Alþýðublaðið - 10.04.1945, Síða 4

Alþýðublaðið - 10.04.1945, Síða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. apríl 1945» Otgefandi Alþýðuflokkurinn Kitstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Sírhar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Grípið þjóiinn ... ÞAÐ ER .... ekki fjarri lagi, að ætla, að ef til sundrungar eða missættis kæmi innan stjórnarinríar, yrðu marg ir til að leita orsakanna hjá rit stjórn Alþýðublaðsins.“ Þannig farast Þjóðviljanum orð í langri og leiðinlegri skammagrein, sem hann birti um Alþýðuflokkinn og Alþýðu blaðið síðastliðinn laugardag: Það skal ósagt látið, hvort þessi tilraun kommúnistablaðs in til að koma sökinni á hugnan legri sundrung eða missætti innan stjórnarinnar fyrirfram á Alþýðublaðið, stafar af því, að í Kommúnistaflokknum séu emhverjar ráðagerðir uppi um, það, að stofna til illinda innan stjórnarinnar. En sé svo, — þá er náttúrlega ekki ráð nema í tíma sé tekið. Þá er um að gera að hrópa nógu snemma „Grípið þjófinn!“ til þess að leiða at- hyglina frá sjálfum sér. Þetta er gamalkunnugt herbragð bói'- anna; en því miður, fyrir þá, svo .gamalkunnugt, að flestir eru farnir að vara sig á því. * Þjóðviljinn er að brigzla Al- þýðublaðinu um óheilindi við stjórnarsamvinnuna, og „rök- styður“ þau brígzl með því, að það flytji öðru hvoru í dálk- inum „Hvað segja hin blöðin?“ ummæli úr blöðum stjórnarand stöðunnar, Tímanum og Vísi, sem feli í sér gagnrýni á stjórn- inni. Það væri nú kapítuli út af fyrir sig, hvernig fara ætti að því að hafa slíkan dálk í nokkru blaði án þess, að verða öðru hvoru að ílytja í honum um- mæli andstæðingablaða. En ber sýnilega telur Þjóðviljinn, að í þessum dálki Alþýðublaðsins megi nú, vegna stjórnarsamvinn unnar, ekki vitna í nein önnur blöð, en Þjóðviljann og Morg- unblaðið! Er slík þröngsýni og slíkt ofstæki að vísu ekkert nýtt úr þeirri átt; það hefir ævin- lega verið „hugsjón“ og tak- mark þeirra, sem trúa á einræði og ofbeldi, að bæla niður allt rnálfrelsi og prentfrelsi og bægja frá fólkinu öllum öðrum skoðunum, en skoðunum eða blekkingum þeirra, sem við völdin eru. En Alþýðublaðið er ekkert hrætt við það, að lesendur þess eða aðrir fylgismenn núverandi stjórnar hér á landi. yfirleitt, fái að heyra það, sem andstæo- ingar hennar segja um hana. Það verður stjórninni aldrei að fótakefli, ef heilindi ríkja í her 'búðum stjórnarinnar sjálfrar, og allir, þar á meðal stjórnar- blöðin, eu á eitt sáttir um, að standa við þann samning, sem gerður hefir verið um stefnu hennar og framkvæmdir. Þetta ætti Þjóðviljinn að at- huga Fylgið við þau mál, sem stjórnin hefir skuldbundið sig til að knýja fram — það verður í augum þjóðarinnar prófsteinn inn á heilindi stjórnarflokkpnna og stjórnarblaðanna í samstarf- Bókarfregn: Ferðabók Dufferins lávarðar Ferðabók Dufferins lá- varðar. Hersteinn Pálsson íslenzkaði. Reykjavík, — Bókfellsútgáfan h.f., 1944. Q UMARIÐ 1856 var mikið um dýrðir hér í Reykja- vík. Glæsileg skip frá fjarlæg- um ströndum lágu á höfninni, og á fátæklegum götum milli lágkúrulegra húsa spásséruðu prúðbúnir hofmenn og aðals- menn með öllum þeim fárán- lega útbúnaði og umstangi, sem löngum hefur fylgt erlendum ferðamönnum á íslandi. íbúar höfuðstaðarins störðu á þessa tignu gesti eins og tröll á heið- ríkju, karlmennirnir voru allir á hjólum í kringum þá og Eeykjavíkurstúlkurnar þá voru eigi síður en nú hrifnar af spengilegum og stimamjúkum hðsforingjum. Og nærri má geta hvílíku róti atburður eins og dansleikurinn á frönsku freigátunni ,,Artemise“ hefur komið í ung meyjahjörtu í öðru eins fásinni og þá hlýtur að hafa grúft ýfir þessum smá- bæ. Engu er logið, þegar sagt er, að hér hafi komið tignir gestir sumarið 1856. Þá kom Napo- leon Frakkaprins hér með fríðu föruneyti, en hann var frændi Napoíeons mikla. En 'koma annars manns varð þó merkilegri fyrir ísland. Sá maður var Dufferin, enskur lá- verður, ' sem kom hingað á skemmtisnékkju sinni þetta sama sumar. Dufferin lávarður var há- menntaður maður og fjölhæf- ur, skáldmæltur vel og hneigð- ur til ritstarfa. Hann var af ágætu fólki kominn og á létt- asta skeiði, þegar hann fór þessa för, um þrítugt. Síðar komst hann til mikilla met- orða, varð landísstjóri í Kanada og varakonungur Indlands. Dufferin hafði hér aðeins. skamma viðdvöl, var nokkra daga hér í Reykjavík og ferð- aðist síðan til Þingvalla og Geysis. En sú viðdvöl nægði til þess, að þessi stórhöfðingi minntist íslands jafnan síðan rneð hlýju, svo mjög hreifst hann af þessu fátæka eylandi í Norðurhöfum. Og um þessa ferð sína skpifaði hann merka bók: Letters From High Lati- tudes, sem kom út í Englandi árið eftir, 1857. Oft hefur verið vitnað til þessarar bókar í ís- lenzkum ritum, en niú er hún komin út í lýlenzkri þýðingu Hersteins Pálssonar ritstjóra og nefnist Ferðabók Dufferins lá- varðar. Eins og enski titillinn bendir á, er bókin skrifuð í sendibréfs- formi. Höfundurinn skrifaði móður sinni þessi bréf á ferða- laginu sjálfu. Segja bréfin frá fleiru en ferðinni um íslands, því að Dufferin og félagar hans héldu héðan til Jan Mayen, Spitzbergen og Noregs. Frá- sagnarblærinn er viðfeldinn og skemmtilegur, þrunginn af ferðagleði höfundarins. í bók- inni er mikill fróðleikur, eink- um fyrir aðra en Íslendinga, enda var hún að sjálfsögðu ætluð enskumælandi fólki. Okkur varðar auðvitað mest um kaflana um ísland. í ferða- bókum um Ísland er oft hægt að finna ýmislegt merkilegt, því að glöggt er gestsaugað á menningu og þjóðháttu, ef gesturinn er kominn til að sjá og fræðast, án hleypidóma og hroka. , íslendingar geta unað vel við vitnisburð Dufferins lá- varðar, svo góður er hann og velviljaður. Hinu er ekki að leyna, að kynning höfundarins á landi og þjóð er ekki víðtæk, sem varla er heidur von, og hann hefur lítið séð af skugga- hliðum þjóðlífsins. Hann sat veizlur með höfðingjunum í Reykjavík, en inn í kotin um- hverfis ;hefur hann varla stigið fæti sínum. Plann gisti í tjöld- um á ferð sinni um Suðuriand, hafði sérstakan matsvein og þjón, svo að ekki þurfti margt saman við bændurna að sælda. En það, sém Dufferin lá- varður sá hér, var hann glögg- sýnn á og segir fjörlega og vel frá því. Og óneitanlega er það góður fengur að eiga þarna bráðfyndna sögu úr samkvæm- islífinu í Reykjavík fyrir 90 árum síðan. Óg Dufferin lýsir þessu svo vel, að við liggur, að maður finni á sér og sjái þá Ijóslifandi fyrir sér, karlana, Bjarna rektor, Hjaltalín land- lækni, Þórð háyfirdómara og ' Plelga biskup Thordersen. Dufferin lýsir landslagi og náttúrufari með mikilli hrifn- ingu. Hann hefur haft mikinn hug á jarðfræði og skýrir í bréfunum jarðmyndunarsögu Þingvalla og segir frá tilgátum um það, hvernig á Geysis-gos- um standi, Lávarðurinn segir frá mörgu úr sögu íslands og bókmennt- um og fer furðu rétt með. Má vafalaust þakka það hinum ágæta fylgdarmanni hans og túlk, Sigurði L. Jónassyni, ís- Ienzkum. menntamanni, s.íðar starfsmanni í utanríkisráðu- neytinu danska. Væri betur, að allir útlendir ferðamenn hefðu haft slíka fylgdarmenn um ís- land, en sumir þessara fylgdar- inu, en ekki væmið smjaður um stjórnina sjálfa og menn henn- ar samtímis ofstækisfullu níði um andstæðingana. * En fyrir utan allt þetta, vill nú svo til, að Þjóðviljinn hefir undanfarnar vikur verið með alveg einstakar svívirðingar um annan samstarfsflokk kommún ista í stjórnihni, Sjálfstæðis- fiokkinn, kallað hann „lind dauðans“ og ýmsum öðrum mið ur vinsamlegum nöfnum. Hefir Morgunblaðið í tilefni af slík- um skrifum séð sig til þess knú ið, að varpa fram þeirri spurn- ingu, hvernig Þjóðviljinn geti talið það lífsnauðsyn að hafa samstaf við slíkan flokk um stjórn landsins og vera slíkri stjórn fylgjandi. ' Það situr því sizt á Þjóðvilj- anum, að vera að brígzla öðrum blöðum um óvinsamleg um- mæli um samstarfsflokkana og óheilindi við stjórnar- samvinnuna í sambandi við þau. En það er rétt eins og hann haldi, að kommún- istar hafi einhvern einkarétt til þess að *svívirða samstarfs- fiokkana, en séu sjálfir frið- heilagir vegna stjórnarsamvinn unnar við þá! Þannig er Þjóð- viljinn á laugardaginn á þriðju biaðsíðu með dólgsleg ummæli um „hin fjölmörgu hneykslis- mál íslenzku kratanna og svik þeirra við íslenzkan verkalýð“, eins og hann orðár það. Þessu er nú vikið að þeim Finni og Emil og flokki þeirra þann dag- inn. En á fimmtu síðu segir síðan: „Það er .... ekki fjarri lagi, að ætla, að ef til sundrung ar eða missættis kæmi innan stjórnarinnar, yrðu margir til að leita orsakanna hjá ritstjórn Alþýðublaðsins“! Jú, það eru heilindi slíkt og þvílíkt. » 1 Olíukápur • svartar, síðar, Amerískar og Enskar. Sjóhattar, svartir og gulir. Nýkomið. Geysir hf. Fatadeildin. manna hafa allt fram að þessu verið of líkír þeim stallþróður siínum, sem benti á „Snorre Sturlasöns Butik“ á Þingvöll- um. Kaflarnir um ísland eru skemmtilegasti hluti bókarinn- ar, en þó er, leiðangurinn til Jan Mayen og Spitzbergen meiri svaðilför og segir frá töluverðum mannraunum, sem þeir félagar lentu í. Dufferin lýsir sumum sam- ferðamönnum sínum skýrt og skemmtilega. Einkum leggur hann rækti við þjóninn Wilson, og hendir mikið gaman að öllu framferði hans, en Wilson þessi var svo gallsúr bölsýnismaður, að svo virtist sem honum þætti jafnvel miður þegar vel rættist fram úr ýmsum vandkvæðum ferðarinnar, sem hann hafði spáð hraklega fyrir. Þýðing Hersteins Pálssonar virðist vera ágæt, yfirlætislaus- en kjarngóð. Hefur það vafa- laust ekki verið áhlaupaverk að þýða suma kaflana.' Myndir og teikningár frá ferðinní eru í bókinni. Hún er vél út gefin og eiguleg. Það má teljast góður fengur að fá þessa bók Dufferins á ís- lenzku. Ragnar Jóhannesson. FORELDRABLAÐIÐ, sem er nýlega út komið, birtir grei.n eftir Kristin Gíslason um sumardvöl barna -í sveitum, og er þar lögð nokkur áherzla á, að tengja þurfi sumardvöl barnanna meira en hingað til hafi verið gert vi.nnu og starfs- * löngun. — Greinarhöfundúrinn segir: „Sumardvöl reykvískra barna í sveitum hófst fyrst í stórum stíl, eftir að erlent herlið hafði setzt hér að. Mönnum þótti sýnt, að komu herliðsins til landsins mundi fylgja árásahætta, einkum úr lofti. Þá mátti líklegt teljast, að slíkum árásum yrði einkum beint gegn Reykjavúk, miðstöð samgöngu- kerfisins. Brottflutningur barna úr bænum var þá fyrst og fremst ör- yggisráðstöíun, sem sjálfsögð þótti veg'na árásahættunnar. Nokkrum árum áður hafði fé-' lagsskapur Oddfellowreglunnar í Reykjavík látið reisa myndarlegt barnaheimili að Silungapolli. Þar höfðu dvalizt á hverju sumri um' 70 börn, sem að læknaáliti þurftu sérstakrar aðhlynningar af heilsu- farsástæðum. Rekstur þessa heim- ilis þótti þegar í upphafi takast með ágætum. Börn, sem áður höfðu verið föl og veikluleg, komu heim að hausti hress í bragði og hraustleg útlits eftir sumardvöl að Silungapolli. Orsak- ir þesarar breytingar voru ekki vandíundnar. Börnin höfðu lifað reglubundnu lífi við hentug skil- yrði og neytt þeirrar fæðu, er bc-zt var fáanleg. Þá var hlutur hins heilnæma lofts efalaust ekki létt- astur á metunum. Það kom brátt í ljós, að árang- ur af dvöl barna á dvalarheimil- um sumardvalarnefndár varð mjög hinn sami og áður hafði reynzt á Silungapolli. Börnih voru að vísu í flestum 'tilfellum heilbrigð, er þau fóru á heimilin, en eigi að síður reyndust þau hraustari og tápmeiri, þegar þau komu aftur, svo að ekki varð um villzt. Þetta var skiljanlegt. Flest hin sömu skilyrði og á Silungapolli voru fyrir hendi á öðrum barna- heimilum. Því fór svo, að sumar- dvöl barna í sveitum varð ekki aðeins nauðsynleg öryggisráðstöf- un vegna árásahættu, heldur átti hún drjúgan þátt í að auka lireysti barnanna. Það má því líklet telja,. að flestir hlutaðeigendur óski þess, að þessari starfsemi verði 'haldið áfram, eftir að árásahætta er með öllu úr sögunni.“ Síð’ar í grein þessari segi.r: „Að sumu leyti er stálpuðum. börnum, heilsuhraustum, hollara að dveljast á sveitaheimilum en. barnaheimilum. Þar fá þauifæri á að læra ýmiss konar störf við • sitt hæfi, og þar geta þau fengið að vinna eitthvað til gag'ns. Þess eru líti.l tök á barnaheimilum, eins og víðast er háttað. Leikir og íþróttir geta ekki komið í stað vinnu, nema að því leyti, er snertir nauð- synlega hreyfingu og áreynslu á likamann. En sú hlið málsins, er veit að viðhorfi barnsins til vinn- unnar, . qr ekki þýðingarminni. Biörn virðast yfirleitt vera fúá til starfa og hafa gaman af að virria eitthvað til gagns. Ég minnist drengja á aldrinum 6—12 ára, sem. ég dvaldist með á barnaheimili s.l. sumar. Iivenær sem ég þurfti á drengjum að hailda til einhverra smávika, sóttust allir eftir þeim. Eniginn reyndi að komast hjá iþeim, eins og' margur gæti haldið. Hins vegar mátti gæta þess, að ekki vaknaði misklíð, ef einn var valinn til verksins fremur en ann- ar. Þeir, sem ekki komust að í dag, urðu að sitja fyrir á morgun, til þess að fúllnægt yrði öllu réttlæti. Mig gru'nar, að óbeit margra. unglinga á vinnu eig'i rót sína að rekja til þess, að þeir hafi r.kki va-nizt henni á barnsaldri. Þegar honum lýkur, þurfa þeir að vinna fyrir sér, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Viðbrigðin verða mikil eftir allt iðjuleysið, og get- ur þá farið svo, að þeir skoði vinn- una aðeins sem illa nauðsyn og skerðinigu á frelsi sínu, en komist aldrei í kynni við gleði þá, sem er fyrstu launin fyrir hvert vel unnið. vehk.“ Það munu margir verða til þess að taka undir þessar at- Framih. á 6. s48u.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.