Alþýðublaðið - 15.03.1945, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.03.1945, Blaðsíða 8
8 ALÞYPUBLAPIP Fimmtudagur 15. marz. 1945. ■■TJARNARBfÓn Sagan af Wassell lækni Sýnd kl. 9 BönnuS fyrir börn (14). I SiHurdroltmngin (ffhe Silver Queen) Priscilla Lane George Brent Brunce Cabot Sýnd kl. 5 og 7 Bönnuð börnum yngri en 12 ára. £IF QG Fjórir menn voru að spila, 'en sá fimmti horfði á. Þá stegir áhorífandinn við þann, sem sat næstux honum, sem var ó- hreinn um hendurnar: „Já, ef skítur væri tromp, lagsmaður, þá mundi ég segja, að þú hefðir gott á hendi.“ * * * Kona í Saurfoæ var afar nizk, og Jón bóndi fékk litlu að ráða- Þegar Jón var orðinn gam- all, lagðist hann veikur og var svo þungt haldinn, að læknir var sóttur. Ekki sagði lænir neitt við Jón um, hvort hann væri hættulega veikur, en eitt- hvað talaði hann við konu Jóns. Seinna um daginn leggur hangikjöltslykt inn til Jóns, og þá biður hann guð að hjálpa sér, því að þá vissi hann, að konan var farin að sjóða i ,,begravelsið.“ * * * Tveir menn, sem báðir voru úr sömu sveitinni, hittust eítir tíu ár í eRykjavík og sögðu hver öðrum 'hvað á dagana hefði drifið. — Og svo er,.ég nú giftur og á frísklegan og heilsugóðan strák. — Já, einmitt, sagði vinur hans. * * * — Og svo segir fólk, að hann sé nauðalíkur mér. — O, kærðu þig fjandann u« það, segði vinur hans ,bara hann sé hraustur og heilsugéð- ur. S 0 M E R 9 að minnst kosti í sama landi og hann. En Ihann lét hana skilja, að hin sanna ættjarðaráist krefðist þess, að hún héldi áfram að leika. Og hún gat ekki hundsað þessi orð hans, sem ef til vill voru síðasta csk hans, sem henni auðnaðist að uppfylla. Mikael naut sín vel í hópi liðsforingjanna. Hann varð fljótléga mjög vinmargur í her- deild sinni, og liðsforingjar gamla hersins tóku honum að kaila mátti tveim höndum, enda þótt 'hann væri 'bara leikari.. Hann var af hermannaættiim kominn, enda var eins og hermennskan væri honum á blóð borin, svo létt veittist honum að semja sig að siðum hermannanna og tileinka sér hugsunarhátt þeirra. Hann var hátt- vis maður og prúður i framgöpgu, og hann var laginn á það að kippa í spottann á réttu augnabliki. Það gat ekki hjá því farið, að hann kæmist í eitthvert herforingjaráðið áður en lyki. Hann reyndist búinn allgóðri skipulagningargáfu, og áíðustu þrjú ár stríðsins var hann starfsmaður á aðalbækistöðvunum. Þegar styrjöldinni lauk, var hann orðinn yfirforingi og hafði hlotið brezka stríðskrossinn og verið gerður meðlimur heiðui'sfylkingar- innar. Meðan þessu fór fram lék JúJlía fjölda veigamikilla hlut- verka og náði þeirri viðurkenningu að vera ein allra bezta leikkona Englands. Leikhúsreksturinn gekk ljómandi vel, meðan styrjöldin stóð, hún naut þéirra forréttinda að leika í leikjum, sem sýndir voru mjög lengi Launin hækkuðu, og með atbeina Mikaeis tókst htenni að herja áttatíu pund á viku út úr leikhússtjórunum. í orlofum sínum kom Mikael heim til Englands, og Júlía var frá sér numin af fögnuði. Enda þótt hann væri ekki í meiri Ifshættu af völdum striðsins heldur en sauðfjárbóndi í Nýja-Sjálandi, lét hún alltaf eins og þessi fáu dagar, sem hann gat verið hjá henni í hvert skipti væru síðustu lífsdagar hans á þessari jörð. Hún hegðaði sér eins og hann kæmi beint úr skotgröfunum, var eftirlát, bllð og tillitssöm. Það var rétt áður en stríðinu lauk, að ást hennar fékk rot- höggið. Hún var vanfær um þetta leyti. Mikael hafði fundizt það hreinasta ráðleysa að standa í barneignum, einmitt um þetta leyti, en Júlía var að vera þrítug, og ef þau ætluðu sér á annað borð að eignast bam, þá var því varla frestandi legur. Hún hafði getið sér þann orðstír, að hún gat mætavel horfið af leiksveiðinu í nokkra mánuði. Og Mikael gat fallið, hvenær sem var — þótt hann segði raunar, að hann væri alveg eins öruggur í herstöðvun- um og heima. En þetta sagði hann víst bara til þess að sefa hana, því að stundum kom fyrir, að jafnvel hershöfðingjar félu. Og ætti hún að geta haldið áfram að Ifa, varð hún að eignast barn með honum. Hún átti sín von rétt fyrir áramótin. Aldrei hafði hún hlakkað jafn mikið til næsta orlofs Mika- els og nú. Henni leið vel, en hana langaði ákaft til þess að halla sér að brjósti hans. Hún var dálítið einmana, dáltið hjálpar- vana, og hún þráði verndandi návíst hans. Hann kom og var svo frábærlega fallegur í nýsaumuðum einkennisbúningi, með rauða herforingjaráðsmerkið og kórónuna á axlasprotunum. Hann hafði fitnað, já, þrátt fyrir erfiðið og volkið i aðalbækistöðvunum — og hörundið var sólbrennt. Hann var hermaður af Ifi og sál — snöggklipptur, sællegur og glæsilegur á velli. Hann var í mjög góðu skapi ekki aðeins af því, að hann fékk að vera nokkra daga, heldur einnig hinu, að -styrjöldin var fyrirsjáanlega senn á enda. Hann hafði ákveðið að hverfa úr hernum eins fljótt og kostur var á. Hvers vegna átti hann ekki að nota sér það tæki- færi, sem honurn bauðst? Fjötldi ungra manna hafði yfirgefið leikhúsin, annað hvort af því, að ættjarðarástin bauð þeim að taka sér vopn í hönd eða þeim var ekki lengur vært við leiklist- kia vegna föðurlandsvinanna heima fyrir, eða þá í þriðja lagi af því, að þeim var ofaukið eftir að þau fyrirmæli höfðu verið gefið út, að aðalhlutverkin skyldu fengin í hendur mönnum, ». NVJA BfÓ a Bændauppreisnin • Söguleg mynd frá Svensk Lars Hanson, Oscar Ljung, Eva Dahlbeck. Sýnd kl. 9 Bönnuð börnum innan 14 ára Léttlynda fjöl- skyldan Fjörug gamanmmynd, með: James Ellison og Cliarlotte Greenwood Sýnd kl. 5 og 7 mm GAMLA BlÚ Skólalíf í Eton (A Yank of Eton) Miskey Rooney Friddie Bartholomew Tina Thayer Sýnd kl. 9 í herbúöum ovmanna Squadron Leader X) Eric Partman Ann Dvorak Sýnd klukkan 5 og 7. Bönnuð börnum innan 14 ára sem ekki væru hæfir lil herlþjónustu eða mönnum, sem hefðu Særzt svo mjög, að orðið hefði að senda þá heim. Nú buðust hon- um því gullin tækiíæri, dásamleg tækifæri, og Mikael sá, að hann myndi geta valið úr hlutverkum, ef hann losnaði nógu fljótt úr herþjónustunni. Þegar ‘hann væri orðinn nafnkenndur meðal leikhúsgestanna, gæti þau fyrst farið að hugsa um að stofna leikhús sjálfur. Þá væri vel verjandi að hefjast handa upp á eigin spýtur — með þá frægð, sem Júlía hafði öðlazt, I bak- höndinni. Meðal ræningja. „Heyrið mig nú ibara, góðir hálsar, — ég vil alls ekki, að þið farið að gera þessum börnum íhið minnsta mein. Ég vil fá að hafa þau hjá mér ti| (þess að leika mér við þau. Þú veizt, pabbi, hvað mér leiðist að vera alltaf svona einsamall, eink- um þegar þið éruð allir í burtu.“ „Það verður nú ekki aldeilis af því í þetta skiptið,“ svaraði faðirinn alvarlegur og ákveðinn. „Þessi 'böm em vitaskuld þekkt hér í nágrenninu og kannast vel við sig alls staðar hér um slóðir, — og þau myndu strjúka heim við fyrsta tækifæri, — og þá hugsa ég, að við myndum ekki lengi sleppa undan gálganum, skal ég segja þér, litli karl.“ Við þessi orð, hoppaði Brúnó niður af öxl föður síns, stillti sér upp fyrir framan hann og‘ horfði alvarlégur í augu hans. „Faðir minn,“ sagði hann. „Meinar þú, að ég sé ekki fær um að hafa taumhald á tveimur smábörnum, — vopn- lauisum að auki? Ef svo er, sæmir mér ekki að heita sonur þinn, — og þá er ég farinn og þú munt ekki sjá mig aftur.“ / Fyrirliðinn leit hughrifinn á son sinn, sem stóð fyrir framan hann og talaði svo dirfskulega. Svo sagði hann: „Jæja þá, — ef þú leggur líf þitt að veði fyrir því, að þér takist að hafa gætur á þessum krökkum, þá segi ég já. En mundu það, að ef þau hlaupast á brott, þá getum við ékki flúið margfalda hefnd.“ „Kæra þökfc, faðir minn,“ sagði Brúnó og var heldur en ekki 'glaður í bragði yfir þessum málalokum. „Vertu viss, ég skal gæta þeirra.“ WHAT GOES,SCORCH, WITH TM15 HURCV CALL FROM TH' FROG-EVE POC—TELLIN’US TO AAAKE TRACKS TO TH* tfAPIO ROOM f ^ l PON'T CATCH THIS ANGLE~ CHUM, BUT IT MAV BE THE AMSWER WE’RE WAITING FOÍZ-HOLP IT, THERE'S OUR. Y £@/-~THERE VOU ARE? SIT POVVN, GENTLEMEN. 7HE 0ARONESS AND I THOUGHT VOU SHOULP 0E HERE —WHERE VOU WILL 0E USÉFUL-- MYNDA* SAGA PINTÓ: „Hvað heldur þú að þetta eigi að þýða, Öm, að Icalla okkur svona skyndi- lega. — Augnatóftakarlinn heimtar okkur strax.“ ÖRN: „Eg skil það ekki vel, en svarið hljótum við að fá mjög fljótlega. Sjáðu nú! Þarna er Göbbelsinn okkar!“ DOKTORINN: „Jæja, þarna komið þið. Gjörið svo yel og fáið ykkur sæti. OkkMr kom saman um að bfðja ykkur að koma hingað. Við þurfum að nota ykkur. Þið verðið alveg undrandi yfir því, hversu vel við höfum undirbúið allt. Við höfum engu gleymt.“ I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.