Alþýðublaðið - 15.02.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.02.1945, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. febrúar 1945 ALÞYÐUBLAÐIP Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í lyfjataúðinni Iðunni. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. % ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp: 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur 19.00) Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 19.35 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Tréttir 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórn ar): a) Danssýningarlög úr óperunni „Faust“ eftir Gounod. b) „Listamanna- líf“, — vals eftir Johann Strauss. 20.50 Lestur íslendingasagna (dr. Einar Ól. Sveinsson). 21.20 Hljómplötur: Lög leikin á gítar. 21.30 Frá útlöndum (Jón Magn- ússon). 21.58| Hljómplötur: „Drengurinn frá Shropshire“ eftir Butt- er\yorth. 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. 70 ára er í dag Guðrún Erlendsdóttir, Reykjavíkurvegi 13 B, Hafnarfirði. Búfræðingurinn, ellefti árgangur, er nýkominn út; fjölbreyttur og fróðlegur að vanda, Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að það var ekki Jón Guðmundsson frá Keldna koti, sem ók bifreiðinni um dag- inn yfir Ölfusárbrú í banni brú- arvarðarins, en þetta brot var gert að umtalsefni í grein eftir Teit Eyjólfsson hér í blaðinu ný- lega. Ný framhaidssaga í Aijiýðuhfaðinii ______________ „Lif ©g BeSkúr", effir Wu Somerset- Hiawgiiam NÝ FRAMHAÚDSSAGA hefst hér í blaðinoi í dag. Er það sikláild'sagan „Lif og leik- ur,“ eftir ens'ka rithöfiundinn W. Somerset Maugham, sem þeg an er ísilenzkum lesendum orð inn að góðu kunnur. Alþöðublaðið heifur bint þrjár sögur eftir þennan heimfræga höfund „Litaða blæjan,“ „Þrír biðilar oig ein ekkja“ og „Hjóna band Bertu Ley_“ Þesisi sikiáidsaga Maughams kom út í danskri þýðingu rétt áður en styrjlöldin hófist og var talin einhvér bezta saga hans til skemmtilesturs. „Liif og leikur“ fjiaÖJlár um líf og startf enskrar leiktoonu og er hún ekki aðeinis mjög spenn andi heldur oig miögnuð marg- slungnum örlöigum og með miiklum og hiárfínum sálariífis- lýsingium. Söigur Somersist Mauighamis hafa allar orðið mj ö,g vimsælar og ekki miun þessisi öðlast minn star vinsældir. V-^FUNBIPSSPTIIKYMNÍMM Skemmtifundur í kvöld kl. Fundur í kvöld kl. 8,30. Upplestur — Spilakvöld. Æðstitemplar. Þetta er nýjasta myndin af hinu risavaxna hafskipi Breta, „Queen Mary“, sem nú er ekki neitt lúxussikip,.- heldur notað til herflutn inga víðsvegar um heim. fifaf vi Þorsfein E. Jónsson Frh. af 2. síðu. Ólafur Thors forsætisráðherra kvaðst undrast mjög ramakvein Eysteins Jónssonar vegna skatt þegna landsins, því að sú hefði .verið tíðin, að Eysteinn hefði verið allra manna nærgöngul- astur við pyngjur þeirra. Einn- ig kvaðst hann undrast þessa afstöðu Eysteins til Eimskipafé 1 lagsins, því að Eysteinn hefði allajafna verið því fylgjandi, að félagið nyti skattfrelsis. — Ólaf ur taldi, að hluthafar Eimskipa félagsins væru nú 13—1400,0 og að sáralítil breyting hefði orðið á hlutaföllum hluta- bréfaeigenda frá því að félagið var stofnað. Kvaðst hann ekki 'harma það, hvað sjóðir Eim- skipafélagsins væru miklir held ur hitt, að þeir væru ekki mun meiri, því að sjóðir þess væru hinn bezti varasjóður ríkisins. Taldi hann ummæli Eysteins um stjórn félagsins mjög ósann gjörn, því að stjórn Eimskipa- félagsins sækti umboð sitt til meirahluta hinna fjölmörgu hluthafa og hefði rækt störf sm mjög vel. Minnti Ólafur á það að S. I. S. nyti sömu hlunninda og Eimskipafélagið í þessum efnum; hins vegar væri það fullkomlega athugandi, að af- nema skattfrelsi beggja þessara , stofnana. En hann taldi að það myndi ekki vel þegið af Eysteini Jónssyni og samherj- um hans. enda hefði ríkisstjórn in til þessa talið ófært að hníga að þessu ráði. Þá fór Ólafur nokkrum orð- um um stóryrði Eysteins í garð ríkisstjórnarinnar vegna stefnu hennar í skattamálum. Taldi hann Eysteini illa farast að for„ dæma ’ ríkisstjórnina vegna .skattastefnu hennar, því að sjálf ur hefði Eysteinn lagt skatta á þarfleg atvinnufyrirtæki en lát ið Eimskipafélagið njóta skatt- frelsis. Þá tók Ólafur það fram, að Eimskiþafélagið hefði hug á því að ráðast í mikil stórræði varð- andi sfarfsemi sína eftir stríð- ið. Táldi hann, að íslendingar ættu að fara að dæmi Norð- manna og leggja mikla áherzlu á siglingar eftir stríð, en til þess að af því yrði bæri að styðja félög eins og Eimskiþafélagið til góðra verka Emil Jónsson samgöngumála ráðherra flutti ýtaríega ræðu um málið og svaraði gagnrýni Eysteins Jónssonar. Minnti hann á það, að lög þessi hefðu fyrst verið sett árið 1928 og á- valt endurnýjuð síðan. Taldi Emil, að starfsemi Eimskipafé- lagsins hefði ekki breytzt frá því sem fyrrum var og því væri stefnubreyting Eysteins furðu- leg, því að hann hefði allajafna verið mjög fylgjandi því, að Eimskipafélagið nyti skattfrels is. Hins vegar kvað Emil það ómótmælanlegt, að félaginu hefði safnast meiri tekjuafgang ,ur nú en nokkru sinni fyrr og skipti því miklu máli hvernig því fé yrði varið. Gaf hann bær upplýsingar, að stjórn Eimskipa félagsins hefði skrifað sam- göngumálaráðuneytinu og ný- byggingarráði bréf, þar sem það færi þess á leit að fá að kaupa allt að sex ný skip eftir stríð og legði áherzlu á það, að hafizt yrði handa um þessar fram- kvæmdir strax og auðið væ'ri. Kvað Emil þetita sanna það, að félagið hefði mun fremur of lít- ið en of mikið fé til umráða. Einnig minnti hann á starfsemi hlnna erlendu skipafélaga hér ívrir stríð og kvað vitað, að út- lendingar hefðu hug á því að eína til þeirrar starfsemi hér á ný að stríðinu loknu. Þá myndi Ehnskipafélagið að sjálfsögðu lenda í harðri samkeppni og skipti því miklu máli, að sem ,sem minnstar skuldir hvíldu á skipum þess, bví að leggja yrði alla áherzlu á það, að rekstur þess .yrði sem. kostnaðarminnst ur. Einnig minnti Emil á það, að því færi alls fjarri, að þessi .skattahlunnindi væru veitt án .skilyrða, því að tekið væri fram í frumvarpinu, að félagið mætti aðeins greiða 4% í arð til hlut- hafa og verja tekjuafgangi sín ,um til skipakaupa eða til efl- ingar samgangnanna á annan hátt. Hins vegar kvað Emil Jóns- son skipta miklu máli að ‘rann- sakað yrði, sverjir væru hlut- hafar Eimskipafélagsins, en ,taldi auðvelt að gera það, þótt frumvarp þefta yrði .samþykkt. — Aftur á móti kvaðst hann ,ekki fá séð, að skynsamlegt væri að afnema skattfrelsi fé- lagsins og leysa það jafnframt \ ■frá þeim skyldum, er það legði því á herðar. Minnti hann á það, að starfsem'i Eimskipafé- lagsins krefðist mikils fjár og ,taldi hættulegt að sníða því bröngan stakk í beim efnum, því að það gæti hæglega orðið til þess, að starfsemi félagisins drægist saman .eða jafnvel stöðv aðist, ef hart væri að því geng- ið. Emil taldi það fjarstæðu að álíta, að ^.lþýðuflokkurinn hefði hvikað frá fyrri afstöðu sinni til Eimskipafélagsins, þótt hann fylgdi þessu frumvarpi. Alþýðuflokkurinn hefir verið bví fylgjandi áður og er enn að Eimskipafélagið njóti hlunn- inda sem þessara, þar eð hann telur, að starfsemi þess sé brýn þjóðarnauðsyn. Hins vegar þrýt ur sú afstaða engan veginn .1 bág við þá stefnu flokksins, að betur færi á því, að Eimskipa- félagið væri ríkiseign eða ríkið þefðí að minnsta kosti meiri á- hrif á störf þess og stefnu en nú er. Sú skipan hefur eklri fengizt upp tekin, og meðan ekki er hægt að hverfa að því ráði, fer bezt á því, að Eimskipa félagið starfi á þeim grundvelli, sem það nú gerir, hljóti verð- skuldaða viðurkenningu fyrir störf sín, njóti sömu hlunninda og verið hefir og beri jafnframt þær skyldur, sem þeim hefði allajafna fylgt og félagið rækt þannig, að ekki verður yfir því kvartað, þótt það breyti að sjálí sögðu engu um það, að ýmislegt í stefnu og störfum félagsins Siandi til bóta í framtíðinni. Sidney Hillman vi IDNEY HILLMAN, einn ■ a£ fulltrúum C. I. O., nýja fagsambandsins í Bandaríkjun um, talaði á alþjóðaráðstefnu verkalýðsfélaganna í London í fyrradag, og lýsti yfir, að hann ’ og samband hans væri því fylgj andi, að stofnuð yrðu ný al- þjóðasamtök verkalýðsfélag- anna með það fyrir augum að sameina aftur í einu alþjóða- sambandi verkalýðsfélög allra landa. Einn af fulltrúum. kínversku verkalýðsfélaganna talaði einnig ó ráðstefnumni í fyrradag. Krafð ist hann þess að Japanir yrðu sviftir öllum löndum á megin- landi Asíu og öllum þeim evj- um, sem þeir hefðu lagt undlr sig í Kyrrahafi. Frh. af 2. siðu. vorum ein flugdeild eða 12 Mustang-vélar og höfðum haft sprengjur meðferðis. Við höfð- um sprengt í loft upp járnbraut arbrú nálægt Fontainebleu við París. Skyndilega réðust að okkur um 50 Messerschmit- og Focke-Wulf-vélar og sló þegar i bardaga. Varð hver að bjarga sér sem bezt hann gat. Var bar izt i um það bil kortér og 'lauk þeirri viðureign svo, að Þjóð- verjar misstu 9 flugvélar með vissu, sennilega 3 að auki, en tvær af okkar flugvélum komu ekki aftur. Mér tókst að skjqta niður tvær.“ — Hvernig er annars að fást við þýzku flugvélarnar? ‘ „Focke-Wulf-vélarnar eru á gætar flugvélar, þó varla eins góðar og Spitfire, en það er eins og þýzku flugmennirnir ' hafi misst bardagakjarkinn, sérstak lgea ef þeir verða að berjast hver í sínu lagi. Síðast var það orðið svo, að við gátum svo til óáreittir flogið langar leiðir yf ir víglínu Þjóðverja.“ ©rSstír eiðrskra ustuflugmanssia — Eru ekki menn af öllum þjóðum í brezka flughernum? „Jú, þar eru\menn frá nær- fellt öllum löndum heims. í sveitinni, sem ég var í, voru til dæmis Norðmenn, Tékkar, Nýsjálendingar, Kanadamenn, Skotar, Bandaríkjamenn og Vestur-Indíumenn. Annars hafa Norðmenn getið sér' hvað bezt an orðstir af útlendingum i brezka flughernum. Þeir þykja afar leiknir og djarfir og þeir munu hafa skotið niður fleiri flugvélaj;, hlutfallslega, én nokkrir aðrir, jafnvel að Ðret- um meðtöldum.“ Þegar hér var komið, tökum við okkur smáhlé, og kveikjum okkur i vindling. Ég fér að velta ’ því fyrir mér, hvað það séu undarleg viðbrigði fyrir ung an pilt, nýkominn af skólabekk norður í landi, að verða allt í einu þátttakandi i þessum óg- urlega hiidarleik, þjóta um há- loftin i orrustuflugvél, þar sem dauðinn biður bak við hvert ský. Eitthvað er nú áhættu- minna i skólastofunni á Akur- eyri en í loftbardögunum yfir Berlín, hugsa ég með mér. Það þarf karlmennsku og þrek til þess að geta gert slíkt. Þor- steinn gefur mér eld í vindling, hönd hans er stöðug, áugnaráð- ið rólegt. \ Álit brezkra her» ínaiiBia á ÍslaBndg Svo 'heldur Þorsteinn áfram: „Það er gaman að vera kom inn heim, enda þótt ég hafi kunnað vel við mig í Bretlandi og allir hafi verið mér góðir. Mér þótti samt leitt, að sumir, sem dvalið hafa á íslandi segja, sem svo: Landið er ágætt, en fólkið er dálítið kuldalegt við mann. Þó virðist þetta ekki eiga við allsstaðar á Islandi. Til dæmis virtust allir mjög ánægð ir með dvölina á Akureyri en miður með Reykjavík, og mér er kunnugt um, að sumir hafa fari.ð þangað í orlofi sínu til þess að heilsa upp á gamla og ! góða kupningja.“ Nú er orðið full-áliðið, Þor- steinn þarf að fara niður á flug völl og taka til starfa, svo ég stend upp og kveð. Það var á- nægjulegt að hitta þennan táp- mikla Reykvíking, sem gert hef ur landi sínu og þjóð sóma með dirfsku sinni, jafnframt prúð- mannlegri framkomu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.