus ummæli hennar um framferði ELAS-manna. Var sagt í skýrslunni, að mörg hundr uð lík manna, sem ELAS-menn hefðu misþyrmt og síðan drep ið, faefðu fundizt. Þá væri mönn tim unnvörpum brigslað um að hafa átt samvinnu við Þjóð- verja og ríkti yfirleit almenn tortryggni manna á meðal. Fundir hófust aftur í gær milli fulltrúa EAM-manna og stjórnarvalda Grikklands og sagði brezkur fréttaritari frá því, seint í gærkveldi, að út- lit væri nú miklu betra um við unandi samkomulag. Hins veg ar hefðu mörg blöðin í Aþena birt harðorðar greinar þar sem ríkisstjórnin er sökuð um of mikla undanlátssemi við EAM- menn. Fuiltrúum frá fyrrver- attdi bandamönn- um Þjóðverja boðið á réðsfefnuna í Lond on O AMÞYKKT var á alþjóða ^ ráðstefnu verkalýðsfélag- anna í London í gær, að hjóða fulltrúum frá Finnlandi, Ítalíu, Rúmeníu og Búlgaríu á ráðstefn tma. Var tillaga um þetta flutt af fulltrúum frá C.I.O., hinu nýja verkamannasambandi í Banda- ríkjunum, en henni var andæft af Sir. Walter Citrine, aðal- ritara brezku verkalýðsfélag- anna. Tillaga um að bjóða fulltrú- um frá Lublin-Póllandi var vis að til nefndar. og væri sér vel kunnugt um nöfn þessara manna. Ræddi hann um afstöðu hlut lausra stjórna, sem kynnu að taka við slákum mönnum, en deildin féllst á að Bretar gætu ekki skipt sér af málefnum hlutlausra þjóða, og sagði hann þá, að hann drægi aftur tillögu sína.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.