Alþýðublaðið - 11.03.1945, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 11.03.1945, Qupperneq 5
ðkumudagur íl. marz 1945. ALÞYÐUBLAÐIÐ Um nýjungar í íslenzltri bókaútgáfu — Stóru bók- menntafélögin og íslenzku skáldin — Kynningarstarf meðal bíóðarinnar — Áskoranir til félaganna. . LLUM er ljós hin mikla þýð- ing hinna stóru bókmennta- félaga, sem risið hafa upp hér á landi á síðustu árum. Ég á hér Tið Menningar og fræðslusamband alþýðu, Mál og menningu og nókaútgáfu menningarsjóðs. Með því að tryggja það fyrirfram með félagasöfnun að bækur þær, sem félögin gefa út verði keyptar í þúsundatali, geta félögin haft bæk *r sínar ódýrari, vandað betur til þeirra og lagt meira í kostnað við allan útbúnað þeirira. 4 EN ÞETTA HEFUR líka þau á- .brif, að bækurnar, sem iþessi fé- Sög gefa út, komast í hendur miklu fleirri manna en toækur sem ein- staklingar gefa út og verða að miða kostnað sinn við miklu lægri kaup endatölu en félögin sem auk þess er alveg ótrygg. Þetta veldur því að þær bækur, sem félögin gefa út hafa meiri áhrif en bækur þær aem einstaklingar gefa út og velt- ur því á miklu að vel sé vandað tól bókanna. EN MENN verða aldrei sammála xun það, hvort þessi eða hin bókin sé nauðsynleg öllum almenningi. Það verður aldrei hægt að fá alla til þess að fallast á það, hvort mik ill menningarauki sé að þessari eða hínni bókinni. Þess vegna er eðlilegt að félögin séu fleiri en eitt og það ætti líka að verða trygg áng fyrir lesendurna að fá með Jþví fjölbreyttari bókmenntir. Menn geta deilt um það endalaust, fevort þetta eða hitt félagið hafi valið rétt. En um það er ekki hægt að deila að félögin hafa mikið vald og góða aðstöðu til að geta ráðið miklu um bókmenntasmekk þjóðarinnar. Sést þetta toezt þegar það er athugað, að MFA og MOM Ihafa álíka marga félagsmenn, eða allt að 9 þúsundum þæði, en Menningarsjóður jafnvel eins marga og þau bæði. FÉLÖGIN hafa gefið út margar framúrskarandi góðar bækur, en stuðningur þeirra við íslenzkar Ibókmenntir og bókmenntastarf (hefur ekki verið í neinu hlutfalli við. alla útgáfustarfser^i (þeirrá. Og það er einmitt um þetta, sem smig langaði til að ræða svolítið Érekar. Mér finnst að félögin hafi <akki sinnt nógu mikið íslenzkum skáldum. Að vísu gaf MFA út hina glæsilegu ljóðabók Arnar Arnar- /Wie/yf Ó. /fw<- c*cí Þrír sfrfðsfangar sonar, „Illgresi' og það gaf einnig út skáldsögu Gunnars Gunnarsson ar „Heiðaharmur“. Mól og menn- ing hefur og líka gefið nokkuð út eftir íslenzka höfunda, Andvökur Stephan G. og fleira. En þetta hef ur verið af of skornum skammti lijá báðum félögunum. f FYRRADAG sendi Mál og menning hins vegar út nýja skáld sögu eftir íslenzkan höfund: „Milli sviga“, eftir Halldór Stefánsson. — Ég vil láta félögin gefa út með bókum sínum á hverju ári eina skáldSögu eftir íslenzkan höfund. Með því gætu landsmenn yfirleitt fengið fyrir gott verð á hverju óri þrjór íslenzkar skáldsögur og þar með væri þjóðinni gefinn meiri kostur á að fylgjast með bókmenntastörfum okkar en nú er. SKÁLDSÖGUR eftir ísl. höfunda eru ekki keyptar eins mikið og ástæða væri til að ætla að gert væri og ekki eins mikið og fjölda margar aðrar bækur. Það eru tveir — í mesta lagi þrír — ís- lenzkir skáldsagnahöfundar, sem eiga mjög stóran lesendahóp, og þó ekki í því hlutfalli og rétt og sómasamlegt verði að teljast. Þetta er ekki vegna þess að fólk vilji ekki lesa íslenzka höfunda, en bækur þeirra eru oftast dýrari en aðrar bækur og þess vegna minna 'keyptar. MEÐ ÞVÍ að hvert hinna þriggja útgáfufyrirtækja gæfi út eina skáldsögu á ári eftir íslenzka höf- unda, fengi þjóðin að kynnast þeim. En ég vil ekki að félögin taki einstaka rithöfunda og gefi út öll verk þeirra. Þau eiga með útgáfum sínum að kynna íslenzka höfunda. Nú hefur MOM gefið út fyrstu stóru skáldsöguna eftir Halldór Stefánsson. Nú á það ekki að gefa út næstu sögu hans. Hins vegar ætti félagið á næsta ári að taka skáldsögu eftir annan höf- und og jafnvel helzt einhvern nýj an eða ungan höfund, sem ekki er mjög þekktur. Þannig ættu hin félögin og að starfa. Þetta er kynn ingarstarf og ég er sannfærður um að það mun hafa þau áhrif, að þjóðin eykur í stórum stíl kaup sín á sögum íslenzkra höfunda. Þetta sama á einnig við um ljóð- skáldin. Hannes á horninu. Þessi mynd var tekin viS gaddavírsgirðinguna utan um þýzkar fangaíoúðir, skammt frá Sarreguemines, sem Bandaríkjamenn tó'ku fy-rir nokkru. Þúsund stríðsfanga voru í þessum fanga'búðum, franskir, pólskir, rússneskir, serbneskir og ítalskir. Pólverjarnir höfðu verið þar síðan á fyrstu mánuðum ófriðarins. Það má líka sj'á á andlitunum bak við gaddavírinn ■ á myndinni, að fangarnir hafa verið orðnir þreyttir að bíða frelsisins. fy Pósiílulnin FLUGELDAR voru notaðir í hernaði fyrri trma, bæði á sjó og landi, og er hægt að lesa nánar um það t. d. í frá- sögnum af sjóorustum á Eystra salti og Kyrrahafi og sömuleið- is frá bardögum landherja í Vestur-Afríku, Abyssiníu og víðar. Sömuleiðis er notkun rakettusprengjunnar gömul að- ferð. Hún þekktist í fyrri heims styrjöldinni, þegar tekið var að smíða „mannlausar flugvélar", sem þá voru á byrjunarstigi og óttu eftir að fullkomnast betur síðar meir. Þróunin frá fyrsta stigi þesskonar hernaðartækja til þeirrar fullkomnunar, sem þau hafa náð í dag, er árangur margra ára rannsókna og til- íauna, sem' hafa snert allmörg svið vísindanna, t. d. veður- fræði, efnafræði, tækni í flug- vélaframleiðslu og málm- vinnslu, svo dæmi séu nefnd. Óefað munu þessháttar rekettu sendingar verða notaðar i menn ingarþágu á friðartímum, — því allt bendir til þess, sam- kvæmt undangengnum tilraun um, að hægt verði m. a. að nota þesskonar tæki til póstflutn- inga landa á milli. Allar tilraunir til póstflutn- inga með rakettum hafa fram að þessu verið gerðar með púð- urrakettum. Þær hafa verið smíðaðar úr léttri málmblöndu og sérstaklega til þess arna. Lög un þeirra er oftast áþekk straum línulagi og fjórar þynnurandir eða „uggar“ eftir þeim endi- löngum með jöfnu millibili. * 'Á.- Örfáir af þeim sem fengizt hafa við smíðar slikra tækja eru verulega umtalsverðir í þessu sambandi. Sá, er telja má að lengst hafi komizt í smiði póstflutningarakettunnar var Friedrich Schmiedl, er hóf til- raunir sínar fyrst árið 1928 og starfaði mestmegnis að fullkomn un rakettunnar til ársins 1936. Hann dvaldi lengst af í Tyrol í Austurríki. Hann var höfund- ur að svo að segja hverju því nýmæli, sem fram kom í smíði rakettunnar á þVí hætti Eftirfarandí grein er eftir Francis J. Field og er þýdd úr ritinu „World Digest“. Segir hér frá til- raunum þeim, sem gerðar hafa verið til þess að senda póst og annan flutning með púðurrakettum, og auk þess er sagt frá þeim, sem helzt hafa fyrir þeim tilraunum staðið og að þeim unnið. Greinin er örlítið stytt í þýð- ingunni. timabili, og má segja að hann hafi lagt grundvöllinn að unnar, sem notuð er að nokkru leyti til póstflutninga í Banda- ríkjunum. Fyrsta tilraunin í Þýzkalandi var gerð af Þjóðverjanum Rein old Tiling. Það var árið 1931. Átján mánuðum eftir að hann hóf fyrst tilraunir sínar með rakettu fórst hann af völdum sprengingar, er hann var að framkvæma eina af tilraunum sínum. Reinhold Tiling hafði mest- an áhuga á tilraunum varðandi notkun rakettunnar til fram- knúningar bílum og flugvélum, en í þágu póstflutninganna var- notkun hennar honum talsvert aukaatriði. Sá sem var einna þekktastur í Þýzkalandi af þeim sem nota vildu rak- ettuna til póstflutninga, hét Gerhard Zucker. Hann byrj- aði tilraunir sínar árið 1933 og ferðaðist ári síðar um Bretland og sýndi meðal ann- ars árangur tilrauna sinna í Londön í sambandi við póst- málasýningu þar. Síðan fór hann aftur til meginlandsins og gerði tilraunir og hélt sýningar í Belgíu, Hollandi, Sviss og víðar. Stephen H. Smith í borginni Calcutta i Indlandi hefur verið éinna áhugamestur og starfsam astur í tilraunum til fullkomn unar rakettunni. Hann hóf starf sitt árið 1934 og hefur haldið þvi. áfram eftir að stríðið brauzt út. Tilraunir hans eru ærið margbrotnar og hefur hann beitt rannsóknum sínum á mörg um og ólíkum sviðum. Munu niðurstöður athugana hans og uppgötvana óefað koma að miklu gagni á ókomnum tím- um. Að lokum má minnast á Þjóð verjann Willy Ley. Hann er sömuleiðis snillingur á þessu sviði og má óefað telja hann í fremstu röð þeirra vísinda- manna er starfað hafa að þess- ari vísindagrein. Hann var á sín um tíma brautryðjandi á þessu sviði í ÞýzkaJandi og ó margar uppgötvanir að baki sér á starfs ferli sínum. Hann var mjög þekktur bæði í Ameríku og Ev- rópu en varð að hverfa til Þýzkalands í stríðsbyrjun. * Til eru skráðar frásagnir af notkun púðurrakettunnar til flutninga á pósti dg skeytum, bæði í Evrópu, Norður-Afríku og Kyrrahafseyjum, frá öldinni sem leið og jafnvel eftir sein- ustu aldamót. Eftir því, hvernig notkun þeirra hefur verið, fór Schedle fyrst, er hann gerði til- raunir með rakettur sínar. Síð- fullkomnaði hann þessar að- ferðir, eins og áður er sagt. Til að byrja með gerði hann til- raunir með rakettur, sem ekki væru ætlaðar til póstflutninga inefndar' „V 1“ til V 6“). Það var á árunum 1828—1931. „V 7“ var svo fyrsta rakettugerðin, sem hann ætlaði til póstflutn- inga. Fyrsta tilraun með notk- un þeirrar rakettu fór fram í 1 fébrúarmánuði árið 1931. Síðan | gerði hann tilraun með „fall- I hlífar-rakettu“ og var hún m. a. tekin upp í Ástralíu árið 1937. „Fallhlífar-rakettan“ var þannig útbúin, að þegar að því kom, að hún skyldi lækka flug- ið, eftir ákveðinn tíma frá því er henni var skotið í loft upp, spenntist úr fallhlíf, er sat áföst við framenda rakettunnar, og FHi. á 6 sfSu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.