Alþýðublaðið - 11.03.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.03.1945, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAPIP Kaupum tómar flöskur Móttaíka í Nýborg. Til sölu á sama stað ódýrir trékassar. Áfengisverzlun ríkisins NINON Amerískar Vor- og sumardragtir allar stærðir, teknar fram í dag. Bankastræti 7 Ber er hver að baki, nema... Póstflufningar með nýjum hætti Frh. af 4. síðu. mikilli skemmtistarfsemi allan veturinn, og heldur meðal ann ars jólatrésskemmtun fyrir yf: ir 1000 böm félagsmanna. Hvernig myndu skemmtanim- ar fara úr hendi, ef nefndar- mennirnir væm allir starfandi á sjó? Snúningasamt væri fyrir þá að koma vestan af Hala, eða sunnan frá Grimsby, til þess að að selja aðgöngumiða og stjórna skemmtunum. Ef sjómannafé- lagar færðust yfir í önnur fé- lög um leið og þeir hætta að starfa á sjónum, yrðu öll störf að vinnast af stjórninni eða vera óunnin. Raunar liggur í ummælum formanns fulltrúa- ráðsins, að stjómina eigi að skipa starfandi sjómönnum ein göngu. Það, sem sagt hefur verið hér að framan, er rætt frá sjónar- miði félagsheildarinnar og með hag hennar fyrir augum. Þá er eftir að athuga, hvernig Dags- brúnartillögurnar muni verka á einstaka sjómenn. Sjómennskan verkar öðruvísi á menn heldur en önnur vinna. Sjómennimir tengjast fastari félags- og vinaböndum heldur en aðrir samstarfsmenn. Hætt- ur og erfiðleikar, sem sigrazt er á með sameiginlegum átök- um, bindur menn huldum tengsl um, sem seint rofna. Af þessari sérstöðu sjómanna mótast fé- lagshyggja þeirra. Menn, sem lengi hafa stundað sjó, halda áfram að vera „sjómenn“, þótt þeir taki að vinna í landi. Að sjálfsögðu er hægt með vald- boði, að reka alla sjómenn úr sjómannafélögum, þegar þeir hætta að stunda sjó. En fæstir þeirra munu verða starfandi fé lagsmenn í öðram félögum. Það væri því bæði óþokkabragð við mennina sjálfa, að flæma þá úr sínu gamla félagi, þótt þeir skipti um vinnu, þannig að þeir glötuðust 'Tærkalýðshreyfing- unni sem starfandi félagsmenn, þótt þeir héngu hálfnauðugir í félagi, sem þeir hefðu verið sett ir í með valdboði. Ég veit, að Dagsbrúnartillög urnar verða aldrei að veruleika, þótt þær væra samþykktar á Alþýðusambandsþingi, því sjó menn lúta aldrei valdboði sem þessu. Með tillögum sínum virðast kommúnistamir í Dagsbrúnar stjórninni ætla að hefja baráttu fyrir því, að ganga af Sjómanna félaginu dauðu; því öllum er ljóst, að verði allir starfskraft- ar teknir af félaginu, þá hlýtur það að liða undir lok. Þessi á- kvörðun virðist vera tekin af eftirfarandi ástæðum: Komm- únistunum í Dagsbrúnarstjórn inni þykir erfið samkeppnin við Sjómannafélagið og vilja losna við þann samanburð, sem menn ávallt hljóta að gera á rekstri þessara tveggja félaga. Kommúnistarnir virðast ætla sér að auka tekjur Dagsbrúnar með því að taka félagsmenn af Sjómannafélaginu, og s'iðast en ekki sízt, Sjómannafélagið er sterkasta vígið á leið kommún- ista til einræðis í verkalýðs- hreyfingunni. Þessar og aðrar sliíkar hvatir eru það, sem stýra verkum kommúnista og E. Þ. í þessu yfirfærslumáli, og þetta heitir á máli formanns fulltrúa ráðs verkalýðsfélaganna „heil- brigð skipulagsregla!“ E. Þ. finnst Sigurjón ekki tala af nógu mikilli blíðu um ný- sköpun ríkisstjórnarinnar. Sig urjón fer eftir þessari góðu og gömlu reglu okkar sjómanna, ag ,,lofa skal mey að morgni, en veður að kvöldi“. Ég er Sigurjóni sammála í þvi, og einnig þegar hann segir: ,,Þá hefur stjórnin lofað að vernda verkalýðsstéttina gegn kauplækkun af hálfu atvinnu- rekenda, og sérstaklega hefur hún lofað að tryggja þá sjó- menn, sem taka hlut af afla, að þeirra kjör verði ekki rýrð.“ Þetta er eitt af mörgum skil- yrðum Alþýðuflokksins fyrir þátttöku hans í ríkisstjórninni. Þetta skilyrði er hægt að halda, og verður gengið ríkt eftir því, að frá því verði ekki hvikað. Um frumkvæði Farmanna- sambandsins í málefnum sjó- mannanna, sem E. Þ. segir, að sé komið 1 þess hendur, verður mér að orði það sama og Jósef forðum: ,,Þér ætluðuð að gjöra mér illt, en guð sneri því til góðs.“ Kommúnistar ætluðu að færa frumkvæðið í málefnum sjómanna úr höndum Sjómanna félagsins yfir í hendur Far- mannasambandsins; en þeir fóru heldur geyst af stað. Far- mannasambandsmennirnir kærðu sig ekkert um yfirfærsl ur kommúnista. Þeir afmáðu vináttusamninginn, sem Jón Rafnsson gerði f. h. Alþýðusam bandsins við Halldór Jónsson f. h. Farmannasambandsins. Hall dóri komu þeir litlu síðar af sér í aðra vinnu. Fruínkvæðið er ennþá þar sem það hefur á- vallt verið. Það þarf meira en samningabrölt Jóns Rafnssonar og frómar óskir formanns fúll- trúaráðs verkalýðsfélaganna til þess að færa það um set. Full- komin vinátta, skilningur og trúnaður ríkir á milli Farmanna sambandsins og Sjómannafé- lagsins. Báðir þessir aðilar virð ast vel ásáttir um að halda föls unum kommúnista utan garðs, hver á sínum stað. Fih. oi 5. sSÐo. dró hún mjög úr fallhraðanum, svo að engin hætta var á því, að pósturinn yrði fyrir svo veru •legu hnjaski, að hann skemmd- ist. Sömuleiðis var betur en áð- ur hægt að fylgjast með því, hvar rakettan kom niður. Þessu næst fann Sehmiedl upp eina tegund af rakettu, er hann nefndi ,,Step“-rakettu. Það var í desember 1933. Síðar vann Smith í Calcutta að sömu uppgötvuninni nokkrum árum seinna. Rakettu þessari var skipt í tvo aðgreinda hluta. Hvor þeirra var útbúinn með póst- geymsluhólf og púðurhylki auk fallhlífa. Þegar aftari hluti rak ettunnar hafði eytt brenniefni sínu, aðskildist hún frá fram- hlutanum samkvæmt nókvæm- um útbúnaði þar að lútandi, og sveif til jarðar í útspenntri fall hiíf. Þá kviknaði í brenniefni framhlutans, sem hélt síðan fiugi sínu áfram unz á áfanga- stað var komið, og féll hún þá til jarðair á isarna hátt og aftari hiutinn hafði gert. Með þessu móti skiluðu rakettuimar pósti sínum í tvo staði á leið sinni. * Árið 1933 var gerð enn ný tilraun með raketturnar. Við út sendingu þeirra var þá notuð sérstök slöngvaívél’, sem jók flug hraðanh að miklum mun. Zuch er gerði tilraúnir með tegund þessa árið 1934 og margir fleiri. Þessi rakettutegund var einkar hentug til þess að vera send fra skipum. Smith tók að búa til „sjón- pípurafcettur sámar í Benigal ár ið 1936. Þær voru ætlaðar til flutnings á póst og ýmisfconar léttari verningi. Síðan kom rakettuflugvélin til sögunnar. Um smíði hennar sá til að byrja með Willy Ley og fór fyrsta tilraunaflugið fram skammt frá New York- borg í febrúar 1936. Ekki bar það að öllu leyti þann árangur, sem vísindamennirnir höfðu gert sér vonir um. Síðar meir fullkomnuðu Þjóðverjar þessa tegund rakettuflugvélarinnar, m. a. með því að minnka vægni hennar og jafnvel' taka þá alveg af. Póstflutningur með flugrak- ettum hefur farið fram í all- mörgum löndum undanfarin ár, allt friá 1931. Mest hafa rak éttur þessar verið notaðar í Ind landi (Bengal, Sikkini o. s. frv.) Þýzkalandi, Austurríki, Hol- landi og Ástiralíu. Helztu tilrau ir til fullkomnunar á rakéttun um og iafnvel í þá átt að taka þær í þágu póstflutninga í stór um stíl hafa m. a. verið gerðar í nýlendum Breta; sömuleiðis í ýmsum Evrópulöndum, svo sem í Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Júgóslavíu, Luxemburg og Sviss. Aftur á móti hafa tilraun ir í Ameríku ekki verið gerðar nema í Bandaríkjunum, Cuba og Mexico. * Með rakéttunum er hentugt að senda póst og annan flutning þar sem samgöngur eru slæmar eða jafnvel engar. Til dæms hafa þær verið mikið notaðar til þess að flytja póst í þau hér- uð, þar sem illfærar ár og ó- brúaðar hafa hamlað samgöng- um, sömuleiðis milli skips og lands og jafnvel skipa á hafi úti. Ekki má gleyma því, að rak- étturnar hafa í styrjöldinni ver ið notaðar til þess að flytja mat arbyrgðir, böggla ýmiskonar og hjálpargögn á milli herstöðv- anna auk áróðursbæklinga og blaða. Það vildi svo til, að rakettur voru fyrst notaðar í hernaði í borgarastyrjöldinni á Spáni ár ið 1936. Þar voru þær einkum notaðar til þess að flytja áróður millum hernaðaraðilanna. Sáð- ar voru þær notaðar í Finn- landsstyrjöldinni hérna á árun- um og í innrás Þjóðverja í Dan mörku og Noreg 1940. Endaþótt tekið sé tillit til þess, að hraði í póstburði rnilli fjarlægra staða muni aukast á næstu árum, er ekki hægt að áætla að það jafni upp til fulls ymiskonar nýungar, sem gera má ráé fyrir að komi fram í sambandi við útvarp, sæsíma og reglubundnar flugferðir, enda ekki hentugt að ætla sér að fara í samkeppni við þau tæki. En fastlega má gera ráð fyrir þvi, að rakettur verði enn þá meira en hingað til notaðar við flutning pósts og vamings staða á milli, einkum, þar sem erfitt er um samgöngur og flug vellir hvergi nærri. Og gera má fastlega ráð fyrir því, að enn eigi þær eftir að taka miklum framförum og verða algengari á komandi tímum. Samsöngur „Hörpu" SÖN GFÉLAGIÐ „Harpa“ sýndi á hljómleikum sín- um umfangsmikið svið tónrænn ar sköpunar um fjögurra alda skeið með nokkrum sýnishorn- um kórlistarinnar. Hinir heiðu hljómar ,,Maríubænarinnar“, sem eignuð er Hollendingnum Jacob Arcadelt, fóru pi-ýðisvel i meðförum kórsins, en þáttur hljóðfæranna virðist ekki mikil vægur, eins og reyndar líka í islenzku lögunum, sem sungin voru mjög snoturlega. Hins veg ar skortir dálitið á gagnkvæma raddsvörun í kvartettum Brahms og -þar af leiðandi sam- felldleik, enda þótt sópraninn lægi ekki á liði Sínu og reyndi að færa lif og festu í flutning- inn. Hin naturalistiska sólar-lof gjörð Moussorgskys var aftur á móti sköxmlega fram borin, og birtist þar sterk liking af hinni djúpu víðáttu hins forna Garða ríkis, og náði kórinn hér mest- urn tilþrifum. Að síðustu var hið músíkantíska söng- og spil verfc Hindemiths „Frau Mus- ica“ við hinn barnslega einlæga texta Luthers. Hindemith brýt ur hér bönd erfðavenjunnar og leitar aftur til ba-rok-timans með spgrlegri hljóðfærask., sóló og kór. Með kanónískri raddfærslu og djörfum mishljómum tekst honum að sýna ný tök á við- fangsefninu, þótt stundum leiki vafi á réttmæti úrlausnarinnar, eins og i hinu innviðalitla ten- órhlutverki. Einsöng höfðu hér Helga Magnúsdóttir, sem leysti sinn hl-ut með næmri söngvísi og óskeikulli tóngjöf og Daníel Þorkelsson, sem ekki virtist fullnægt með stuttu rezitativi. Þar að auki hafði Helga Jóns- dóttir á hendi sólu-þátt úr Mozart-óperu og flutti hann laglega með ofurgrannri skrúð söngsrödd sinni. Hljóðfæi’aflokk urinn le.ysti skyldu sína af beztu getu og féll vel inn í umgjörð kórsins. í trióinu hefði sttlmót- unin þó mátt takast betur með enn frekar hertri og sneggri stroktækni. Róbert Abraham stjórnaði hljómleikunum með glöggri skyggni á setta og ná- I kvæma áferð og sýndi röskleg- 1 an skilning á súgmikilli fram- sefningu f-remur en karnmen músíkalski’i innlifun í Hinde- mith. Að öðru leyti var stjórn hans einarðleg og bar vott um afbragðs ferðugheit. Hinir fjölmörgu áheyrendur tóku söngnum með miklu þakk læti og létu það óspart í Ijós. Hallgrímur Helgason Sunnudagur 11. marz 1945» Danssýning í kvöld RIGMOR HANSON dans- kennari hafði danssýningu með nemendum sínum á dáns- leik S. G. T. í Listamamiaskál- anum 4. febrúar s 1 Seldust þá allir aðgöngumiðar upp á svip- stundu svo að fjöldi manna varð frá að hverfa Þá sýndu* 20—30 nemendur frúarinnar með henni. Vegna hinna mörgu, sem urðu frá að hverfa þá, ætl ar frúin nú að endurtaka sýn-. inguna á dansleik S. G. T. í kvöld, en það verður að eins í þetta eina sinn, vegna þess að siðasta námskeiðið á dans- skóla frúarinnar stendur nú yf- ir. Getur frúin því ekki unnið að fleiri danssýningum fyrst um sinn. Uppgjöf Eggerts AÞESSU-M DÖGUM -uppgjaf 'ar og lönvæntimigar fyrir naiz ista og fyligifiska þeirra enu það fleiri en herimenn Hitlers, sexn gefaist upp. Fyrveramdi voprua bróðix nazista hér á landi, E-g-g -ert Þorlbjarna-sisbn, hefur eininig gefizit -upp, oig mumdi ég láta það afskiptalaust, e-f ha-nn vildi ekki ó-lmur aiflhenda mér v.opn sín. Ég skil vel, að E. Þ. skuli gef azt -upp fyrir félögum islín'um á Dagsibnún, og hefðu þeir betur knúið fram uppgjiöf hams fyr. L.n óg er ekki „Dagsbriúnarmað -ur“ og -get -því ekki tekið á móti hiluta hanis .af vopnum þessa yffir bugaða marans. Er það vegna þesis, að E. Þ. -er -orðin-n isvo van ■ur, að g-efazt u-pp f-yrir atvinniu rekendum, að -hamn- sœkir það svo fast að gera misg að at-vinnu rekanda og gefa-zt upp f-yrir mér sem slíkum? iSé svo^ þá vie-rð ég að hrella þenniam- vin minn með því, að ég ,er ekki .atvinn-urekaindi og ekki , ,'D-a.gsbrúnarm-aður “, og losna ég þvi auðveldlega við að t-a-ka á mó-ti vopnum hians, þessa Þorvaldar Vatnsfirðiinigs v-orra tám-a. Þeim, s-em E. Þ. mun síðar afihenda vopn sín, vi'I ég ráða til þests að færa- þa-u út á fertugit djúp oig sökkva þeim þar, á samt mininihguinni um manninn, j sem b-ar þau. Sæmundur Ólafsson wmmmms HVAÐ SEGJAHIN BLÖÐIN? Framhald af 4 síðu. Til f>ess virðist ætlazt, að stofn- unin skipi sérstakt öryggisráð, þar sem eíllefu ríki eigi sæti. Bretland, Frakkland, Bandaríkin, Hússland og Kína eiga að -eiga f-ast sæti í ráðinu, en þing stofnunarinnar ræður því 'hverju sinni, -hvaða ríki önnur eiga þar fulltrúa. Þetta ör- yggisráð tekur allar mikilvægustu ákvarðanir og það er í því, sem stórveldin eiga að hafa synjunar- rétt, hvert um sig, samkvæmt til- lögum Rússa.“ Það er hætt við, að sííku þjóðabandalagi yrði ekki ævin- lega létt um vik, ef atkvæði eins rákis ætti þannig að geta hindrað allar athafnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.