Alþýðublaðið - 11.04.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.04.1945, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAOIÐ _____________________ Miðvikxidagur 11. aprí! 1945» Viðskiptasamningur milli Is- lendinga og Svía undirritaðir Svíar kaupa 125 þúsund tunnur af sítd Fréttatilkynning frá ríkisstjóminni. SÍÐASTLIÐINN laugardag, hinn 17. þ. m. var undirrit- aður í Stokkhólmi viðskiptasamningur milli fslands og Svíþjóðar. í samningi þessum, sem gildir til marzloka 1946, er m. a. gert ráð fyrir að Svíar veiti útflutningsleyfi fyrir allmörgum iðnaðarvörum, þ. á m. efni til uppsetningar á rafstöðvum. vitabyggingárefni, rafvélum og öðrum rafmags- hlutum, símaefni, bátamótorum, landbúnaðarvélum, skil- vindum, kæliskápum, pappír og pappa, eldspítum, verkfær- um, trévörum og timburhúsum. Af íslands hálfu er gert ráð fyrir að selja Svíutn 125 þúsund tunnur af síld. Hiutafjárútboð til stofmmar útgerðar- félags í Hafnarfirði UNDIRBÚNINGUR Hafnfirð iniga undir stofnun útgerð arfélags, sem bæjarsjóður ætl- ar að taka þált í er nú i fullum gangi. Eitt félagið hefur nú auglýst Mutafjárútboð. Verður minnsta framlag 1000 krónur. Bráða- birgðastjórn þess skipta þeir Bjarni Snæbjörnsson, Loftur Bjarnason, Eyjólfur Kristjáns- son, Jón Eiríksson, Jón Gísla- son og Þorleifur Jónsson. Hluta fjársöfnunmnj á að vera lokið 21. apríl. Saga fyrir ísienztsar telpnr eftir Ragn- beiði Jónsdétfitr „0óra“ gefin út aff Skiíggsjá NÝ BÖK fyrir telpur eftir Ragnheiði Jónsdóttur kom út í gær. Heitir hún Dóra, og segir sögu stúlku, sem á heima í kaupstað. Er sagan sögð í sendibréfsformi og ber margt á góma. Þyikir þessi bók mjög skemmtileg, enda hefur höfund urinn fengið almenningslof fyr ir ágætar bækur fyrir börn. I raun og veru er hér um að ræða fyrstu bókina, sem skrif- uð hefur verið fyrir íslenzkar telpur, en margar erlendar íelpnabækur hafa verið þýddar á íslenzku og náð mikilli út- breiðslu. Er líklégt að þessi bók, sem segir sögu íslenzkrar telpu verði ekki síður vinsæl. 65 ára er í dag Elín Valgerður Kráks- ( dóttir, Vjtastíg li hér í bæ. Guðrún Gottsveinsdóttir, Lækjargötu 11 í Hafnarfirði er 80 ára í dag. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Hafn arfirði heldur fund í kvöld kl. 8.30 i Strandgötu 29. Guðrún Á. Símonar heldur síðustu söngskemmtun sína að þessu sinna annað kvöld tkl. 11.30 s. d. Þjóðleg skemmlun ANN 28. marz s.l. efndi Breiðfirðingafélagið til kvöldvöku í Tjarnarcafé fyrir félagsmenn og gesti. Á dagskrá þessarar kvöldvöku voru valin- nokkur atriði, sem ekki eru tíð ar á skemmtunum hér í bæ. Kvöldvaka þessi var haldín með það fyrir augum að vekja nýjung í skemmtistarfinu, enda er þess full þörf í félagi, sem telur á níunda hundrað félags- menn. Þá vakti einnig fynr þeim mönnum, sem að kvöld- vökunni stóðu, að sýna félags- mönnum svo sem kostur væri svipmót gömlu íslenzku kvöld- vakanna. Hér skulu nefnd þau atrtði, sem á dagskrá voru. Friðgeir Sveinsson varaíor- maður Breiðfirðingafélagsins setti samkomuna með stuttri xæðu, að því loknu komu gest- ir kvöldVökunnar, þeir Guð- mundur Einarsson og Halldór Kr. Kristjánsson og hermdu nýjustu fréttir. Bar þar margt á góma. Að loknum fréttum söng Sólskinsdeildin undir stjórn Guðjóns Bjarnasonar. Þá las Helgi Hjörvar skrifstofu- stjóri sögu. Var það um hinn þjóðkunna og vinsæla Bör Börsson júníor. Því næst sungu þrjlú börn úr Sólski.nsdeildinni r.okkur lög. Síðan komu fram tveir kappar, þeir Kristirfn Guðmundsson og Snæbjörn G. Jónsson og tóku þeir að skand- erast, en að því loknu innleiddi Árni Óla blaðamaður þann þjóðlega þátt að segja drauga- sögu, en eftir henni kvað Jó- hann Garðar Jóhannsson kvæðalög. Lýður Jónsson las upp kvæði eftir Guðmund Guð- mundsson. Þá voru sungnir vikivakar. Frú Guðrún Stef- ánsdóttir frá Hverná flutti frumsamin kvæði. Magnús Guðmundsson las þjóðsögu. Að þessu afstöðnu var spiluð félagsvist, gekk hún mjög vel og þótti hin bezta skemmtun. Það síðasta, sem þarna fór fram, voru kristilegar hugleið- ingar fluttar aif séra Böðvari Bjarnasyni, en eftir hugleið- ingunum var sunginn sálmur- inn „Son guðs ertu með sanni“. Nefndir dagskrárliðir gefa til kynna hversu þessi kvöldvaka fór fram og hvernig þar var að vera, enda mun það mál þeirra, sem þarna voru, að slíkar skemmtanir sem þessi þurfi að skipa hærri sess í skemmtana- lifi okkar. Kosningar í kaupfélagi: Á að gera KROH að deild úr kommúnisiaflokknum! ■ / Kommúnisfar smaia eins og óðlr menn inn í* félagið, til þess að reyna að fá þar meiri hluta Ía ESSA DAGANA eru haldnir deildarfundir í KRON og -®- fulltrúar kosnir til aðalfundar félagsins. Er bersýni- legt af Þjóðviljanum í gær, að kommúnistar eru svartsýnir um það, að þeim takist áð jná tilgangi sínum varðandi KRON, og reka þeir því upp ramakvein og bera áðra flokka, sem að KRON istanda hinum verstu sökum. En kommúnist- ar hafa árum saman unnið ,að því að ná meirihluta í stjórn KRON, til þess að geta gert neytendasamtökin í bænum og nágrenhi hans, að pólitísku og fjárhagslegu vígi sínu. Kommúnistum mistókst á aðalfundi KRON í fyrra aí5 ná meiri bluta í stjórn félagsins, eins og þeir höfðu ásett sér. Nú á að gera úrslitatilraun á komandi aðálfundi, en. kosn- ingaúrslit'in í þeim deildum íelágsins, þar sem búið er að kjósa fulltrúa ti'l aðalfundarins, benda eindregið í þá átt, að félagsmenn KRON séu staðráðnir í því að varna því, a.ð kommúnistum takist að gera félagið að pólitísku og fjár- hagslegu vígi kommúnistaflokksins. ' Arnkell Guðmundsson fCommúngsfar rjýffa eininguna innan KRON. Þegar sameiningin innan Xaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis var gerð, var lögð á það áherzla, að neytendasamtökin í bænum skyldu óhiáð hinum ýmsu stjórnmálaflokkum, en fólk úr öllum stjórnmólaflokK- um sameinast um að gera þau sem sterkust. En kommúnistar sýndu brátt, að ætlun þeirra var að rjúfa þessa gerð og gera Kron að hagsmunafýrirtæki flokks síns. Þegar svo hallaði undan fæti fyrir Kron, sneru menn allra. stjórnmálaflokka, sem voru I stjórn félagsins, bök um saman til þess að bæta fyrir afglöp þess manns, sem komm- únistar höfðu gert að fram- kvæmdastjóra félagsins. Hefir samvinnan innan stjórnarinnar ailajafna verið hin bezta og hag ur félagsins blómgazt mjög eft . ir að samstarf og vinnufriður komst þar á. Sést árangur þessa samstarfs be.zt á því, að í árslok 1942 nómu lausaskuldir félags- ins nær þrem milljónum og þrjú hundruð þúsundum. í árslok 1943 voru skuldirnar hins veg- ar komnar niður í nær tvær milljónir og sjö hundruð þús- undir, og við síðustu áramót rvámu þær aðeins einni milljón og átta hundruð þúsundum. Þetta tímabil hefir stjórn fé- lagsins verið skipuð þrem kom- múnistum, tveim Alþýðuflokks mönnum, tveim Framsóknar- roönnum og tveim mönnum, sem ekki munu teljast til neins stjórnmálaflokks. En kommún- istum hefir ekki verið þetta nóg. Þeir hafa alla stund lagt á það áherzlu að ná hreinum meiri- hluta í Kron og beitt í þeirri baráttu þeim aðferðum, sem þeir tóku upp innan neytenda- samtakanna á Siglufirði og víð ar um land, að smala flokks- roönnum sínum inn í félögin í þeirn tilgangi einum að tryggja meirahluta kommúnista yfir þeim. Að þessu var stefnt á síð- asta aðalfundi Kron af þeirra hálfú, en mistókst. Nú hafa þeir horfið að sama ráði fyrir kom- andi aðalfund, og hefir komm- únistinn Guðberg.ur Kristinsson unnið að því frá áramótum að smala kommúnistum inn í félag ið, ef verða mætti, að með því rcyndist, auðið að fella þá Felix Guðmundsson og Theódór Lín- dal úr félagsstjórninni. Þannig hafa kommúnistar með undir- ferli sínu og áróðri innan Kron efnt til þeirra ótaka, sem nú eiga sér stað innan félagsins og veldur ramakveini Þjóðvilj- ans í gær. VBIJa rsá ei&iræöis- valdi yffir félagiim. Reynslan hefur fært mönnum heim sanninn um það, að sam- vinnuhreyfingin nær því aðeins tilgangi sínum, að hún sé óháð politískum flokkum og átökum landsmálabaráttunnar. Komm- únistar hafa iðulega reynt að ■bregðast því samkomulagi, sem gert var varðandi Kron á sínum Fm. á 7. m&u Happdrætfi Háskéla r IGÆR var dregið í 2. flokki Happdrætis Háskóla ís- lands og komu upp eftirfarandi númer: 15000 ltrónur: 12354 5000 krónur: 16607 2000 krónur: 653 8405 24073 1000 krónur: 2746 3616 4872 5373 7146 7690 10720 12049 13202 18364 20974 22033 500 krónur: 2748 3760 8614 9339 10248 10269 12700 13235 14597 15587 16426 20105 21095 21203 22369 22585 Frh. á 7. síðu. Ármannsmeistari 1 veltivigL Hnefaleikaméf Ár- manns á fösfudag. Heppi í öSSiim þyngd- arflokBcym. MÆSTKOMANDI föstudags- 'kvökl ld. 8.30 efnir Glímu félagið Ármann til innanfélags hnefaleikamóts í íþróttahöll ameríska setuliðsins við Háloga Iand Alls verða 18 keppendur í mótinu og verður keppt í öll- um átta. þyngdarflokkunum og er þetta í fyrsta sinn hér á. landi, sem keppt er í öllum þyngdarflokkum á einu og sama móii. - ■ Þetta er áttunda hnefaleika- mótið, ,sem Ármánn gengst fyr ir. í einum flokknum eru 4 kepp endur og er það í veltivigt. Hefst keppnin á því, að frana fer undanrás i veltivigt miUi Stefánls Jónssonar og Jóels Jakobssonar annars vegar og Geirs Einarssonar og Stefáns Magnússonar hins vegar. Því næst verður kappleikur í flö'guvigt milli Friðriks Guðna sonar og Lúðvíks Guðmunds- sonar. 1 battanvigt keppa þeir Mar- teinn Björgvinsson og Sijguir- geir Þorgeirsson. Þá keppa Hallur Sigurgeirs- son og Gunnlaugur Þórarins- son í fjaðurvigt. í léttivigt keppa Arnkell Guð mundsson (Ármannsmeistari í þessum flokkii og Hreiðar Hólm. I milliyigt keppa Bragi Jóns son og Ólafur Karlsson. Gunnar Ólafsson, núverandi íslandsmeistari í léttþungavigí' og Þorkell Magnússon keppa i léttþungavigt. Þá verður úrslitaleikur í vfelti vigt, en því næst hefst keppn- in í þungavigi, en í henni keppa Jens Þórðarson og Hrafn Jóns- (Frh. & 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.