Alþýðublaðið - 25.03.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.03.1945, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIB Sunnudagur 25. marz 1945 .......—..... .............. ........ ... ...... Tilkynning frá Nýbyggingarráði Umsóknir umfiskibáta byggða innanlands. * Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta byggja innanlands á næstu 1—2 árum 50 fiskibáta af þessum stærðum: 25 foáta, 35 smálestir að stærð, og 25 báta, 55 smálestir að stærð. Tilskilið er að ríkisstjórnin geti selt þessa báta ein- staklingum, félögum eða stofnunum til reksturs. Teikningar af 35 smálesta bátum hafa þegar verið gerðar og eru til sýnis hjá Nýbyggingarráði, en verið er að fullgera teikningar af .55 smálesta bátum og verða þær og til sýnis strax og þeim er lokið. -Umsóknir um þessa báta sendist til Nýbyggingarráðs, sem allra fyrst og eigi síðar en 15. maí 1945. Þeir, sem þegar hafa óskað aðstoðar Nýbyggingarráðs við útvegun báta af þessum stærðum, sendi nýjar umsóknir. Við úthlutun bátanna verður að öðru jöfnu tekið tillit til þess í hvaða röð umsóknirnar berast. Nýbyggingarráð. UTVARPSTÍÐINDI, sem eru nýútkomin, birta ummæli tveggja af þekktustu skáldúm þjóðarinnar, þeirra Tómasar Guðmundssonar og Kristmanns Guðmundsonar, um norræna samvinnu. Tómas Guðmundsson segir: „Sjálfsagt finnst ýmsum ótíma- bært a3 fara nú iþegar að bolla- leggja um norræna samvinnu eft- ir stríðið. Hún hefir hingað til ver ið lítið annað en nafnið tómt og venjulegast farið algerlega í mola, þegar nokkuð hefir reynt á. Hins vegar getur það naumast verið ætlun íslendinga að einangra sig af sjálfdáðum frá þeim þjóðum, sem eru okkur skyldastar að upp- runa og menningu og ekki ætti síður hinum Norðurlandaþjóðun- um að vera umhugað að halda á- fram sem nánustum menningarleg um viðskiptum við okkar þjóð, því að öllum, og þeim ekki sízt, má vera vitanlegt, að þær standa í miklu stórkostlegri þakkarskuld við okkur en íslendingar við þær. Aðeins á grundvelli gagnkvæmr ar hreinskilni og virðingar er nor- ræn samvinna hugsanleg, en þá ætti hún einnig að geta orðið öll- um frændþjóðunum mikill menn- ingarlegur og stjómarfarslegur styrkur um langa framtíð." Kristmann segir: „Það hefir stundum verið sagt, að norræn samvinna væri' vel veizluhæf, en síður raunhæf. Og heyrzt hafa spádómar um það, að núverandi stríð myndi gera hana óhugsandi. En þeir spádómar hafa þegar orðið sér til skammar. Mjög hefir reynt á í þessari styrjöld, en ég lít svo til að reynslan hafi sýnt — og það kemur enn skýrar í ljós, þegar rofar til — að ein- mitt þessi mikla þolraun hefir sannað, að það er lífshæfur kjami í samhug og bróðuriþeli Norður- landaþjóðanna allra, — að norræn samvinna er lifandi og skapandi hugsjön, sem ekkert fær unnið bug á héðan af. Þegar rætt er um norræna sam vinnu ber okkur fslendingum að muna að Norðúrlandaþjóðirnar eru sex. Það hefir nefnilega oft yilj.að henda að minnsti bróðurinn hafi gleymst. En iþað situr. sízt á okfcur að gleyma Færeyingum, því þeir eru okkur nákomnastir allra þjóða.“ Þannig farast þessum tveim- ur skáldum okkar orð um nor- ræna samvinnu. Meðan hún fær slíkan hljómgrunn hjá hinum andlegu leiðtogum Norðurlanda þjóðanna, er hún vissulega ekki dauð, hvað sem rótlausir pólit'ískir spekúlantar kunna að segja. * Tíminn minnist siðaistliðinn föstudag á bitlingasýki þá, sem gripið hafi forsprakka komm- únista og honum þykir stinga nokkuð í stúf við fyrri skrif þeirra. Tíminn segir: „í blaðinu Skutli var því haldið fram síðastliðið haust, að ein á- stæðan til þess, að kommúnistar gerðust þátttakendur í stjórnar- samvinnunni, myndi vera löngun forráðamanna þeirra í bein og bitl inga og þörf flokksins fyrir að fá þannig aukin fjárráð til starfsemi sinnar. fteynslan virðist hafa fullkoni lega staðfest þessa álylktun Skut- uls. Sá forsprakki kommúnista er nú ekki finnanlegur, sem ekki er meira og minna hlaðinn beinum og bitlingum. Brynjólfur og Áki hafa fengið ráðherraembætti, Einar Olgeirs- son sæti í nýbyggingaráði og út- varpsráði, Sigfús Sigurhjartarson sæíi í tryggingaráði og sjúkrasam lagsstjórn, Kristinn Andrésson sæti í menntamálaráði, Lúðvik Jósefsson sæti í Fiskimálanefnd og samninganefnd utanríkisviðskipta, Þóroddur Guðmundsson sæti í stjórn síldarverksmiðjanna, Sigurð ur Thorlacius í stjórn ríkisútgáfu- nefndar skólabóka, Steinþór Guð- mundsson sæti í sömu nefnd, Hauk Shakespeare Frh. aí 5. aíðu. höfundurinn hefur haft all- mikla menntun til að bera, ver ið kunnugur háum stéttum sem lágum, og t. d. haft alknikla þekkingu á ítölskum lifnaðar- háttum, sögu og landslagi. Framsetning Róhnströms á sjónarmiðum hans og skoðun- um varðandi þetta mál eru á þann veg, að það getur verið freistandi að vera honum sam- mála. Rohnström gerir tilraun- ir til þess að afsanna skapfestu og óbilandi viljaþrek- Shake- speares og telur slíkt vera á- trjinað fólksins á snillingnum (séníinu). Telja má þó að Rohnström gangi á stöku stað fram úr hófi langt í „mótmælum“ sínum, t. d. er hann kemur með þá til- gátu, að Shakespeare muni hafa verið of kvikull og fljótfær til þess að hafa samið slík snilldar verk sem leikritin séu. Ef dæmt væri eftir þyí sjónarmiði, mætti kennske „sanna“ að Kai Munk væri ekki höfundurinn að „Hug sjónamanninum“, — (því vitað er, að hann samdi meginþorra þess leikrits á einum fimm dög- um, a. m. k. það bezta í því, og auk þessvsem hann var önnum kafinn í próflestri. Sömuleiðis mætti, ef út í það væri farið, telja mjög ólíklegt, að sveita- drengur eins og Kai Munk hefði getað lifað sig inn í hætti og um hverfi Heródesar keisara. -— Ef til vill má búast við því, að eftir nokkrar aldir rísi upp há- lærðir prófessorar,' sem „af- sanni með öllu“, að presturinn í Vedersö hafi skrifað hið drama tíska og stórkostlega leikrit um Heródes! * V Það' er ekki nema sanngjarnt að viðurkenna hinar hógværu Bikoðanir Rjohoásitröms varðandi „snillinginn“, sem hann rétti- lega vill ekki telja yfir mann- lega breyzkleika hafinn. Aftur á móiti er ekki hægt að mæla því bót, að halda því fram, að Shakespeare geti ekki hafa ver ið séníið, — maðurinn, sem sökum andagiftar sinnar skar- aði fram úr öllum öðrum og hlaiut ævoranidi vi ðurkeninimgu. Því er einu sinni þannig var- ið. að snillingar eru sjaldan „venjulegir menn“ í algengustu merUtíargu þeirra orða. En ég er persómulega mót ftalliinm iþeirra siktoð'Uin, að Stanlley jarl hafi , haft „þá yfirburði yfir Shakespeare“, isam Rohmström viill halda fram, sökum gáfna hans, stéttar og háskólamenntunar, sem Shake- speare muni ekkert hafa haft af að segja. En þrátt fyrir það, þótt bók Ronströms muni er fram líða stundir ekki verða sérstaklega merkileg ritsmíð innan um . þann aragrúa bóka og rita, er ! um Shakespeare hafa verið j skráðar, ber þó að viðurkenna það, að hún er hin skemmtileg- asta aflestrar. Hún er vel skrif- iuð öig á góðu máli. :- En spurningunni um það, hver sér höfundur Shaíkespeare ieikritanna, hefur enn ekki ver ið svarað til fulls. ur Helgason sæti í Viðskiptaráði, Sigurður Thoroddsen bitling við vatnsveituathuganir og Erling Ell ingsen flugmálastjóraembættið. — Hér hefir þó ekki verið talið nema lítið 'eitt. Þessi mifcla ‘bitlingasýki, er virð ist hafa altekið kommún^stafor- ingjana, stingur vissulega nokkuð í stúf við skrif þeirra og ræðu- höld um slík mál áður fyrr. En hún er þó ekki nema eitt af mörgu sem liðsmenn þeirra hafa að undr ast yfir, þegar þeir bera saman orð þeirra og efndir.“ Já, öðruvísi mér áður brá. Forsefakjörið Frh. af 4. »8a. arskráin og samþykkt var fyr- ir ári síðan. Það er ekki einu sinni tekið fram í henni, hve oft má endurkjósa forsetann, hvað þá heldur hvert valdsvið hans skuli vera, nákvæmlega. En íþað, sem ium þetta vantar í stjórnariskxiá okkar, hefir hinin ó breytti maður meðal þjóðarinn ar, hverrar stéttar, sem hann er, nú þegar ákveðið: Forsetann skal mega endurkjósa meðan hið þýðingarmikla embætti hans er þannig rækt og Sveinn Björnsson hefir gert það ár, sem liðið er, síðan lýðveldið var endurreist. Það er vitundin um þennan hug þjóðarinnar, sem veldur því að nú virðist svo, sem allir flokkar, einnig þeir, sem brugðust á stofndegi iýðveldisins, eru nú einhuga um það, að endurkjósa Svein Björnsson, ef hann gefur kost á sér; en til þess mun þjóðin gera jafnákveðna kröfu og til hins, að hann hafi stuðning st.jórnmálaflokkanna. Það er undursamleg breyting sem orðin er hjá okkur innan- lands, síðan auðu seðlunum var skilað við fyrsta forsetakjörið, bráðabirgðakjör forsetans á al- þingi fyrir ári síðan. En sú breyting er engin tilviljun. For ísetinin hetfir, með igætni sinni, ihlutleylsi o-g virðuleik eíkki að ieinis ‘unni.ð sér ahnienna hylíi iþjlóðariinnar, elklki aðieins' orðið frændþjóðum okkar á Norður- löndum trygging fyrir því, að við mumjtm halda tryggð við þær og hinn sanieiginlega menn ingararf; honu.m hefir einniig ‘aiuðmast, að ávinna hinu 'iunga llýðlvieildi ivirðinigu himna stærri, íenigiilisaxnesiku þjóðá og þar með lagt ignundivölil -að góðri sambúð við Iþaiu í (fr-amtíðinni. Forisetiun Iheifir veirið lýðiveMimu fiarsæll Iþjóðlhöfðinigi iþetta fyrsta ár og iþað v,axið af honum, en hann einniig af Iþví. * Nú er talað um það, að Sveinn Björnsson muni verða sjálfkjör inn forseti íslands í vor. Það er engin tilviljun, eins og sagt hef ir iverið; en tffl fyrirmyndar ,á það ekki að verða um allá fram- tíð. Það fer bezt á því, að for- setinn sé reglulega og formlega kjörinn. Það er ekki ævinlega, að svo margt mælir með einum manini ‘í iþá áhyrgðarstöðu og mieð iSveini. Bjiörnsisyni í dag. Frakklandssöfnunin. Fjölda margar fatagjafir íhafa borizt til Frakklandssöfnunarinn- ar, flest frá gefendum, sem ekki vilja lála nafns síns getið. Auk þess hafa borizt lýsistunna frá Lyfjabúðinni Iðunn og sápa frá tai'.^-u.'n g>- e.s. „Elsa" Vörumóttaka árdegis á morgun Til » FLÓRIDA i : liggur leiðtn Tborvaldsens- hættir að kaupa prjóna- vörur frá 1. apríl n. k. Kopar- Slippfélagið ------T------------------- Hrein. Þá hafa ennfremur þessar peningagjafir borizt: Safnað^ af skólabörnum í Vestmannaeyjum kr. 4:534.75. Safnað af frú Hebe Jóhannesson kr. 1000.00 (sr. Jón Thorarensen, G. Jóhannesson, Schopka, Þ. Stephensen, G. J, Johnsen, Sturla Jónsson, I. Bryn- jólfsson,, Sig. Guðmundsson, Ásta Magnúsdóttir, 100 kr. hvert, Pétur Sigurðsson, Árni Pálsson, 50 kr. ‘hvor, á. á. (meðl^. Aall. Francaise) 100 kr. Frú Björnsson Bessastöð- um 200 kr. Páll Sveinsson 100 kr. Bjafni Sigmundsson 25 kr.' Árni Sigurðsson 10 kr. Ónefndur 50 kr. Sigurður og Guðný 50 kr. Bent 50 kr. Sveinn Valdemarsson 10 kr. Halldóra Sveinsdóttir 10 kr. Sigv. Kaldalóns 20 kr. N. N. 20 kr. Jóh. Kr. Jóh. 11 fcr. Björg Einarsd. 10 kr. Sesselja Jónsdóttir 10 kr. Jón Marteinsson 20 kr. lómavasar á leiði t sérstáklega gerðir til þess að láta í afskorin blóm á leiði, vandaðir og smekklegir, til sölu í kirkjugarðinum, hjá Helga Guðmundssyni og Sumarliða Halldórssyni. Notið þaS hentugasta og hesta undir blómin á leiði látinna vina. ).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.