Alþýðublaðið - 24.02.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.02.1945, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐiÐ 5 Laugardagur 24. febrúar 1945 Hvað kostar lögreglan? — Hvað kostar sorphreinsun- in? Furðulegar tölur — Vegfarandi gerir úttekt á göt- 1 um Reykjavíkur. Hvað kostar óhlýðni? Hvað kostar það, er menn bverskallast við að fylgja settum reglnm? Hvað kostar óhreinlaétí og sóðaskapur? Hvað kostar óregla á götum útí, of hraður akstur, drykkjuslark, áflog? Mér dettur ekki í hug að reyna að svara því, en ég vil bara géta þess, okkur Öllum tíl áminningar og fróðleiks, að á bæjarstjórnarfundinum í fyrrakvöld, gat einn ræðumann- anna þess, að lögreglan í Reykja- vík kosti nú um 45 krónur á hvert einasta mannsbarn í hænum, allt frá reifabörnmp og upp í kar- læg gamalmenni. Hann upplýsti það líka, að sorphreinsunin ein kostar nú um 900 þúsundir kfóna á ári, eða fast að einni milljón króna. ÞETTA ERU háar og ískyggileg ar tölur fyrir ekki stærra bæjar- félag, og mér finnst þær vera ó- trúlega háar. Sýna þær ekki, að nýtt fyrirkomulag verði að taka upp? Nær það nokkurri átt, að við þurfum að eyða svo gífurlegum fjárfúlgum í þetta? Er eklki ein- hverju sleifarlagi um að kenna í stjórn bæjarmálefnanna? Eru þess ar tölur í nokkru samræmi við það, sem sambærileg bæjarfélög í öðrum löndum eyða í þetta? í fyrra var nefnd kosin í bæjar- stjórn til áð athuga og gera til- lögur urn nýskipun í málefnum og stjórn bæjarfélagsinis. Hvar er þesi nefnd? Hvað hefur hún gert? Skýrsla frá henni lá' ekki fyrir þessum aðalfundi bæjarstjórnarinn ar. VEGFARANDI SKRIFAR: „Það hefur oft verið rætt um göturnar í bænum í dáikum þínum og hafa þær umræður að mínu áliti verið hinar þörfustu, enda virðist ýmis- legt, sem þú hefur fundið að, hafa fengig lækningu eftir að sjúkdóms lýsingin hafði Verið birt í dálkun- um hjá þér. Ei'nmitt af þessari á- stæðu fannst mér það tilvalið að nefna við þig fáein atriði í sam- bandi við göturnar, ef það mætti verða til þess, að þú kæmir því á framfæri við þá aðila, sem þau snerta. Þú verður sjálfxir að dæma um, hvað er þess virði, að á það verði minnzt, en ég ætla að skrifa um það, sem mér finnst máli skipta. EINS OG þú veizt hefur margt verið gert o,g mikið til urnbóta á götunum nú upp á síðkastið, eink- anlega eftir að hægt var að hefjast handa um slíkar framkvaemdir vegna hitaveitunnar. Þetta ber að ■ sýna fyrir þakklæti þeim sem fyr ir stóðu, þar sem um eftirtektar- vert framtak, aukinn framkvæmd arvilja virðist vera ag ræða hjá forráðamönnum bæjarmálanna, a. m. k. í þessu efni. Það hafa eins og þú veizt, verið malbikaðar ýms ar af illfærustu götum bæjarins, svo sem eins og Njálsgatan frá Frakkastík að Barónsstíg, sem eitt sinn var alls ekki farandi á neinu ökutæki, auk þess hefur Sóleyjar gatan verið tekin til meðferðar, þótt seint gangi. í fyrra sumar var Freyjugatan, hluti af Njarðar götu og hluti kf Lindargötu gerð- ar svo' úr garði, að sómasamlegt má téljast og munu fleiri, sem ég ekki veit um hafa orðið sam-s kon ar umbóta aðnjótandi. HINS VEGAR ER EITT, sem ég get alls ekki sætt mig við, þegar ég hugsa ym þessar framkvæmd- ir og það er, hvað gangstéttunum á mörgum af helztu götum bæjar- ins er sýndur lítill sómi. Tlökum til dæmis gangstéttirnar báðum megin Laugavegs alla leið frá Skólavörðustíg og inn úr. Þar ganga um þúsundir ef ekki tug- þúsundir bæjarbúa á hverjum ein- asta degi; þar fara um götuna við hliðina hundruð allskonar far- artækja, sem hættuleg eru gang- andi fólki. Samt láta bæjaryfir- völdin sér sæma að láta þessa gangstétt vera svo sóðalega og illa viðgerða, að fólk getur helzt ekki gengið um hana öðru vísi en í vað stígvélum, þegar dropi kemur úr lofti. Sérstaklega er sú gangstétt- in, sem er hægra megin, þegar gengið er inn úr, illa útlítandi. Á horni Skólvörðustígs fyrir framan hjá Tónysi, er til dæmis svo stór og djúpur pollur, svo eitt dæmi sé nefnt, að ekki verður komizt á- fram, nema annað hvort að vaða , upp fyrir allar skóhlífar eða ganga út á götuna, þar sem óstöðvandi og óslitin röð af ökutækjum æðir um á ofsa hraða. Þetta er ekki glæsilegt, og má segja, að óskilj- anlegt sé, að ekki skuli hafa af hlotizt stór slys. BIFREIÐASTJÓRAR kvarta um að gangandi fólk sé oft að álpast út á götuna, en haldi sig ekki á gangstéttunum, en má ég spyrja: Á ekki þetta fól'k sér nokkraj af- sö'kun.í hinu slæma ástandi sumra gangstéttanna? Geta menn ætlazt til þess, að fólk neyti sér um að | ganga á götunni, þegar hún er * sæmileg yfirferðar, ef það ekki get. ur giengið á gangstéttinni öðru vísi en að eiga á hættu að bleyta sig í fætur eða eyðileggja góð föt í aurnum? Nei, það er ekki. hægt að buast við því, að fólk tolli á gang' stéttunum á meðan þær eru verri en göturnar við hliðina.“ Framh. á 6. síðu Ragnar Þórðarson 4 Co. Aðalstræti 9 Bezi að auslýss í ál|»ýðubla9inu. \ Vín - borg valsins og söngvanna Hún hefir aldrei kunnað við sig undir harðstjórn nazista; og þungu fargi verður létt af Vínarbúum þegar þeir losna við hana. Þessi mynd af Vín var tekin úr lofti fyrir stríðið. Borgin hefir ekki enn orðið fyrir miklum skemmdum af loftárásum, —j miklu minni en fiestar aðrar stórborgir á meginlandinu. AF löndum þeim, sem nú eru undir yfirráðum Þjóð- verja og þar sem þýzkumæl- andi fólk býr, mun Austurríki verða einna fyrst til þess að segja til fulls skilið við Stór- Þýzkaland. Fyrirætluninni um áframhaldandi sameiningu (Anschluss) mun verða kastað á glæ, -— ekki einungis til þess óð veikja Þýzkaland, heldur vegna þess, að Austurríkismenn eru orðnir þreyttir á því að hlýða í einú og öllu fyrirskip- unum frá Berlín. Þeir vilja fá að lifa í fri-ði án þess að hlíta íþýzkri stjórn. Nazisminn í Austurríki á sér ekki nærri því eins djúpar rætur eins og í sjálfu Þýzkalandi. Stormsveit- armenn og aðrir ofbeldissinnað ir og öfgafullir nazistar í land- inu eru í miklum minnihluta samanborið við þá, sem eru and vigir hinni prússnesku yfir- stjórn, og hafa látið lífið sök- u m þess ófriðar, sem þeir hafa leiðst nauðugir út í fyrir Þjóð- verja sök. Þeirra á meðal eru jafnt sveitamenn sem borgar- búar. Þegar hinn venjulegi Aust urrí’kismaður ber saman núver- andi ástand í landinu og það áistand, sem ríikti áður en sam- einingin var gerð, hlýtur hann að komast að þeirri niðurstöðu, að ibezt sé, að yfirráðum Þjóð- verja verði sem fyrst vikið úr vegi, svo að þjjóðin geti notið 1 Iþesfí. ffifs isem henni er eiginleg ast og hún áður bjó við. Aftur á móti er það óákveðið mál, hvort hentugt þykir, að stærð Austurríkis verði söm og jöfn eftir endurreisn ríkisins og hún var áður en Hitler innlimaði það í Þýzkaland. Slíkt er álita mál, sem ennþá er algjörlega óútrætt. Tvennskonar vandamál bíða úrlausnar í sambandi við fram tíðarskipun þessa ríkis. Annars vegar höfuðborgin Vín, en hins vegar héruð landsins. Höfuð- borgin liggur á bökkum Dónár; en mestur hluti landsins eru fjallahéruð. Breiðar og miklar ár eru samgöngleiðir til nær- liggjandi ríkja, —- en hin háu og tignarlegu fjöll vekja hvat legar hugsanir hins unga Aust- urríkismanns og einstaklings- HÉR fer á eftir grein eftir dr. S. Wolf. Birtist hún upphaflega í enska tímarit- inu „Contemporary Review“ í London. Er hér rætt um ým iskonar vandamál í sambandi við framtíðarstjórnskipun Austurríkis. f Iok greinarinn ar dregur greinarhöfundur fram átta atriði, sem hann leggur áherzlu á að .verði tek in til greina við úrlausn þeirra vandamála sem tekur við, varðandi Austurríki, að lokinni yfirstandandi styrj- öld. fiamtají hans og sjálfsbjargar- viðleitni. Ósiamraemi !það, sem kemur fram í v.iðhorfi og hugs- unarhætti Vínarbúans annars vegar og hins austurríska sveita manns hins vegar, er ebki nýtt sl nálinni. Eftir heimsstyrjöld- ina fyrri, urðu-þau endaloik á deilumálum milli Vínar og sveitahéraðanna, að raunveru- lega var, stjórnarfyrirkomulag- inu tvískipt í landinu: I Vín var komið á sósíalskri stjórn, að miklu leyti, en úti á landi ríkti afturhaldsstjórn íhalds- samará hænda og sveitamanna, — t. d. í Styríu, Karintíu, Týról og öðrum sameinuðum fylkjum í,,Bundesstaten“). Skömmu eft ir 1920 kom það í ljós, að rót- tækur framþróunarandi í stjórn raálum Vínarbúa hrósaði sigri yíir „;hreppapólitíkinni“ í I-nns brúck, Graz og Klagenfurt. En síðar var nokkur umbreyting á vettvangi stjórnmálanna: Heim atschutz — fasisminn, sem þró- azt hafði út um allt land, koll- varpaði hinu sósíalska skipu- lagi í Vín, — sem raunverulega var undanfari hinnar þjóðernis sinnuðu stjórnmálastefnu naz- ismans. ;En þ jóðer n iana z íb t astef n a getur aldrei átt langa lífdaga fvrir höndum. Vandamál tveggja milljóna höfuðborgar krefst úrlausnar á hentugan hátt. Það er tæplega hægt, og auk þess varla æskilegt, að leggja stjórn höfuðborgarinnar í hendur sveitanna; það getur verið æskilegt, en er tæplega mögulegt, að koma á mjög hald góðri og náinni samvinnu mill- um Vínarbúar og annarra lands manna a. m. k. fyrst um sinn. Samt sem áður er einhvers kon ar málamiðlunartilraun vel ó- maksins verð, ef ske kynni að hægt væri að skapa það frjáis- legan hugsunarhátt meðal beggja aðila, að hægt væri að tryggja farsæla stjórnarhætti, sem þjóðin gæti búið við í fram tíðinni. En þé verður sú til- raun að vera byggð á alhliða yfirsýn yfir málefnin eins og þau liggja fyrir að strííðinu loknu. Meðal áhrifamanna hinna sameinuðu þjóða verða sífellt uppi stöðugt háværari raddir um það, að Vínarborg verði eftir stríðið gerð að alþj óð legri höfuðbækistöð þeirra sfe. 'n ana sem tryggja eiga frið og farsæld í heimi.framtíðarinnar. Með því að flytja þessar stofn- anir frá Genf og Haag til Vín- arborgar væri ef til vill leikinn sterkur leikur, þar eð slíkt myndi að líkindum útiloka hverskonar áróðursstarfsemi frá Berlín í framtíðinni og auk þess skapa Austurríki mikil- væga og heppilega aðstöðu. Svo er að snúa sér að vanda- málinu varðandi sambúð Aust- urríkis og nágrannaríkja þess, sem einnig liggja að Dóná. Eft- ir stríðið mun stjórnmálaástand io og hinar almennu pólitísku skoðanir og stjórnskipun suð- austur-Evrópuríkjanna verða með öðrum hætti að ýmsu leyti heldur en var á tímabilinu 1919 til 1939. Balkanríkin, að Grikk landi undanskildu, munu óefað verða undir meiri og minni stjórnmálalegum áhrifum frá Sovét-rí.kjunum. Tæplega mun verða nokkur þörf fyrir endur- skipulagningu á bandalagi mill um Tjekkós'lóvakíu, Júgóslav- íu og Rúmeníu. Búlgáría mun ekki lengur verða útvörður hins nazistiska hugsunarháttar varð andi . „Stór-Þýzkaland“. Ung- verjaland mun leggja niður hið íVh. a ö. sáSut

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.