Alþýðublaðið - 29.04.1945, Page 2

Alþýðublaðið - 29.04.1945, Page 2
» Islenzkf blað fekur undir er- jr lendan róg um ðsland! ————«»——- ÞJóðvillinn smfattar á hnútum hins rúss- n@ska hiaðaenanns og sakar ianda sina um að vera að spilia samfoúðinni vifS hinar sameinuðu gsjóðir AÐ vakti mikla athygli liér þegar sú frétt harst nýlega úr sænsku blaði að rússneskur hlaðamaður hefði í byrjun þessa mánaðar verið með opinberar hnútur í garð íslands og íslendinga fyrir það að þeir skyldu ekki segja möndulveldunum stríð á hendur. Og því fremur vakti þessi frétt athygli að vitað er að allir, sem skrifa í blöð eða tala í útvarp í Rússlandi gera það raunverulega á vegum Sovét- stjómarimiar og undir ströngu eftiriiti hennar. Maður skildi hafa ætlað að gagnvart slíku hnútukasti erlendra manna í garð lands okkar og þjóðar myndum við vera nokkum veginn á einu máli um það að öðmm ríkjum kæmi það ekki við hvaða ákvarðanir við tökum hér og 'að við þættumst að minnsta kosti ekki þurfa að taka við neinum fyrirmælum eða vandlætingarorðum frá Rússmn í sam- bandi við ákvörðun okkar um að segja ekki mönddulveld- unmn stríð á hendur, með því að ekki er vitað, að þeir sjálfir séu famir að segja öðru þeirra möndulvelda sem eftir er, stríð á hendur. En hvað kemur 'í ljós? — Eitt íslenzkt blað, Þjóðviljinn, blað Kommúnistaflokksins, tekur í gær ákveðið undir ónot hins rússneska blaðamanns í garð íslands og íslendinga, sem það segir að hafi verið flutt í útvarp í Moskva 3. þ. m., smjattar á þeim ásökunum hans „að nú séu á íslandi menn, sem ekki vilja stuðla að aukinni vináttu milli íslands og hinna stóru lýræðisríkja, heldur spilla þeirri vináttu“ og „að þessir menn hafi kosið sem mark fyrir skemmdar- og rógsiðju sína, Krímráðstefnuna og ráðstefnuna í San Francisco.“ Þessrnn ósvífnu ósannindum hins rússneska blaða- manns um Islendinga, tekur Þjóðviljinn iheð bukki og beygingum og bætir því við þau, að „einangrunarsinnar“ hér á landi séu eins og sjá megi á ummælum hins rússneska blaðamanns, að „spilla sambúð fslands og sameiningu þjóð- anna.“ Lengra -verður ekki komizt í skriðdýrshætti og þjónkun við erlent ríki á kostnað sinnar eigin þjóðar. — Þegar ráð- izt er á ísland með ósannindum og rógi austur á Rússlandi, — þá standa kommúnistar ekki með þjóð sinni heldur með Rússum. Aðalfundur KRON verður ha inn í dag í Lisfamannaskálanum ------——— Á fundi&iifim mæta um 20® fuiitrúar ©g Siafa k@mmúnisfar mikinn meiri hlufa T DAG kemur aðalfundur Kaupfélags Reykjavíkur og ná- -*• grennis saman. Þessi fundur mun verða örlagaríkur í sögu neytendasamtakanna hér í bænum, og mun félagið að líkindum verða að breyta nafni sínu að honum ioknum. Fundinn sækja um 200 full- trúar og munu kommúnistar ráða yfir tveimur þriðju hlut- um þeirra. Þessum meiriíhluta á fundinum hafa þeir náð með aðferðum, sem eiga sér enga Miðstæðu í sögu nokkurra fé- lagssamtaka. í gær og undanfarna daga, voru kommúnistar að leita fyr- ir sér um menn í stjórn kaup- félagsins. Hun verður að meiri Muta skipuð kommúnLslum, flokkstíundnum kommúnistum, en þeir eru að reyna að fá ein- hverja sviplausa menn til þess að flagga með og benda á til að sanna sakleysi sitt óg dulbúa einræðið. Skal engu um það spáð, hvort þeim tekst það; en þeir hafa ætíð svona aðferðir undir slíkum kringumstæðum. Og eru menn farnir að þekkja þetta. Það verður athyglisvert fyrir menn að fylgjast með þróun KRON á næstunni. ALÞTMBLAÐIÐ Sinumdagur 29. , apríl 1945. Skemmiamr verða um kvöldið í Aiþýðuhúsinu, Iðné og Listamannaskálanum FYRSTI MAÍ er á þriðjudaginn kemur og hafa nefndir frá verkalýðsfélögxinum starfað að undirbúningi há- tíðahaldanna lengi undanfarið. Auk allra stéttarfélaganna, sem eru í Alþýðusambandi íslands hér í bænum taka þátt í hátíðahöldum dagsins: Bandaílag starfsmanna ríkis og bæja, Iðnnemasamband ís- lands, Málarasvéinafélagið, Mótörvélstjórafélagið og Tré- smiðafélag Reykjavíkur. Kröfugangan verður með nokkuð öðrum hætti en áður. Hef- ur meirihluti nefndarinnar samþykt að gangan skuli staðnæmast við bústaði þriggja erlendra sendiherra og verður fyrst staðnæmst við bústað sendiherra Rússlands, þá við bústað sendiherra Banda- ríkjanna og loks við bústað sendiherra Breta. Verða ávörp flutt á öllum þessum stöðum. Kröfugangan á að hefjast við Iðnó, en útifundur verður haldinn á Lækjartorgi og verður ræðupallurinn við dyr Útvegsbankans. Síðari hluía dagsins verður samfelld dag skrá í útvarpinu og hefst hún kl. 4. — Skemmtanir verða í Iðnó, Listamannaskálanum og Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Kröfugangan hefst eins og áður segir frá Iðnó kl. 1 og verð ur gengið um þessar götur: Lækjargöiu, Hverfisgötu inn að bústað rússneska sendiherrans, og þar flutt ávarp, síðan verð- ur farið um Rauðarárstíg og Njálsgötu, á Laufásveg og stað næmst við bústað sendilherra Bandaríkjanna, sem er við þá götu og þar flutt ávarp. Þá verð ur haldið niður Laufásveg, um Vonarstræti og í Templarasund að skriistofu brezka sendiherr ans og verður þar flutt ávarp. Síðan verður gengið á Lækjar- torg og útifundurinn haldinn þar. Þar verða fimm ræður fluttar og flytja ' þær Stefán Ögmundsson, varaforseti Al- þýðusamhands íslands, Lárus Sigurbjörnsson v.forseti B.S.R. B., Sigurður Guðnason, formað ur Dagsbrúnar, Sigurjón Á. Ól- afsson, formaður Sjómannafé- lagsins, og Eggei’t Þoi'bjarnar- son, formaður Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. Á skemmtununum, sem hefj ast kl. 9 tala: í Alþýðuhús- • inu: Emil Jónsson samgöngu- málaráðherra og Anna Guð- mundsdóttir frá V, K. F. Fram sókn; í -Iðnó: Bi’ynjólfur Bjarna son kennslumálaráðherra og Guðjón Benediktsson múrari, og í Listamannaskálanum Áki Jakohsson atvinnumiálaráðherra og Magnús H. Jónsson prentari. A skemmtununum verða mörg ágæt skemmtiatriði og valdir skemmtikraftar. 1. maí merki verður selt á götunum, er það x-auður borði með pappaskildi, en á honum er rauður fáni með áletruninni „1. maí 1945“, en yfir er bogi með áletruninni: „Alþýðusam- band íslands“. — Þrenns kon- ar verð er á merkjunum: 5 kr., 2 kr. og 1. kr. (fyrir börn). Að þessu sinni er ekki gefið út sérstakt 1. maí blað. Hvers vegna? Eins. og framanrituð frásögn ber með sér, verða hátíðahöld- in 1. maí í þetta sinn með nokk uð öðru sniði í éinstökum at- riðum, en áður hefur þekkzt, og mun það vekja nokkra at- hygli. Það er til dæmis nýlunda, að kröfugangan sé látin stað- næmast við bústaði erlendra sendiherra til þess að ávarpa þá, og.mun það ekki hafa verið talið viðeigandi af öllum. En í sambandi við það, munu menn spyi’ja: Úr því að kröfugöng- unni er ætlað að ávai-pa sendi- herra Rússa, sendiherra Banda ríkjanna og sendiherra Breta, hvers vegna eru þá sendiherra Norðmanna og sendiherra Frakka skildir eftir, sem eru þó sendirherrar frá hinum sam einuðu þjóðum? Þá mun það einnig vekja nokkra eftirtékt, að á kvöld- skemmtunum dagsins er þrem ur af ráðherrum verkalýðsflokk axxna ætlað að tala. Hví ekki þeim fjórða? Það hefði þó ekki legið fjarri, að Finnur Jónsson, félagsmála- og • dómsmálaráð herra hefði við þetta tækifæri verið með í hó’pi hinna ráðherr anna, sem að þeim öllum ólöst uðum, hefur þó ólíkt lengra starf að baki sér í verkalýðs- félagsskapnum en þeir, þar sem hann hefur hátt á annan ára- tug verið formaður í einu af stærri verkalýðsfélögum lands- ins. Ekki verður því við borið, að ómögulegt hafi verið, að koma þessu við af því að hús- in vænx ekki nema þrjú; því að vandalaust hefði átt að vera, að láta tvo af ráðherrunum tala, til dæmis í ListamannaskáÍan- um. Vxrðist hér vera um ein- kennileg mistök að ræða, eða hvað veldur? Loks munu menn veita því atihygli, að það er í fyrstg- skipti nú í mörg ár, að engri konu er ætlað að tala á útifundi verkalýðsfélaganna 1. maí. Þvi mun margur kxlnna illa og þykja lítil framför frá þvi, sem áður var. Háskólafyrir á frönsku. Mme de Bréze mun flytja fyrir- lestur í 1. kennslustofu háskólans mánudag 30. apríl kl. 6. Efni: Frakkland ó 17. öld í bréfum Mme de Sévigne. Öllum heimill aðgang ur. 80 þús. sæaskar kr. frá ísienzkum skÓiabömnm af- bentar í Sfokk- hélmi fil hjálpar norskum börnum Ð REGN frá Stokkhólmi til ^ norska blaðaíulltrúans í Reykjavík í gær hermir, að sendiráð íslands í Stokkhólmi hafi afhent sænsku Noregs hjálpinni 80.000 sænskar kr. handa nauðstöddxun, norsk um bömum frá íslenzkum skólabörnum. ^ Davíð Sfefánssyni veitt heinrsveriaun SUMARGJÖF Birtingaholts hefur verið veitt DavíS Stefánssyni skáldi. Eins og kunnugt er, stofnaði séi'a Magnús Helgason sjóð, að upphæð 20.000.00 krónur og mælti svo fyrir, að vextir sjóðs ins annað hvert ár skyldu veitt ir að verðlaunum því skáldi, sem frumort 'hefði á íslenzku fegurst ljóð á næstliðnum 10 ár- um, að dómi þriggja manna: for seta Hins íslenzka bókmennta- félags, höfuðkennara í íslexxzk um bókmenntum við Háskóla íslands og kennaranum, í ís- lenzku við Kennaraskólann í Reykjavík. Síðast þegar veitt var úr sjóðn um, hlaut Guðmundur Friðjóixfi son skáld á Sandi sxxmargjöfina. 1. maí í HafnarM T HAFNARFIRÐI gengst full- trúaráð verkalýðsfélaganna fyrir hátíðahöldum 1. mai. Verður þar kröfuganga og úti- fundur. Hefst kröfuganga kl. 1.30 við verkamannaskýlið og verða farnar þessar götur: Vest urgata, Vesturbrú, Hellisgata, Hverfisgata og Strandgata. Á fundinum tala fulltrúai’ Hlífar, Sjómannafélagsins, Iðju, Bakarasveinafélagsins og Starfsmannafélags Hafnarfjarð- ar. Um kvöldið verða skemmtaxs. ir í Góðtemplarahúsinu, Hótel Birninum og skála verkalýðs- félaganna. Ræður flytja á þesB um skemmtunum: Magriús Jóhannsson, Sigríður Erlends- dóttir, Emil Jónsson, Kristján Eyfjörð, Þórður Þórðarson og Ólafur Jónsson. Vel hefur ver- ið vandað til skeixfimtiatxiðanna,. Barnaspítalasjóði „Hringsins," hefur borizt gjöíj að uppihæð kr. 20.000.00 (tuttugu þúsund) fré tveim ónefndum fyrirtaékjum 10.000.00 frá hvoru. (Afhent fjár- • öflunarnefnd ,;Hringsins“).

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.