Alþýðublaðið - 03.05.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.05.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ________ ; ■ • ' Fímmtodagur 3. maá 194i Útifundur verkalýðsfélaganna og bandalags starfsmanna á Lækjartorgi fyrsta maí. Mikil þáiitaka í háif um verkalfðsins lyr; m 31 MIKIL ÞÁTTTAKA var í fyrsta maí hátíðaihölduin verka lýðsfélaganna og 'sam'bands starfsmanna ríkis og bæja í fyrradag, enda veður gott. Fjöldi fólks bar merki dagsins, og margmenni var á Lækjartorgi meðan útifundurinn stóð yfir; en þátttakan í sjálfri kröfugöngunni var mun minni en í fyrra, og lék það ekki á tveimur tungum meðal manna. af hverju það stafaði. Yfir 200 manns héldu Jénasi Jénssyni sam- sæti að Laugarvalni VINIR OG SAMHERJAR Jónasar Jónssonar alþing ismanns héldu honuna og konu hans samsæti í héraðsskólanum að Laugarvatni á 60 ára aifmiæli hans í fyrradag. Miun á 3 hundr að manns hafa tekið þátt í sam sætinu. Bjiarni Bjarnasion skólastjóri stjórnaði .samsætinu. Egili Thorareniscn kaupfélagBstjóri flutti. aðalræðuna, en Sigurgeir Siigurðsson biskup talaði fyrir minni frú Guðrúnar Stefáns dóttur. Finnur Kristjíánsson k aupifé 1 agss tjór i. á Svalb-arðs strond flutti árvarp til Jónasar frá sam'vinnumiönnum í Þing eyjarsýslum og á Akureyri og færði hionum að igjöf frá þeim «. 16 þúsund krónur. Böð'var Magnússon bóndi ræddi. um störtf J. J. fyrir bændastéttina og minntist starfa hans fyrir skólatmál Sunnlendinga Rikharð ur Jónssoon talaði fyrir hönd myndlistamanna. -En að lo'kium talaði Jónas Jónstsion sjálfur og ræddi noikkuð viðihiortf í stjórn málum landsins nú. Jónasi Jónssyni og þeim hjón um báðum bárust margar veg legar igjsafir oig Jónasi. bárust mlörg hundruð skeyti. Samsætið hófst kl. 1.15 og var slitið kl. 8. Skáfafcringi fær þakkir O ENDIHlERRA BRETA hef Ö ir fyrir hönd ytfirmanna hrezka iflugliðsins á íslandi boðið utanríkisráðuneytið að færa íslenzk'Um róversikátum og Jón Oddgeiri. Jónssyni sikáta tforingja alúðar þakkir fyrir ó . metaniega. aðstoð, sem veitt var nýlega við leií að brezkri flug Framhald á 7. s-íðu. Kröfugangan Fóik byrjaði að safnast sam an við Iðnó til kröfugöngunnar kl. 12,20 og fram úr því fóru fánaberarmir að raða sér upp í Lækjiarigötunni, en kröfU'gangan lagði ekki af stað fyrr en kl. 1,30. Lúðrasveit Reykjavíkur lék fyrir göngunni. Flremst í göng unni voru bornir tveir stórir fánar, íslenzki fáninn og rauði fám'nn. Þá komú félagstfánamir hver af öðrum. Helztu kröfu spjiöldin oig kröfuíánarnir voru: „Litfi hið nýja alþjóðasamband verkalýðsins.“ , ,Þ j óðareiningu um stefnuskrá ríkisstjóraarinn ar.“ „Lifi Alþýðusamband ís lands.“ „Öreigar allra landa sam einiist!“ og svo framvegis. Fyrst hólt kröfugangan norð ur Lækjargötu, upp Hverfis götu, niður á Skúlagötu og.stað næmdist við bústað sendiherra Rússlands. Þar gengu þeir, komimúnistarnir Björn Bjarna son og Eggert Þorbjarnarson fyrir sendiherrann og ávarpaði B'jiörn hann, á eftirfarandi ihátt. „Heiðraði herra. Verkálýðshreyfingin í Reykja vífc notar tækitfærið í da,g, 1. maí, til þess að foiðj^ yður að flytja sovétþjóðunum og rauða hernum einlægar þakkir sínar fyrir þann ómetanlega iskerf, er siovétríkin hafa lagt fram í styrj öldinni gegn fasiismannm og í baráttuhni fyrir nýjiumi og rétt látum. heimj.. Vór biðjum yður einnig að 'flytja þeim hamingju óskir í tilefni hi.nna miklu sigra rauða hersins. Um íleið viljlum vér láta þá ósk 'Vora í Ijiós, að milli ís lands og hinna sameinuðu þjóða megi takast náin sam vinna í hinu mifcla uppbygging arstarfi mannsky ns i n s, sem nú stendur íyrir dyrum.“ Sendiherra Rússa isváraði á þessa léið: „Mér er mikil ánægjg að því að flytja þjóðum sovétrikjanna og rauða hernum inniiegt þakk læti, aðdáun og heillaó'skir Vierkalýðshreyfiinigárinnar í Reykjavík fyrir þátt sovétþjóð anna í igrundivöllun nýs og rétt látis heims og eins fyrir hina miiklu isigra, er rauði herinn hef ir unnið. [Samtímis er það ósk mín og von, að . komið verði á náinni samvinnu mi.lli íslandis oig hinna sameinuðu þjóða í hinu miklu endurreisn'arstarlfi mannkyns ins, sem heíjast mun í náinni. framtíð". Að því búnu hélt kröfugang- an áfram um Rauðarárstíg að Njálsgötu, siðan niður Njáls- götu, um Týsgötu og Óðinsgötu niður Baldursgötu og Laufás- veg og staðnæmdist hjá bústað sendiherra Bandaríkjanna. — Þar ávarpaði Sigurður Thorlac ius sendiherrann og mælti á þessa leið: ..Heiðraði herra! Verkalýðs'hreyfing Reykja- víkur notar tækifærið í dag, 1. maí, til þess aðbiðjayður, herra sendiherra, að flytja þjóð yðar einlægar samúðarkveðjur sínar vegna fráfalls hins mikla for- ystumanns í frélsisstríði þjóð- anna, Franklins Delano Roöse- velts Bandaríkjaforseta. Um leið biðjum við yður að flytja Bandarikjaþjóðinni ham ingjuóskir ' vorar í tilefni hinna miklu sigra í styrj- öldinni gegn fasismanum og framlags hennar í bar- áttunni fyrir nýjum og réttlát- um heimi, og látum þá ósk í ljós, að milli. íslands og hinna sameinuðu þjóða megi takast náin samvinna í hinu mikla upp byggingarstarfi mannkynsins, er nú stendur fyrir dyrum.“ Sendiherrann svaraði á þessa leið: ,,Ég þakka verkalýðshreyfing Framhald á 7. síðu. •. • . Hengibrú á Olfusá verSur byggð í sumar Brezkt firma fekur að sér byggmp brúarinnar AFORMAÐ hafði verið að ný brú yrði gerð á Ölfusá úr járnbentri steinsteypu og var þegar í september pantað nokkuð atf járni frá Englandi, en neitað var um útflutnings- leyfi. Var þá leitað til Ameríku fyrir milligöngu Viðskipta- ráðs og fékkst þó loforð um megnið af járninu til afskipunar í apríl—maí, en hinu ekki fyrr en væntanlega í júlí—ágúst. Ekkert af járninu er komið enn. Þar sem þannig mótti telja víst, að ekki myndi takast að ljúka brúargerð úr jiárnbentri steypu á þessu ári, en horfur um greiðari útflutning frá Englandi bötnuðu um síðastliðin áramót, var tekið til athugunar að gera brúna úr járni, en slíka brú er unnt að fullgera á miklu styttri tíma. í byrjun janúar sneri vegamálastjóri sér til eins þekktasta brúa- og stálsmíðafirmans í Englandi, Dorman Long, og óskaði tilboðs í smiði járnbrúar. Eftir að bréfaskriftir höfðu farið fram og firmað sent tillöguuppdrátt, varð það að ráði, að firmað sendi verkfræðing hingað til samninga. Kom hann flugleiðis og hefur dvalið hér í vikutíma. Er nú tryggt, að útflutningsleyfi muni fást á járninu og hefur svo um samizt, að firmað Dorman Long tekur að sér brúarsmíðin^ og verð- ur lagt allj kapp á að brúin verði fullgerð í ár, en ekki er þó víst, að það takist. Brú þessi er hengibrú, mjög vönduð, með góltfi úr járn- bentri steypu, 6 metra breiðri akbraut og 1 meters breiðri gangstétt hvorum megin. Burðarþol brúarinnar er m. a. miðað við, að hún beri vagn 25 tonna þungan dreginn af þungri bifreið og þéttskipaða tvísetta röð bifreiða. Þessi brú verður miklu ódýrari en brú úr járnbentri steinsteypu. Mun vinna við brúarstöpla væntanlega hefjast bráð- lega. Til þess að flýta fyrir uppsetningu brúarinnar er svo umsamið, að nokkrir æfðir smiðir við uppsetningu slíkra brúa munu koma með brúarefninu og setja hana upp ásamt íslenzkum járnsmiðum. Jafnframt 'hefur verið samið við enska firmað um smíði hengibrúar á Jökulsá hjá Grímsstöðum, en alþingi hefur samþykkt, að þó brú skuli gera sem fyrst. Eru samningar Martinus Stenseth, hinn nýi hershöfðingi. C Ú BREYTING hefir orð Duncan hershþlðingi lætur ^ ið á yfirstjórn bandaríska af störfum, en við hefur tek- setuliðsins hér, að Earíy ' Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.