Alþýðublaðið - 15.03.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.03.1945, Blaðsíða 4
trkih ALÞÝÐUBLAÐIÐ Pimmtudagur 15. marz. 1945» (^xjðubla&iít Útgefandi Alþýðuflokkurinn Ritsjóri: Stefán Pétursson. Ritsjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Bímar ritsjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Frumkvæði Hafnar- fjarðar. FYRIR stuttu síðan vakti sú frétt þj'óðarathygli á Hafn- aifirði, að þar væri risið upp ráðhús — fyrsta ráðhúsið, sem nokkur kaupstaður hefur komið sér upp hér á landi, höfuð- borgin sjálf, Reykjavík, ekki undan tekin. Réttilega fannst mönnum þetta bera vott um mikið framtak og mikinn mynd- arskap í stjórn Hafnarfjarðar- bæjar. Og ekki dró það úr við- urkenningunni, að í hinuttiýja ráðhúsi voru ætluð salarkynni fyrir kvikmyndahúsrekstur á vegum bæjarins með því yfir- lýsta markmiði, að safna fé til byggingar elliheimilis í Hafn- arfirði hið allra fyrsta. Er það og mál allra þeirra, er séð hafa, annarra en Hafnfirðinga, að þau salarkynni séu þau full- komnustu bæði til kvikmynda- sýninga og leiksýndnga, sem enn séu til hér á landi. Ráðhús Hafnarfjarðar er. því ekki að- eins vegleg miðstöð fyrir stjórn og alla starfsemi bæjarins, held ur og aðsetur þýðingarmikils menningar- og mannúðarstarfs, sem bærinn mun lengi að búa. * En rúðhúsið er ekki það eina, sem ber framtaki og myndar- skap bæjaryfirvaldanna i Hafn arfirði fagran vott á slíðari árum. Það má minna á hina veglegu byggingu Flensborgarskólans og ýmislegt annað. Margir hafa velt því fyrir sér, hveriiig á því standi, að Hafnarfjarðarbær skuli hafa haft fjárhagslegt bol- magn til þess, að ganga þannig um ýmsa hluti á undan öllum öðrum bæjum á landinu, meira að segja á undan sjálfri höfuð- borginni, Reykjavík, sem þó er töluvert meira en tífallt stærri að fólksfjölda. Og þó liggur það í rauninni í augum uppi. Það er Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, sem er grundvöllur hinnar fjárhags legu velgengni þess bagjarfé- lags á síðari árum og bakhjarl þess framtaks, sem það hefir sýnt öðrum fremur á 'hinum margvíslegu sviðum manndóms og menningar. * Og nú hefir Hafnarfjörður enn á ný vakið á sér alþjóðar athygli, — þetta sinn með nýju siórkostlegu framtaki á sviði at vmnulífsins í bænum. Það á að stækka fiskiveiðaflota Hafnar- fjarðar á stuttu tímabili um tíu nýja vélbáta, sem talið er að kosta muni hvorki meira né minna en f jórar milljónir króna, og allir eiga að smíðast á skipa smíðastöðvum bæjarins sjálfs. Hér er það bæjarfélagið og ein staklingar þess, sem taka hönd um saman; og er verið að stofna hlutafélög um vélbátana og út gerð þeirra, sem Bæjarútgerð Hafnarfjarðar á að leggja helm ing fjár til, end þótt hún hafi nú jafnframt á prjónunum end ■urnýjun togaraflota síns, en ein staklingar hinn helminginn. Er Framh. á 6. sdöu. 2. þing Iðnnemasambands Islands. OÐRU ÞINGI IÐNNEMA- SAMBANDS ÍSLANDS (aukaþingi) var slitið s. 1. sunnudagskvöld. Alls voru haldnir fjórir þingfundir. Helzlu ályktanir þingsins voru þessar: „Með tilliti til væntanlegrar endurskoðunar á núgildandi lög gjöf um iðnaðarnám ályktar þingið að senda milliþinganefnd þehri, er um þau mál fjallar, eftirfarandi tillögur: I. Varðandi lög um iðnaðar- nám: a) Að allar hömlur i sem nú eru á félagsfrelsi iðnnema, séu afnumdar. b) Að tala nemanda sé á- kveðin með samningum milli svéina- og meistarafélags í hverri iðngrein fyrir sig. Sé þar miðað við atvinnuhorfur og aukningarþörf iðngreinanna á hverju ári. c) Að námssamningur sé ekki í gildi fyrr en hánn hafi borizt iðnfulltrúum til áritunar. d) Að nemum sé ekki heimilt að heffja niám fyrr en fyrir ligg ur sta&fastur niámsstammingur. e) Að selt’t séu lómarksskil- yrði ffyrir því, hverjir meistar ar skuli hafa rétt til nemanda töku. Sé miðað við, að viðkom andi méilsitari hafi nægilega f jöl breýtni í vinnulbrögöfum og þær aðstæður að öðru leyti, að hann hafi möguleika til að gera nem- .ann fullnuma í iðn sinni, og telur þingið heppllegast, að nefnd, skipuð af sveina og meist arafélagi í viðkomandi iðngrein, framkvæmi lár’lega rannsókn á stárlflsiskilyrðium þeirra meistara, er æskja nemenda, og sé sam- þykfct nef'niariinnar skilyrði ffýr ir töku nerna. f) Að kornið verði á hæfni. prófum, er fram'kvæmd séu í lok reynlslutímans (eftir fyrstu þrjá márauðina); sikai þar geng- ið úr iskugga- um, htvorit .neminn baffi hæfilei'ka, heilsu og aðrar aðstæðuir til / að halda áfram námi í þeirri grein, er hann,hef ur haffið nám í. g) Að tvisvar á námstíman um, með vissu milli'bili, verði nieminu látkm ganga undir verk leglt próf, er skeri .úr, hvort ■meistari láti honium í té þá kenmsilú, sem honum ber. Komi hinis vegar í Ijóis, að meistari geri siér ekki nægjanlegt far um ,að sjá n-emanuinj fyrir keninislu, skuli iðntflulltrúar ekki árita námsisamnirug hjá þeim meistara fyrr en úr kennislunni hefur verið bætt, að dómi próff nefmdar í viðkomandi iðngrein. h) Að tvö fyrri ár námstím- ans verði nernar átvalt látnir fylgjast með sveini við vinnu, en hin. síðari Itvö viruni þeir á- vallt undir eftirliti sveins, enda séu nemar aldrei fleiri en full- g-ildir iðniaðartmenn. • i) Próf þau, er um getiur í lið f. og ig. skulu framkvæmd eftir skiiyrðum, siem prlófnafnd í hverri iðngreio fcemur sér saman um og undireftilit henn- ar. j) Að kaup iðnema sé ávallt í vilssu' hundraðishlutfalli við samningskaup sveina í viðkom- andi i.ðnjgrein, og isé það aldrei lægra- en hér segir: Á fyrsta ári 30% af kaupi sveina — öðru — 40% — — — — þriðja — 55% — — — — fjórða — 70% ■—- — —- k) 'Þingið felur sambands- stjónn að semja greinargerð fyr ir þesisum lályktunum og.koma þeim á framfæri við rétta -að- ila. II. Um skólamál iðnnema. a) Að iðrtskólar verði starf- ■ræktir aff því opinbera, þ. e. ríkinu. b) Að iðnákólar verði starff- ræktir á þeim stöðum á landinu þar, sem 'bezt þykir henta, og í samibandi. við Iþá verði komið upp heimavist fyrir þá nemend ur, ier skóilana sæfcja utan ,þeirra staða. c) Að iðnskólar verði starf- ræktir sem idagskólar. d) Að iðnskólarnir verði tveggja ára fskólar og kennslan fari fram' þrjá' til fjóra mánuði, hvort ár. f) Að kennslan verði færð meixa til samræmis við þarfir iðnaðarinis, en nú er. Aðrar ályktanir: Um skattamál iðnnema: Anuað þing Iðnnemasiam- 'bandis íslands (aukaþing) sem- þykkir, að skora á skattayfir- vöM landsins, að þau hlutist tii um, að iðranemum sé ekki í- þyngt með opihbeirum sköttum fram yfir annað .námsfóik. Um „hjálparmenn“ í iðnaði: Annað þing Iðnuemasam- bands íslands (aukaþing) lýsir yfir því, að það er mótfallið því, að hinir svonefndu „hjálp- armenn“ fái nokkrar ívilnanir fram yfir iðnnema. Jafnframt skorar þingið á öll iðnsveiin'aféllög á landinu, að beita sér fyrir því, að ófaglærð ir menn fái ekki á nokkurn hátt réttindi í iðnaði. Ennfineamir, að þau beiti sér fyrir því, að hægt verði eins fljótt og auðið er, að fullnægja eftirspurn eftir vinnu krafti í iðngreinunum með fag lærðum mönnum, og telur þing ið, að taka iberi tiMit til þess við ákvarðamir ium takmöúkun á tölu iðnemiai.“ Eninfremur tók þinigið til með ferðar slkipulagsmál iðinnema félaganna og önnur mál, er varða samtök iðnnema. Þingdnu bánuist irmtökuibeiðn ir frá' Iðmiiemafélagi ísafjarðar og Iðnnemaffólagi Akureyrar, og eriu ,þá sambamdsféiöin 15. Og eru nú iðnnemafélög starfandi á eftirfföfdum. stöðum: í ‘Reýkja vak, í Kéflaivík, é Akranesi á ísafirði, á Akureyri, og í Vest- mannaeyjum. Þingið sátu 38 fulltrúar. Að loknaim þimgstörfum þakk aði íundastjóri þingsins fulltrú ium þingsef'U. Þvá næet ávarp'aði formaður sambanflsins, Óskar Hallgrímsson, þinigíheim með stuttri h vatnin ga rræðu, og sagði. sáðan, öðri þingi Iðnnema- sambandis ifelaínds slitið. Auglýsingar, sem birtast eisa í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til AugSýfr imraskrifstofuuDar í Alþýðuhúsinn, H /erfisgötu) fyrlr fel. 7 a® kvSML Sími 4906 Ölbrsiðið AlþÝfebMiS. Slysavarnafélag íslands hefur nú tooðið út byggingu hinn ar væntanlegu björgunarstöðvar 5 Örfirisey, og er útboðsíresturinm útrunninn 20. iþ. m. Verður þé væntanlega hafizt handa um bvgg ingu björgunarstöðvarinnar mjög bráðlega eftir að félagið hefur fengið aðgengilegt tilboð um verk- ið. VÍSIR gerir í gær endurnýj- un skipastóls okkar að umtalsefni og minnist í því sam bandi á hin miklu áföll, sem flutninga- og faiþegaskipafloti okkar hefur orðið fyrir upp á síðkastið og þau vandræði, sem af þeim hljóta að stafa, ef ekki verður fljótlegá úr bætt. Vísir skrifar: „Eimskipafélag íslands hefur ný lega gert ríkisstjórn og nýbygg- ingarróði grein fyrir aukinni skipa þörf sinni frá því, sem nú er, en félagið kemst að þeirri niðurstlöðu, að til þess að halda í horfinu, þurfi það að láta smíða fjögur skip, en helzt ættu skipin að verða sex eða sjö, þannig að flutningaþörfinni yrði fullnægt. Eins og sakir standa á félagið elckert farþegaskip, en hefur misst þau öll, sem að veru- legu gagni máttu koma. Er þetta vandræðaásfand, sem verður þó enn tilfinnanlegra er frá líður. Vitað er, að félagið hefur í hyggju að anna farþegaflutningum að einhverju leyti með flugvélum, en bæði er það, að ekki er vitað um, hversu greiðlega gengur að koma á slíkum rekstri og, einnig er af- koman af rekstrinum vafasöm, einkum í fyrstu meðan félagið er að fá reynslu af flugferðum. Við'íslendingar eigum engar full komnar flugvélar til millilanda- flugs, en þó gætu þar ef til vill komið til greina flugbátar þeir,; sem nýlega hafa verið keyptir til landsins, en þó einkum annar þeirxia. Flughraði þessara báta beggja mun ekki vera svo mikill, sem æskilegt getur talizt, og er þá sennilegt að kaupa verði eina eða fleiri flugvélar, sem fyrst og fremst eru miðaðar við þessa þörf, en ekki flutninga innanlands. Verður að tryggja, að stöðugu millilandaflugi verði uppi haldið, en það verður tæpast gert með færri flugvélum en tveimur, jafn- vel þótt séð verði vel fyrir vara- hlutakaupum og öðrum útbúnaði. Vöruflutningaþörfinni verður einnig að fullnægja, en vafalaust má telja, að það verði ekki gert með öðru móti en ^uknum skipa- byggingum. Til þess ber að styrkja Eimskipafélag íslands, eftir þvf. sem víð verður komið, þannig aS það verði fært um að sinna híuit- verki sínu einnig að þessu leyti. Ýmsir hafa talið, að Eimskipaf,é- lagið nýti of rýmxa fríðinda f skattagreiðslum og hlunnindum af hálfu hins opinbera, en atburð ir þeir, sem öllum eru kunnir, exs, leitt .hafa til skipatjónsins, ættut að nægja til að sannfæra meniK um nauðsyn þess að félagið vérði styrkt svo sem frekast er kostur, ekki fyrst og fremst vegna þess sjálfs, heldur vegna þjóðarheild- arinnar. Geti félagið ekki sinnt hlutverki sínu svo sem vera ber, bíður þjóðarheildin tilfinnanlegt tjón, þótt ekki sé vikið að öllum þeim óþægindum, sem skipaskorti: eru samfara." Undir þetta munu allir taka. Það er langt síðan það var við- urkennt, hver nauðsyn væri á því fyrir okkur, að endumýja skipastólinn. En mun ekki öll- um vera sú nauðsyn ennþá aug ljósari í dag, eftir það ægilega skipatjón, sem þjóðin hefur orð ið fyrir síðustu mánuðina? •* Tíminn birti í fyrradag kafla úr nýútkominni bók um Rúss- land eftir' þekktan amerískani blaðamann, William L. White*. sem bregður skæru ljósi yfir einn þátt „frelsisins" í þvi landi, frelsi blaðamannanna. William. L. White segir: „Hvergi í hinum siðmenntaða' heimi er beitt öðru eins pólitísku eftirliti sem í Rússlandi. Fyrstu. kynni mín af ritskoðuninni voru afskipti embættismannanna ai fréttaskeyti, er ég ætlaði að senda frá Leningrad og í var þessi setn- ing: „Finnar verja Viipuri, sem fyrir 1939 var önhur stærsta borg Finnlands, af miklu harðfengi.“ Hin undirstrikaða tilvísunar- setning var tekin út úr skeytinu. Þó fólst ekki í henni neitt það( sem hernaðarlega þýðingu gat haft Framlh. á 6. sdSuj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.