Alþýðublaðið - 24.02.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.02.1945, Blaðsíða 3
laugardagur 24. febrúar 1945 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Tyrkland segir Þýzkalandi og Japan slril á hendur ■■■» —■— Var seft það skilyrði af Krímfundinum fyrir þáfttöku í ráðstefnunni um nýtt þjóðabandalag í San Francisco í vor Skýrt frá því á þinginu í Ankara, að íslandl hafi verið seft sama skilyrði! ÞAÐ var tilkynnt í útvarpinu í An’kara í gær, að tyrk- neska þjóðþingið hefði samþykkt í einu h'ljóði, að segja l>ýzkalandi og Japan stríð á hendur frá og með 1 marz ixæstkomandi. Norrænir verkalýðs- leiðtogar ganga fyrtr Hákon konung Þar á meSal isiesizku fulltrúarnir ð London Ungverskir konu fil Danmerkur FKEGN, sem birt var af sendiráði Dana í Reykja- vík í gær, 'hermir, að von sé á ©000 ungverskum hermönnum fil Danmerkur á næstunni, og að 900 séu þegar komnir til Næstved. í fregninni segir, að varla hafi þessir 900 verið komnir inn 1 hermannaská'la Þjóðverja í Næstved, en að allt hafi farið í bál og forand milli Ungverj- anna og Þjóðverjanna innfoyrð is og þeir foyrjað að skjóta hver ir aðra. Hinir órólegustu af Ungverjunum voru eftir það sendir til Vordingborg. REGN frá London í gær hernjir, að stofnfundur hins nýja alþjóðasambands verkalýðsfélaganna, sem sam- þykkt var á alþjóðaráðstefn- unni í London að mynda, hefði nú verið ákveðinn í París í september í haust. FREGN FRÁ LONDON til norska bíaðafulltrúans í Reykjavík í gær hermir,. að ís- lenzkir, sænskir og finnskir fulltrúar á alþjóðaráðstefnu verkalýðssamtakanna í London hafi gengið á fund Hákonar Noregskonungs. Það er tekið fram i fréttinni að þessir fulltrúar hafi verið Guðgeir Jónsson og Björn Bjarnason frá' íslandi. August Lindberg og Gunnar Andersson frá Svíþjóð (forseti og varafor- seti sænska Alþýðusambands- ins), og Erkki Hærææ og Toivo Karvonen frá Finnlandi (for- maður finska Alþýðusamhands ins og formaður finnska bók- Ifomdarafélagsins). í fregnum frá London um þetta í gærkvöldi var frá því skýrt, að áður en þessi ákvörð un þingsins var gerð hefði ut- anríkismálaráðherra Tyrkja skýrt frá því, að sendiherra Breta í Ankara hefði heimsótt hann á fimmtudaginn og til- kynnt honum, að það hefði ver ið ákveðið á hinni nýafstöðnu Krimráðstefnu, að gera það að skilyrði fyrir þátttöku vinsam- legra þjóða í fyrirhugaðri ráð- stefnu í San Francisi.o seint í april í vor um stofnun nýrra al þjóðasamtaka til öryggis friðn um eftir styrjöldina, að þær segðu Þýzkalandi stríð á hend ur fyrir 1. marz. • Utanríkismálaráðherra Tyrkja hafði það, samkvæmt frásögn Lundúnaútvarpsins seint í gækvöldi, einnig eftir sendaherra Breta í Ankara, að Egiptalandi og íslandi hefði þegar verið tilkynnt þetta! Jafnframt hefði hann getið þess, að á Krímráðstefnunni hefði verið ráðgert, að bjóða eftirtöldum rikjum þátttöku i ráðstefnunni í San Francisco með þessu skilyrði, — að segja Þýzkalandi stríð á hendur fyrir 1. marz: Tyrklandi, Egipta- ■land, íslandi, Chile, Uruguay, Paraguay og Equador. Hið nýja sóknarsvæði á veslurvígsiöðvunum Áin Roer sést á kortinu til vinstri, og bæirnir Linnich, Jiilich og Diiren, sem allir standa við hana, en það er milli þeirra, sem Bandaríkjamenn hafa brotizt yfir Roer. Neðst á körtinu, til vinstri, sést Aachen, sem tekin var strax í haust; en neðarlega lengst til hægri hin mikla iðnaðarfoorg Köln (Cologne) við Rín, sem sókninni er stefnt til. Sækja fram á 50 km. langrl víglínu og hafa hrofiif yflr ána Roer á þrem sföðum austan við Aachen "0 REGNIR FRÁ London seint í gærkvöldi sögðu, að 9. her Bandaríkjamanna, sem stjórnað er af Simpson hers höfðingja, og nolvkur hluti af 1. her þeirra, undir stjórn Hodges hershöfðingja, hefði snemma í gærmorgun hafið mikla sókn á vígstöðvunum norðan og austan við Aachen, á um það hil 50 km. löngu svæði milli Roermend og Óiiren. Ægileg stórskotahríð fór á undan sókninni í fyrri nótt ,og stóð í samfleytt 40 mínutur en þá réðust hersveitirnar til at'lögu. Brutust þær í gær yfir ána Roer á þremur stöð- um, í grennd við bæina Linniöh, Júlish og Dúren, Yörn Þjóðverja é Posen nú brotin aiveg á bak affur Orusian um Plessse s fuSlum gangi'og harðir bardagar í úfhverfum Breslau STALÍN tilkynnti í gær, á 27 ára afmæli rauða liersins, að vörn Þjóðverja hefði nú verið ferotin algerlega á bak aftur í Posen, þar sem barist hefir verið langt að baki víglínu Zhukovs marskálks í heilan mánuð. 25 þúsund Þjóðverjar eru sagðir hafa fallið í bardögunum um Posen; en 23 þúsund voru teknir til fanga. Harðir bardagar geisa og í út hverfum Breslau, sem mú er al veg einangruð og Rúissar em ikomnir inn í á fleiri en eiraum stað. Tóku þeir fimm úthverfi foorgarinnar að norðan í gær, og auk þeirra margar húsarað ir lí suðurhluta hennar. Hersveitir Rokossovskis mar- skáilfcs vom í gær aðeims 45 km. frá Danziig. Orustan um Neisse er í fullum gangi. Samtímis þessari nýju sókn nyrzt á vesturvígstöðvunum 'heldur sókn 3. hersins undir stjórn Pattons hershöfðingja áfram austur af landamærum Belgíu og kreppir þar stöðugt meira að Þjóðverjum við Prum, sem Bandaríkjamenn eru lengst komnir með að króa af; er hlið það, sem Þjóðverj- ar hafa þár enn til undanhalds í austurátt, aðeins 9 km. breitt. Suður á Saarvígstöðvunum hefur 7. herinn brotizt austur yfir ána Saar á tveimur stöð- um, eða báðum megin við Saarburg, sem þegar er á valdi Bandaríkjamanna, og hefur náð öruggri fótfestu á austurbakka árinnar á 3ja km. löngu svæði. Bærinn Forbach, vestan vlð Saar, er nú að miklu leyti á valdi Banda- ríkjamanna, og þeim hefur einnig tekizt að ná á sitt vald Fransfcur fcvidingur bíður bana í loftárás á Þýikaland ffj ÝZKAR fregnir herma, að hinn franski fasisti og kvislingur Jacques Doriot hafi beðið hana í loftárás á Suður- Þýzkaland í fyrradag. Doriot var einu sinni einn af fremstu mönnum franska kom- múnistaflokksins, en hefur í styrjöldinni verið einn af á- köfustu fylgismönnum Hitlers í Frakklandi. Bandaríkjamenn að gereyða sefuliði Japana á Iwo Jitna O REGNIR frá London í gærkveldi sögðu, að land- göngulið Bandaríkjamanna á Iwo Jima ætti nú í gereyðing- arorustu við setulið Japana á eynni, og væri barizt þar um hvert einasta fótmál. Bandaríkjamenn hafa nú helming eyjarinnar á sínu valdi og eru komnir að öðrum flugvelli, sem er inni á henni miðri. hernaðarlega mjög þýðingar- mikilli hæð skammt frá Saar- brúcken, höfuðborg hins mikla iðnaðarhéraðs við Saar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.