Alþýðublaðið - 28.03.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.03.1945, Blaðsíða 2
2 ___________________________ALÞÝÐUBLAÐEB Bárði Danielssyni viksð frá sem formanni sfúdenfaráðs V* ■ 'GuSmundur Vignir Jósefsson kosinií for- maSur ráósins s hahs staS Alda Möller í hluíverki Portiu og Inga Laxness sem Nerissa í fyrsta þætti leiksins. JÓN EMELSSON bar fram vantraust á formann stúdenta- ráðs, kommúnistann Bárð Daníelsson, á fundi ráðsins í gær. Fól tillaga Jóns jafnframt í sér áskorun til annarra meðlima í stjórn ráðsins að segja af sér og fylgdi henni ýt- arleg greinargerð flytjanda. Var vantrauststillaga Jóns samþykkt með fimm atkvæðum gegn þremur. Með henni greiddu atkvæði fulltrúi Alþýðuflokks félags háskólastúdenta og fulltrúar Vöku í stúdentaráði, en á móti fulltrúar kommúnista. Fulltrúi félags frjálslyndra stúdenta, Jóhannes Elíasson, sat hins vegar hjá við atkvæðagreiðsluna. Var þessu næst gengið til4 nýrrar stjórnarkosningar, en stjórnarkosningar í stúdentaráði eru hlutfallskosningar. Neituðu kommúnistar að eiga fulltrúa í hinni nýju stjórn ráðsins. Formaður ráðsins var kosinn Guðmundur Vignir Jósefsson úar Vöku, gjaldkeri Jóhannes Elíasson úr félagi frjálslyndra stúdenta og ritari Ásgeir Magn ússon úr Vöku. Hin nýja s-tjórn stúdentaráðs er þannig skipuð tveim íhaldsmönnum og einum Framsóknarmanni. % Hafnarflrði halda skefflffltun í dag III ágóða fyrlr norsk börn BARNASKÓLABÖRN 4 Hafn arfirði 'héldu árshátíð sína* um síðastliðna helgi, laugardag og sunnudag í Bæjarbíó. Börn- in önnuðust sjálf öll skemmti- atriði, en þau voru: samsöngur (telpukór), sjónleikur, upplest ur. söngur, með gítarundirjeik, leikfimisýning og fleira. Margt manna sótti skemmtanirnar og þóttu 'þær takast vel. Tilgang- urinn með þeim er að afla fjár í ferðasjóð skólabama, sém starfað hefur síðan 1943. í kvöld kl. 6.30 ætla börnin að endur- taka skemmtunina og rennur allur ágóðinn af þeirri skemmt un til norskra barna. Elr þess Aðalfundur Félags ísl. iónlisfarmanna PáSi lséifss©ii viil ©kkl taka við lista- mannaiaunum þelm, sem honum var úthfiutað A ÐALFUNDUR Félags ís- lenzkra tónlistarmanna var haldinn siðast liðinn sunnudag. Var stjórn félagsins endurkos- in, en hana skipa þeir Árni Kristjánsson formaður, Hall- grímur Helgason ritari og Björn Olafsson gjaldkeri. Þá var kosin þriggja manna nefnd fyrir blaðið „Tónlistin“, sem Hallgrímur Helgason er rit stjóri að. Voru kosnir í nefnd- ina: Páll ísólfsson, Guðmund.ur Matthíasson og Árni Kristjáns son. Fulltrúar á annað þing banda lags íslenzkra listamanna í vor voru kosnir: Árni Kristjánsson, Hallgrimur Helgason, Björn Ól- afsson, Páll ísólfsson og Guð- mundur Matthíasson. Páll ísólfsson fór þess á leit við úthlutunarnefnd styrksins til tónlistarmanna, að hún ráð- stafaði fé því öðruvísi, sem hon um hafðj verið úthlutað. að vænta að menn fjölmenni til barnanna í Bæjarbíó. Aðgöngu miðar verða seldir þar eftir kl. 1 í dag, sími 9184. Háfsðleg minningarafhöfn í gær um þár sem fórusf með Deffifossi Jafnframt fér fram útför þriggja skipverja MINNINGARATHÖFN um þá tólf skipverja og þrjá farþega, sem fórust með Dettifossi 21. febrúar fór fram í Domkirkj- unni í gær. Jafnframt útför þeirra, Davíðs Gíslasonar, 1. stýri- manns, Jóns Bergssonar, bryta og Jóhanns Sigijrðssonar, búr- manns. Kirkjan var fagurlega skreytt blómum og krönsum en í kór- dyrum var íslenzka fánanum og fána Eimskipafélagsins komið fyrir, en svörtu klæði var tjald að að baki. Kirkjan var þéttskipuð fólki og margir stóðu fyrir utan, með an athöfnin fór fram. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru minningarathöfnina, var forseti Islands, ríkisstjórn, sendi herrar erlendra ríkja, og stjórn Eimskipafélagsins. Athöfnin hófst með því að strengjasveit Tónlistarfélags- ins lék sorgarlag, því næst söng kirkjukórinn sálminn, ,,Á hend ur fel þú honurn". Þá flutti séra Bjarni Jónsson vígslubiskup mínningarræðu og lagði út af þessum orðum í 1. Mósesbók 1. kap. 2. versi: Myrkur grúfði yfir djúpinu og andi guðs sveif yfir vötnun- um. Þá sagði guð: „Verði ljós)“ og það varð ljós. Að minningarræðunni lok- inni lék strengjasveitin aftur sorgarlag, og Guðmundur Jóns son, söng einsöng. því naest söng kirkjukórinn sálminn „Ég lifi og ég veit ....“. Þá las vigslubiskup nöfn þeirra, sem fórust með Dettifossi, en síðan var stundarþögn. Að lokum söng kirkjukórinn sálminn „Kom huggari, mig hugga þú,“ og strengjasveitin lék þjóðsönginn. Skipverjar og aðrir starfs- menn af skipum Eimskipafélags ins hófu kistur hinna þriggja látnu samstarfsmanna sinna út úr kirkjunni, en fánar stéttar- félaga sjómanna voru bornir á undan og heiðursvörður var staðinn við kirkjudyrnar um leið og kisturnar voru bornar út. Var athöfnin öll mjög hátíð- Ieg og bar vott um lotningar- fulla samúð til þeirra, sem misstu ástvini sína er Dettifoss fórst. Minningarathöfninni var út- varpað og vinna féll hvarvetna niður hér í bænum frá kl. 2-—4 í gær og fjölmargar stofnanir höfðu lokað allan .daginn frá hádegi. Tvær nýjar bækur: í skugga ðlæsibæjar, eflir Ragnheiði Jónsdottur „Austantórur", Jéns Páfissosiar IGÆR komu á bókamarkað- inn tvær nýjar bækur frá Víkingsprent og hefur áður ver ið sagt nokkuð frá báðum þess- um bókum hér í blaðinu. Þessar bækur eru skáldsagan „í skugga Glæsibæjar" eftir Ragnheiði Jónsdót.tur, og „Aust antórur“, fyrsta bindi hinna miklu sagnaþátta Jóns Pálsson- ar fyrrverandi bankagjaldkera. „í skugga ' Glæsibæjar“, er tæpar 20 arkir að stærð og segir sögu ,,Filisteanna“, fjár- glæframannanna, sem fóru um sveitirnar og féflettu bændur og búalið. Byggist hún að nokkru á sannsögulegum við- burðum. ,,Austantórur“ Jóns Pálsson ar erú um 10 arkir að stærð, í sarria broti og Árnesingasaga, enda má lita á bókina sem hluta hennar að nokkru leyti. Þetta er áðeins fyrsta heftið, en öll verður bókin mikið verk. Er ætlast til að jþað komi allt út á þessu ári. I þessu hefti eru þættir af Brandi í Roðgúl, Þor- leifi hinum ríka á Háeyri, um veðurfar og veðurafhuganir og fjölda margt fleira. Er þelta stórfróðlegt rit og skemmtilegt. Asgeir Bjarnþórsson lisfmálari opnaói sýningy I gær ■•-»*» - —~ Á sýninguniii eru 42 mpdir A SGEIR BJARNÞÓRSSON listmálari opnaði málverka sýningu í gær í Listamannaskál anum, en nú eru 4 ár síðan Ásgeir hefur haft sýningu. Á þessari sýningu eru 42 myndir; 37 olíumálverk og 5 teikningax. Er aðalmyndin Biblíueðlis, altaristafla mikil, og nefnist Jóhannes 8. 7—8. Þá eru nokkr ar ballettstúlkur og porto af þeim Geir Sigurðssyni skip- stjóra, Páli Halldórssyni skóla- stjóra og Ágúst H. Bjarnasyni prófessor. En megin þorri myndanna á sýningunni er þó landlagsmynd ir, eru þær aðallega úr Borgar firði frá Laxfoss og Norðurá. Flestar eru myndirnar mál- aðar á tveimur síðustu árum, en eins og áður er sagt hefur Ásgeir ekki haldið sjálfstæða sýningu um fjörgurra ára skeið enda mun hann lítið hafa mál- að þau ár, sem hann kenndi við Iðnskólann. Af myndum þeim, sem á sýn ingunni eru hjá Ásgeiri, eru að- eins 16 til sölu, hin eru í einka eign ýmissa. Sýnmgin verður opin í 11 daga, frá kl. 10—10 daglega. Miðvikudagur 28. marz 1945 Páskaguðsþjónusfur í Skíðaskálenum í Hveradölum og ai KolvlðarSióli SÚ NÝJUNG verður upptek in nú um hátíðina, að halda guðsþjónustur uppi í skíðaskál unum að Kolviðarhóli og í Hveradölum. Blaðið átti í gær tal við séra Jakob Jónsson og skýrði hanis þvi svo frá, að á föstudaginn langa kl. 10 árdegis myndi hannt halda guðsþjónustu að Kolvið- arhóli, en á páskadagsmorgun kl. 10 flytur séra Sigurbjöm Einasson predikun i Skiðaskál- anum í Hveradölum. Þetta verða að sjálfsögðui ekki guðsþjónustur með sama fyrirkomulagi og hér í kirkjun- um, en hugmyndin er, að flutt- ar verði stuttar predikanir, þannig að fólk það, er Iþama dvelur við skálana og í næstu skálum í kring, gefist kostur á þvi að taka þátt í hátiðaguðs- þjónustum páskanna. Hugmyndina að þessum guðs þjónustum ■ i skíðaskálunum, kvað sr. Jakob stjórn Prestafél. ís-lands eiga, og var málið bor- ið fram við stjórnendur skíða- félaganna og ferðafélagsins, og fékk þar strax góðar viðtökur og sýndu forustumenn félag- anna málinu mjög góðan skiln- ing. Er þetta í fyrsta sinn hér á landi, svo vitað sé, að hátíða- messur séu sungnar í skíða- skálunum. Er þetta góð hug- mynd, sem væntanlega verður vinsæl meðal iþróttafólksins, sem leitar upp til fjallanna, og ef til vill verður guðsþjónustan ómissandi liður í dagskrá skíða fólksins, síðar meir, er það dvelur í skálum sínum um helg ar og hátíðar. Brefar þakka HomfirS ingum fyrír bjálp og aðsfoö ?ii flugmenn B rezki SENDIHERRANN hefur að tilhlutun yfir- manns brezka flughersins á Is- landi beðið forsætisráðherra að færa Eymundi Sigurðssyni, Eyj ólfi Runólfssyni og Ársæli Guð jónssyni í Höfn beztu þakkir sínar og flughersins fyrir veiga mikla aðstoð, er þeir létu í té 16(. janúar 1945. Sex brezkir flugmenn höfðu strandað á Hafnartungu. Veður var mjög kalt, hvasst var, straumþungi og ísrek á firðinum, og voru flugmennirnir allir holdvotir og teknir að þjást af kali, er þeir komust í land. Boyce flugforingi, yfirmaður flughersinS, hefur látið þess getið, að mjög mikil vinsemd ríki milli flugliðsmanna í Höfn og íslendinga þar, og hafi þeir gert margt til að létta einvenz Bretanna á þessari varðstöð. Hafa íslendingar jafnan verið skjótir til hjálpar, þegar á hef- ur þurft að halda. Samninganefnd utanríkisviðskipta biður þess getið í sambandi viðt fréttatilkynningu frá nefndinni dags. þ. 16. þ. m., sem birt var I Alþýðublaðinu, að fiskimjöl það, er þar um getur, sé einungis vél- þurrkað fiskimjöl, Ekkert var selt af sólþúrkuðu fiskimjöli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.