Alþýðublaðið - 25.03.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.03.1945, Blaðsíða 5
Sunnudagur 25. marz 1945 ALÞYÐUBLAÐJÐ ö Þar, sem mannlífsstraumarnir mætast — Hornin — og lygnan — Engin forsetakosning? — Bréf um útvarps- erindi og annað um byggingar •jyi ANJSTLÍFSSTHAUMARNIR J-’A eru ætíð stríðastir, þar sem götur skiptast og hornin mætast. Þess vegna hef ég — í dagsins önn — valið mér stöðu þar. Hins vegar dreg ég mig oft í hlé í lygnuna, þegar ég vil hvílast, og vill þá ýmislega fara fram hjá mér. Eitt sinn lenti ég í veizlu og sat þar sem kyrrt var og rólegt, all- langt frá háborðinu og aðalglaumn um. Þótti mér gott að geta horfið af horninu og vera ekki settur á horn, þar sem ysinn var og um- ferðin. Ég varð því ekki lítið undr andi, er ég frétti, að þess hefði verið krafizt af veizlustjóranum, að í næsta skipti yrði mér valinn staður á horni. ÉG VONA ÞÓ að. ekki verði af því, annars þykir mér vænt um að borin sé umhyggja fyrir mér og heldur hef ég ekki neitt á móti því, að um mig og stöðu mína sé deilt. Dálítill gustur er alltaf skemmtilegri en blæjalognið. En þó að ég sé hálfgerður byltinga- maður finnst mér að meira þurfi til en mig til að valda byltingum í bæjarstjórn, ríkisstjórn eða annars staðar á voldugum stöðum. — Ef ég get aðeins fengið það fram, sem ég er að rífast út af svona dagsdaglega, þá er ég ánægður. En sleppum þessu. ÞAÐ Á VÍST engin forsetakosn- ing að fara fram í sumar. Svo virðist, ' sem flokkarnir séu að verða sammála um að skora á nú- verandi forseta að verða í kjöri og tel ég það vel farið, að sem minnstur' styr standi um þetta göf- ugasta embætti þjóðarinnar. Við deilum nóg. Það er nauðsynlegt, að í embætti forseta veljist mað- ur, sem allir geta treyst. Svo verður hamingja okkar að ráða því, hvernig til tekst um val á manni í þessu æðstu stöðu okkar. GUNNLAUGUR SKRIFAR: „Ég vil ekki láta hjá líða að þakka Gylfa Þ. Gíslasyni dósent fyrir p- gætt erindi er hann flutti í út- varpið eigi alls fyrir löngu síðan og fjallaði um viðnám gegn er- lendum áhrifum. Erindi þetta, sem var ágætlega samið og vel flutt, var sannarlega orð í tíma talað, og væri þess full þörf, að þjóðin væri oftar en nú er gert, minnt á það, að þjóðernið er það dýrmæt- asta er við eigum. ÉG VARÐ meira en lítið hissa, er ég las grein Björns O. Björns- sonar í Morgunblaðinu, þar sem hann reynir að gefa þetta erindi tortryggilegt. Hvergi gat ég fund- ið að fram kæmi óvinátta, ekki einu sinni minnsti kalir til ann- arra þjóða í þessu erindi. Hér var aðeins um að ræða hvatningu til okkar íslendinga að vinna af fremsta megni að því að varðveita tungu okkar, sérstæða menningu, þjóðerni og óskert frelsi. Það er sanarlegav merkilegt, en þó ekki einstætt verkefni, nú á tímum, $em Björn O. Björnsson hefur valið sér, er hann vill vinna á móti slíkri viðleitni; með því að ráðast með ókurteisi og lúalegum aðdróttunum að Glyfa Þ. Gísla- syni fyrir það að verja íslenzkan málstað.“ tf - VELVILJAÐUR SKRIFAR: „í blaði nokkru var skýrt frá því, að bráðlega ætti að færa Safna- húsið í nýjan búning — í líkingu við Þjóðleikhúsið skildist mér. ■—- Sú algenga húðun á húsum hér núna, er farin að minna óþægi- lega á hafragraut í allar máltíðir, eða réttar sorglega ófrjóan anda. Eftir að hafa horft á Þjóðleifchús- ið og Kirkjuhvoll, er kynlegt á- ræði að vilja fara eins með Safna- húsið. Þakið mætti bæta, þegar hið ákjósanlegasta efni er fengið, frumhlaup er óþarft. — Safnahús- ið er ein fegursta bygging hér á landi hið innra sem ytra; lofum því að halda sínum upprunalega fagra blæ — þá þurfum við ekki að naga á okkur neglurnar þegar farið verður að brjóta „íslenzka* búninginn af húsunum aftur, ÞÚ SAGÐIR, að verið væri að undirbúa byggingu Kjarvalshúss- ins. Er mikilsvert að það verði fögur bygging — samanboðin lista verkum málarans og honum kær. Þar þarf að koma fram það íbezta sem íslenzkir arkitektar hafa að bjóða. Minna máli skiptir þótt það taki nokkurn tíma, því svo er hægt að hraða byggingu hússins. Er einkennandi fyrir óðagot okkar í slífcum efnum sem .stafar af því, hve byggingarmenning er hér á lágu stigi, eða hefur verið. Er sjálfsagt að samkeppni fari fram um húsið, þá er- ásakana ekki | þörf síðar. Að samkeppni er þörf hér, sýna ýmsar opinberar bygg- j ingar.“ Ilannes á horninu.. Fallegar skíðapeysur og fjölbreytt úrval af vettlingum og hosum fáið þið á THORVALDSENS- BAZARNUM. — Lítið í gluggana á morgun. áskriftarsím! Áiþýðublaðsins er 4M. Flugslys í Mexíkó Fyrir nokkrum vikum hrapaði flugvél í Mexíkó, sem hafði innanborðs meðal annars sendi- hera Rússa þar Konstantin Oumansky, og beið hann bana við flugslysið. Mynd þessi var tskin af flaki flugvélarinnareftir slysið. HVER var William Shake speare? Á undanförnum árum hafa menn hugleitt þetta af vaxandi löngun eftir að vita eitthvað meira um þann mann. en áður hefur verið vitað. Var hann mesta leikritaskáld heims ins, —- eða var hann aðeins ó- breyttur leikari, sem fengið hef ur óverðskuldaðan heiður fyrir áð vera talinn höfundur leikrit anna, sem gefin eru út undir hans nafni? Fram á miðja síðustu öld dró það enginn í efa, að Shake- speare væri höfundur leikrit- anna. En þá laust upp skyndi- lega þeim grun, að höfundur þeirra væri heimspekingurinn Francis Bacon, og hefði hann aðeins notað nafn Shakespeares sem dulnefni. Menn þóttust finna mjög lík éinkenni með heimspekikenningum Bacons og leikritunum. Auk þess horfðu margir í það, að Shakespeare roun hafa verið frekar litið n\enntaður og því ólíklegt, að hann hefði samið leikrit sem þessi. Nú hefur verið nokkurn veg inn verið afsannað, að Bacon sé höfundurinn, en þar með er ekki sagt, að Shakespeare þurfi heldur að vera sá, sem samdi þessa ódauðlegu leiki; •— þriðji möguleikinn er ekki utilokaður * Fyrir rúmum .áldarfjórðungi síðan kom franski bókmennta- íi’æðingurinn prófessor Abel Lefrance fram ímeð þátiligátu,að höfundur leikritanna myndi hafa verið William Stanley, sjötti jarlinn af Derby. Stanley var fæddur 1561 í London, og því þrem árum eldri en Shakespeare. Taldi Lefrance það mjög líklegt, að öllu athug- uðu, að Stanley hefði samið leikritin, því bæði hefði hann haft menntun og aðstöðu ásamt þekkingu og áhuga á leikritum og lekhúsmálum til þess að hafa gefið sig að leikritagerð. Aftur á móti hefði ekkert verið lík- legra en hann hefði viljað draga sig í hlé frá því að vera umtal- aður sem leikritahöfundur, því #^.REIN sú, sem hér fer á eftir, er þýdd úr sænska blaðinu ,Morgon Tidningen“, Höfundur hennar er Nils Beyer og er hún ritdómur um nýútkonma sænska bók eftir lektorinn J. O. Rohn ström: Vem var Shake- speare? Segir hér frá þeim meginskoðunum, sem fram hafa komið varðandi þetta mál á undanfömum áratug- um. — Greinin er nokkuð stytt í þýðingunni. staða hans og stétt var e. t. v. of áberandi til þess. Þessi síðast talda skoðun hef ur nú m. a. öðlazt fylgi sænska lektorsins J. O. Rohnström. Iiann varði mörgum árum í vís indalegar rannsóknir á þessum málum. Síðan gaf hann út þétt- letraða bók á 3. hundrað blað- síður að stærð, hvar hann telur sig í flestum atriðum komast að sömu niðurstöðu og Lefrance. Hann er Lefrance ekki algjör- iega sammála um sumt, en tel- ur miklar líkur benda til þess að Stanley sé höfundurinn. En hann er fyrst og fremst viss um það, að Shakespeare, leikarinn frá Stratford-on-Avon hafi ekki haft gáfur né menntun til þess að semja þessi leikrit, sem á undanförnum öldum hafa ver ið leikin svo -að segja á hverju leiksviði um víða veröld. Reynd ar má vera, samkvæmt skoðun Ronströms, að Shakespeare hafi á einhvern hátt gert leikritin hæfari til sviðsetningar, því að hann var slíku starfi kunnur sem leikari. Að öðru leyti rnuni haran á enigan hátt hafa átt þátt í tilbúningi þeirra, — og tæpast skilið þau heldur. * Orsökin fyrir því, að slík gru-nsemd sem þessi getur þró- azt er sú, að um Shakspeare er mjög lítið kunnugt. Samtíðar- menn hans minnast aldrei á hann sem stórskáld. Aftur á móti styðjast þeir, sem haldaSha’keispearefr.aimsem höfundi leikritanna, við það, að aðeins sjö árum efitir lát hans, Ikom út útgáfa af verkum bans (1623), sem gefin var út af tveim vinum hans, ásamt ljóði eftir Ben Johnson, þar sem Johnson lofar og dáir Shakespeare og eignar honum tvímælalaust heiðurinn af því að hafa samið ieikritin. Ben Johnson var ekki aðelns einhver mesti bókmenntagagn- rínandi sinna tíma, heldur var hann einnig persónulega kunn- ugur Shakespeare. Skyldi hann hafa ort lofgerðarkvæði sitt um Shakespeare gegn betri vitund? — Eðar hafði hann á einhvern hátt látið blekkjast? Um þetta tallar Ronström ekki évo nolkkiru neimi. ,Þó er það leftirtéktarverður (hllutur, hvont Ben Johnson, sem fram á þenn 3n dag hefur verið annálaður sem fræðimaður, skáld og gáfu maður, hefur litið Shakespeare í réttu ljósi, — eða ekki. Ronström gerir aftur á móti þá athugasemd, að sá möguleiki liggi fyrir hendi, að Ben John- son muni e. t. v. hafa grunað eða vitað, að höfundur leikrit- anna var af háum stigum, en ekki viljað koma upp um sann leikann vegna þagmælskuheits við höfundinn eða fjölskyldu hans. En um þetta verður ekki sagt með neinni vissu að svo stöddu. * Eins og áður hefur verið minnzt á, er einhver helzta á- stæðan fyrir því, að Rohnström te.lur Shakespeare ekki höfund leikritanna, sú, að hann muni hafa notið svo lélegrar mennt- unar, að hann hafi mátt teljast ailgjörleg'a ómenntaður maður. Hann mun aldrei hafa gengið í skóla, — og ekki er vitað til þess, að hann hafi nokkru sinni farið utan. Aftur á móti kemur það víða fram í leikritunum, að Framh. á 6. sflJu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.