Alþýðublaðið - 10.03.1945, Síða 8

Alþýðublaðið - 10.03.1945, Síða 8
8 AJLÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 10. marz 1945 oiTJARNARBlÓn Sagan af Wassell lækni Sýnd kl. 6,30 og 9 Bönnuð fyrir börn (14). Silfurdrollningin (The Silver Queen) Priscilla Lane George Brent Brunce Cabot Sýnd kl. 3, 5, Bö»*uð böriaum yngri eu 12 ám. Salan hefst kl. 11 Kálfagerði heitir næsti bær fyrii’ utan höfuðSbélið Möðru'- velli í Eyjafirði. — Þar er sagt að Guðmundur ráki hafi haft kálfa sína, og þar voru hinir nafnkunnu Kálfagerðisbræður, er teknir voru af Iífi í Möðru- fellshraun. Karli. einum sem bjó þar, þótti nafnið óvirðulegt, og sagði því jafnan, er hann var spurður, hvar hann ætti heima: „Ja, ég á nú reyndar heima, skal ég segja þér, í kotinu þarna í kringum Möðruvelli.“ Meira hafðist ekki upp úr hon- um. * * * Karl nokkur var að lýsa reið hesti sínum: „Hann flýgur á- fram eins og ör af boga,“ sagði hann, „én verður þó aldrei fóta skortur, enda kann ég ekki við, að ríðá þeirn hirossum. sem alltaf eru á fjórum falum undir mér.“ Ekki þrátta. mun vitur um óvíst Ekki er hálffest sé. happ hlolið, þótt Sýndu útlending bróðurelsku eins og landanum. • • * Eitt það göfugasta í heimi þessum er móðir rík af ást, en einkum þolinmæði til ‘barn- anna. \U LEIEU M A i S H A „Jafnvel fína fólkið er kynhvötinni undirorpið.“ „Þú skilur það ekki,“ sagði Júlía hálf-vandræðalega.“ „Og ég skal ábyrgjast, að þú gerir það ekki heldur.“ Júlía virti hann ekki einu sinni svars. Hún var mjög vansæl. ,,Ég segi þér, að ég get ekki lifað án 'hans. Hvað á ég eiginlega til bragðs að taka, þegar hann er farinn.“ „Vertu kyrr hjá mér. Ég skal ráða þig eitt ár enn. Ég hef heilmikið af nýjum hlutverkum, sem þú mátt gjarnan sitja fyrir, og ég hef augasiað á ungum manni, sem er í raun og sannleika fær um að leika. Þú munt verða forviða, þegar þú kemst að raun um, hve það er miklu léttara að leika á móti manni, sem eitthvað hefur til brunns að bera. Þú skalt fá tólf pund á viku.“ Jú'lía stóð upp og gekk alveg að honum og 'hvessti á hann augun. „Hefur þú gerl allt þetta til þess að halda mér eitt ár enn? Hefur þú helsært hjarta mitt og rænt mig lífshamingjunni til þess að geta haldið mér í þessu skrattans fjósi þínu, sem þú kallar leikhús?“ „Nei, að því get ég unnið eið. Ég vil hafa þig, og ég dáist að þér. Leikhúsreksturinn hefur gengið betur þessi seinustu tvö ár heldur en nokkru sinni áður. En þvílíkt hrekkjabragð myndi ég aldrei hafa gert mig sekan um, fjandinn fjarri mér.“ „Lygalaupur, bölvaður lygalaupur.“ „Ég gæti unnið sáluhjálpareið að þessu.“ „Sannaðu að það sé satt,“ sagði hún ógnandi. „Hvernig get ég sannað það? En þú veizt, að það hefur alltaf verið hægt að raiða sig á orð min.“ „Borgaðu mér fimmtán pund á viku; þá trúi ég þér.“ „Fimmtán pund á viku! Þú veizt, hvað afraksturinn af öllu baslinu er mikill. Hvernig gæti ég það? En gott og vel. Segjum það þá bara. En ég varð auðvitað að taka þessi þrjú pund af rhínu eigin kaupi.“ ,,Á sama stendur mér.“ 6 Eftir fjórtán æfingar var Mikae.l látinn hætta við hlutverk- ið, sem hann hafði verið ráðinn til að leika, og næstu þrjár til fjórar vikur fékk hann að ganga um með hendur í vösum, unz tilhEéllst hlutverk, sem honum hæfði skár. Þá fékk hann að spreyta sig á ómerkilegu hlutverki í leik, sem ekki reyndist ger- legt að sýna nema einn mánuð í New York. Síðan var leikflokk- urinn sendur í ferðalag, en það misheppnaðist líka, og loks var hann kvaddur heim aftur. Eflir nýja bið fékk hann nýtt hlutverk í ævintýraleik, þar sem glæsiibragur hans naut sín svo vel, að ekki bar eins hörmulega á allsleysinu í leik hans. Og þannig lauk leikárinu. Það var ekki á það minnzt að framlengja samn- ing hans. ‘Leikstjórinn, sem hafði ráðið hann, var mjög gramur. „Ég vildi óska þess, að ég kæmist einhvern tíma í tæri við þennan Kóbba Langton,“ sagði hann, „þann bölvaðan ref. Hann vissi víst, 'hvað hann var að gera, þegar hann tældi mig til þess að ráða þennan drum'b.“ ^ Júlía skrifaði Mikael hvert bréfið af öðru, hverja síðuna af annarri, allt tómt ástarrugl og kjaftasögur. Hann svaraði bréfum hennar ævinlega einu sinni í viku, og bréf ’hans voru alltaf ná- kvæmlega ^afn löng, réttar fjórar síður, og rithöndin settleg og áferðarfalleg. Hann endaði alltaf á því að senda henni ástar- kveðju — „þinn Mikael“. Annars voru bréf hans fremur frétta- bréf en ástarbréf. Samt beið hún þeirra með mestu óþreyju og marglas þau ætíð. Hann var ávallt glaður og reifur, en um leik- störf sín var hann jafnan fáorður, nema hvað hann vék að því, _ nýja Bfó Vort æskulff er leikur („Mister BIG“) Fjörug söngva og gaman mynd. Aðalhlutverk: Gloria Jean Peggy Ryan Donald Connor Sýning kl. 3, 5, 7 og 9 Siðasta sinn. Sala hefst kl. 11 GAMLA BfÖ Skólalíf í Efon (A Yank of Eton) Miskey Rooney Friddie Bartholomew Tina Thayer Sýnd kl. 3, 5, 7 Sala hefst kl. og 9 11 að hlutverkin, sem hann hafði fengið, væru fátækleg, og þau, sem honum stæðu til boða, fyrir neðan allar hellur. En fiski- sagan flýgur, og Júlía vissi ofurvel, að hann hafði lítið aukið hróður sinn. „Það er víst viðbjóðslegl af mér,“ hugsaði hún. „En guði sé iof! iGuð- sé samit lof!" Þegar hann sagði henni, hvenær hann hefði afráðið að leggja af stað heim, gat hún ekki lengur haldið gleði sinni i skefjum, Hún fékk Kobba til þess að haga sýningum þannig, að hún gæti farið á móti honum til Liverpool. Ef skipið ke-mur seint, verð ég líklega um nætursakir í Liv- Meðal ræningja. anum. Þau þurftu einmitt að geta hvílt sig í forsælu eins og hér. María lagði höfuð sitt í fang Jóseps og innan skamms var hún sofnuð, Jós'ep hefði ætlað sér að halda sér vakandi til þess að hafa gát á, að þau notuðu ekki tíimann til einskis, meðan bjart var. En hitinn, ásamt þægilegri hvfldinni í hellinum olli því, að hann var óðara sofnaður og svaf fast. Hann hafði ekki minnstu hugmynd um það, hverisu lengi hann hafði sofið, er hann vaknaði við skröltandi 'hljóð og mannamál, — og hann var á báðum áttum með bað, hvort hann ætti að taka það sem svefn eða vöku. Þaö sem hann fyrst og fremst sá, var, að í fremri hluta hellisins voru saman komnir marg- ir menn, og hafði hver þeirra hnífa bundna við mittisólarn- ar og byssur í höndum. Auðsjáanlega voru þteir ekki ásáttir um það, sem þeir Voru að ræða. bví þeir voru háværir 'hver við annan og notuðu allskonar 'handapat og Tíkamshreyfingar til áherzlu því sem þeir sögðu. Auk þess voru þeir önnum kafnir við að útibúa og ganga frá vopnum sínum, — hlaða byssurnar og treysta mittisólárnar sem rýtingarnir voru festir við. Jósep skildi strax á tali þeirra, að þarna var um ræn- ingjafTokk að ræða, — og drtengurinn gat hvorki hreyft ltegg né lið sökum hræðslu fyrst í stað. En innan skamms't herti MYNDA- SAGA PINTO: „Og svo vinur kær, skilurðu Pinto þinn eftir og ferð í útreiðartúr með barón- essiunni? Hvers végna grófstu faana ekki niður i sandinn og fórst að ná i hjálp?“ ÖRN: „Hún vissi, að hún þurfli ekkert að óttast. Hver sá sem leggði þannig út í eyðimörk- ina myndi deyja úr þorsta áð- ur en hann næði til unnarra stöðva. Heyrðu, það er ein- hver að koma.“ OMAN: „Fyrirgefið, herra minn, en ég var sendur til að sesia vkkur að barónessan vill fá að tala við ykkur strax.“ ÖRN: „Allt i lagi, herra minn. Það er kominn timi til þess, að byrjað sé á þessu. Það lít- ur svo út, sem nú eigi það að ske.“ i

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.