Alþýðublaðið - 08.04.1945, Side 5

Alþýðublaðið - 08.04.1945, Side 5
Sumradagur 8. apríl 1945. ALÞY0UBLAÐ1Ð Þegar vorblærinn fer um Norðurland — Um ástandið í Rauðarárholti — Skýring á atkvæðagreiðslu í félagi. VEBKAMAÐUR Á AKUREYRI sendir mér þetta vorbréf: „Sumar í nánd. Hið beizka gall vetrarins, grænt í skæninu móti daufri skammdegisbirtu, er að renna út. Vaðlaheiðin hefur af- klæðzt hvíta serknum og tekið annan rauðflekkóttan. Ljóminn í heiðríkjunni verður glaðari og öiðir vatna verða þrungnir af söng. Enn á ný kveður vorið okk- ur Norðlendinga til starfa. Sveit- irnar okkar og strendurnar fyll- ast af skógarilmi og sævarangan. Kliður vorfugla ómar. Sólskinið vermir. Blóðið verður þynnra og fagurrauðara undir hvítum inni- setuskinnum, sem bráðlega verða veðurtekin. Og svo eru störfin hafin. Ný lífsbarátta gegn næsta vetri. SVEITAKARLARNIR eru kái- astir. Þeir tala við fuglana, lömb- in og follöldin. Ef til vill síðborna kálfa, eða nýjan hvolp á heimil- inu. Sjómennirnir eru þyngri á brún. Úti fyrir er enn svalt á seltu. Og golþorskarnir eru ekki falíðir í gælunum.“ ÞÓ ER MINNI LÍFSGLEÐI hjá landverkamönnunum, eyrarvinnu- feörlunum með tóma vasa og at- vinnuleit í augunum. Engum mönn um er eins þröngvað frá frjáls- mannlegu Mfi. Jafnvel vorið verð- ur ‘þeim til minni ánægju en örð- um. Þá vaknar spurningin um, ihvað gera • eigi í sumar. Og sól- skinið fer fyrir ofan garð og neð- an, meðan leitað er úrlausnar. Krakkanórurnar, þessi bláhvítu angatetur, sem auðmaðurinn gerir grín að, lifa eða deyja eftir því, hvort nokkur hafnargarður verður byggður, nokkur grjótkvörn iátin ganga, nokkrar vegagerðir fram- kvæmdar. SVO FER TÖÐUGRESIÐ að gróa úti í sveitinni, alsett gulln- um. blómum. Malbikið á borgar- götunni hitnar og bráðnar. Skó- sölamir og nefin fá að vita af því. Misjöfn er æfin mannanna. Yfir hvelfist himinninn, heiður og blár. Hafið úti fyrir er skínandi fojart. Stríöndin grýtrt. Suma daga er ský og regn. Stundum ef til vill kaldur vindur. Laufin í Lystigarð inum hvíslast á. Við ættum að íbiðja þau að tala við allar stjórn- irnar og nefndirnar.“ RAUÐARÁRHOLTSBÚI skrifar. „Fyrir nokkru las ég greinarkorn i einhverju dagblaðinu, sem skýrði frá því, að göturnar í Rauðarár- höltinu væru gjörsamlega ófærar og var.la væri hægt að fá foíla til að sækja fólk þangað, þótt brýna nauðsyn bæri til. ÞEGAR ÉG LAS ÞETTA grein- arkorn, þá vaknaði hjá mér von- ameisti í þá átt, að brátt myndi rætast úr þessu hörmungarástandi sem raunar hefur varað í allan vet ur. Og viti menn. Dagimi eftir varð ég var við það, að nokkrum skófi- um af gi-jótmulningi hafði verið fleygt niður í eitt hvarfið, sem er í Meðalholtinu á mótum þess og Þverholtsins. Ekki vissi ég hver hafði gert þetta, en taldi þó víst að réttir aðilar væru þar að verki og nú væri bráð úrbót í vændum. En þar reyndist ég æði bjartsýnn. Síðan þetta gerðist er nú iliðinn hálfur mánuður og enn er allt sama botnlausa ófæran og verri þó. Ég 'tel nú þýðingarlaust að fara að lýsa ástandi þessara gatna frekar. ÞEIR, SEM EINHVERN TÍMA hafa verið í sveit ó íslandi og muna eftir gömlu moldartröðunum, eiga auðvelt með að mynda hugtök, sem hæfa þeim. Það hefur reyndar oft foorið á góma hér meðal manna, hvers vegna nothæfar götur með gangstéttum og sæmilegum götu- ljósum séu ekki lagðar hér 1 nýja hverfinu í Rauðaráráholti eins og öðrum nýjum hverfum í bænum. En látum það nú vera. ÞAÐ, SEM VIÐ gerum kröfu til, er að bifreiðum og gangandi fólki sé gert kleift að komast að hils- um pkkar með góðu móti. Frekari kröfur teljum við þýðingárlaust að gera að sinni, því okkur ef ljóst, hvaða framfarastefna er nú ríkj- andi í þessum bæ. Ef göturnar verða ekki lagfærðar núna næstu daga, sé ég ekki önnur ráð en að þau hundruð manna, sem hér búa, verða að taka sig saman um að lag færa þær upp á eigin spýtur og' gera síðan bænum reikning fyrir tilkostnaðinum. Þ<*tta hörmungar- ástand verður ekki þolað lengur.“ ÞÓRGNÝR sendir mér skýringu við fyrirspurn um atkvæðagreiðslu í félagi einu, sem ég gerði nýlega að umtalsefni. Hér er bréf hans: „Út af fyrirspurn og svari í dálk- um þínum í Alþýðublaðinu 6. þ. m. varðandi atkvæðagreiðslu í ó- nefndu félagi hér í bænum, lang- ar mig til að gera fram eftirfar- andi upplýsingar og spurningar. ATKVÆÐATÖLUR A B og C eru rétt tilgreindar í fyrirspurn- inni, sömuleiðis er það rétt að sam kvæmt lögum félagsins, sem um er rætt, skál hlutkesti ráða ef at- kvæði eru jöfn. — Hér stóð þann- ig á, að kjósa átti formann í fé- laginu. Samkvæmt lögum þessa Framh. á 6. síðu. Unglinga vantar nú þegar til bera bla&ið til kaupenda í eftir talin hverfi: Austurstræti Hverfisgötu. Barónsstíg Lindargötu. AWiýðublaðfð. — Simi 4900. Á leið til Japan Þau eru ekki árennileg, þessi oruituskip sj "a i.rjdaiúkj^aflotans, ®ean nú hafa fenigiS bækistöðvar á Filippseyjum; og það er skilj "' legt, að Japanir séu farnir að hugsa til þess með töluverðum kvíða, að verða innan skamms að horfast í augu við fallbyssukjafta þeirra úti fyrir ströndum síns heimalands. ■ Aslandi HYERNIG er ástandið í Jap- an í dag? Hvað hafa Jap- anir sér til munns að leggja? Hvert er viðhorf þeirra, —- hvernig er fréttaflutningi varið og hvað er að segja um ritfrels- ið? Hverju skyidu þeir kvíða, hvers skyldu þeir vænta? Ken Suzúki, — sem er eins- konar John Smith Japans — leggur nú meira að sér, hvílist minna og afkastar meiru heldur nokkru sinni fyr. En allt þetta er honum til lítils gagns. Birgða skemmurnar eru harla snauðar. Samkvæmt fregnum frá Rúss- landi blómgast svartur tnarkað- ur allvel í Japan um þessar mundir. Þeir sem ekki kaupa'á svört um markaði leggja fé sitt í verð mætar eignir. En fólk, sem eyðir 100 yen- um í eitt skrautlegt postulíns- ker virðist ekki vita hvað það á við peningana að gera. Þó gengur það e. t. v. ekki betur til fara en snauðasti almenning ur. Allur fatnaður er skammt- aður, en um það bil fyrir ári síðan var allur fataskammtur .minnkaður um helming. Fólk innan þrítugsaldurs fær fimm- tiu fatamiða árlega, en þeir, sem eru komnir yfir þrítugt, fá ekki nema fjörutíu. Til frekari glöggvunar má taka það fram, að frú Suzuki þarf að afhenda þrjátíu skömmt unarmiða fyfir eina búmullar- úlpu. * Menn neita sér um hverskyns þægindi. Hverskyns járnmunir og tæki úr öðrum málmum eru látnir renna til smíða á „flug- vélum keisarans“. Konur verða að neita sér um fegrunarlyf, eilífðarbylgjur í hárið og hvers kyns skartgripi. Karlmennirnir fá ekki tóbak nema af skornum skammti og föt fást ekki press- uð utan heimilis. Drykkjumennirnir þjást. Vín skammturinn var minnkaður um helming árið sem leið, en FTIRFAKANDI GREIN ■*-“* er tekin upp úr „Daily Mail“ og er eftir Mark Gayn. Er hér rætt um innanlands-1 ástandið eins og bað nú er í Japan. Undanfarið liafa Jap- anir farið hallóka í viðureign inni við Bandaríkjameim, en allt virðist benda til þess að þeir niuni berjast þar til yfir lýkur, enda þótt baráítan sé auðsjáanlega vonlaus. er nú enginn, þareð ekkert vín er til. En það sem Ken Suzuki skort ir mest, eru matvæli. Hrísgrjón eru nú ekki lengur flutt inn frá' Suður?Asíu. í þessu landi, þar sem aldrei hefur fram að þess- um tíma vaxið nægilega mikið eti hrisgrjónum til að nægja landsmönnum, eru nú uppi hó- værar raddir um það, að þjóðin þurfi sjálf að rækta handa sér það ,sem hún þurfi með. Gerðar hafa verið tilraunir í þessa átt, en mistekizt. Síðastliðið ár var grjónaskammturinn ca. 500 grömm á dag, en nú er hann ekki nema 330 grömm. Um tveggja ára skeið hafa Japanar haft hrísgrjón frekar af skorn- um skammti. Stjórnin hefur hvatt þjóðina til að neyta meira af kartöflum og hveiti. En Suzuki gefur því lítinn gaum. Hann vill hrísgrjón, en engar refjar. En skömmtunin er undir aiÞströngu eftirliti og eftirlit er haft með vörum sem ekki eru skammtaðar alveg eins og hin- um, sem skammtaðar eru. Japan vantar starfskrafta til framleiðslunnar. Samkvæmt ná kvæmum athugunum rúss- neskra fréttaritara vinna nú 2.000.000 gamalla manna og kvenna við iðnaðinn og auk þess börn innan við tólf ára ald ur, á aðra milljón Kóreubúar og yfir 60 þúsundir Kínverja. n í dag Vegna skorts á stanfskröftum hafa Japanar gripið til þess ,,óyndisúrræðis“ að láta konur vmna meira við framleiðslu og önnur mikilvæg störf héldur en áður var gert. Þó hefur þetta ekki gengið slysalaust, — því t. d. hafa hástéttakonur þverneit að að vinna með konum lægri . stétta ó. s. frv. En það er stöðugt skortur á mannafla, — skortur á matvör- um og öðrum nauðsynjum. Stöð ug minnkar innflutningur á járni og öðrum málmum. Kola- og rafmagnsneyzla er miklum annmörkum háð. Vélar og far- artæki ganga úr sér án þess að hægt sé að endurnýja þær nema að litlu leyti. Hingaðtil hafa Japanar lagt eins ftaikið að sér og þeir hafa getað við skipa- smíðar, en nú er allt útlit fyrir því, að þær hljóti að minnka ,til muna á næstunni. * Sumir hafa haldið því fram, að dugnaður Japana við skipa- smíðar myndi jafnvel bjarga þeim og leiða þá fram til sigurs í styrjöldinni. En nú hafa Banda ríkjamenn sýnt þeim fram á þoð, að flugflotanum verður' ekki síður að gefa ærinn gaum, ef vel á að fara. Að ýmsu leyti hafa Japanar lagt aðdáanlega hart að sér. En slíkt borgar sig ekki, á þann hátt sem Japanar hafa gert. Ken Suzuki mun súpa seiðið af því. Japanar hafa brýnt fyrir æskulýðnum að gera allt sem hann gæti til þess að efla flug- fiotann því „innan skamms myndi hann gera innrás í Banda ríkin“. Flugfloti er í augum Japana eingöngu árásartæki, en ekkert annað. Og sjálfir éru þeir t. d. mjög hræddir við loftárásahætt una í Tokió og öðrum japönsk- um borgum. Þeir hafa undir- búið flótta fólks úr heilum borg um, skólahverfum og verksmiðj um. Komið hefur verið upp birgðaskemmum á öruggum Framði. á 6. wðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.