Alþýðublaðið - 02.03.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.03.1945, Blaðsíða 7
Sföstadagur 2. marz 1945 ALÞVmJBLAÐIÐ Bœrinn í dag. |: Næturlæknir er í Liæknavarð- .gtofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó feki. Næturakstur annast Hreyfill, iStími 1633. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. S.5.30-—16.00 Miðdegisútvarp. 3.8.30 íslenzkukennsla 2. flokkur. 19.00 (Þýzkukennsla, 1. flokkur. g.9.25 Þingíréttir. 20.00 Fréttir. 20.25 Útvarpssagan: „KotbýliS og kornsléttan“ eftir Johan Bojer, XV. (Helgi Hjörvar). 21.00 Píanókvintett útvarpsins: Kvintett í Es-dúr eftir Schu mann. '21.15 íþróttaerindi í. S. í. (Úlfar Þórðarson læknir). 21.40 Spumingar og svör um ís- lenzkt naál (dr. Björn Sig- fússon). 22.00 Fréttir. SE2.05 Symfoniutónleikar (plötur): a) Mazeppa-symfónía eftir Liszt. b) Píanókonsert nr. lí d-moll eftir Brahms. 23.00 Dagskrárlok. .» Samúðarkveðjur út af afdrigum Detfifoss Eftirtaldir einstakl INGAR OG FÉLÖG hafa vottaS ríldsstjóminni sam- úð sína vegna hins sviplega at- fourðar, er e. s. Dettifoss fórst jaýlega: Sendiherra íslands í London, Stefán Þorvarðarson. David Vaage, fulltrúi alþjóðlegu verka málaskrifstofunnar, er hér dvel ur um stundarsakir. Det Danske Selskab í Reykjavík. Nordmann slaget. Hallgrímur Benedikts- son stórkaupmaður, staddur í Káiiforníu. Bridgekepþnin: Sveif Lárusar Fjeld- sfeds enn hæsl O fÐASTLEDIÐ þriðjudags- ^ kvöld var önnur umferð í aneistaraflokkskeppni Bridge félags Reykjavíkur. Eftir þessa umferð er stiga- tala sveitanna sem hér segir: Efst er sveit Lárusar Fjeld- sted með 629 stig og 2 vinn- inga. Önnur er sveit Harðar Þórðarsonar með 594 stig og 2 vinninga. Þriðja sveit Axels Böðvarssonar með 582 stig og 1 vinning. Sveit Halldórs Dung als með 581 stig 1 vinning. Sveit Jóns Gucjmundssonar með S65 stig og 1 vinning. Sveit Lárusar Karlssonar með 560 stig og hálfan vinning. Sveit Ingólfs Guðmundssonar með 555 stig og hálfan vinning og loks sveit Eggerts Benónýsson- ar með 542 stig og engan vinn ing. RiSstraumsmótor. 220 v. Vi h a. til sölu. Verzl. Grellisg. 54. Velhiskaifurmn end- ursendur efri deild FRUMVARPIÐ um veltu skattinn var á dagskrá neðri deildar á fundi hennar í gær, Var það framhald þriðju umræðu, en um mál þetta höfðu orðið mikar umræður í deild- inhi. Breytingartillaga Skúla Guð mundssonar við frumvarpið var felld með nítján atkvæðum gegn þrettán. — Var frumvarp ið sjálft því næst samþykkt með seytján atkvæðum gegn ellefu, en fimm menn sátu hjá og tveir voru fjarverandi. Var frumvarpið þannig endursent efri deild, þar eð neðri deild hafði gert á því nokkrar breyt ingu. Áður hafði breytingartillaga þeirra Barða Guðmundssonar og Sigfúsar Sigurhjartarsonar um það, að skatturinn yrði lagður á veltu ársins 1944 í stað 1945 verið felld. Hins vegar Ihafði neðri deild samþykkt ’breytingartillögu frá Jakobi Möller við frumvarpið eins og efri deild gekk frá því, sem fjallaði um fyrirkomulag inn- heimtuskattsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins og kommúnista greiddu at- kvæði með samþýkkt frumvarps ins, en þingmenn Framsóknar- flokksins og tyeir fimmmenn- inganna úr Sjálfstæðisflokkn- um á móti. — Þingmenn Al- þýðuflokksins sátu hins vegar hjá við atkvæðagreiðsluna. SkafifreJsi Efmskips Frh. af 2. síðu. félagið væri alþjóðareign og lagði áherzlu á það, að ekkert yrði gert til að torvelda það, að gengið væri úr skugga um það, hverjir væru eigendur fé- lagsins, svo og að alþingi hefði sjálfsagðan íhlulunarrétt um starf félagsins. Auk nefndra þingmanna kvöddu sér hljóðs þeir Gísli Jónsson og Jónas Jónsson. Að lokinni umræðu var geng ið til atkvæða. Breytingartil- laga Bernharðs Stefánssonar var felld með tíu atkvæðum gegn fjórum, en tillaga Harald ar Guðmundssonar með níu at- kvæðum gegn sex. Breytingar tillaga þeirra Magnúsar, Lárus ar og Kristins var hins vegar samþykkt með náu atkvæðum gegn fjórum, og greiddu þing menn Sjálfstæðisflokksins og komm.únista henni atkvæði. Var frumvarpið því næst sam þykkt með áorðinni breytingu naeð tíu samhljóða atkvæðum og málinu vísað til þriðju um- ræðu imeð þrettan sarnh](jóða atkvæðum. ASalfundur nemenda- sambands kvenna- skolans Nemendasamband KVENNASKÓLANS í Reykjavík 'hélt aðalfund s. 1. mánudag í Oddfellowhúsinu. Formaður las upp ársskýrslu félagsins og gjaldkeri ársreikn inga. Stjórnin var endurkosin með þeirri breytingu, að frk. Sigríður Þórðardóttir var kos- in í stað frú Mörtu Pétursdótt- ur, er baðst undan endurkosn- ingu. Stjórnina skipa: frú Lauf ey Þorgeirsdóttir formaður, frk. Þorgerður Þorvarðsdóttír gjald'keri, frú Aðalheiður Kjart ansdóttir ritari, frú Soffía M. Ólafsdóttir og frk. Sigríður Þórðardóttir. Formaður skemmtinefndar var kosin frk. Guðríður Einars dóttir. Endurskoðendur voru endurkosnir, þær frk. Ragnheið ur Jónsdóttir og frk. Sesselja Sigurðardóttir. Fjáröflunar- nefnd var endurkbsin, formað- ur hennar er frk. Sigriður Briem. Eitt af aðaláhugamálum fé- lagsins er að koma upp fim- leikahúsi fyrir Kvennas'kólann og var ákveðið á fundinum að hefja þegar undirbúning að byggingu þess. í byggingarnefnd voru kosnar fik. Ragnheiður Jónsdóttir, foi'stöðukona, frk. Sigríður Briem og frú Laufey Þorgeirsdóttir. Tuttugu og fimm ára starfsafmæli átti í gær Haraldur Sigurðsson bréfberi, Hrísateig 4. Haraldur hef ur öll þessi ár unnið hjá póstin- um sem bréfberi og verið árvakur og samvizkusamur í starfi sínu, og er mjög vel látinn meðal starfs bræðra sinna. Hallgrimssókn BiHlíulestur í Austubæjarskól- anum í kvöld kl. 8,30 (leikfimis- dyr) séra Jakob Jónsson. Jarðarför konúnnar minnar. Asdísar Johnsen, fer írarn frá Ðómkirkjunni þriðjudaginn 6. marz og hefst með húskveðju að heimili okkar, Hringbradt 185 kl. 1,30 e. h. Jarðað verðúr í Kirkjugarðinum við Ljósvallagötu. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Gísli J. Johnsen. Innilegár hjartans þafckir færum við öllum þeim, er sýndU. okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför largrétar G. Valdimarsdótftur , yf irh j úkrunarkonu. Guð blessi ykikur öll. Fyrir mína hönd og annara nánustu ættingja og vina. Jón Valdimarsson. Skíðamoi Reykjavíkur Frh. af 2. síðu. svigi, c-flokk kvenna, A.B.F.- bikarinn, i svigi a-flokks karla, Skíðajbikar Sjóvátryggingarfé- lags íslands, veittur fyrir svig b-flokks' karla, Blái ’borðinn (’bikar), veittur sigurvegurum í skíðagöngu karla í a- og b- flokki og loks nýr verðlauna- gripur, sem ebki ’ hefur verið keppt um fyrr, Skíðabikar Har aldarbúðar h. £, og er hann veittur fyrir brun karla í a- flokki. Hina verðlaunagripina, sem taldir hafa verið hefur ver ið keppt um áður. Verður þetta væntanlega mjög skemmtileg keppni, ef vel viðrar dagana sem mótið fer fram, enda er hér um óvenju- lega mikla þátttöku að ræða, sem ber því glöggt vitni, hversu áhugi manna er orðinn,: almenn ur á skíðaiþróttinni. Glímufélagið Ármann stend- ur fyrir mótinu að þessu sinni. Reisugildi hiiswif- unnar Framhald af 2. síðu. ir öllum verið það sameigin- legt, að vinna að framgang þessa máls með óþreytandi á- huga og viljafestu." Þá tók til máls Langvad yfirverkfræðingur og þakkaði fyrir góða samvinnu við fram- ivæmd verksins og sagðist fagna því, að Reykjavík ætti nú þeíía mikla mannvirki, sem myndi reyuast höfuðstað ís- lands æ vakandi og æ betra. Helgi Sigurðsson lýsti því með mörgum orðum, Jiversu bjart- sýnn hann væíi á fyrirtækið. Hann kvað það ekki tiltöku- mál, þó áð í Ijós kæmu ýnisir byrj unaröröugleikar með fyrir tæld eins og þetta, sem ekki væri hægt að byggja upp á reynslu heldur heíði svo að segja orðið að skapa frá uþp- hafi. Hann sagði, að þó að Mta veitan væri nú komin í 2800 hús og talið væri að framkvæmd um væri loltíð, þá væri það þó ekki rétt nema að nokkru leyti, því að áfram yrði haldið sköp- unarverltí þessa fyrirtæJtís. Það þarf að fá meira vatn, halda borunum áfram, byggja fleiri geyma, koma upp dælustöð, og að kenna fólki að fara með heita vatnið, en það kann fólk ekki enn nema að litlu leyti. Nú stefnir þó að því, og það er engin hætta á öðru en að það muni læra það. Ég er svo bjart sýnn, sagði forstjórinn, að ég trúi því, að það verði jafnvel hægt að færa út hitaveituna. Forseti íslands, Sveinn Björns son, mælti síðan nokkur orð. Drap á afskipti sín, af undir- búningi málsins, er hann var sendiherra i Danmörku. Lét hann í ljós fögnuð sinn yfir þeirri bjartsýni, sem komið hefði fram í samhandi við þetta mannvirití og óskaði höf- uðstaðnum til hamingju með það. Borgarstjóri 'mælti að lokum nokkur orð og bar fram þakkir til allra þeirra sem stutt höfðu að framkvæmd hitaveitunnar og þá fyrst og fremst Hojgaard & Schultz og yfirverkfræði ngs þess, Kai Langvad. Bílar teknir úr umferð Framhald af 2. síðu hefur verið í þessum efnum, og lagfæringar hefur þurft. Hefur lögreglan tekið flestar þessar ‘bifreiðar á síðustu þrem til fjórum vikum, og eru nú væntanlega fáar eftir, sem aka með ófullnægjandi ljósaútbún- aði og með ógreinilegum skrá- setningarmerkj um. Þess er þó að geta á samibandi við þennan fjölda bifreiða, sem verið liafa með lélegan og ólög- legan ljósaútbúnað, að um nokkurt skeið hefur verið mjög erfitt fyrir bifreiðastjóra að fá gert við ljósaútbúnað bifreið- anna, t. d. fengust ekltí um langan líma gler i framluktir | og perur voru einnig ófáanleg- ar á tímabili. Geiur þetta með- al annars verið ástæðan fyrir þVi, hversu margar bifreiðar hafa verið í umferð með léleg ar> ljósaút’búnað, að ’viðbættu ’kæruleysi sumra bifreiðastjóra, sem ekki hirða um að hafa Ijósin í lagi, jafnvel þó að vörurnar séu fyrir hendi til þeirrá hluta. Um skrásetninga | merkin er, að minnsta kosti < engin afsökun; þau ættu bif- reiðas'tjórarnir alltaf að geta haft greinileg. Þá hefur lögreglan einnig orðjð að áminna marga fyrir akstxu' ljóslausra reiðhjóla, en varla fleiri nú en almennt ger izt þá tíma ársins, sem ljósa- timi ökutælcja er ákveðinn. Friðrik mikii og Hitier Frh. &£ 3. afSa. hinni þriðju til Rússlands. En engar líkur benda til þess, að þetta hafi hin allra minnstu áhrif. Samheldni bandamanna virðist standa traustari fótum en nokkru sinni fyrr. SVO ER ekki minnst um vert, að mikill munur er á atgerfi og hæfileikrum Prússakon- uingsins og Adolfs Hitlers. Stjórnkænska hins síðaf- nefnda virðist ekki hafa ver- ið með þeim hætti, að aðrar þjóðir gætu fellt sig við hana og ráðgjafar Friðriks miinu _ sennilega hafa verið öllu meira aðlaðandi og viðkunn- anlegri en þorparar þeir, sem nákomnastir eru Hitler. Svo getur líka vel verið, að varðsveitir Friðriks hafi ver ið liprari í umgengni en Gestapo-menn Himmlers og allt hefir þetta sína þýðingu nú, þegár Þjóðverjar brjót- ast um í úlfakreppunni. ASalfundur Ung- mennafélags Reykjavíknr er í AÐALFUNDUR . Ungmenna- félags Reykjavíkur verð- ur haldinn í kvöld í Bröttugötu 3 og hefst kl. 8.30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða rædd ýmis félags mál. Eftir fundinn verður kaffi- samsæti og að lokum dans. Fimmtugur varð í gær Ingvar Kjartansson, skipstjóri á Súðinni. Háskólafyrirlestur Lektor Peter Hallberg flytur annan fyrirlestur sinn um Svíþjóð í I. kennslustofu háskólans í kvöld kl. 8.30. Fjallar fyrirlesturinn um Skán í Svíþjóð og sýnir fyrirlesar inn skuggamyndir þaðan. Öllum heimill aðgangur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.