Alþýðublaðið - 24.02.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.02.1945, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 24. febrúar 1945 Sliárnar sékninni gegn Japan Það er MacArthur hershöfðingi, til vinstri, með einum af aðstoð- armönnum sínum. áiiilisrrili annað Sviss!,.. h sf 'S iiíStj miðaldalega lénsstjórnarfyrir- íkomulag og endurskapast sem ósvikið bænda-lýðveldi. Öll þessi ríki eiga við sameiginleg vandamál.að stríða og hafa sam eiginlegan hugsunarhátt á mörg um sviðu-m, — og Austurriki er hér ekki undanskilið. Ekkert þessara ríkja getur algjörlega staðið á eigin fótum. Þáu ættu þess vegna að koma sér saman um, á hvern hátt þau geti sem bezt hagnýtt sér lönd sín og eflt iðnað sinn, hvert um. sig, án þess að skerða hluta annars. Það hlýtur að vera hægt að samræma viðskiptalíf þeirra þannig að sem bezt verði fyrir þau hvert um sig og öll í heild. Hvað þetta senrtir verður að gæta þess, að t. d. Austurríki njóti engra forréttinda á einn eða annan hátt. Látum, Rússana um að koma góðri stjórn á Balk anríkin og slafnesku þjóðirnar. — Hvað Austurríki snertir, og þá einkum Vínarborg, hafa íbú arnir jafnan lagað sig eftir hinni vestrænu menningu, og svo mun verða í framtíðinni. Þetta verður að reiknast frem- ur kostur en ^a'lli. í framtíð- inni mun Vínarborg þó að lík- indum verða fyrir nokkrum á- hrifum á ýmsum sviðum, bæði úr austfi og vestr:. Lýðræðis- leg stjórnarsikipun í Austurríki aflar sér að vonum vinsælda í Moskva, og sömuleiðis 'góðrar’ sanwinnu við lýðræðisríkin í vestri. Hverskon-ar fas-istiskum hugisunarhætti og ólhrifum Verð lur vonandi r,utt úr vegi, söguleið is tilraunum einræðissinnaðra byltingamanna. Á'hrifa Habs- borgara mun ekki gæta í fram- tíðinni. Ennþá er ekki hægt að segja mikið um viðhorf hins nýja austurríska lýðveldis til Þýzka lands að stríðinu loknu, en það má alls ekki gera ráð fyrir því, að Austurríki verði á nokkurn hátt partur af þýzka ríkinu. Það eru engin skyldleikabönd millum Vínar og Berlínar önn- ur en sameigin'légt mál. Styrj- aldir þær millum Austurríkis og Prússlands, sem sagan skýr- ir ffrá, eru vottur þess. Enn ein spur-iiing hlýtur að vakna í sambandi við ■ýiðhorf Austurríkis til Ítalíu eftir stríð ið. Þessi ríki hafa sjaldan unnið beinlínis saman, hingað til. Lát um Aipafjöllin skilja þau sund ur fanivegis, eins og þau hafa hingaðtil gert. Ég held að bezt sé, að Austurríki minnist þess, að það er Dónar-lýðveldi með Vestur-Evrópu menningu. — ' Vandamálið um Suður-Týr ól er ekki auðleyst að svo s-töddu sökum þess að brottflutnin-gur sa á Austurríkismlönnur úr því héraði, sem gerður var sam- kvæmt ákvörðun Hitlers og Mússólínis, gerir þjóðaratkvæða greiðslu óframkvæmanlega. Hér er að loknum smávegis stafnuskrá: 1. Sameiná-nigin (,,AnisrhIuss“) verði numin úr gildi og þannig um hnútana búið, að þesskonar ráð verði aldrei upptekið aftur sem. síðasta úrræði fyrir Aust- urríki framtíðarinnar. 2: Sjálfstæði Austurríkis verði viðurkennt og tryggt sem bezt má verða með hjálp ann- arra þjóða. 3. Austurríki verði algjört lýðveldi án þess þó að aftur- haldssöm áhrifaöfl fái þróazt í landinu. 4. Vínarborg verði alþjóðleg miðstöð helztu alþjóðlegra ör- yggis- og friðarstofnana. 5. Nánu sambandi verði fcom ið á millum Austurrí-kis og arin arra Dónár-landa, hvað snertir iðnað og viðskiptamál ýmisikon ar. Á þetta sé lögð mikil á- kerzla. 6. Suður-Týról-málið verði tekið upp að nýju og leyst á heppilegan hátt. 7. Eff stvo fer, að myndað verði suður-þýzkt ríki, skal tilboði eða kröfu um innlimun Austur- ríkis í það hafnað skilyrðislaust, sökurn þess, að í þesskonar sam einingu gæti falizt mikil hætta fyrir friðinn í álfunni. 8. Verksmiðjur þær, sem Þjóðverjar hafa sett á stofn hljóti sömu örlög og iðjuverin í Ruhr-héruðunum. Mörg okkar, sem nú lifum, minnumst þess, að tvisvar sin-n um höfum við lifað það, að til styrjaldar hefur dregið sökum deiluefna, sem sprottið hafa upp varðandi Austurríiki. Árið 1914 var morðið á Habsborgar- erifingjanum tilefni ffyrri heim styrjaldarinnar. Árið 1938 var innlimun Austurríkis í Þýzka- land, framkvæmd af Hitler, til efni annarrar heimsstyrjaldar. Vandamálin varðandi Áustur- rfki verða í þetta skipti að leys- ast af meiri sanngirni heldur en áður hefur verið gert, — og umfram allt á róttækari hátt, svo að til frambúðar verði. 60 ára ■er 'í dag Þórunn Guðbrandsdótt- ir, Amtmannsstíg 5. Félag ísl. hljóðfæraleikara heldur aðalfund sinn í dag kl. 1 e. h. að Hverfisgötu 21. Fullfrúi I.L.0.r David Vaager um AlfjlóSdvinnumalasambandið og r’ uppföku Islands í þaö HINGAÐ er komin fuMtrúi frá I. L. O., alþjóða vinnu- málasam'bandinu, norskur maður, David Vaage, til þess að ræða við Menzk stjórnarvöld um væntanleg upptöku íslands í -samband þetta. í -gær hafði Einnur Jónsson, féla,gsniálaráðherra árdegis boð inni að Hótel Borg í tilefni af komu hans, og var þangað boð ið ýmsum áhrifamönnuni í atvinnulífi og félagsmálum okkar ís- Iandinga, svo og tíðindamömium Félagsmálaráðherra Finnur Jónsson ávarpaði, boðsgesti og lét i ljós ánægju ríkisstjórnar- innar yfir komu Vaages og vænti -hins bezta af þátttöku ís lands í alþjóða vinnumálasam- -bandinu. Mælti ráðherrann á norska tungu og fór hlýjum orð um um væntanlegt samstarf eft ir stríðið. Vaage flutti einnig stutta ræðu og þakkaði vin- semd í sinn garð og fagnaði þvi, að ísland myndi n-ú gerast þátttákandi í sambandinu. Risu menn úr sætum sínum í tilefni af því. Meðal viðstaddra voru at- vinnumálaráðherra Áki Jak- obsson, Hermann Guðmunds- son, fórseti Alþýðusambands ís lands, Kjartan Thors, formaður Vinnuveitendaffélagsins, Henry Bay, aðalræðismaður Norð manna hér, Haraldur Guð- mundsson, forstjóri Tryggingar stofnunar ríkisiris, Sigurjón Á. Ólafsson, formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur. Jóhann Sæ mundsson, tryggingaryfirlækn- ir, Jón Blöndal hagfræðingur, Guðmundur í. Guðmundsson alþingismaður, Gunnlaugur Briem og Vigfús Einarsson, skrifstofustjórar í stjórnarráð- inu, svo og Henrik S. Björns- son, fulltrúi í utanríkisráðuneyt inu. David Vaage var fyrst ráðinn starfsmaður alþjóða vinnumála sambandsins árið 1928. Hann er verkfræðingur að menntun, út- skrifaður frá verkfræðiháskól- í anum í Þrándheimi, en hefir síðan unnið að ýmsum störfum í Austurríki, Búlgaríu og Tékk óslóvakíu. Hann er málamaður góður, enda nauðsynlegt til þess starfs, sem hann hefir með höndum. Siðan árið 1934 hefir ‘hann verið forstjóri Öryggis- máladeildár alþjóða vinnumála sambandsins. Nú er hann hingað kominn til þess að undirbúa upptöku kslands í sambandið, en það hefir margvásleg hlunnindi í för með sér, enda er miðað að því, að samstarf þjóðanna á sviði vinnumálanna aukisl eft- ir styrjöldina. Að loknum árdegisverði höfðu fréttamenn tal af Vaage um starf vinnumálasambands- ins og inntu hann fregna af því og ýmislegu í því sambandi. Vaage sagðist meðal annars svo féá: „Um það bil 50 ríki eru nú þátttakendur í sambandinu, þar á meðal Finnland, Búlgaría og Rúmenía og Ungverjaland, að nafninu til að minnsta kosti. Yfirstjórn sambandsins er skip um mönnum frá mörgum þjóð- um, 32 .tals-ins, þar af 16, sem skipaðir eru af viðkomandi rík isstjórnu-m, 8 frá vinnuveit- endafélögum og 8 frá verka- lýðssamtökum. Þessi stjórnar- nefnd ræður því, hvað rætt er á alþjóðaþingum sam'bandsins og fjailar almennt um þau mál, er efst eru á baugi hverju sinni. blaða og útvarps. David Vaage Síðast hélt sam'bandið alþjóða- þing i Fíladelfíu í Bandaríkjun- um í apríl—máí 'í fyrra. Ann- ars er aðalskrifstofa sambands ins í Montréal í Kanada eftir að hún var flutt frá Genf í Sviss í ófriðarbyrjun, en sambandið var upprunalega stofnað í sam bandi við Þjóðabandalagið eft- ir síðustu heimsstyrjöld. Vest- ur var það f-lutt árið 1940. Þá voru starfsmenn þess aðeins um 40, -en nú munu fastir stárfs menn þess vera um 18Q.“ Fréttamenn spyrja Vaage um það, hvort nokkrir erfiðleikar muni vera á upptöku íslands’ í sambandið: „Síður en svo. ísland hefir sínu hlutverki að gegna eins og aðrar þjóðir, og ékki er farið éftir höfðatöiu í ákvörðunum sambandsins. ísland mun hafa fullkomlega sömu réttindi og önnur ríki, mannfleiri og stærri.“ „Annars þarf,“ segir Vaage „% meiri-hluta atkvæða á þing um sam'bandsins til þess að á- kvörðun sé tekin, og eru þá all ir jafn-réttháir.“ Vinnumálasambandið hefir fulltrúa um heim allan, meðal annars í flestum eða. öllum ríkjum Suður-Ameríku. Vinna þessir fulltrúar mikið starf, svo sem upplýsingastarfsemi og rnargvíslegt annað í þágu al- þjóðlegrar samvinnu á sviði vinnumála. Við spurn-ingunni um það, hvað ísland vinni við að gerast þátttakandi í I. L. O., segir Vaage: „Þar með fær ísland, meðal annars, greiðan aðgang að öll um gögnum sam'bandsins, að- stoð um margviís-leg verkalýðs- málefni, ef með þarf, enda er nú knýjandi nauðsyn til þess að vinna saman eftir stríðið til uppbyggingar og endurreisnar. Tillag Islands til I. L. O. mun verða um 6000 dollarar á ári.“ Við íslendingar getum fagn- að því, að við nú gerumst þátt takendur í þessum alþjóðasam tökum sem vafalaust geta orð ið okkur mikil stoð í félagsmála löggjöf og hverskonar umJbót- um á sviði vinnu- og félagsmála , í framtíðinni. Hinn nýi Björn Frh. af 4. síðu. Björn Bjarnason rak erindi sundrungarinnar í Sjómannafé laginu með ræðum, sem hann samdi sjálfur, og fékk að laun- um Júdasargull og græna skóga frá flokksmönnum sin- um, en fyrirlitningu félaga sinna. Páll Helgason er þess ekki umkominn, að flytja áróð ursræður frá eigin brjósti. Þess vegna er honurti bezt að sleppa öllum vonum um fljótfenginn frama sem klofningsimaður, o-g setjast aftur á bekk meðal fé- laga sinna í Sjómannafélaginu og taka þátt í urnræðum á fund um og störfum félagsins á sama hátt og hann gerði áðu-r, af lít- illi getu en einlægum félags- vilja. Mun þá brátt- fenna yfir silóð haris seró klofnin-gsmanins og riíðhöggs í sínum eigin sam- tökum. Góðvilji sjómannanna er það mikill, að Iþeir fyrirgefa fúslega yfirsjónir, sem framdar eru af fljótfærni eða gáfna- skorti, en sundrungar og klofn ingsmenn hafa þeir aldrei liðið til lengdar í félagsskap sínum. Það mun 'engum sjómarmafé- laga haldast uppi til lengdar, að bera jovmann Sjómannafé- lags Reykjavíkur, Sigurjón A. Ólafsson, lognum sökum. Þeim sjómannafélagsmönnum, sem ætla að verða miklir menn á slíkri iðju, er bezt að flytja sig þegar yfir í þau verkalýðsfélög, sem grundvalla starfisemi sína á svikum og blekkingum. Að mæta á Sjómannafélags- fundum með ræður, sartidar af flokksstjórnarmönnum Komm- únistaflokksins, verður Páli Helgasyni til falls og eilifs ó- sóma í venkalýðsihreytfingiunni; en ef til vill skiptir hann það minnstu máli, ef hann hlýtur laun svikarans frá flokksbræðr um sínum — sundrungarmönn unum. Sæmundur Ólafsson. SANNES A HORNINU Ffh. af 5. söte. ÞAÐ ER LÍKA önnur hlið á þessu máli, en hún snýr að húseig endum og lögreglunni, og hún er sú, eins og ég veit að þú hefur séð, að það eru fá hús við götur bæjarins með heilum þakrennum. Hvernig stendur á, að þetta er lið ið ár eftir ár eins og mér hefur sýnst það vera, án þess að lögregl an skipti sér af því? Þetta ástand er að öllu leyti mjög slæmt fyrir alla vegfarendur og víst er um það, að það gerir þá síður en svo áfjáða í að ganga uppi á hinum mjóu gangstéttum, að ei-ga von á að .fá yfir sig dembur ofan af þök um húsanna. ÉG ER EKKI með þ-essu að mæla vegfarendum bót í öllu, því víst er um það, að margir þeirra mættu betur læra að gæta sín, en það er mál út af fyrir si-g. En úr því ég er farinn að minnast á um ferðina og borgarana þá eru það aðallega tvö atriði, sem mig lang ar til að koma á framfæri til at- i hugunar fyrir þá aðila sem þau snerta. EINS OG ÞÚ ef til vill m-anst,' var það eitt -sinn bannað, að bif- reiðar ækju með fullum ljósum um götur bæjarins, þar sem þess yar ekki talið þörf vegna þess, hve bjart er í -bænum af götuljósun- um o. fl„ au'k þess sem það var talið getg orsakað meiri slysa- hættu, ef sterk ljós væru á bif- reiðum í mikilli umferð, það var einnig foannað að þeyta hljóðhorn bifreiða á -göt-um foæjarins nema 'að ýtraista þörf lægi til. Þetta var gert, eins og þig mun reka minni til, af því að bifreiðastjórar voru farnir að leggja það fyrir sig að (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.