Alþýðublaðið - 11.03.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.03.1945, Blaðsíða 3
Sunnudagur 11. marz 1945. ALÞYÐUBLAÐH) komnir yiir Rín Rínarlínan roiin á Bonri Eru nú aðeins 3-4 kílómelra frá Koblenz i.,—♦—■■■■■..i iiii BANDARÍKJAMENN hafa, samkvæmt þýzkum fregn- um, brotizt yfir Rín á nýjum stað, að þessu sinni um 11 km., suður af Bonn. Halda þeir þar áfram herflutningum og flutingi þungra hergagna og fá Þjóðverjar lítið að gert. A þessum slóðum hafa Bandarlkjahersveitir náð um 15 km. af vesturbakka Rítnar á sitt va'ld. Bandaríkjamenn eru í hraðri sókn til Koblenz og voru síðast sagðir aðeins 3 — 4 km. frá borginni, sem er mjög mikilvæg samgöngumiðstöð við Rín. Norðar á vígstöðvunum, við Wesel, þar ^sem brezkar, skozkar og kanadískar hersveitir sækja fraon, virðist mótspyrna Þjóð verja skipulagslaus með öllu og hörfa fallhlífarhersveitir þeirra undan í ofboði. Þá var skýrt frá því í Lundúnarútvarpinu í gær kveldi, að ýmis merki sæust þess, að Þjóðverjar væru að flytja her sinn frá varnarstöðvum sínum í Hollandi. ♦-------—----—-----------—----■ EITT SINN MÆLTI VITUR maður: Svo bregðast kross- tré sem önnur tré. Þessi orð munu að sönnu mælt af Þjóð verja hálfu, er bandamenn hafa tekið Köln og brötizt yf ir Rin, sem margir töldu ein ustu varnarlínu Þjóðverja, eftir að Siegfriedlínuna þraut. ÞJÓÐVERJAR HAFA sjálfir eins og bent ihefir verið á í þessum dálki, ekki búizt við því, að verjast annars staðar, af nokkurri hörku, að minnsta kosti, nema við Rin. Þar voru skilyrðin til varnar góð, fljótið breitt og þar hefði 'átt að vera tiltölulega auðvelt að stemma stigu við sókn herja Montgomerys og Bradleys i austurátt og þar mátti vænta mesta viðnáms, sem Þjóðverjar enn hafa sýnt en það hefir ekki orðið. NÚ HEFIR VARNARKERFIÐ, sem byggt var á Rín, brugð- izt, brugðizt hrapallega, og hver veit, nema þetta tákni þá sókn bandamanna vestur á bóginn, sem engan gat ór- að fyrir, en flestir lýðræðis- sinnar vonuðu, ef ske kynni að það yrði til að stytta þetta stríð. og færa þeim frelsi og frið, sem allt of lengi hafa þjáðzt undir oki nazismans. ÞAÐ ER MJÖG eftirtektarvert að Bandaríkjamenn hafa nú brotizt yfir Rín, allmiklu merkilegra en þó þeir taki Köln eða brjótist inn í Bonn og Koblenz. Báðar þessar borgir eru að visu þýðingar- miklar stöðvar í varnarkerfi Þjóðverja, en þær eru þó þýð ingarlitlar samanborið við það afrek, að brjótast yfir Rín. AUSTAN RÍNAR er mestu iðn héruð Þýzkalands og þetta fljót 'hefir um aldaraðir ver- ið þrætuepli Þjóðverja og Frakka. Þetta hefir báðum þessúm þjóðum verið ljóst. Foch marskálkur, sá þetta fyfir og 'birti greinar um það í mörgum tímari'tum eftir friðarsamningana í Versölum Foch sagði þar meðal ann- ars, að Frakkar yrðu að hafa vesturbakka Rínar á valdi sínu, þar væru hin eðlilegu varnarbelti Frakka og sá sem réði yfir Rín, gæti líka haft í hendi sér hvenær og hvern ig innrás yrði hagað í Frakk land. ÞETTA VAR EKKI ÓERT og hefir verið mjög um það deilt meðal vesturveldanna, hvort ekki hefði verið réttast árið 1918, að gera Rín að landa- mærum Þýzkalands að vest- an. Á þetta skal enginn dóm- ur lagður hér, en hitt mun óhætt að segja, að Rín er talin í dag, jafnt og fyrir 25 árum, traustasta varnarlínan í átökum Þjóðverja og ! vesturveldanna. Bandamenn halda áfram inn í Þýzkaland, viðstöðullítið og virðist hið mesta los komið á all varnárkerfi Þjóðverja. Tug- þúsundir flóttamanna streyma eftir þjóðveginum í austurátt, frá Rín og torveldar það að sjálf sögðu hernaðaraðgerðir Þjóð- En svo er að sjá, sem Þjóð verjar hafi gersamlega misst a'l’la stjórn á hersveitum sínum þeir hörfa skipulagslítið austur á bóginn og hafa bandamenn tekið mikinn fjölda fanga og hergagna. Þá hafa flugvélar bndamnna veitt hersveitum þeirra Mont- gomerys og Bradleys hina mik ilvægustu aðstoð. Meðal annars réðust mörg hundruð Mustng- flugvélar á járnbrautar- og birgðalestir Þjóðverja að baki viglínunni og ollu miklu tjóni. Þjóðverjar í Noregi í eldseieytisskorli \ T EGNA eldiviðarskortsins í Noregi hafa Þjóðverjar þar gripið til þess ráðs að kveðja til vinnu 20 þús. manns til skógar höggs. Einkum er talið,eldsneyti vanti við járnbrautir og strand ferðir. Hefur orðið að leggja nið úr . .margar . . áætlunarferðir strandferðaskipa, . vegna . elds neytisskorts. Þó er ekki vandalaust fyrir Þjóðverja að ná í þessa 20 þús. Norðmenn og hafa þeir orðið að grípa til þeirra ráðstafana að ákveða, að öll fyrirtæki, sem hafa orðið að takmai'íka rekstur sinn og segja upp fólki þess vegna, að senda herstjórninni lista yfir þá, sem störfuðu. Hins vegar hafa norskir föðurlands- vinir svarað þessu á þá leið, að Norðmenn, einkum æskulýður- inn, anzar ekki ,,vinnu-þjón ustu“ Quislings. Er þetta aðal- lega áberandi austanfjalls, sem kallað er, þar kom ékki ein einasta stúlka eða piltur til skráningar í þessa „vinnuþjón ustu“. (Frá norska blaðafulltr.) (hurchili hrósar frammislöðu Breta og Kanadamaima HURCHILL, forsætisráð- herra Breta hefir sent Montgomery marskálki skeyti, þar sem hann fagnar því, hversu vel brezkum og kanad- iskum hersveitum hefir tekizt vel að hrinda árásum Þjóðverja og sækja á,/ þrátt fyrir harðvít ugt viðnóm Þjóðverja víða á víg stöðvunum. Bandaríkjamanna á Fiiippseyjum Ný landganga FT.OTAMÁLARÁDUNEYT1 Bandaríkjamainna er til kynnit, að árásarsveiltir Banda ríikjamanna hatfi enn gengið á land á' Filypseyjum, að þessu sinini á Mindanoeyju án þess þó að. verða fyrir mklu tjóni af Japana hlálfu. Segir í tilkynning unni, að Japanar hafi váöast hvar veitt öf luigt viðnám og á suimum stöðum barizt til hinn sta manns en samt hafi Bandai ríkjamlönnum tekizt að ná fót festu þar og vinna þeir nú að þvií skipa á land naiuðsynliegum hergögnium og vinnutvélum, svo sem skurðgröfum, jarðýtum Otg öðiru þvá, sem krafizt er til nú tíimahernaðar. jViðsjár í indo-Kína ILUNDUNARÚTVARPIÐ í igær var það tilkynnit, að japanskar hersveiltir hefðu nú. tekið í sína vörzlu alla stjórn í IndoiKlína. Heífur sjáEstjórn þestea ríkiis, isiem áður var firönsk nýlenda með þessu verið burtu kippt, enda segja Japamar, að hinir frönsku embættismenn, mmjsmm STOLP \ Þessi mynd, sem hér birtist, sýnir „Pólska hliðið“, sem svo hefur verið kallað. Á henni má sjá Danzig, en þar geisa nú bardagar, að því er fréttir hermdu í gærkveldi. Efst til vinstri er borgin Stolp í Pommern, sem Rússar nú hafa tekið. Borgirnar Marien- burg og Elbing, sem sjést til hægri á kortinu, eru einnig á valdi Rússa. Úti við ströndina, norður af Danzig, má sjé Gdynia, mestu hafnarborg Póllands fyrir stríð, en þar hafa Þjóðverjar, til skamms tíma að minnsta kosti, haft mikla herskipahöfn. Rússar sækja nú að Danzig úr öllum áflum Og eru aöeins 4 kílómetra frá Stettin M.IKILL hraði er í sókn Rússa, bæði til Danzig og Stettin. Stalin tilkynnti í gær í dagskipan, að Rússar hefðu tekið Lauenhurg, skammt austur af Stolp, sem einnig er á valdi Rússa. Þá hefir flugher Rússa haft sig mikið í frami og valdið miklu tjóni. í fregnum frá London í gær kvöldi var frá því skýrt, að þeir Zhukov og Rokossovsky sæktu fram með miklum hraða, bæði til Danzig og Stettin og er fall þessara borga nú talið yfirvof- andi. Meginher Rússa mun nú vera rúma 30 km. frá Danzig, en framsveitir miklu nær, og hafa Rússar byrjað stórskota- hríð á þessa borg, sem hefir ver ið ein mikilvægasta höfn Þjóð verja við Eystrasalt. Þá eru Rússar sagðir um 48 km. frá Gdynia, mestu höfn Póllands og gengur sóknin greitt. Virðast. varnir Þjóðverja þar vera litl ar og óskipulegar. Vaxandi sjálfsmorK r I P RÁ NOREGI hafa þær fregnir borizt til London, að sjálfsmorð meðal þýzkra her manna og foringja fari mjög í vöxt. Hefir þetta gripið svo mjög um sig, að Þjóðverjar hafa lýst yfir þvi, að hefndar- ráðstafanir verði framkvæmdar gagnvart aðstandendum þeirra sem sjálfsmorð fremja. Var frá þessu skýrt skömmu eftir, að brezkar flugvélar gerðu skæða árás á flotasföðina í Hort en í Oslofirði, en þá fyrirfór Wolff sjóliðsforingi sér, en hann hafði umsjón með loftvörnum borgarinnar. Nokkru síðar framdi yfirmaður Þjóðverja á Östöy, skammt utan við Horten sjálfsmorð. Þegar þessir tveir foringjar voru jarðsungnir hélt yfirmaður þýzka setuliðsins í Horten þrumandi ræðu, þar sem hann gat hinna dánu sem svik ara, semhefðu sýnt ragmennsku með aihæfi sínu oð að því búnu lýsti hann yfir þvi, að hefnar- ráðstöfunum yrði beitt gegn að standendum Þjóðverja heima fyrir sem kynnu að fremja sjáLfsmorð. (Frá norska blaðafulltr.). seg þair starfia/, hafi ekki geftað unnið með hinum japönsku yfiir völdumi og því haifi þunft að f jaríLæigja þó. Allar samgönigur við Saigon, höfuðíborg þessa rákis, hafa ver ið rofmar og landainræruinuin gengit Síam eða Thailandi, lcA að. Er þetta talið verulegt á fall fyrir Japana á þessum slóð um, þar sem bandamenn eru í sókn allsstaðar þar á krinig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.