Alþýðublaðið - 08.04.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.04.1945, Blaðsíða 6
« ________________________ auþypubladhð Siuinndagnr 8. aprfl 1M5> Aðalfundur 1. deildar KRON •ir (Deildarsvæðið er allt norðan Túngötu milli Aðal- strætis að austan, Bræðraborgarstígs og Brunnstígs >* að vestan). Pundurinn verður haldinn í Kaupþingssalnum níánudaginn 9. aprál klukkan 8,30 e. m. Félagsmenn á deildarsvæðinu, sem ekki hafa fengið aðgöngumiða að fundinum, erú beðnir að taka þá við innganginn. KRON Norsk leyniblöð gep nazisfum Frh. af 4. síðu. mætti, en áður höfðu blöðin verið gefin út í eins stórum upplögum og auðið var og þeim dreift án sérstakra varúðaráð- stafana. Um áramótin 1943 var dreifing leyniblaðanna end ur- skipulögð með tilliti til vaxmdi hættu og árið 1943 komu leyni- blöðin við sögu barátiunnar heima í Noregi meira en nokkru sinni fyrr. Blöðunum fjölgaðí. Þau komu flest út reglulega og yfirieitt mjög vel vandað til efn is þeirra. Það var fjallað um stjórnmál og hermál í fræði- greinum og viðhorfin eftir stáð ið voru rædd af rökvísi og skyn semi. Prentun og dreifing l ivni- blaðanna hafði þó mikla hættu í för með sér. Gestapo átti auð- veldara með að hafa app á leyniblöðunum ef henni tókst að komast á snoðir um eitthvert þeirra, þegar hið nýja skipulag hafði verið upp tekið í sam bandi við útgáfu þeirra. Síðla hausts 1943 tókst Gresta ,po að hafa hendur í hári eins af áhrifamönnum leyniblað- anna. Það er ástæða til þess að ætla, að þessi handtaka hafi verið tilefnið til hinnar stór- felldu atlögu nazistanna gegn Ieyniblöðunum í febrúar í jyrra. í iþrjá til fjóra mánuði bar ekkert til tíðinda, en í febr- úar 1944 taldi Gestapo, að næg- ar upplýsingar væru fyrir hendi og léjt til skarar skríða. Gestapo beindi einkum atlögu sinni að leyniblöðunum í Oslo, en þar voru flest og stærst blöð in gefin út, sem gefur að skilja og dreift þaðan um gervallt landið. En annars hefur það einkennt leyniblöðin í Noregi frá öndverðu, að þau hafa sprottið upp sem knýjandi þörf hins óbreytta manns og þar sem ekkert blað hefur ver- ið fyrir hendi hafa einn eða fleiri menn hafizt handa um útgáfu leyniblaðs af sjálfsdáð- um. Erfiðleikarnir á því að afla pappírs og prentsvertu til að geta gefið út 'blöð í þúsunda- upplagi daglega eða nokkrum sinnum í viku urðu meiri með hverju blaði, og auk þess hef- ur það aukið erfiðleikana að miklum mun, að Gestapo hef- ur iðulega tekizt að hafa upp á slíkum birgðum. En jafnan hef ur þó rætzt úr þessum erfið- leikum og effir hverja nýja of- sóknaröldu hafa bleðin byrjað göngu sína á ný, því að það er og verður jafnan álit manna, að það skipti mjög miklu máli að norska þjóðin fái áreiðualeg ar og mikilvægar upplýsingar um stríðið. Þess vegna eru menn jafnan fúsir til að taka á sig þá hættu, sem útgáfa leyniblaða hefur í för með sér. Hin fjöl- mörgu bíöð, sem dag avern koma út í Noregi og dreift er um byggðir landsins, múnu ekki hætta að koma út fyrr en Þjóðverjar eru þaðan á brott, á hverju sem gengur. Sem stendur er ógerlegt að fuilyrða neitt um það, hve mörg leyniblöð koma út í Nor- egi, að minnsta kosti ekki fyrir þá, sem dvelja utan Noregs. Síðustu upplýsingar, sem mér hafa borizt frá Noregi um þetta efni eru frá því í ágúst í fyrra og láta nær 60 leyni- blaða getið. Ástæðan fyrir því, að ég hefi gefið þetta yfirlit, sem að sumu leyti er sundurlaust, um leyni- blöðin í Noregi á stríðsárunum í tilefni 9. apríl, er sú, að þess hefur ekki áður gefizt kostur að ræða þetta mál svo heitið geti hér á íslandi. En ég hygg, að íslendingum muni leika hugur á að fá nokkra vitneskju um það, hvílíka þýðingu leynibiöð- in hafa haft í 'baráttu þeirii, sem norska þjóðin háði og hey- ir gegn hinum þýzku kúgm’um og kvölurum. HANNES Á HORNINU Flfc. af 4. síOa. félags eru aliir félagsmenn skyldir að taka við kosningu í stjórn eða till annarra starfa í félaginu en enginn félagsmaður er skyldur til þess að hafa sama starf á hendi lengur en tvö ár í senn. C VAR BÚINN að vera formað- ur í 4 ár. Hann stjórnaði fumdin- um; og áður en kosning hófst, ilýsti hann því yfir, að hann væri ekki í kjöri, mundi neyta réttar síns samkvæmt félagslögum, að taka ekki við endurkosningu og varaði menn við að kasta atkvæð- um á sig til einskis. C er því hinn eini maður á fundinum^ sem samkvæmt félagslögum á rétt á því að vera ekki í kjöri við f»r- mannskosninguna, og hann lýsir því yfir áður en kosning hefst, að hann noti þann rétt. ÞEGAR ÞVÍ atkvæðatala A og B varð jöfn, en C fær eitt, úrskurð aði C það atkvæði ógilt, en lét varpa hlutkesti miUi A og B, og kom þá upp hlutur B. — Hér er rétt að geta þess, að enda iþótt C hefði ekki talið það atkvæði ógilt, sem á hann féll, var úrskurður hans um hlutkesti í fullu samræmi við venjur félagsins í þessum efn- um. Þér teljið, að ef atkvæði hefðu verið jöfn, en einn seðill auður, hefði átt að varpa hlutkesti. Ég vil nú leyfa mér að spyrja í sam- bandi við framanritað: ER HÆGT að kalla þann at- kvæðaseðil fullgildan, sem kastað er á mann sem lýsir því yfir að hann sé ekki í kjöri og samkTæmt Flmmtugur í éag: Sigurður Þórðarson söngsfjóri IDAG er Sigurður Þórðarson söngstjóri fimmtugur. Hann er fæddur að Gerðhömrum í Dýrafirði, sonur merkishjón- anna Þórðar Ólafssonar pró- fasts að Söndum og konu hans, Mariu ísaksdóttur. Sigurður var snemma sönghneigður, en átti lítinn kost tilsagnar eins og gengur. Hann fór ungur til náms í Verzlunarskóla íslands, og aflaði sér jafnframt iþekk- ingar í tónlist, eftir því sem við varð komið. Árið 1916 fór Sigurður utan og stundaði tón- fræðinám við tóri’lístarskóla : Leipzig, sem er nafntogaður skóli í sinni grein. Nokkru síð- ar fór hann aftur utan og kynnti sér söngstjórn í Þýzka- landi og Austurríki. Það þótti snemma sýnt, að við heimkomu Sigurðar hafði íslenzku tónlistarlifi bætzt dug andi liðsmaður, enda fóru þar saman fjölþættir hæfileikar, betri menntun en þá var titt, og síðast en ekki sízt, lifandi áhugi samhliða sterkri skap- höfn. Árið 1926 stofnaði Sigurður ásamt nokkrum öðrum áhuga- mönnum Karlakór Reykjavík- ur, og hefur verið söngstjóri kórsins síðan, eða í hartnær tuttugu ár. Áður hafði hann verið söngstjóri karlakórsins „Þrestir“ i Hafnarfirði um tveggja ára skeið. Sigurði varð brátt ljóst, að skortur kór- manna á kunnáttu í raddbeil- ingu stóð kórnum fyrir þrifum, og beitti hann sér fyrir því, að kórinn réði til sín söngkenn- ara, en það var algjör nýlunda þá hér á landi. Sigurður varð brátt mikilvirkur söngstjóri, sem flutti með sér ferskan og hressandi blæ, og fór sinar eig- in götur bæði um val viðfangs- efna og tjáningu þeirra. Hefur Karlakór Reykjavíkur æ síðan verið ódeigur við að ríða á vaðið um hvers konar nýjungar, og þráfaldlega fengið kvenraddir og jafnvel drengjaraddir í lið 'með sér, til þess að geta flutt tónverk, sem ávinningur var að kynnast, í upprunalegum bún- ingi. Undir handleiðslu Sigurð- ar Þórðarsonar hefur Karlakór Reykjavíkur þroskast og dafnað og borið söngstjóra sínum vitni, innanlands og utan. Og þó að kórinn hafi átt mörgum ötulum og áhugasömum mönnum á að skipa, má óhætt fullyrða, að oftast hefði verið hægar róið og skemmra siglt, ef söngstjórimi hefði ekki stappað stálinu í á- höfnina. Það ér jafnan einkenni at ' orku- og athafnamanna, að svo virðist sem þeir hafi meiri tíma til umráða, en aðrir. Þann ig er um Sigurð Þórðarson. Þrátt fyrir annir daglegra starfa. hefur honum unnist tími til að sinna hugðarefnum sínum litlu miður en þeir, sem ekki hafa öðru að sinna. Söngstjórn við erfið skilyrði krefst meiri elju eg ósérplægni en flesta grunar, ef stefnt er til einhvers þroska. Mætti þá ætla, að -starf Sigurð- ar við kór sinn hefði verið hon- um næg tómstundavinna. En því fer fjarri. Siguxður hefur kunnað þá list að lengja dag- inn. Þegar aðrir ganga til náða, fdtlagslögum er ekki hægt að skylda til þess að taka við endur- kosnirigu. Eru þess n®kkur dæmi, að kosning, t. d. til alþingis, hafi verið endurtekin vegna ógildra seðla, hafi atkvæði orðið jöfn millí tveggja frambjóðenda? Er feægt að telja þessu athuguðu, að um- rædd kosning hafi verið ólögleg?“ Hatmes á horninu. Sigurður Þórðarson. setzt hann við skrifborð sitt og skapar ný og fjölþætt tónverk, sem þegar eru orðin það mikil að vöxtum og kunn, að þau mundu nægja til að halda nafni hans á lofti. Enn hefur ekki verið gefinn út riema lítill hluti af verkum hans: Þrjú sönglög, fimm lög fyrir slag- hörpu, þrjú karlakórslög, og nú fyrir skemmstu fimm einsöngs- lög, auk þess nokkur lög, sem birzt hafa á víð og dreif í tímaritum og söngvasöfnum. Af stærri verkum, sem enn liggja í handriti, má nefna Alþingis- hátíðarkantötuna 1930, óperett una „í álögum", og „Messu“, sem enn er ekki lokið. Þá hefur hann safnað og skrifað upp gömul, íslenzk lög við alla Pass íusálmana, en úr því safni mun hann lítið farinn að vinna. Af því sem drepið hefur yer- ið á hér að framan, má ljóst vera, að Sigurður Þórðarson á rnikinn og merkilegan starfs- feril að baki. En okkur, sem átt höfum því láni að fagna, að kynnast honum persónulega, þykir ekki minna vert um mann inn sjálfan. Sigurður er prúð- menni í framgöngu svo að af ber, og innviðaheill drengskap- armaður, hv^rsdagsgæfur og hlédrægur að eðlisfari, en skap- ríkur og lætur ekki hlut sinn fyrh- neinum ef því er að skipta. Hann er maður, sem vex við nánari kynni, og hjá þeim mest, sem þekkja hann bezt. Sigurður er kvæntur Áslaugu Sveinsdóttur frá Hvilft í Ön- undarfirði, hinni ágætustu konu. Munu margir senda þeim hjónum hlýjar kveðjur og ám- aðaróskir á þessum merkisdegi. Axel Guðmundsson. Ásfandið í Japan. Framh. af 5. síðu. stöðum fyrir slíkt flótt-aifólk, ef með þarf. Sömmleiðis ýmiskon- ar hjálparstöðvum og sjúkra- húsum. Hvarvetna úti um sveitir landsins hefur slíkur undirbún ingur farið fram. En það er ekki iangt 'siðan; því til skamnas tima gerðu Japanar ekki ráð fyrir öðru en sigri. Þeir gerðu ekki ráð fyrir orrustum í heima ’andi sinu. Þrátt fyrir allan þennan wnd irbúning var þó sem Japanar væru lítið undir loftárásir bún- ir, þegar Bandarikjamenn hófu árásir sínár á japanskt land í júlí síðastliðnum. Það kom á daginn, að slökkviliðssveitir voru mjög illa æfðar, og sömu- leiðis heimaflugherinn. Eftir árásirnar á stáliðuaðar- borgina Yawata var skipt um yfirstjórn í heimavarnarliði Japana. Og ef dæma má eftir því, hvernig Ken Suzuki hefur tekið loftárásum Bandaríkja- manna, er siðferðisþrek hans lítið annað en nafnið tómt. Einn fréttamannanna . frá Sovétríkjunúm segir: „Áfeynsla. Japönsku þjóðarinnar fer vax- andá; .... fóLkið er orðið þreytt á stríðinu og vantrúað á sigux- ihn, — sárna máii gegnir um hérmenn sem óbreytta borgará.' En fólkinu er algerlega haldið £ sketfjUm.“ * En Ken Suzuki heldur áfram að berjpst hvort heldur útlitið er sigurvænlegt fyrir hann eða ekki. Og hann mUn berjast tfram í rauðan dauðann. Hann óskar aí faeilum hug eftir því, að flot- inn muni að lokum vinna stríð- ið. Von hans er sú, að Þýzka- landi takist að yfirvinna .Sové;t- ríkin og Bretland með hinni „miklu þrautseigjú1 sinni, og síS an sameinast Japan í barátt- unni gegn Bandaríkjunum. En hamingjunni sé lof; — Suzulki þekkir ekki nazismann og hugs uriarhátt hans sem skyldi; því síður xvirðist hann sjá hin óum- flýjanlegu örlög hans, sem óð- um nálgast. Ken Suzuki treystir því, að megn innanlandsóánægja skap- ist í Bandaríkjunum innan skamms. En vonir hans byggj- ast á því, sem næsta ótrúlegast reynist. Og því fer sem fer. Helztu blöð Japana tala enda laust um það, að guðirnir muni leiða þjóðina fram til sigurs„ bara ef hún berjist í það óend- anlega fyrir heiður föðurlands- ins og keisarans. Japanir ræða ýmist um stríð- ið sem nokkurra mánaða orrust. ur eða a. m. k. „tíu ára styrj- öld“. Þannig er myndin af Japan, eins og ástatt er þar nú. Það er frekar skuggaleg mynd. En sjálfsálit Japana hefir alizt upp við sigurvænlegar orrustur und anfarinna sjö ára. Það má £ fljótu bragði sjá þá fáu yfir- burði sem Japanar ef til vill- hafa. ■ Þeir liggja aðallega í blind- m ásetningi um að berjast til hinztu stundar, hvað sem það kosti. Og ef til vill má telja það þjóðinni 'til tekna, hversu hún leggur hart að sér til þess að halda baráttunni áfram. Samt sem áður er stjórnar- farslegur grundvöllur í Japan harla veikur. Japanir treysto. Tojo hershöfðingja á meðan allt lék í lyndi. En þegar útlitið fór að versna viku þeir honum frá (g settu Koiso hershöfðingja í hans stað. Þó meiga Japanir reiða sig á það, að umskipti é roönnum í opinberum stöðum er ekki aðalatriðið til þess að bjarga Japan í stríðinu. En það er eins og Ken Suzuki hafi ekki áttað sig á þessu enn þá. — Og stríðinu er hann bú- inn að tapa. Einstaki tækifæri fyrir bæjarbúa í dag. KONUR úr kvenfélaginuc Hringurinn bjóða bæjarbú um upp á ilmandi Hallveigar- staðakaffi, ásamt alls konar góðgæti, svo sem: pönnukökur, flatkökur, norílenzkt soðbrauð, hveraseytt brauð og óteljandi kökutegundir í da'g frá kl. 2.30 til 6 e. h. í Listmannaskálamsm. Ágóðinn af veitingum þess- um rennur til kvennaheimilis- ins að Hallveigarstöðum. Það er ekki á hverjum degi sem Reykvikingar hafa tæki- færi til þess að bragða jafn vin,- sælt og þjóðlegt kaffibrauð og hér býðst með eftirmiðdaigskafí inu. Bæjarbúar ættu því að fjöl menna í Listamannaskálanrun £ dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.