Alþýðublaðið - 18.04.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.04.1945, Blaðsíða 4
i ALÞYPUBLAÐIÐ Miðvikudagar 18. apsríl 1@45 , Otgefandi AlþýSuflokkuriim Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í AI- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðj an h. f. Sá þriðji, sem brosir í kampinn M EÐAN forsprakkar komm- únista fara 'hamförum í blindni sinni og pólitísku of- stæki til þess að grafa ræturn ar undan neytendasamtökunum í Reykjavík og kaupfelagi þeirra, KRON, brosir Morgun- blaðið í kampinn. Það veit, sem er, að það verða ekki kommún istaforsprakkarnir, sem, þegar allt kemur til alls, hafa ávinn- inginn af því, sem nú er að gerast i KRON, jþótt jþear i- myndi sér það í forheimskun sinni af þvi, að þeim :hefir með vélráðum tekizt að tryggja sér öll völd á aðalfundi félagsins í ár. Þeir eru í þeim átökum, sem nú standa yfir í KRON, ekkert annað en óafvitandi verkfæri annarrá afla, sem vilja það félag feigt. Og það eru einmitt þau öfl, sem standa að Morgunblaðinu; því brosir það nú svo ánægjulega i kamp- inn yfir- skemmdarstarfi hinna kommúnistísku fávita í félag- inu. * ,,Óþarft er að * *taka fram“, skrifar Morguriblaðið í hróð- ugri ritstjórnargrein, sem það birtir um „átökin í KRON” i gær, „að Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki komið nálægt þess- um deilum. Hann hefir alger- lega látið þær afskiftalausar“. Eitthvað annað hafa þeir þó rekið sig á, sem staðið hafa í kosningabaráttunni í KRON undanfarnar vikur. Þar hafa sjálfstæðismenn ekkert tæki- færi látið ónotað til þess að styðja forsprakka kommúnista í valdasteitu þeirra og æsa þá upp til óhappaverka í félaginu. Er yfirleitt engum blöðum um það að fletta, að sjálfstæðis- menn og kommúnistar hafa gert með sér leynisamning um kosningabaráttuna í KRON, kommúnistar í þeirri ímyndun, að þeir væru með því að leggja grundvöll að auknum áhrifum og völdum flokks síns, en sjálf- stæðismenn nieð það fyrir aug- um að eyðileggja félagið, sem þeir alltaf hafa viljað feigt. En fíflinu skal í foraðið etja, hugsar Morgunblaðið, enda for sprakkar kommúnista nógu vit- lausir til þess, að vaða uppi og taka á sig alla ábyrgð á ofbeld- inu og sundruriginni, sem að- standendur Mogrunblaðsins, gera sér hinsvegar rökstuddar vonir um að græða einir á um það er lýkur. Þvi þykist það blað nú geta þvegið hendur sín ar og flokks síns af átökunum í KRON og fyrirsjáanlegum ó- farnaði félagsins af uppivöðslu kommúnista þar. En það veit betur. * * Launráð Sjálfstæðisflokks- ins og stuðningur liðsmanna hans við kommúnistaforsprakk ana í KRON er vel skiljanleg- ur. Þeir hafa alltaf viljað það félag feigt, og sáu sér leik á Armann Halldórsson: Tillönur um skólamál UNDANFARIN ÁR hef ég átt viðræður við marga for- eldra hér í bæ um nám barna þeirra. Hefir margt borið á góma og ýmsar óskir og um- kvartanir verið fram færðar við mig, sumar almenns eðlis, aðrar bundnar einstökum börn um. Hinar almennu kvartanir hafa verið þessar helztar: 1) Að skólarnir skuli ekki taka fyrr við börnunum, eða öllu heldur, að ekki skuli vera til ppinberir smábarnaskólar. 2) Að það nám, sem bömum er ætlað fjögur fyrstu árin í barna skóla, sé alltof lítið, börnin gangi hálf iðjulaus og eyði tim anum sér til lítils gagns ög jafn vel til óþurftar. 3) Að stunda- skrár séu mjög óhentugar og sundurslitnar, börnin hringsóli i sifellu milli skóla og heimilis, verði þá margt til að glepja þau; ennfremur að lílil börn séu kölluð 'í skóla kl. 8 að morgni. .4) Hve erfitt sé að koma börnum til framhaldsnáms vegna ónógs undirbúnings úr barnaskóla en þó einkum vegna þess, að nægir framhaldsskólar skuli ekki vera til. Ég tel allar þessar kvartanir reistar á miklum rökúm, þó að því fari fjarri, að í þeim felist allir þeir annmarkar, sem eru að mínum dómi á barnafræðsl- unni hér í bæ, hvað þá víða um land. Hennar biða mörg ó- leyst vandamál. En reykvískir foreldrar finna efalaust mjög til þeirra agnúa, sem nú hafa verið nefndir. Þarna kreppir skórinn. Nýjar tillögúr um skólamál munu því vekja hjá þeim spurningar á þessa lund: Hvernig verður séð fyrir náms- þörfum barna innan 7 ára ald- urs og fyrstu árin í barnaskóla? Verður daglegur skólatími val- inn eftir þörfum barnanna og um fram allt komið í veg fyrir þá ósvinnu að rífa börnin upp úr rúfnunum fyrir allar aldir í svartasta skammdegí, hvernig sem viðrar? Verður börnum o'kkar tryggður nægur undir- búningur undir framhaldsnám — og skólar til þess að taka við þeim? Verði þetta gert, skulum við veita ykkur fulltingi, að öðrum kosti taki tröll ykkar til- lögur. * * * í tillögum milliþinganefndar i skólamálum er ekki gert ráð fyrir því, að skólaskyldan verði færð niður, þar eð viða hagar svo til á landinu, að örðugt yrði u'm framkvæmdir. Hms vegar er lagt til, að styrkur, sem nemur kennaralaunum, verði veittur 'bæjar- og sveit- arfélögum til smábarnaskóla (þ. e. skóla fyrir börn á aldrinum 5—7 ára). Ætti það að vera mik il hvöt til að setja þá á stofn, ,þar sem þeirra er orðin brýn þörf. Barnaskólunum er ætlað að taka yfir sex vetur í stað sjö. Eftirfarandi grein eftir Ármann Halldórs son skólastjóra um tillögur milliþinganefndar í skólamál um hefir Alþýðublaðið leyft sér að prenta upp úr Foreldra blaðinu, 1. tölublaði yfir- standandi árgangs, sem er nýlega út komið. Aðalbreytingin á skipulagi þeirra er sú, að þeim verður skipt í tvær deildir, yngri deild og eldri deild. Til yngri deildar teljast þi'ír hinir fyrri vetur, sem barnið sækir skóla, en til eldri deildar þrír hinir síðari. Höfuðrökin fyrir þeirri breyt- ingu eru í’stuttu máli þessi: All mikill munur er á þroskastigi barna hið fyrstu ár í barnaskóla og hin síðari ár. Sams konar mis munar verður að gæta í kennslu háttum, ef rétt er að farið. Það er því harla óskynsamlegt að miða kennsluna hin fyrstu ár við lokatakmark, sem á að nást eítir sex eða sjö ár. Það mark er of fjarlægt. Hyggilegra t-r þvi að setja kennslunni mark- mið, sem er nær. Auk þessa mundi kennsla yngri barnanna aukast að miklum mun og heum verða meiri sómi sýndur á ýmsa lund, ef farið yrði eftir tillögum nefndarinnar. Deildaskipting svipuð þeirri, er hér hefur ver- ið minnzt á, hefur tiðkazt víða um lönd hina síðustu áratugi. Þegar þvi námsstigi er náð, sem yngri deildinni er ætlað að keppa að, hefst nám í eldri deild barnaskólans. Gert er ráð fyrir, að það verði með líku sniði og nú á sér stað i efstu 'bekkjum barnaskólanna. Þess er þó að vænta, að námið þar megi ganga miklum mun greið ara vegna þess, að börnin k,>mi betur undijpbúin frá yngri doiid inni. Það er nú til mikils ó'hag- ræðis í skólunum, að börnin eru ekki nógu vel læs og skrif- andi, né heldur nógu þjálfuð í undirstöðuatriðum reiknings. Stafar þetta af hinum ónóga kennslutíma, sem yngri börn- unum er ætlaður. Eg hygg, að það sé ekki óraunhæf bjartsýni að ætla, að barnin verði eigi miklu skemmra á veg komin í námi sínu eftir sex vetur með hinu ráðgerða fyrirkomulagi en eftir sjö ár nú, án þesS að iþeim verði ofboðið á nokkurn hátt. Mætti það teljast góður ávinn- ingur. Þetta fyrsta stig skólakerfis- ins nefnir nefndin barnafræðslu stig. Næst tekur við gagnfræða stigið. Á þvi stigi eru þrenns konar skólar með samræmdri námsskrá. Tveggja ára skólar þessa stigs nefnast unglinga- skólar; ef einn vetur bætist við unglingaskóla, nefnist skólinn miðskóli, en bætist einn vetur við miðskóla, verður úr því gagnfræðaskóli. Hverjum ung- lingaskóla, miðskóla og gagn- fræðaskóla er hægt að skipta í tvær deildir, verknámsdeild og bóknámsdeild eða með öðrum orðum: hver slíkur skóli verð- ur annað hvort verknámsdeild eðá bóknámsdeild eða hvort tveggja verknámsdeild og bók- námsdeild. Unglingaskólinn verður s'kyldu skóli, skólaskyldu lýkur ekki fyrr en með lokaprófi þaðan. Hún lengist því um eitt ár, frá því sem nú gerist. Bóknáms- deildinni er hugað svipað hlut- verk og gagnfræðadeildum menntaskólanna nú. Þar eiga unglingar að hljóta undirbún- ing undir menntaskóla, kenn- araskóla og annað nám eða störf, sem krefjast allmikillar bóklegrar þekkingar. Miðskóla prófum er ætlað að verða öðr- um þræði inntökupróf í mennta skóla og kennaraskóla. Því mið skólafólki, sem hyggur ekki á framhaldsnám, gefst kostur á einum námsvetri til viðbótar í gagnfræðaskóla. Verknámsdeildin mundi verða mikil nýjung í skólamálum landsins. Áð vísu er til vísir að henni í efstu bekkjum barna- skólanna. Ennfremur hafa ýms BLAÐIÐ DAGUR á Akureyri birti nýlega grein eftir Ingimar Eydal um hundrað ára dánarafmæli Jónasar Hallgrims sonar. Þar segir meðal annars: „Nýlega hefur verið' útblutað styrk til skálda, rithöfunda og annarra listamanna af opinberu fé. Hæst hefur einstaklingi hlotn azt sex þúsund kr. ársstyrkur og öðrum þaðan af minna. Enn hef- ur verið áformað að reisa byggingu yfir einn listamanninn og verk hans ýfir 300 þús kr. Það er á- nægjulegt til þess að vita, að ráða- m[enn þjóðarinnar hafa öðlast þroska til að meta andleg verð- mæti, sem skáld hennar fram- leiða, hvort, sem þau yrkja í Ijóð- um eða á annan hátt. En um leið og við fögnum yfir þessu, ættum við að skyggnast' hundrað ár aftur í tímann. Þann 26. maí 1845 andaðist í Kaup- mannahöfn, einmana og allslaus íslendingur, svo fátækur af verald arauði, að hann átti ek’ki fyrir út- för sinni. Þó hafði hann gefið þjóð sinni listaverk í Ijóðum, sem aldrei fyrnast, meðan íslenzk tunlga er töluð og bókmenntaleg snilld er nokkurs metin. Síðan Jónas Hall- Auglýslngar, sem birtast ©iga I Alþýðublaðicu, verða að vera komnar til Augiýs- ÍBfraskrifstofmmaT í Alþýðuhúsinu, Irí /erfisgötu) fyrlr kl. 7 að kvöldi Sími 4906 ir héraðs- og gagnfræðaskólar komið á fó.t álitlegu verknámi, að Handíðaskólanum ógleymd- um. En það verður efalaust erf iðasta viðfangsefnið í íslenzk- um skólamálum ^ð koma heild- arskipulagi á verknámsdeild- irnar, ef tillögur nefndarinnar ná fram að ganga. Af þeim á- stæðum hefur nefndin lagt til, að stofnaður verði sérstakur æfinga- og tilraunaskóli. Hlut- verk hans á meðal annars að vera að þreifa sig áfram um hæfileg verkefni fyrir væntan legar verknámsdeildir. Undir- búningur að stofnun þessa skóla er iþegar hafinn. Lög hafa að visu ekki verið sett um hann, en til 'hans er veitt nokkurt fé á fjárlögum þessa árs. Víst er nú búið betur að skáld um okkar og rithöfundum en í þá daga, en vel skyldu þeir þó athuga, að það eitt nægir ekki til þess að halda uppi merki Jónasar Hallgrimssonar eða á- vaxta-hans arf. * Tíminn skrifar síðastliðinn föstudag: ,,í rússnesku blaði voru nýlega látin liggja orð að því, að þeir stjórnmálamenn Dana, sem höfðu vissa samvinnu við Þjóðverja fyrstu hernámsárin, hefðu unnið sér til óheigi. Ohristmas Möller svaraði þessu strax rösklega í „Frlt Danmark“ og benti m. a. á. að Rúss ar sjálfir hefðu gert hlutleysis- samninig við Þjóðverja og horft á það aðgerðalaust, að þeir legðu undir sig hvert smáríkið á fætur öðru. Þetta hefði þeim vafalaust ekki þótt gott, en þó sætt sig við það, því að þeir hefðu álitið sér það nauðsynlegt. Danir hefðu þó miklu frekar verið nauðbeygðir til að fara svipað að, því að þeir hefðu engum vörnum getað við komið. Rússneskir stjórnmálamenn ættu því ekki að áfella Dani fyrir það, sem þeir sjálfir hafa gert. FTh. á 6. síöu borði, þegar kommunistum hug kvæmdist að leggja félagið und ir sig og gera alla aðra rétt- lausa í þvi. Forsprakkar Sjálf- stæði,sflokksins eru ekki þeir græningjar, að þeir viti ekki, að með opinberum pólitískum fjandskap við helming ,,við skiftavinanna“, eða máske meira en það, verður ekkert verzlunarfyrirtæki rekið til lengdar. Þessvegna gripu þeir tækifærið fegins hendi, þegar kommúnislar stofnuðu til hinn ar pólitísku styrjaldar í KRON til þess að ná einræðisvaldi yfir félaginu, og skákuðu fram liði sínu skemmdarvörgunum til stuðnings. Hitt eiga menn erfitt með að skilja, hvernig kommúnistar geta verið svo blindaðir af hinu pólitíska ofslæki sínu, að þeir sjái ekki, hvers erindi þeir eru að reka með aðförum sínum í neytendasamtökunum nú. Ólíklegt er það ekki, að þeir eigi eítir að vakna upp við vondan draum. En fyrst af öllum verður það alþýða höfuð staðarins, néytendurnir sjálfir, sem afleiðingarnar skella á af ofstæki þeirra, áhyrgðarleysi og asnaskap. grím-sson leið, hefir ha-nn oirðið þjóð sinni -hjartaifólgnastur allra skálda hennar fyrr og síðar. Hann hefir löngum verið nefndur „lista- skáldið góða“, „Ijóðsvanur ís- lands“ og öðrum gælunöfnum. En meðan hann lifði sínu stuttu ævi, var honum ekki sinnt eða að hon- u-m hlúð af kynslóðinni. IÞað er gamla sagan, að þjóðin kannast ekki við „tign síns bezta manns,“ fyrr en hann er dáinn. Að vísu voru ti-1 undantekningar. Fámenn- xir hópur vina Jónasar og sam- verkamanna, dáðust að honum og vildu allt fyrir hann gera, en 'gátu lítið.“ Mun vissul-ega m-örgum. sýnast að Christmas Möller hefi hér vak ið athygli á því, að eigi að dæma einhverja seka fyrir skaðlegt sam neyti við Þjóðverja, berast fljótt böndin að Stalin og Molotov, því að án hlutleysissáttmála þeirra viS Þjóðverja, hefði styrjöldin senni- lega aldrei hafizt. Það var fyrst eftir að sá samningur var gerður, að Þjóðverjar áræddu að ráðast á Pólverja.“ Já, en það er n-ú eitthvað annað í augum þeirra herranna í Kr-eml, hvað hið stóra Rúss- Framh. á 6. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.