Alþýðublaðið - 24.02.1945, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.02.1945, Blaðsíða 8
B ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 24. febráar 1945 .TJARNARBÍÓi Engin sýning I dag A ARNARSTÖÐUM í Eyja- firði bjó bóndi, Sigfús aS nafni, ííklega nálægt miðri 19. öld. Hann mun hafa verið náttúru- greindur og fékkst nokkuð við ljóðagerð, en (heldur þótti kveð skapur hans stirður og sérvizku kenndur. Svofelld eftirmæli gerði hann um konu sína: Hér liggur nár nú, nakin, hulin serki, er um ár 33 þénti steilu berki. Hennar reyndist hönd trú hérvistar í verki, sem sýna mörg merki. Eitt sinn var Sigfús á ferð á skjóttri hryssu. Þá kvað hann: Ég var að rísla í keldu, ögn við sýsla stýri, ég var að kvíslast á Skjónu utan Gíslamýri. Eitt sinn var Sigfúsi borin kjötsúpa. Um það kvað hann: Nú er gott að grípa í heitt, guði vottast þakkir títt, á hausi glottir hárið sveitt, hálsinn tottar kjötið nýtt. f * ? * Bagi er oft bú sitt að flytja. # * * Barnalán er betra en fé. ❖ ❖ ❖ Betra er að erfa dyggð en auðlegð. ❖ ❖ ❖ Auðþekktur er heimskur nær hjá hyggnum situr. anum, og þegar ieiknáminu lauk, bauðst henni strax dálítið hlut- verk í leikhúsi í Lundúnum. Hún talaði svo vel frönsku, að nú var henni gefinn kostur á að leika þar franska stofuþernu. Um hríð virtist frönskukunnátta hennar ætla að verða þess valdandi, að hún yrði sjálfkjörin i öll kvenhlutverk, þar sem þörf var á út- lendum máiihreim, þvi að hún var strax, er þessu fyrsta hlut- verki sleppti, ráðin til þess að leika austurkiska frammist.öðu- stúlku. Tveim árum siðar kom Kobbi Langton til sögunnar. Hún var þá í sýningarflokki, sem ferðaðist um landið eftir allsæmi- legar viðtökur i Lundúnum, og lék italska ævintýrakonu, sem að lokum flæktist i neti klækja sinna. Af nokkrum vanefnum reyndi hún að koma fram eins og fertug kona, en aðalhetjan í leiknum _vár roskin kona, sem lék unga stúlku, svo að ekki var laust við, að leikurinn væri hálf-spaugilegur. Kóbbi hafði tekið sér 'dálitla hvíld frá hversdagsstörfum sínum og fór á hverju kvöldi í leik- hús í ýmsum borigum og hæjium. Þegar sýningiuinni var lokið, brá hann sér á fund leikaranna og tók Júliu tali. Hann var það þekktur rneðal leikara, að benni fannst það ekki Mtil upphefð, að hann skyldi sýna henni slikan sóma, og þegar hann bauð henni að snæða með sér daginn eftir, þekktist hún boð hans þegar. Þau voru varla setzt, er hann vék talinu að því, sem honum bjó í brjósti. ,,Ég vakti 1 alla nótt og hugsaði um yður,“ sagði hann. „Það kemur mér á óvart. Er þetta ástarjátning eða eitthvað annað?“ Hann gaf ekki neinn gaum að þessu svari. „Ég hef fengizt við leikmál í tuttugu og fimm ár. Ég hef verið sendill og aðstoðarmaður, leikari, blaðafulltrúi ög ég hef líka verið gagnrýnandi. Ég hef sí og æ verið i leikhúsi síðan ég var lítill drengur, og það er ekki mikils vert atriði í leiklist, sem ég ekki veit. Ég held, að þér séuð efni í snilling.“ „Það er fallegt af yður að segja það.“ „O, þegið þér bara. Látið mig tala. Þér eruð gædd öllum þeim hæfileikum sem til þess þarf. Þér eruð mátulega stór, þér eruð vel vaxin, andlitið á yður er eins og það væri úr gúmmi. „Eru þetta hrósyrði?“ t- ,,Já, þetta eru hrósyrði. Svona andlit þarf hver einasta leik- kona að hafa. Andlit, sem getur túlkað hvað sem vera skal og er þó fallegt, —- andlit, sem getur speglað hverja hugsun, sem fæðist í heila mannsins. Svona var Duse. Þér vissuð það ekki fejálfar, en það var hægt að lesa hvert orð, sem þér sögðuð, út úr andlitinu á yður i gærkvöldi.“ „En það er hlutverk, sem ekki er hægt að gera neitt úr. Hvernig á ég að geta fest hugann við slíkt? Heyrðuð þér, hvað? ég varð að þylja?“ „Það eru leikararnir, sem eru óhæfir, ekki hlutverkin. En þér hafið dásamlega rödd, — rödd, sem hrífur áheyrendurna. Ég veit ekki, hvernig þér leikið að jafnaði, en ég þori að tefla í tvísýnu um það.“ „Hvað eigið þér við með þessum orðum?“ „Þagnirnar hjá yður eru frábærar. Það getur ekki verið utanaðlært, þær hljóta að vera yður qðlilegar. Og nú skulum við ganga hreint til verks. Ég hef leitað mér upplýsinga um yður. Þér talið frönsku reiprennandi, er sagt, og þess vegna hafið þér einkum verið látin leika persónur, sem vel fór á að töluðu ensku með útlendum hreim. Þér vitið þó, að það er ekki frama- vænlegt.“ ; „Mér hafa ekki boðizt önnur hlutverk.“ „Látið þér yður lvnda að leika slík hlutverk um aldur og ævi? Þér verðið algerlega einskorðuð.við þau, og fólk vill hvorki NÝJA BÍÓ Engin sýning í dag GAMLA BÍÓ Engin sýning í dag sjá yður né heyra annars staðar. Þér komizt aldrei lengra en í skugga eirihvers annars. Tuttugu pund á viku í mesta lagi, og góðir hætfileikar látnir grotna niður.“- „Ég hef ævinlega látið mig dreyma um það, að einhvern góðan veðurdag byðist mér sómasamlegt hlutverk.“ „Hvenær haldið þér að það verði? Þér getið þurft að biða þess í tíu ár. Hvað eruð þér gömul?“ „Tuttugu ára.“ „Hvað fáið þér hátt kaup?“ „Fimmtán pund á viku.“ „Það er lygi. Þér fáið tólf, og það er miklu meira en þér ættuð að fá. Þér eigið svo til allt ólært. Hreyfingum yðar er á- kaflega mikið ábótavant. Þér vitið ekki hvernig á að fara að „Gæfubrauiin" „Ég hugsa að fól'k geti ósköp vel séð, að ég læt hann ganga ‘sómasalega, til fara. Nú hefur hann enn einu sinni fengið splunkunýjar búxur og peysu. — svo verð ég að taka nærri sjálfri mér að ganga 1 draslum“. ^ Annars vann Karen mestmegnis, fyrir sér með því að selja 'hveitibrauð út á land. Að Sumri til seldi hún brjótsyk- Ur og annað sælgæti á skemmistaðnum í nánd við þorpið. Þá hafði hún Mels til þess að bera varningskörfurnar fyrir sig á sölustaðinn og vera hjá sér ei' hún þyrfti að láta hann sendast fyrir sig eða aðstoða sig við sölu. Þetta var þó ekki nema um helgar. Vegna þess ama hélt Níels miklu meira upp á virku dagana. Þá var 'sú gamla kannske uppi í sveitum í söluferð- um sínum og kom stundum seint heim. Þá var hann frjáls sem fugl á grein, eftir að hann kom heim úr skólanum. Og síðan 'hann komst í vináttu við Matthías, eyddi ‘hann öllum frístundum sínum í návist hans. Það var MattbíaSi til mikillar ánægju að geta gert þessum munaðarlausa unglingi eitthvað gott eftir efnum og ástæðum. Þegar Níels sagði honum af því, hvað sér dauðleiddist að vinna fyrir Karenu á skemmtistaðnum á hverjum sunnudegi, bauðst Matthías til þess að géfa hon- MYNDA- SAGA PINTÓ: „Hvernig líst þér nú á? Finst þér ekki að við sé- um sndðugir, að láta tvo naz- istabjálfa veiða okkur eins og mýs í gildru?“ ÖRN: „Þarna fer hann aftur. Bandittinn er að skarka í radíóinu, svo að ég heyri ekki hvað hann segir. Sivona Nú er hann að koma hingað.“ NASíSTINN: „Bráðum koamum við á ábvörðunarstaðinn. Ég ætti að ýkjóta ykkur báða fyrir að slá mig, en ég hef fyrirskipanir um að fara með ykkur lifand|i til bækistöðv- anna og sjá svo um að þið hafið með okkur hinar inn sigluðu fyrirskipanir ykkar.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.