Alþýðublaðið - 10.03.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.03.1945, Blaðsíða 3
jLaíigardagvr 19. marz 1945 ftLÞVÐUBLAÐia 3 Tvö b!öð og ein kona. BLAÐ KOMMÚNISTA í Reykja vík ræðir imx það í gær, að Alþýðublaðið skuli láta sig miklu skipta afdrif frú Arcisz ewski, konu pólska forsætis ráðherrans í London, og furð ar stórum á „umhyggju blaðsins" eins og það er orð að, fyrir afdrifum þessarar konu, en þegi hins vegar yf- ir fjöldamorðum nazista á saklausum mönnum í Sovét- ríkjunum, Póllandi og víðar. ÞETTA ER AÐ sjálfsögðu venjulegur „Þjóðviljasann- leikur.“ Alþýðublaðið hefir jafnan látið sig miklu skipta afdrif 'þeirra, sem verða fyr ir ofbeldi af hálfu þeirra, er méira mega sín, og má einu gilda hver i hlut á. Blaðið hefir jafnan tekið málstað þeirra, sem eru ofurseldir á- gengni nágranna, sem eru stórir og fyrirferðarmiklir og bera litla virðingu fyrir rétti smælingjans. Handtaka frú Arciszewski er þó með nokkr um öðrum hætti en ýmislegt það, sem kommúnistar í Russlandi hafa til þessa ekki kynokað sér við að gera, til þess að koma fram áformum sínum. ÞAÐ UT AF FYRIR SIG, að ein kona er tekin föst, er ef til vill ekki svo mikið atriði í hildarleik þeim, sem nú geisar. En handtaka þessi er þó eitt dæmið, táknrænt dæmi, um bardagaaðferðir kommúnista, sem svífast einskis, ef þeir geta, um stundarsakir, náð sér niðri á fjarstöddum andstæðingi. — „Lublinstjórnin“ hefir horn í síðu hins pólska forsætis- ráðherra í London og henni hugkvæmdist ekkert betra ráð til að geta gert honum ó- leik, sært hann eða skapað örðugleika, en að handtaka konu hans, sem vanh að líkn arstörfum í póllandi á vegum rauða krossins. ÞETTA HEFÐI, ÁÐUR fyrr, að minnsta kosti verið talinn óþokkaskapur og engum sæm andi. En þetta atvik varpar skæru Ijósi yfir starfsaðferð ir þeirra, sem þykjast vera stjórnendur Póllands nú, þeg ar pólska þjóðin er varnar- laus og biður fimmtu skipt- ingarinnar á 150 árum, eða fullkominnar undirokunar. ATHÆFI SEM ÞETTA hefði verið tiltrúandi nazistum, er einskis hafa svifizt til þess að koma fram áformum sínum, en ekki mönnum, sem í orði kveðnu, að minnsta kosti, leyfa sér að telja sig banda- menn lýðræðissinna, þeirra, sem berjast gegn ofbeldi og kúgun. Sovétstjórnin mun hafa séð að þetta athæfi Lublinmanna mæltist afar illa fyrir og þess vegna tekið að sér að láta konu Arcisz- ewkis lausa, en „Þjóðvilj- inn“ virðist ekkert botna í Mh. 6 T. Sóknin á miurvígstöðvunum: færa úf kvíarnar á menn Vesfurvígstöðvarnar. Á uppdrætti þessum má sjá ýmsa þá staði og borgir, sem mest hefir verið barizt um nú undanfarna daga. Efst á miðri myndinni sést til dæmis Wesel, nokkru neðar Dússeldnrf og Köln (Cologne) þá Bonn og síðan Koblenz. Nokkru fyrir neðan miðju getur að líta Trier, austur af Luxemburg, sem nú er á valdi bandamanna, en þar fyrir norðan er Bitburg, sem einnig hefir verið mikið getið í fréttum. Rússar vom í gær komnir að yfri varnarvirkjum Sfeltin -----—<* -- Hersveitir Zhukevs sagðar kemnar inn í Kilstrln RÚSSAR halda áfram hraðri sókn í Poinniern og víðar á austurvígstöðvunum. Einkum, sækir her Rokossovskys á vestur af Danzig og tók í gær borgina Altdam, sem er um 6—7 km. frá Banzig. Rússar munu vera víðast hvar aðeins 15—16 km. frá Eystrasalti. Þá sækja hersveitir Zhukovs fram á Kustrin-víg- stöðvunum og sagt var í gær, að þeir hefðu hrotizt inn í borgina. í sumum fregnum segir, að Rússar séu líka komnir að ytri vam- arvirkjum Stettin og dynji stórskotahríðin á borginni. í dagskipunum þeim, sem Stalin gaf út 'í gær, var þess meðal annars getið, að hersveit- um Rokossovskys hefði tekizt að ná á sitt vald borginni Stolp, vestur af Danzig, en þar munu Rússar aðeins 15 km. eftir ó- farna til Eystrasalts. Þarna sést til Danzigborgar og meira að segja var þess getið 4 gær, að skotið hefði verið á úthverfi Danzig af fallbyssum. Hersveitir ZJhukovs eru einn ig sagðar sækja hratt frarri við Kustrin í áttina til Berlínar og jafnvel séu þar byrjaðir götu- bardagar. í Moskvafregnum er þó ekki getið um þetta, enn sem komið er, en það er vitanlegt, að Rússar sækja fram af mikl- um hraða á þessum slóðum og hrökkva Þjóðverjar víðast hvar fyrir. Þýzka fréttastofan (D.N.B.) hefir greint frá því, að Hitler hafi nýlega heimsótt vígstöðv arnar við Oder og fylgir það sögunni, að hann hafi látið í ijós ánægju sína yfir vörum Þjóðverja þar. ausfurbakka Rfnar. ---- » .. 5-6þýzk herfylki eru króuð af vestan við fljófið 1. og 3. herinn hafa sameinasf miili Bonn og Koblenz. TILKYNNT var í aðalbækistöðvum bandamanna, að þeir hefðu enn fært út kvíamar austan Rínar í gær. Hafa' bandamenn enn brotizt yf ir Rin á breiðu svæði milli Bonn og: Koblenz og hafa sótt jafnfram fram um 8 km. austur yfir Rín. Um bað bil 40 km. suður af Köln hafa þeir náð að sam- einast 1. og 3. her Bandaríkjamanna og þar með afkróað 5 — 6 herfylgi Þjóðverja, sem þama verjast. Hersveitir úr her Horegs hafa þegar meginhluta eða nær allra Bonn á sínu valdi, en auk þess hefir bandamönnum tekizt að ná að minnsta kosti % af Koblenz á sitt vald. Mótspyma Þjóðverja er yfirleitt heldur slæleg og þeir hörfa víðast hvar undan án þess að til meira háttar átáka kæmi. Frank Gillard fréttaritari slímar frá vígstöðvunum, að bandamenn hafi brotizt yfir Rín um það bii 19 km. suður af Bonn. Þar hafi þeir náð mik ilvægri brú á sitt vald, svo til óskemmdri. Ekki hafði gefizt timi til að eyðileggja hana á undanhaldinu. Tóku verkfræð ingasveitir Bandaríkjamanna þegar við og nú streyma ýmis- konar hergögn, skriðdrekar, þungar 'bifreiðir, fallbyssur oð önnur hergögn austur yfir Rín, en Þjóðverjar fá enga rönd við reist og hörfa undan í ofboði. Hið mesta los og ringulreið virðist vera á öllum vörnum Þjóðverja á svæðinu milli 1. hersins og 3. hersins \ og hafa bandamenn með leiftursókn sinni og síendurteknum loftá- rásum, raskað allri áætlun um skipulega vörn á þessum slóð- um. * Norðar á vígstöðvunum hafa bandamenn lokið við að eyða allri mótspyrnu Þjóðverja í borginni Xanten. Vörðust þar dreifðir herflokkar í gærkvöldi. Þarna eiga Kanadamenn og Bretar, svo og hersveitir úr 9. hernum ameríska í hörðum bar dögum við úrvalslið Þjóðverja, sem þarna hefir verið skilið eft ir til varnar,. Við Wesel verður foanda- mönnum einnig vel ágengt og láta þeir nú storskotahríðina dynja á virkjum borgarinnar, en þeir munu nú vera í tæplega 8 km. fjarlægð frá þessari borg, sem er talin mjög mikilvæg í varnarkerfi Þjóðverja. Þá var tilkynnt í London í gærkvöldi, að frá því, er banda menri réðust inn í Frakkland 6. júrií í fyrrasumar hafi þeir tekið yfir 1 milljón fanga, þar á meðal 16 hershöfðingja, auk yfii- 30 aðstoðarhershöfðingja og 5 aðmirála. Sýður upp úr í Þýzfcalamll. O AMKVÆMT Rauterfregn, ^ sem borizt hefir frá Ziirich í Sviss, hafa orðið blóðugar ó eirðir í Miinchen í Bayem, sem talin er höfuðborg nazistahreyf ingarinnar. Samkvæmt fregn um þessum hef ir mikil stórskota hrið heyrzt í borginni og full yrt er, að hersveitir hafi slegið hring um borgina, sem sé nú úr öllu samhandi við umheim inn. Fregnir ’þessaæ halfa ekki feng izt staðfestar í Berlín og útvarp iniu friá London eru næsta óljós ar fregnir um þetta mál. Þó vekja þær mikla atihygli ag vera má., að hér sé um að ræða byr j' unina á uppreisn þýzkrar al- þýðu gegn kúgunarvaldi maz ista, 'mótmæli gegn því, að hald ið sé áfram styrjöld, sem er fyr irsjláanilega töpuð og sem eng inn Þjóðiverji geti hagnast á. Yfinnaðar Japana á Fllippseyjum enn vong’óður. f Y AMASHITA heráhöfðingi, yfirmaður japanska hers- ins á Filippseyjum, hefir skýrt svo frá, að hann hafi aldrei ver ið vissari um lokasigur Japana í styrjöldinni, enda þótt illa hafi gengið undanfarnar vikur. Ekki rökstuddi hershöfðinginn þetta nánar. S ‘Bandaríkjamenn halda áfram sókninni á Luzon og hafa enn. sigrazt á dreifðum herflokkum Japana, sem eru sagðir verjast af hinni mestu hörku. Þá hafa Bandaríkjamenn gert skæðar loftárásir á Mindanao- eyju í Filippseyjaklassanum, en samtímis 'héldu .herskip uppi skothríð á ýmsar stöðvar og mannvirki Japana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.