Alþýðublaðið - 13.04.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.04.1945, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. apríi 1945 ALt>YOIiBLAÐlÐ I Fyrsta útgáfa fornritanna með myndum eftir íslenzka listmálara Ondvegisskáldverk íslenzku þfóðarinnar Keanur út á þessu ári með fjölda mynda eftir þrjá íslenzka listmálara, þá Snorra Arinbjarnar, Gminlaug Scheving og Þorvald Skúlason og með skreytingum eftir Ásgeir Júlíusson. Útgáfa Helgafells á Heimskringlu var að vonum talin mesti bókmenntaviðburður liins sögulega árs 1944. Höfuðrit Snorra Sturlu- sonar, frægasta bákmenntaafrek þjóðarinnar, hafði aldrei áður verið gefið út hér á Iandi. Útgáfan var svo vönduð, að af bar á allan hátt, og sérstaklega munu myndirnar hafa vakið alþjóðarathygli. Heimskringla er nú rétt uppseld og mim ekki dæmi til að íslendingar hafi fengið í hendur bók, sem var þeini kærkomnari, enda fór saman mikið verk og fagurt og mjög vandaður frá- gangur. Nú hefur Helgafell valið Njálu næst til útgáfu, en hún er sú bók, sem mest hefur verið lesin á íslandi um aldir, enda er hún perlan meðal íslenzkra bókmennta að fornu og nýju. Fjöldi manna, sem dómbærir eru á myndlist, telja að þessar Nj álumyndir marki tímamót í íslenzkri listasögu. Ýmsir telja jafn- vel að sumar þeirra taki fram Heimskringlumyndunum, sem gerðar eru af frægustu málurum Norðurlanda. , . b Eins og myndirnar í Heimskringlu hafa orðið þess valdandi, að þúsundir íslendinga, Sérstaklega yngri kynslóðin, hefir að nýju leitað til hinna fornu sagna, munu þessar fögru myndir emi á ný beina hug þjóðarinnar að hinum dýrmæta arfi, sem hefir bjargað íslenzku þjóðinni frá algerri uppgjöf á mestit þrengingartímum hennar. Halldór Kiljan Laxness hefir búið þessa útgáfu undir prentun með aðstoð færustu norrænufræðinga og ritar hann ítarlegan og eftirtektarverðan eftirmála. Bókin er með nútíma stafsetningu. 1 _ • V / Njála er prentuð á mjög vandaðan pappír. Allar síðtur eru skrey ttar og titilsíða, saurbiað og kápa, prentuð i fjórum litum. Bókin er skrautbundin í alskinn og upplag mjög lítið. HEL©AFELL, Garðastræti 17. (Box 263). Undirrit...... gerist hér með áskrifandi að .... eintaki af Brennunjálssögu. skrautbundinni í alskinn, verð kr. 250,00 Bókin sendist gegn póstkröfu. Nafn ......................................... Heimili ...................................... ÁíAcriftakorí og gjafakort í öUum bókabúðum, Verð bókarinnar fer ekki fram úr 120.00 kr. heft og 250,00 kr. í skrautbandi. HELGAFELL, Aðdbtræti 18 . Sítni 1898. Sýning á frumteikningum lislamannanna verður opnuð í Hófel Heklu kl. 5 í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.