Alþýðublaðið - 28.03.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.03.1945, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. marz 1945 ALÞÝÐUBLABIÐ . æ Varnir Þjóðverja ausian Rínar eru í molum Skriðdrekasveilir Pattons eru nú sagðar nálgasf Wunburg -- -«* — — 1. og 2. herinn ná saman fyrir norðan Main Wöra ÞJéHwerJa ailsstaSar yeiic rsema Merðasi Rwlirlhéraðið O KRÍÐDREKASVEITIR ÚR 3. HER PATTONS bruna áfram og mæía lítilli mótspymu Þjóðverja. í gær- kveldi voru þær sagðar nálgast Wurzburg í Norður-Bayern, sem er um það bil miðja vegu milli Rínar og landamæra Tékkóslóvakíu. Sveitir úr 1. hernum og 3. hernum hafa sameinazt norð- ur af Main og í gærkveldi nálgaðist 1. herinn borgirnar Wetzlar og Giessen, austur af Limburg, sem tekin var í gær. Er hann nú kominn um 65 km. austur fyrir Rín og fer geyst yfir, enda lítil mótspyrna af Þjóðverja hálfu. Eisenhower yfirhershöfðingi bandamanna sagði í gær, að varnir Þjóðverja á vesturvígstöðvunum væru nú ger- samlega í molum, og litiar líkur til þess, að Þjóðverjar hefðu neitt bolmagn til þess að tefla fram varaliði til þess að hefta 'sókn bandamanna. En hann kvað bandamenn eiga eftir harða bardaga, einkum nyrzt á vígstöðvunum, norður af Ruhrhéraði, en þar er mótspyrna Þjóðverja hörðust. Annar brezki herinn hefur um átta brúarstæSi á Rín á valdi sínu og heldur áfram að flytja ógrynni liðs og hergagna austur á bóginn. 7. herinn hefur nú á sínu valdi svæði á austurbakka Itínar, norður af Mannheim, sem er um 30 km. langt og 8 á breidd. . Lk>yd George í F^RRADAG barst sú fregn út um heiminn, að David Lloyd George væri látinn að heimili sínu í Wales, 82 ára að aldrj. Með honum má segja, að lokið sé löngu og merku tímabili í sögu brezka þingsins, en þar hafði hann verið þingmaður í 55 ár sam fleytt og mun nafn. hans ó- rjúfanlega tengt sögu þess á þessum viðburðaríka aldar- helmingi. MEÐ LLOYD GEORGE er til moldar genginn „grand old man“ brezka þingsins, þing- seta hans markaði djúp og var anleg spor í brezkum stjórn- málum.og var hann um árabil atkvæðamestur og málsnjall astur allra þeirra, er sæti áttu í neðri málstofunni. Hvert mannsbarn í hinum mennt- aða heimi, sem skynbragð bar á dagblöð, mún hafa kannast við öldunginn hvíthærða, hinn gamla bardagamann, sem vann svo mikið og gott starf fyrir þá, sem minnst máttu sín er hann réð ein- hverju um stjórn landsins. Því er það, að brezka þjóðin mun nú minnast hins látna stjórnmálaskörungs og staldra um stund með lotn- ingu við börur hans, enda þótt ófriður geisi umhvérfis. LLOYD GEORGE var af fá- tæku fólki kominn, fæddist í Manchester hinn 17. janúar árið 1863, en foreldrar hans voru frá Norður-Wales. Föð- ur sinn missti hann tveggja óra en ólst síðan upp hjá, móður sinni í Wales og hélt jafnan síðan ástfóstri við þann landshluta. Hann nam lögfræði og stundaði lögfræði störf um hríð, en brátt vakti hann athygli sem snjall blaða maður og mælskulist tamdi hann sér snemma. ÁRIÐ 1890 hefst frægðarferill Lloyd George fyrir alvöru, þá er hann kjörinn á þing fyrir Carnarvonborg í Wales og var jafnan síðan fulltrúi hennar á þingi. eða í 55 ár. • SAGA Lloyd George og barátta þessi 55 ár er um leið saga > Bretlands á þessum tíma. Hann er þingmaður á valda- tímum 5 þjóðhöfðingja, Vikt oríu drottningar, Játvarðar VII. , Georgs V., Játvarðar VIII. (sem naunar var aldrei krýndur konungur) og loks núverandj Bretakonungs, Georgs VI. IJann varð brótt með at'kvæðamestu mönnum á þingi og fáum þótti hent að etja kappi við hann í þing- ræðum, enda var mælsku hans viðbrugðið, rökvísi og glöggskygni. Hann þótti jafn aðarlega öruggur fylgismað- ur hvers konar tunbóta og mannúðarmála, enda naut hann mikil trausts almenn- ings í Bretlandi. Frh. á 7. síðu. Fregnir í gærkveldi voi*u frekar óljósar af ferðurn Patt- ons, af öryggisástæðum, en vit að er, að skriðdrekar hans sækja fram með feikna hraða, höfðu tekið Offenbach og komn ir að Hanau. Þjóðverjar segja í fregnum sínum, að þær nálgist V/urzburg, sem er mesta borg í Báyern. Þar norður af nálg- ast svo sveitir úr 1. hernum Wetzlar og Giessen. Þá hafa hersveitir Pattons tekið Lohr og voru komnar um 90 km. austur fyrir Rín á þeim slóð- um. Þá hefur 7. herinn, sem Patch stjórnar, brotizt yfir Rín á breiðu svæði norður af Mann- heim og hefur Iþar allmikið land svæði á sínu valdi. Herinn fór yfir fljótið á bátum, án aðstoð- ar stórskotaliðs og hrökkva Þjóðverjar hvarvetna fyrir, enda virðist algért los komið á varnir þeirra þar og gefast her menn þeirra upp þúsundum saman. Á norðurhluta vígs-töðvanna brýzt 2. herinn brezki og 9. herinn ameriski áfram austur á bóginn, austur af Wesel og bara á því svæði hafa banda- menn 8 brúarstæði á Rín á sínu valdi. Taka þeir mikinn fjölda fanga. í gær tók 2. her- inn 11 þúsund þýzka hermenn höndum en 9. herinn 5 þúsund. Komið hefur fyrir, að þúsundir þýzkra hermanna hafa leitað í I áttina til bráðabirgðafangabúða bandamanna, án herfylgdar. 7. herinn ameríski tók hins vegar um 4700 fanga i gær. Fréttabann er enn á ýmsum vígstöðvum, einikum þar sem 3. her Pattons sækir fram og játaði þýzki útvarpsfyrirlesar- inn Sertorius það í gær, að erf- itt væri að gera sér glögga grein fyrir því hvert her Patt- ons stefndi, en taldi þó, að það myndi vera í áttina til Wurz- burg. Hins vegar verjast banda menn allra frétta um þetta nú sem fyrr. Híð mesta öngþveiti er sagt i'íkja í Þýzkalandi, einkum að því er snertir matvælaúthlut- un. Brezki floiinn kom 677 kaupskipum af 739 tii hafnsr í H.-Rúss- landi A LEXANDER, flotamálaráð herra Breta, gaf í gær ýmsar mikilvægar upplýsingar um þátttöku brezka flotans í vernd kaupskipa, er fluttu birgð ir og hergögn til hafna í Norður Rússlandi. Meðal annars sagði ráðherr- ann, að alls hefði brezki flotinn fylgt 739 kaupskipum fullfermd um norðurleiðina ag af þeim hefðu 677 náð áfangastað, þrátt fyrir sífelldar árásir þýzkra kaf báta og flugvéla og veðurofsa í Norðurhöfum. Hins vegar hefðu Bretar orð- ið fyrir nokkru herskipatjóni og allmargt manna hefði farizt. Misstu Bretar tvö beitiskip, fimrn tundurspilla og axta smærri fylgdarskip, en yfir lOjOO sjóliðar og sjóliðsforingj- ar fórust. Danzig-svæðið Kort þetta sýniir Æríriíkið Damzig, eins ogþað var áður en Þjóð- verjar in-nlimuðu það í Þýzikalaind .Má bar isjlá borigirnar þrjiár, sem mest ihefiur verið barizt um á besísum slóðuírri, Dan/.ig og þar fyrir norðan hafnaibórígiinia Zoppot og Ihina nýjiu hafnarborg Pól- verja, Gdyma. Þar morðuir af iskaginin Hel, sem Pólverjar vörðu afar vasklega gegn Þjóðverjum, 1939. ® i £ ,P. £ „ ______________ H. 0 * ' brotizt Inn s Danzig. '. iféssar taka Strelilen í Slésín og-Trojppau í Slóvakíu 13 ÚSSAR TlLKYNNTU í GÆR, að hersveitir Rokoss- -B-t' ovskys hefðu brotizt inn í miðborgina 1 Da-nzig og geisuðu þar harðir bardagar, en Þjóðverjar halda undan. Standa heil hverfi þar í björtu bá'li eftir stórskotahríð Rússa og loftárásir. Þá hafa Rússar einnig brotizt inn í Gdynia, nokkru norðar og voru þar einnig háðir snarpir götubar- dagar í gær. Þá segja Rússai- frá mikilli sókn á suðurhluta vígstöðvanna. Þar hafa þeir tekið Strehlen í Slesíu og Troppau í Tékkóslóvakíu og nálgast hröðum skrefum Moravska Ostrava. Rússar hafa nú um all-lang skeið haft Danzig og Gdynia í ' herkví, en það er nú fyrst, að þeir tilkynna, að þeir hafi brot- izt inn í miðborgir þessara miklu hafnarbæja við Eystra- salt. Hafði lengi verið búizt við falli þeirra, en þær eru mjög mikilvægar Þjóðverjum. Rúss ar hafa látið linnulausa skot- hríð dynja á Danzig og loga miklir eldar í borginni. Það er her Konievs, sem hefir tekið Strehlen í Slésíu, en Malinovskys, sem hefir tekið Troppau í Tékkóslóvakíu, skammt frá Moravska Ostrava, sem er mest borg þar um slóðir, en her Petrovs nálgast einnig þá borg frá Póllandi. Harðir bardagar eru einnig háðir í Ungverjalandi, einkum norður af Balaton-vatni, en þar er Tolbukin í sókn og á ekki nema um 35 km ófarna til landa Austurríkis. Árgenlina segir Þýzka landi og Japan sfrfð á hendur AÐ var sagt í Lundúna- fregnum í gærkveldi, áð Argentina hefði sagt Þýzka- landi og Japan stríð á hendur og munu nú öH Suður-Ameríku ríkin eiga í ófriði við möndul- veldin. Má vera, að þessi stríðsyfir- lýsing Argentínumanna verði til þess, að landið fái að sitja róð- stefnuna í San Fransico í næsta mánuði, en Argentína hefir um langt skeið verið það Suður-Ameríkuríkið, sem þótti einna hliðhollast möndulveldun um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.