Alþýðublaðið - 27.02.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.02.1945, Blaðsíða 7
JttfðjudaguF 27. febrúar 1945 ALÞÝÐUBLAÐiÐ Næturlæknir er í Læknavarð stofunni, sími 5030. Nætúrvörður er í Laugavegsapö teki. Næturakstur annast Aðalstöðin, sími 1383. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 2Ó.00 Fréttir. 20.20 Tónleikar Tónlistarskólans: Concerto grosso í c-moll eft ir Locatelli (Strengjasveit leikur. — Dr. Urbantchitsch stjórnar). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á píanó. 21.20 fslenzkir nútímahöfundar: Davíð Stefánsson frá Fagra skógi les úr skáldritum sín um. 21.45 Hljómplötur: Kirkjutónlist. 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. Nú kreppir að 1 Frfa. af 3. séöu. greinilega benda til þess, að hevrt verði á sókninni nú á næstu dögum og vikum. Alex ander marskálkur, yfirmað- ur bandamanna við Miðjarð- ar haf ræðir við Tito mar- skálk, sem nú ræður mestu í Júgóslavíu um auknar og samræmdár hernaðaraðgerð- ir bandamanna og júgóslav- neska heimáhersins, væntan lega til þess að hrekja leyfar hers Þjóðverja með öllu frá Júgóslavíu til Norður-Ítalíu, Austurríkis eða þess hluta Ungverjalands, sem Þjóðverj ar enn hafa á valdi sínu. Nú er ekki að vita, að hægt verði að reka smiðshöggið á ófarir Þjóðverja einmitt nú, meðan veðurskilyrði eru svo slæm, að allir flutningar þungahergagna hljóta að vera svo miklum erfiðleik- um bundnir. En eitt er víst, að sá tími er að fara í hönd, að vænta má stórra högga og þungra. ÞEIR, sem málum eru kunnir í Berlín hljóta líka að taka að ókyrrast, ekki aðeins vegna válegra tíðinda fyrir þá, bæði úr austri og vestri, heldur einnig vegna þess hve vel bandamönnum hefur gengið sóknin gegn Japön- um síðustu vikurnar, þar sem sýnt þykir, að Japanar geta engan veginn hindrað aðgarðir MacArthurs og Nimitz flotaforingja með þeim hætti, sem heppilegur þætti til áróðurs í Þýzka- landi, þar sem þjóðin mun langþreytt á ósannindum og lognum fregnum um „varn- arsigra“. . .&ÉfÍf FJár- og faiasöfnun fyrir bágstatf fólk í Normandí OKKRUM vinum Frakk- * * íands hefur komið saman um að hefja hér fjár- og fata söfnun fyrir bágstatt og heimil islaust fólk í Normandí í Frakk landi. Mörg hundruð manns urðu heimilislaus eftir látlausar loft- árásir margra mánaða og er á- stand íbúanna hið hörmuleg- asta. í öllu Normandí fórust eða slösuðust yfir 400 þús. manns í átökunum síðastliðið sumar og það fólk, sem eftir lifir berst við hungur, sjúkdóma og klæð leysi. Hefur nú verið kosin sjö manna nefnd hér í bænum til þess að annast framkvæmdir við þessa fyrirhuguðu söfnun fólki þessu til handa og er Pét- ur Þ. J. Gunnarsson stórkaup- maður formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn eru: Eirík- ur Sigurber gsson, Aðalbjörg Sigúrðardóttir, Alexander Jó- hannesson, prófessor, Jóhann Sæmundsson, yfirlæknir, Krist inn Andrésson, alþingismaður og Sigurður Thorlacius, skóla- stjóri. í ávarpi frá nefndinni segir meðal annars: „Oss hefur komið saman um að leita gjafa til liknar bág- stöddu. fólki í Normandí. Vér biðjum rnn hverskonar fatnað, er geti orðið til skjóls þurfandi fólki á öllum aldri. Allar gjafir eru vel þegnar. Fyrir peninga- gjafir munum vér kaupa fatn- að og senda til einnar borgar í Normandí eða héraðs þar sem þörfin er mest. Yfirstjórn Bandaríkjahers hér á landi hefur góðfúslega lof að að greiða fyrir skjótum flutn ingi þessarar fyrirhuguðu fata- gjafar til ákvörðunarstaðar.“ Nú mun vera ákveðið að gjöf um þeim, sem berast, verði út- hlutað meðal fólks í borginni Avranohes í Normandí. Öllum gjöfum til söfnunar- iimar má koma á skrifstofu Pét urs Þ. J. Gunnarssonar Mjó- stræti 6 og í verzlunina París, Hafnarstræti 14. Auk þess munu dagblöðin veita peninga- gjöfum til söfnunarinnar mót- töku. Þá hefur nefndin látið prenta gjafakort og munu þau verða til sölu í bókáverzlunum. Kost ar hvert kort 10 krónur og geta þeir sem kortin kaupa skrifað nafn sitt á þau, síðan verða þau send með fatapökkunum til Normandí, þegar söfnuninni er lokið. Gert er ráð fyrir að söfn- un þessi standi yfir í tvo mán- uði. fitbrelðil AlHýðnbiaðið! Virkjun Dynjandisár Frh. af 2. síðu. hagsáætlun fyrir næsta ár og senda ráðuneytinu til staðfest ingar. Tekjuafgang skal leggja í varasjóð. Ráðherra setur reglugerð um stjórn Rafveitu Vestfjarða, starfsmannahald, reikningsskil, varasjóð, skýrslur og annað það, er reksturinn varðar. Refveita Vestfjarða er undan þegin tekju- og eigarskatti til ríkissjóðs og útsvari til sveitar og einning innflutningsgjöld- um af efni og tækjum, sem þarf íil stofnunar veitunnar. Rafveita Vestfjarða endur- greiðir Orkuveri Vestfjarða h.f. allan kostnað, sem það hefur haft af undirbúningi virkjunar Dynjandisár, enda láti félagið af hendi allar skýrslur og áætl- anir, sem það hefur látið gera. í greinargerð frumvarpsins segir svo: Það er höfuðskilyrði fyrir framtíð Vesttfjarða, að héruðun um sé séð fyrir nægu. ráfmagni til ljósa, hitunar, suðu og iðn- aðar. Iðnaður á Vestfjörðum, sem byggðist að mestu á sjávar útvegi, hefur nú þegar ríka þörf fyrir raforku. Verður ekki lengur beðið úrlausnar. Það hefur lengi verið vitað, að Dynjandis- og Mjólkurárnar í Arnarfirði geta séð Vestfjöfð um fyrir nægri raforku, og þarf nú ekki lengur að bíða þess, að þörf sé fyrir hendi fyrir rafork una og hægt sé að greiða hana með kostnaðarverði. Undanfar- in ár hefur félag sveitar- og bæjarfélaga og einstakra manna látið undirbúa þetta mál á sinn kostnað. Nefnist félagið Orku- ver Vestfjarða, og hefur Finn- bogi R. Þorvaldsson verkfræð- ingur staðið fyrir rannsóknum. Er nú það langt komið málum, að rafmagnseftirlit ríkisins þarf að taka við og vinna með félag- inu að fullnaðarundirbúningi, sem ætti að getá verið lokið fyr ir næsta haust. Er þetta frv. flutt í þeim tilgagni, að svo geti orðið. Frv. er að ýmsu leyti sniðið eftir tillögum milliþinganefnd- ar í raforkumálum, sem nýlega hefur skilað áliti til ríkisstjórn arinnar, og einkum þó um það atriði, að hér er gert ráð fyrir' ríkisrekstri á rafveitu Vest- fjarða. Það skal þó skýrt tekið fram, að flutningsmenn geta eins hugsað sér, að Rafveita Vestfjarða sé eign þeirra hér- aða, sem hlut eiga að máli, og rekin af þeim. Um það „princip atriði“ verða atkvæði að ganga í þinginu, og má deila um skipu lagið ekki standa í vegi fyrir framkvæmdum." Féiagheimili kvenna Frh. af 2. siðu. semi sé verið að vinna þjóð- neytjastarf, sem þjóðin Öll á að styðja. Hallveigarstaðir eigá nú hina ágætu lóð, sem er á einurn bezta stað í bænum og mjög stór og að auki um 50 þúsundir króna. Auk þess eru til í hluta- bréfum um 40 þúsundir króna, en stofnað var hlutafélag urn þetta heimili fyrir nokkrum ár- um, en því hefur nú verið breytt. Borgum við út hverium sem vill hlutafé það sem lagt hefur verið fram, en fáir hafa óskað þess, heldur viljað láta fé sitt ganga til heimilisins. Við höfum nú snúið okkur til ailra kvenfélaga landsins og ósk ao aðstoðar þeirra. Einnig höf- um við snúið okkur til einstakra kvenna. Við höfum sent út á- vörp og er nú í þann veginn að hefjast allsherjar fjársöfnun úm land allt til þess að koma bessu fram. Hér í Reýkjavík er fjársöfnunin hafin fyrir nokkr um dögum og gengur vel. Það er hins vegar nauðsynlegt fyrir okkur að ná til allra, hvers ein asta heimilis í landinu. Við höf um fengið leyfi Einars Jónsson ar myndhöggvara til að gera póstkort af hinu undurfagra íistaverki hans: Verndin. Þetta kort seljum við nú til ágóðá fyr ir Hallveigarstaði og viljum við að hvert heimili eignist það. Ef svo verður þá hefur og hvert emasta heimili á landinu lagt fram sinn hluta til að koma þessu fyrirhugaða heimili ís- íenzkra kvenna upp. En auk þess tökum við á móti framlög um frá einstaklingum og hafa okkur borizt ýmsar gjafir, með AJúðárþakkir fýrir aúðsýnda samúð við fráfall og útför mannsins mins, Stefáns Más Éenediktssonar. Sigríður Benediktsson. al annars minningargjafir um góðar konur og teljum við það smekklegt og viðeigandi, því að Hallveigarstaðir eiga að verða til þess, samkvæmt ætlun okk- ar, að auka kosti og myndarskap íslenzkra kvenna, menningu þeirra og manndóm í^hvívetna. Þannig mæltu konurnar við biaðamennina. Það mun flestra mál að Hallveigarstaðir, minn- isvarðinn um hina fyrstu ís- lenzku húsfreyju, hafi miklu hlutverki að sinna, þvi að slíkt heimili getur etf rétt er á haldið vakið nýja strauma með þjóð- inni, nýjan vilja og nýtt fram- tak, sem hvert einasta heimili getur fengið svip af er íímar líða. Nýr yfirmaður herafla pólsku stjórnarlnn- ar í London: Anders p’ ORSETI pólsku stjómarinn -*• ar í London hefur skipað Anders hershöfðingja yfirmann alls þess herafla, sem hún hef- ur yfir að ráða. Anders hers- höfðingi stjómar nú pólsku hersveitunum á Ítalíu, sem þar hafa barizt af hinu mesta harð fengi nú um langt skeið. Bor heráhöfðingi hafði áður verið yfirmaður pólska hersins, en hann er nú herfangi Þjóð- verja, eftir að hinni frækilegu vörn lauk í Varsjá í sumar, en hann tók hins vegar við áf Sosnkowsky, eins og menn muna. Mesta dagárésin.. Frh. aí 3. síÖu. bæði t.il austurvígstöðvanna og eins vestur á bóginn, til Ruhr og Rínarhéraðanna. Mótspyrna var lítil af Þjóð- verja hálfu, loftvarnaskothríð tiltölulega lítil og amerísku oi'r usstuflugmennirnir urðu tæp- ast varir við þýzkar orrustuflug vélar. 23 flugvélar Bandaríkjamanna manna munu ekki hafa komið aftur til stöðva sinna. Nokru síðar réðustu brezkar Lancasterílugvélar á Dortmund erí Mosquitoflugvélar á Berlín aftur og Núrnberg í Bayern Flugvélar frá Ítalíu réðust i ýmsar stöóvar í Austurríki, en ! Spifcfirvélar á stöðvar Þjóðverj.. I í Hollandi. þar sem skotið er svifsprengjum á London og fleiri borgir. Loks var ráðizt skipalest á Sitagerrak og varð að minnsta kosti eitt skip fyrir sprengju og mun það hafa sokk ið. Aðalfundur Félags ís- lenzkra hljóðfæra- leikara SÍÐASTLIÐINN sunnudag hélt Félag íslenzkra hljóð færaleikara aðalfund sinn. í stjórn voru kosnir: Bjarrá Böðvarssona formaður, Skafti Sigþói-sson ritari og Fritz Weiss happel gjaldkeri. Varamenn voru kosnir Þorvaldur Stein- grímisson og Eiríkur Magnús- son. Endurskoðendur voru kosn ir Indriði Bogason og Jón Sig- urðsson. í prófnefnd voru kosm ir Hallgrímur Helgason, Þórir Jónsson og Sveinn Ólafsson. — Samþykkt var á fundinum að hækka iðgjöld til félagsins úr kr. 3.00 á mánuði, upp í kr. 10.00 á mánuði. Ausfurvígsiöðvarnar Frih. af 3. sfðu. um loftvarnabyssum. Milli Dan zig og Stettin eru einnig háðir snarpir bardagar og nálgast Rússar borgina Neustettin, sem er um það bil miðja vegu milli þessara borga. Viðurkenna Þjóð verjar, að þeir hafi orðið að hörfa á þessum vígstöðvum. Komið hefir til snarpra loft- bardaga milli þýzkra og rúss- neskra flugvéla, meðal annars yfir Berlíh, en Rússar munu nú eiga rúma 60 km. ófarna þang- að. Annars virðast ekki hafa orð ið neinar stórvægilegar breyt- ingar á vxgstöðunni þar eystra undanfarinn sólarhring. Mendýr í gróðri Hér 'birtist eitn mynd úr bókinni Meindýr í húsum og gróðri en, þær eru um 140 talsins. Myndin sýnir ullarlús á neðsta borði laufblaðs. Þar eru þrjú fullvax in kvendýr. Hið neðsta þeirra er með egg sín innspunnin í vaxþræói. Ennfremur eru fimm vaxpípur á blaðinu og nokkrar smáar lifrur. Myndin er stækk uð þrem sinnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.