Alþýðublaðið - 18.03.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.03.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐIJBLAÐIÐ Sunnudagur 18. marz 1945. Útgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiSsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötú Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. •£. Nsrræna höllin NORRÆNA FÉLAGIÐ efnir um þessar mundir til veg- legs happdrættis, en tekjum þess skal varið til 'byggingar norrænu hallarinnar, sem val- inn hefur verið staður á Kára- staðanesi við Þingvallavatn. Eru vinningar happdrættis þessa tveir, annar ársdvöl við ’háskóla eða annan framlhaldsskóla á Norðurlöndum, hinn ferð til allra höfuðborga Norðurlanda fyrir tvo. Nemur verðgildi beggja þessara vinninga nær þrjátíu þúsund krónum, en dregið verður í happdræ’ttinu í júnílok í sumar. * Norræna höllin við Þingvalla vatn á að verða hliðstæð stofn- un niorrænu höllunum að Vad- stena í Svíþjóð, Hindsgavl í Danmörku og Svartá í Finn- landi. ísland og Noregur hafa enn ekki eignazt sínar norrænu hallir, en skömmu fyrir stríð var 'í ráði að efna til slíkrar stofnunar 4 Noregi og var henni ætlaður staður á herragarði við Oslófjörð. Og enginn, sem þekk ir framtak og stórhug forráða- manna norræna ifélagsins hér á landi, mun efast um það, að hin fyrirhugaða norræna höll risi brált af grunni við Þingvalla- vatn. Þar munu verða háð nor- ræn mót og efnt til námskeiða um málefni Norðurlanda. Einn ig mun norræna höllin verða dvalarstaður norrænna gesta og félagsheimili norræna félagsins. * Hin fyrirhugaða bygging nor rænu hallarinnar hér á landi er enn ein sönnun þess, að íslend- ingar eru staðráðnir í því að treysta tengsl sín við frænd- þjóðirnar á Norðurlöndum. Upp runi okkar og saga skipar okk- ur í þeirra sveit. íslendingum er Ijúft-og skylt að gerast að nýju aðilar að norrænni sam- vinnu, þegar hinni grimmu styrj öld ,sem nú felur Norðurlönd dimmum skugga, lýkur og áiár Mandls verða aftutr væðir ;nor- rænum frændum og vinum. Hörmungar styrjaldarinnar munu efla samhug og samstarf Norðurlandaþjóðanna, og ís- lendingar vona, að Niormienn, Danir og Finnar verði sem fyrst heilir þeirra meina sinna, sem hildarléikurinn hefur valdið þeim, og samskipti Norðurland anna komist sem fyrst aftur í sitt fyrra horf. Þá mun rofinn þráður tekinn upp að nýju. Og samstarf Norðurlandalþjóðanna mun efalaust horfa til mikilla heilla fyrir sameiginlegan mál- stað. ,* Aðstaða íslands hefur breytzt til mikilla muna á sdðustu ár- um. Eyjan, sem fyrrum var af skekkt og einangruð, er nú kom in í þjóðbraut. Styrjöldin hefur valdið því, að aukin samskipti hafa tekizt með íslendingum og stórveldum Engilsaxa beggja Haraldur Guðmundsson um Endurskoðun stjórnarskrárinnar Hún var eitt af skllyrðum AlþýðuHokksins fyrir stjérnarsamvinnunni Eitt þeirra atriða, , sem tekið var upp í mál- ! efnas'amning stuðningsflokka nú verandi rílkisstjórnar, að frum- kvæði Alþýðuflokksins, var á- kvæði um ýtarlega endurskoð- un stjórnarskrárinnar. Höfðu þingmenn Alþýðuflokksins flutt tillögu til þingsályktunar um framkvæmd á gagngerðri end- urskoðun á stjórnskipunarlög- unuim, og var meginefni þeirr ar tillögu tekið upp í þann þátt málefnasamnings ríkisstjórnar- innar, sem f jallar um mál þetta. Sameinað alþingi hafði álykt að hinn 22. maí 1942 að kjósa fimm manna mil'liþinganefnd til þess að gera tillögur um breytingar á stjórnskipunarlög um ríkisins í samræmi við yfir- lýstan vilja alþingis um, að lýð veDidi yrði stofnað á íslandi. Hinn 8. sept. sama ár ályktaði sameinað alþingi, að bæta þrem mönnum í nefnd þessa, og eiga sæti 5. henni þeir alþingismenn- irnir Stefán Jóh. Stefánsson, Haraldur Guðmundissón, Her- raann Jónasson, Jónas Jónsson, Bjarni Benedifctsson, Gísli Sveinsson, Áki Jakobsson og Einar Olgeirsson. Skömmu áð- ur en síðasta alþingi lauk störf- um, var svo samþykkt ályktun um, að skipuð skyldi tólf manna nefnd, þremur tilnefndium af hverjum þingflokki, til þess að vera milliþinganefndinni í stjórnarskrármálinu til ráðgjaf ar og aðstoðar. Jafnframt var stjlóirnairskrárnefnd n.-imilað, að ráða sérfróðan mann til öflunar gagna og undirbúnings málsins. Alþýðublaðið hefur snúið sér til Haraldar Guðmundksonar, alþingismanns og beðið hann upplýsinga um þetta merkilega mál, en hann er, sem fyrr grein ir, annar fulltrúi Alþýðuflokks inis i stjórnarskrárnefndinni. Fórust Haraldi orð á þessa leið: „Þingsályktunartillaga okkar þingmanna Alþýðuflokksins mælti svo fyrir, að skipa skyldi tíu memn, karla og konu, til við bófiair ií inefnid jþó-, isem kosin var samkvæmt ályktunum alþing- is frá 22. maí og 8. sept. 1942 til þess að undirbúa og gera tillög- ur um framtíðarstjórnskipunar lög fyrir lýðveidið ísland. Skyldu menn þessir skipaðir af hæstarétti og valdir'með hlið- sjón af þekkingu þeirra á stjóm skipunarfræði og þekfcingu þeirra og kunnugleika á lögum, þörfurn og óskum sem flestra í landinu. Skyldi nefndin við störf sín kynna sér sem bezt hinar frjálslyndustu kröfur nú tímans um almenn mannrétt- indi, skyldur þegnanna til þess að vinna nytsöm störf í þjóðfé- laginu, réttinn til þess að fá vinnu, og skyldu þjóðfélagsins til þess að sjá þegnum sínum fyrir vinnu, menntun og öryggi. Var svo fyrir mælt í þingsá- lyktunartillögunni, að milli- þinganéfndin sikuli. hraða störf- um sem auðið sé, til þess að unnt verði að leggja frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga fyrir íslenzka lýðveldið fyrir alþiingi áður en na'-i'/J kosningar fari fram. Þessi þi.igsá1 ykfunartillaga okkar Alþýðuflokksmanna á þingi var fram borin vegna þess, að í sambandi við seinni þátt- inn af hlutverki m-illiþinga- nefndarinnar, almennu endur- skoðunina á ■ stjórnarskránni, hafði bersýnilega komið í ljós í umræðum á alþingi og skrifum blaða og víðar í tilefni þjöðar- atkvæðagreiðslunnar um lýð- veldiislstjórnanskrána, að brýna nauðsyn bar til þess, að hinni a'imennu endurskoðun yrði hrað að og sem bezt til hennar vand að. Þjóðin virtist á einu máli um það, að stjórnskipunarlög okkar væru á margan hátt svo' gölluð og úrelt, að ekki yrði Íengur við unað. Hafði Alþýðu flokkurinn iðulíega lýst því yfir, að hann vildi beita sér fyrir því, að endurskoðun stjómarskrár- innar yrði hraðað, og Framsókn arfldkkúrinn og Sjálfstæðis- fiokkurinn lýstu hinu sama yfir í sambandi við þjóðaratkvæða greiðsluna. Það virtist þ-ví ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að alþingi léti í ljós vilja sinn og fyrirheit um, að endurskoðun stjórnarskrárákvæðanna al- mennt yrði hraðað sem mest eftár að isjiállft istjiórinabformdð bafði veriö ákveðið æneð stiofnun lýðiveMismis. Alþýðuflokkurinn hafði á- vaHt lagt á það mikla áherzlu, að milliþinganefndin, sem um mál þetta fjallaði, væri þannig skipuð, að hún befði aðstöðu til þess að taka til athugunar, meta og afgreiða öll hin mörgu vandamál, sem óhjákvæmilega hlutu að bíða úrlausnar. Eins og pefndin var skipuð, áður en við bárum fram þessa þingsá- lyktunartillögu, áttu í henni sæti tveir fulltrúar hvers þing- ílokks. Hafði aldrei verið dreg- ið í efa að flokkarnir hefðu vandað val þessara manna sem bezt; en hér komu án efa til á- lita fleiri sjónarmið, en þeura og flokkanna, sem þá höfðu kjörið, fleiri vandamál, fleiri óskir og réttmætar kröfur. í megin Atlantshafsins. ísland er einnig tengt þeirn vináttubönd- um —- ög vill að sjálfsögðu hafa við þau sem mest og bezt samskipti í framtíðinni. En eigi að síður munu menningarvið- skipti Íslendinga verða mes't við hin Norðurlöndin, þegar fornar leiðir verða aftur færar og bál heimstyrjaldarinnar hef ur verið slökkt. Þeim erum við skyldastir og venzlaðastir. Við viljum eiga allar okkur velVilj- aðar þjóðir að vinum, en Norð urlandaþjóðirnar að vinum og frændum. * íslenzkir blaðamenn hugsa gott til samvinnu við samherja Haraldur Guðmundsson. nefndina virtist því vanta aukna kraíta, sem gætu lagt fram sérþekkingu á svið lög- gjiafar um stjórnskipun ríkja og margháittaðan kunnugleik á högum, þörfum og óskum ým- issa atvinnustétta og hagsmuna hópa í landinu. Þá vildum við flutningsmennirnir einnig benda á, að hugmyndir manna um réttindi samfélagsins og skyldur þess gagnvart einstakl ingunum hafa breytzt mjög á síðari timium og S móttahvitund almennings er það talin jafnvel fyrsta skylda þjóðfélagsins að tryggja landlsmönnum hverjmn og einum öryggi gegn skorti, rétt til menntunar og vinnu, auk abnennra mannréttinda. — Þótti því rótt, að leggja sér- staka áherzlu á það í þingsá- lyktunartillögunni, að nefndin skyjdi kynna sér sem bezt þær skoðanir, sem uppi eru í þess- um efnum. Eftir að þessi þingsályktunar tillaga hafði verið fram borin, gerðust svo þeir atburðir, að þrír þingflokkar gerðu með sér málefnasamning og mynduðu sameiginlega ríkisstjórn. Var afgreiðsla stjórnarskrórmálsins eitt þeirra stórmála, sem flokk ar þessir sömdu sérstaklega um eins og málefnasamningur stjórnarinnar ber með sér, en þar er fram tekið, að ríkisstjórn in hafi ákveðið, að hafin verði begar endurskoðun stjórnar- skrárinnar, með það m. a. fyrir augum, að sett verði ótvíræð ákvæði um réttindi allra þegna þjóðfélagsins til atvinnu, eða þess framfæris, sem tryggingar löggjöfin ákveður, félagslegs ör yggis, álmennrar menntunar og jafns kosningaréttar. Auik þess er þar tekið fram, að sett verði skýr fyrirmæli um verndun og eflingu lýðræðisins og um varn ir þess gegn þeim öiflum, sem vilja vinna gegn því. Verði end urskoðun þessari lokið svo Framh. á 6. síðu sína á Norðurlöndum, þegar hildarleiknum iinnir. Þá munu norrænir blaðamenn efna á ný til þeirra ánægjulegu samskipta, sem með þeim höfðu tekizt áð- ur en hel og hildur sótti þrjú lönd þeirra heim. Sumir sam- herjanria munu að sönnu ekki eiga afturkvæmt í þann vina- hóp, en maður kemur manns í stað. Og glatt mun verða á hjaSla, þegar norrænir blaða- menn þjggja heimlboð af íslenzk um samherjum sínum og sitja með iþeim fagnað í norrænu höllinni, sem áður en langt um líður rís af grunni á fögrum stað í grennd við söguríkasta stað sögueyjarinnar. SKIPUN ERLINGS ELLINGSENS í embætti flugmálastjóra sætir mikilli gagnrýni i blöðum stjórnarand- stöðunnar. Tíminn í fyrradag gerir mál þetta að umræðuefni og kemst í því sambandi meðal annars þa.nnig að orði: „Niðurstaða þessara átaka stjórn arflokkanna í haust lyktaði með því, að Ikommúnistar urðu hlut- skarpari og fengu yfirstjórn flug- málanna í sínar hendur. Var fyrsti árangur þess sá, að Sigurður Thor- oddsen var sendur á flugmálaráð- stefnuna í Chicago síðastl. haust, án þess að sjáanlegt væri, að ís- lendingar hefðu minnstu þörf fyr- ir nærveru hans þar. Annar ár- angurinn er sá, að Erling Ellingsen hefir nú verið skipaður í embætti flugmálastjóra, er ákveðið var að stofna á seinasta alþingi. Mun hvorki Agnari Kofoed-Hansen er verið hefir flugmálaréðunautur ríkisins, né Erni Jo'hnson, er sýnt hefir mikinn dugnað í þessum málum, hafa verið boðið þetta starf, en þeir hefðu virzt manna sjiálfkjörnastir til iþess. Kommúnist um mun heldur ekki hafa verið það neitt áhugamál að fá hæfan mann í starfið, enda er eigi kunnugt um, að Erling þessi hafi neitt það til brunns að ibera, er réttlæti þessa embættisveitingu. Hins vegar er hann alþekkur Rússadindill og það mun sá verð- leiki, er kommúnistar munu telja nauðsynlegastan í þessu sambandi. Þetta mun því vafalaust ekki Vera seinasta hneyksli kommún- ista í flugmálunum, ef þeir ann- azt eiga stjórn þeirra.“ Vísir gerir mál þetta einnig aS umræðuefni í leiðara sínum í fyrradag, og segir svo í grein hans: „Frá því, er kommúnistar sett- ust í rfkisstjórn, hefur þeim tek- izt að troða sér í ýmsar nefndir og opinberar stöður, sem engum manni hefði áður komið til hugar að trúa þeim fyrir. Herma síðustu fregnir, að nú hafi þeir skipað flugmálastjóra úr sínum flokki, en hrakið lögreglustjórann úr þeirri stöðu, er nýtur einmitt á því sviði sérstaks trausts. Lögreglustjórinn er lærður flugm. og hefir sjálfur fl-ogið um nokkurt slkeið hér á landi og óhætt mun að fullyrða, að hann sé manna kunnugastur flugskilyrð- ' um hér, sem og hinu, hverjar ráð- stafanir ber að gera til þess að tryggja flugið í framtíðinni. Heyrzt hefur hins vegar að kommúnistar hafi skipað, fulltrúa sinn í stpðuna, án þess að hann hafi nokkur skilyrði til að gegna henni svo sem vera taer eða yfirleitt- nokkra þekkjngu á flugi umfram það, sem aðrir fótgangandi menn hér á vegunum hafa til brunns að bera. Er þetta ótrúleg frétt, en mun þó vera sönn. Hins vegar spáir hún ■engu góðu um framkvæmdir í flugmálum, sem nú er mikill og vaxandi á'hugi fyrir og nauðsyn ber til að skipulagðar verði af fullum skilningi og þekikingu. Þótt kommúnistar vilji ef til vill veg lögreglustjórans sem minnstan er fjarri öllu lagi að bola honum úr þeirri stöðu, sem hann hefur betri skilyrði til að gegna ’ með prýði en flestir aðrir menn inn- lendir. >Því aðeins má vænta góðs árangurs, að mistök verði ekki í mannavali, er til nýmæla skal stofna. Þótt nokkur reynsia sé fe’ngin þegar fyrir flugi hér á landi, er hún ekki svo almenn, að aðrir en beztu menn og kunnugustu geti notfært sér hana til hlítar.“ Þannig farast blöðum stjórn- arandstöðunnar orð um þessa embættisskipun Áka Jakobsson- ar. Og víst eru þetta hörð orð í garð atvinnumálaráðherra og hins nýskipaða flugmálastjóra. Þjóðviljinn hefir hins vegar enn ekki svarað þessári gagnrýni Fraimh. á 6. síðiu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.