Alþýðublaðið - 15.02.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.02.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. febrúar 1945 Þáttur Ungverja Í»AÐ ÞÓTTU að vonum tals- verð tíðindi á dögunum, þeg ar tilkynntvar, að Budapest væri á valdi Rússa. Að vísu hafði verið barizt í borginni um alllanga hríð og meira en helmángur borgarinnar verið á valdi hersveita þeirra Malinovskys og Tolbukins og 'sýnt þótti þess vegna, hvernig fara myndi. Þetta kom því fáum á óvart, en á hinn bóginn táknaði taka borgarinnar, að enn ein höf uðborg Evrópu hafði verið hrifin úr klóm hirtnar naz- istisku ófreskju og er það að sjálfsögðu öllum ándfasist- um mikið fagnaðarefni. 1ÍÚ VAR ÞAÐ að vísu svo, að hér var talsvert öðru máli að genga en til dæmis París, Róm eða Varsjá, því hér var um að ræða höfuðborg eins leppríkja Hitlers, eins öfl- ugasita bandamanns Þjóð- verja, meðan þýzki herinn var og hét. En hvað um það, taka borgarinnar táknar enn eitt skrefið í áttina til stríðs- loka, en einn áfangann á hinni torsóttu leið til Ber- línar. ÞÁTTUR UNGVERJA í stjórn- mlálum Evrópu hina síðustu áratugi og raunar miklu leng ur er næsta raunalegur, enda þótt segja megi, að hann sé jafnframt spaugilegur á ýms an hátt, jafnvel þótt þetta kunni að hljóma sem hin ó- smékklegustú öfugmæli. I/andið var sem sé konungs- xíki án konungs og æðsti maður landsins flotaforingi án flota. Ungverjar fengu harða útreið eftir síðustu heimsstyrjöld. Þeir misstu mikinn hluta lands síns, það varð aðeins svipur hjá sjón og það var eins og Stefáns- kórónan fornfræga rykfélli og ljóminn af henni dvínaði. UNGVERJAR voru ein af mörg um þjóðum Habsborgara- ríkjasamsteypuímar og þá 3,veðjuðu þeir á vitlausan hest“, eins og það er stund- tun kallað, þeir börðust með miðveldunum og biðu, eins og kunnugt er, hrapalegan ósigur. Svo kom önnur styrj öld og að þessu sinni virtust horfurnar vænlegri til sig- urs: Veldissól Hitlers var sem hæst á lofti og nú ætlaði Horthy „flotaforingi“ að rétta hlut þjóðar sinnar með glæsilegum landvinningum við hlið hinna þýzku „ofur- menna“. En það brást og nú eru Ungvérjar hálfu verr á sig komnir en áður. ÞAÐ STOÐAÐI Ungverja ekk- ert þótt þeir sendu hermenn inn í Rússland, berðust sem éðir og tefldu fram öliu, sem þeir áttu til. Örlaganornirn- ar spunnu vef sinn með öðr- ,um hætti en til var ætlazt, óumflýjanlega rak að því, ^em „skrifað stóð í stjórnun- um“. Þá stoðaði ekki hjálp („ofurmennanna úr norðri. Þeir urðu að hrökkva fyrir ALÞYOUBLAÐIP_______________________ s Hámark loftsóknarinnar að veslan: 4000 flugvólar ylir Þýzkalandi i gær A ieið lil loftárása á Þýzkaland Mynd þessi ier niæsta táknræn fyrir það, sem er að 'gerast yfir Þýzkailandi þesisa dagana. Hún sýnir fjölda amertiskra fliuigvirkja sfcipa sér í bópa, þegar lagt er af isrtað í árásarleiðangur til iÞýzkailandls. Austurvígstöðvar nar: Rússar tóku SchneidemuhJ í Pom- mern í gær effir 14 dap umsát Peir hafa náö um 700 fSugvélum óskemmd- á 2 dögum . ..... II I IIII.L \ RÚSSAR tilkynntu í gær, að þeir hefðu tekið borgina Schneide miihl með áhlaupi. Hafði borgin verrð að mestu umkringd í 14 daga. Þar tóku Rússar uni 5000 fanga en felldu 7000. Auk þess fengu þeir þar mikið herfang, meðal annars 200 flugvélai Þjóðverja, sem þar sátu á flugvelli, 1500 vörubifreiðir og 100 eim reiðir. Þá hafa Rússar leinnig tekið margar borgir í Slésíu, meðal þeirra Neusalz, Sprottau, Jauer og Goldberg. Hersveitir Konievs tóku í gær 2000 fanga og hafa náð 500—600 þýzkum flugvélum á sitt vald undanfarna tvo sólarhringa. Ekkert lát virðist á sókn Rússa, hvorki í Pommern né Slésíu. Það voru hersveitir Zhukovs, sem tóku Schneide- múhl, sem er á brautinni milli Danzig og Berlín. Þá liggur við að framsveitir Zliukövs rjúfi brautiná milli Stettin og Dan- zig. í Slésíu gengur Koniev einn- ig mjög vel og hefir hann, auk borganna, sem fyrr voru nefnd ar, tekið mörg hundruð smærri bæi' og byggð ból. Virðist loft- sókn Breta á borgir Austur- Þýzkalands standa í sambandi við sókn Konievs, enda er hið mesta öngþveiti ríkjandi á öll- um vegum þar eystra og tor- veldar það mjög alla tilflutn- inga Þjóðverja. Rússar tilkynna, að þeir hafi enn tekið 12 þúsund hermenn höndum í Budapest, flesta særða, og hafa þeir þá samtals tekið 123 þúsund fanga í bar- dögunum um borgina, en alls er manntjón Þjóðverja og Ung vérja 171 þúsund manns..’ sókn hinna fjólmeonu og vígreifu rússnesku herja og nú er svo komið, að höfuð- borg þeirra og stolt, „drottn- ingin við Déná“ er á valdi Rússa. Og enn verður geng- ið til friðarsamninga, í lok 1 þessa stríðs og enn er ekki vitað, hver ,,laun“ Ungverj- ar fá fyrir liðveizlu sína við nazismann, en fátt bendir til þess, að þeir fari feitari út úr þessari styrjöld en hinni fyrri. Þrjár hrikalegar lofárásir á Dresden á sama sólarhringnum Bálið þar sést frá vígstöðvum Rússa um 100 km. í burtu D ANDAMENN halda nú uppi hrikalegri loftsókn en nokkru sinni fyrr á hendur Þjóðverjum. Á einum sólarhring réðust um eða yfir 4000 brezkar og amerískar flugvélar á ýmjsar borgir Þýzkalands. Aðalárásirnar voru gerðar á Dresden, þrjár á sama sólarhringnum. Var varpað niður ógrynni eld- ög tundursprengna og sáust eldarnir í borginni frá hersveitum Konievs, sem mun vera í um 120 km: fjarlægð Auk þess voru g-erðar heiftarlegar loftárásir á margar stór- borgir Þýzkalands, bæði í gær og í fyrrinótt, meðal annars Magde burg, Niirnberg, Bonn og Dortmund. Aðrar flugvélar réðust á jám brautarlestir aMt frá Ruhr til Hannover og eyðilögðu hundruð eimreiða og þúsundir járnbrautarvagna. Þá réðust einnig öflugar flugsveitir frá Ítalíu á stöðvar í grennd við Wien og Klagenfurt. ---------------------------- Talið er, að Þjóðverjar hafi aldrei orðið fyrir jafnskæðum loftárásum og undanfarinn sól arhring, ekki einu sinni í sum- ar á undan innrásinni. Hver flugvélahópurinn af öðrum fór til árása alla nóttina og allan daginn í gær mátti heyra í þýzka útvarpinu aðvaranir um, að flugvélar bandamanna væru á ferðinni. Að minnsta kosti 4000 flug- vélar, flestar sprengjuflugvélar tóku þátt í árásum þessum. í gær réðust um 1300 amerískar sprengjuflugvélar, varðar um 900 Mustangvélum á Dresden og loguðu þá enn eldar í borg- inni eftir loftárás Breta nótt- ina áður. Þá réðust þeir tviveg is á hana. Meðal annars réðust um 800 Lahcasterflugvélar á borgina og vörþuðu niður sam tals 650 þúsund eldsprengjum, auk tundursprengna af stærstu gerð. Aðrar 600 flugvélar, Breta réðust einnig á borgina og mun tjón hafa orðið gífurlegt þar eft ir árásir þessar. Aðeins 6 flug- vélar Breta af 1400 týndust. Áður 'hafði verið tilkynnt, að 16 þeirra væri saknað, en síðan munu 16 hafa lent heilu og ihöldnu - Auk þess var ráðizt á Nurn- berg, Bonn, Bohlen við Leipzig, Dortmund, auk stórárásar á Magdeburg. ,Orrustuflugvélar, 'búnar fall byssum réðust aðallega á járn brautarlestir á s væðinu milli Rhur og Hannover og eyðilögðu að minnsta kosti 300 eimreiðir, 3500 járnbrautarvagna og 700 vörubifreiðir. „Der Angrlff" hællir a® koma úl T BERLÍN er 1 tilkynnt, að „Der Angriff11, blað Göbbels hætti að koma út nú um helg- i!na og komi síðasta eintak þess á laugardagitin kemur. Þar með kemur ekki nema eitt Lillar breylingar á vesturvígslöðvunum T ITLAR breytingar hafa orðið á vigstöðunni á vest urvígstöðvunum undanfarinn sólarhring. 1. her Kanadamanna hefur hrundið fjórum snörpum gagnáhlaupum Þjóðverja, en þar eru sem fyrr aurbleytur miklar og illt að beita þungum hergögnum. Austur af Cleve eru 'háðir harðir bardagar, en bandamenn hafa rofið þjóðveginn milli þeirrar borgar -og Goch, en þangað sækja þeir. Bandamenn eru einnig sagðir um þrjá km. frá Emmerich. Flugher bandamanna var mjög athafnasamur í gær og veitti landhernum mikla aðstoð. Var einkum ráðizt á járnbraut arlestir Þjóðverja og samgöngu kerfi. Tókst að eyðileggja um 80 eimreiðir og 220 vörubifreið ir. Churchill og Eden í Aþenu áT* HURCHILL forsætisráð- herra er kominn til Aþenu frá Krímráðstefnunni. í för með honum eru meðal annars Anthony Eden utanríkismála- ráðherra og Alexander mar- skálkur, yfirmaður alls herafla bandamanna við Miðjarðarhaf. í gær flutti Churchill1 ræðu á einu aðaltorgi Aþenuborgar og var honum ákaft fagnað. kvöldblað út í Berlín. Mun þetta vera pappírsskorti að kenna. „Der Angriff“ vas stofnað og stjórnað af Göbbels um langt skeið og þótti mikilvert áróðurs málgagn nazista þegar þeir voru að brjótast til valda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.