Alþýðublaðið - 27.02.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.02.1945, Blaðsíða 2
a ALÞÝÐUBLADIO frríðjtwlagur 27. £ebrúar 1945 Launalögin afgreidd úr neðri deild árdegis í dag LAUNALÖGIN munu verða afgreidd úr neðri deil alþingis á fundi hennar kl. 10 árdegis í dag. Verða þau þá endursend efrideild, þar sem að neðri deild hefir gert á frumvarpinu ýmsar breytingar eins og efri deild gekk frá því. — Munu launa lögin því verða afgreidd sem lög frá alþingi einhvern næstu daga. Atkvæðagreiðsla um launa lögn átti að fara fram á fundi neðri deildar í gær, en því varð ekki við komið vegna ráðherrafundar, sem har upp á sama tíma. Hins vegar til- kynnti forseti, að atkvæða- greiðslan yrði látin fara fram á árdegisfundi deildarinnar í dag. Frumvarp flutt urti Yirkjun Dynjandisár í Arnarfirði % fi og Hin fyrirhugaða rafveila faki yfir V.-Barð., V.-ís., ísafjarðarkaupstað og N.-ís. ASGEIR ÁSGEIRSSON, Siðurður Bjamason, Finnur Jónsson og Barði Guðmundsson flytja í neðri deild al- þingis frumvarp til laga um virkjun Dynjandisár í Arnar- firði og Rafveitu Vestf jarða. — Skal reisa hið fyrirhugaða orkuver við Dynjandavog og leiða raforkuna til Patreks- fjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, ísa- fjarðar, Súðavíkur, Hnífsdals og Bolungarvíkur og dreifa henni um sveitir eins og ástæður I'eyfa. Megingreixiar frumvarjjóns eru svdhjúðandi': Ríkisstjórninni er 'heimilt að setja á stofn og starfrækja orku ver og rafveitu fyrir Vestfirði, er vera skal eign ríkisins og rek in sem sjálfstætt fyrirtæki með sérstöku reikningshaldi. Fyrir- Allar bílasamgöngur við bæinn fepplusí um helgina Mjólkurskortur um ófyrirsjáanlegan tíma ¥T M LANGT SKEIÐ mun ekki hafa verið jafn miki'l fannkoma hér í Reykja vík og nágrenni hennar og um síðustu helgi. Allar bíla samgnögur við bæirm teppt- ust á sunnudaginn, og meira að segja innanbæjar akstur hefur gengið með mikl- um erfiðismunum, svo að bílastöðvarnar lokuðu á laug ardagskvöldið eftir kl. 7 og strætisvagnamir áttu örðugt með að halda uppi ferðum sínum. Hefur því verið mjög lítil mjólk í bænum þessa dagana og myndi bærinn hafa orðið al- gerlega mjólkurlaus í gær, ef efrki hefði komið skip frá Borg arnesi með mjólk seint í fyrra- kvöld. Seint í gærdag tókst þó að ná dálitlu af mjól til bæjarins héðan úr nærsveitunum og sömuleiðis fór skip upp í Borg arnes seint í gærkveldi til þess að ná í mjólk þaðan, og var búizt við því að skip þetta myndi koma til baka í nótt eða í morgun, og kemur sú mjólk, er þáð flytur væntan-lega í búð irnar í dag. Hins vegar má bú- ast við að ennþá verði minna um mjólk í bænum í dag held- ur en var í gær, og mun þessi mjólkurekla verða svo lengi, sem leiðin austur yfir fjall er lokuð, hversu lengi, sem það kann að verða Áætlunarferðir til Hafnar- fjarðar féllu niður fyrir hádegi á sunnudag og í gær, en eftir hádegið var leiðin opnuð og gengur bílarnir eftir það á hálf tíma fres-ti, á hálfum og heilum timum. Þó voru fyrstu bálarnir sem gengu eftir hádegið í gær um tvo tíma ‘hvora leið milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Hér í bænum sitja bílar víða fastir í fönn ennþá og sumir hafa brotnað og len't í ýmiskon ar lamasessi við það að brjót- ast í ófærðinni, og var því mjög lítið af bílum á stöðvunum á sunnudaginn og í gær. Á laugar dagskvöldið eftir að stöðvarnar lbkuðu, 'hafði lÖgreglan nóg að gera með bíla sína við að aka fólki, sem víðsvegar hafði orð- ið veðurteppt og komst ekki heim til sín. Skíðarferðir fólks uppi til fjalla voru með minnsta móti. um helgina, en óvenjumargt fólk var á skíðum hér í nágrenni bæjarins og það meira að segja á sjálfum götunum, svo það mátti segja að miklu meiri ný- lunda væri að sjá bifreiðar á götunum 'heldur en skíðafólk. Nálega a hverri götu, sem farið var um voru börn og unglingar á skíðum, en fullorðna fólkið leitaði í úthverfi bæjarins og næsta nágrenni hans. Þó mun eitthvað af fólki hafa verið í öllum skíðaskálunum, einkum hjá félögum þeim, sem um þessar mundi,r halda uppi skíðanámskeðium. T. d. var um 50 manns í skíðaskála Ármanns í Jösefsdal, en þar hafði staðið yfir skíðanámskeið vikuna sem leið, og annað nýtt 'hófst um 'helgina. Ennfremur var nokk- uð af fólki á Kolviðarhóli og í skíðaskálanum í Hveradölum, en þar var þó einkum fólk, sem veðuitteppt var á heiðinni frá því fyrir helgi. Talið er, að fimmtán til tutt- ugu bílar sitji nú fastir og kaf fenntir upp á Mosfellsheiði. Horfir nú til stórvandræða, sérstaklega hvað mjólkurflutn inga snertir, ef ekki verður hægl að opna leiðina austur bráðlega. Forseti vottar Eimskipafélagi ísiands samúð sína tækið skal heita Rafveita Vest fjarði. Rafveita Vestfjarða skal vera undir yfirstjórn og umsjá ráð- herra og rafveitustjóra ríkisins eða raforkumálastjórnar, ef sett verður. Ráðherra skipar fram- kvæmdastjóra. Rafveita Vestfjarða tekur yf- ir Vestur-Barðastrandasýslu, Vestur-ísafjarðarsýslu, ísa- fjarðarkaupstað og Norður-ísa- fiarðarsýslu vestan ísafjarðar- djúps. Rafveita Vestf jarða hefur það það verkefni að afla almenningi og atvinnuvegum á því svæði, sem hér um getur nægilegrar raforku á sem hagfelldastan og ódýrastan hátt. Rafveita Vestfjarða hefur eirakarétt á virkjun fallvatna og sölurafmagns á því svæði, sem hún nær til. Bann þetta nær ekki til virkjana, sem eru undir 25 hestöflum eða gerðar hafa verið, áður en lög þessi öðlast gildi. Ráðherra er þó heimilt að veita sérleyfi til virkjunar og stækkunar á eldri rafveitum. Rafveita Vestfj'arða s-kal þeg ar að loknum nauðsynlegum undirbúningi virkja Dynjandis á /í botni Arnarfjarðar, reisa orkuver við Dýnjandisvog og leiða raforkuna til Patreks- fjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, ísafjarð ar, Súðavífcur, Hnífsdals og Bol ungavíkur og dreifa því um sveitir eins og ástæður leyfa. Ráðherra og rafveitustjóri ríkis isins sjá um allar framkvæmd- ir. Til þeirra framkvæmda, sem hér um getur er ríkisstjórninni heimilt að taka að láni allt að 9 millj. króna og leggja fram af fé raforkusjóðs allt að 3 millj. króna, þó ekki yfir 20% af kostnaði. Framlagi raforku- sjóðs skal einkum varið ti-1 dreif ingar raforkunnar um sveitir. Rafveita Vestfjarða skal, þeg ar virkjun Dynjandisár er kom in í framkvæmd, taka við þeim rafveitum, sem fyrir eru á svæði því, sem Rafveita Vestfjarða nær til, ef samningar nást. Ná- ist ekki slí-kt samkomulag, tek- ur Rafveita Vestfjarða við eign um þeim við matsverði. Skal þá Rafveitu Vestfjarða heimiltiað taka á sig þau lán, sem á raf- veitum þessum hvíla, og ríkis- stjórninni að taka ábyrgð á þeim og greiðslu eigna umfram skuldir. Söluverð raforku skal ákveð ið í gjaldskrá, sem ráðherra staðfestir. Gæta skal þess í framkvæmd og dreifingu raf- orkunnar, að rafmagnið verði sem ódýrast. Rafveita Vestfjarða skal ár- lega gefa ráðherra reiknings- skil bæði um rekstur og fram- kvæmdir. Hún skal og gera f jár Framhald á 7. síðu. C1 R AMKVÆMDAST J ÓRA ■**- Eimskipafélags íslands hefur borizt svohljóðandi bréf forseta íslands, Svein Björns- syni: „Aftur, þrem mánuðum eftir Goðafossáfallið, bið ég yður að taka við votti mínum um djúpa samúð með öllum þeim, sem um sárast eiga að binda vegna þess að enn öðru skipi Eim- skipafélagsins, „Dettifossi“ hef ir verið grandað í þjónustu ís- lenzku þjóðarinnar. Við finnum öll mest til útaf manntjóninu, með eftirlifandi ástvinum, og vegna mannfóm- anna, sem ekki verða bættar með neinu. En samúðin nær einnig til stjómenda og annara starfsmanna félagsins, ekki sízt þeirra, sem em á sjónum og taka þátt í þessum ójafna grimdarleik, sem særir þjóðina hverju hoíundarsárinu á fætur öðru.“ Fonetinn 64 ára SVEINN BJÖRNSSON, FOR SETI ÍSLANDS, er 64 ára í dag. í tilefni af því ér fána- dagur um allf land, til heiðurs forsetanum á afmælidegi hans. Berklaskoðuninni freslað í gær BERKLASKOÐUNINNI hér í bænum var frestað í gær sökum illveðurs og ófærðar, en fólki því, sem átti að mæta til skoðunarinnar mun verða til- kynnt nánar um skoðunina í há degisútvarpinu í dag og er það áminnt um að hlýða á tilkynn- inguna. Aðalfundur Félags blifeksmiða í Rvífe Æ ÐALFUNDUR Félags blikk smiða i Reykjavík var hald inn á sunnudaginn. í stjórn fé- lagsins voru kosnir: Ásgeir Matthíasson, formaður, Vil- hjálmur J. Húnfjörð, ritari, og Helgi Vigfússon, gjaldkeri. Sveil Lárusar Fjeld- steds efsl eftir 1. um- ferð bridgemófsins FYRSTA UMFERÐ í bridge- keppni Bridgefélags Reykja vikur fór fram að Röðli í fyrra kvöld og urðu úrslit þau að efst varð sveit Lárusar Fjeldsted með 317 stig og einn vinning. Næst varð sveit Jóns GuS- mundssonar með 301 stig og einn vinning og þriðja sveit Lárusar Karlssonar með 290 stig og hálfan vinning. Næsta umferð fer fram í Röðli í kvöld og keppa þá sam- an sveit Lárusar Fjeldsted og sveit Axels Böðvarssonar, sveit Eggerts Benónýssonar og sveit Lárusar Karlssonar og sveit Halldórs Dungals og sveit Harðar Þórðarsonar. Keppnin hefst kl. 8 s. d. KvennaheimiEið HaSSveigarsfaðír: erjarsíofnun fyrir félags- sfarfsemi íslenzkra kvenna ------—*------ Og heimiSi fyrir námsmeyjar og konur? sem gista ffeykfavík T/" VENNAHEIMILIÐ HALLVEIGARSTAÐIR hafa í all- mörg ár verið ein af 'hugsjónum þeirrá -kvenna, sem mest beita sér fyrir auknu samstarfi íslenzkra kvenna, menn ingu þeirra cg framförum þeirra á meðal. Það eru mörg ár síðan fyrst var farið að ræða um þetta mátefni, en vegna fyrirsjáantegra örðugteika með að fá byggt hafa konurnar ekki unnið mikið fyrir það allra síðustu árin, en hefja nú ákveðna baráttu og ætla sér ekki að hætta fyrr en kvenna- heimilið er risið af grunni á einni beztu lóð Reykjavíkur, en hún er eign félagsins Hallveigarstaðir. Þrjár konur, sem mikið lið haf léð þsssu máli, frú Guðrún Jónasson, frú Steinunn H. Bjarnason og frú Laufey Vii- hjálmsdóttir ræddu við blaða- menn í gær um þetta mál. „Við teljum nauðsynlegt að kynna þjóðinrú nokkuð þetta starf okkar og hugmyndir okk- ar um stofnun sameiginlegs heimilis fyrir ísienzkar kornr. Við köllum það Hallveigarstaði, en Haliveig Fróðadóttir, kona Ingólfs var fyrsta íslenzka hús móðirin. Þetta heimili á að verða mikið og veglegt og at- hvarf allrar belztu og veiga- mestu starfsemi, sem fslenzkar konur beiía sér íyrir. Það er á- ætlun okkar að þar geti öll kven félög Rvíkur fundið samastað fyrir starfsemi sína, félags- fundi, samkvæmi, nefndafundi o. s. frv. Reglugerð um starf- semi heimilisins er en ekki full- gerð, en gert er ráð fyrir því að í heimilinu verði komið upp ýmiskonar kennslu fyrir konur, vmnuskóla, húsmæðranámskeið um, leiðbeiningarstöð. Ennfrem ur á það að verða gistihús fyrir fconur, og í því eiga ungar stúlkur, sem koma hingað til náms og eiga hvergi höfði sínu að halla, að geta eignast gott og heilbrigt heimili. Þarna ætti að geta orðið arinn íslenzks b.eimilisiðnaðar og kvenlegra í- þrótta, eins og þær gefast bezt- ar °g þjóðlegastar og teljum við því að með þessari starf- Frii. á 7. aáfu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.