Alþýðublaðið - 03.05.1945, Page 5

Alþýðublaðið - 03.05.1945, Page 5
Fimmiudagur 3, maí 1945 ALÞYÐUBLAÐIP 5 Strætisvagnarnir enn — Hvernig á almenningur að haga sér í vögnunum og hvaða reglur háfa bifreiðastjór anum verið settar? AÐ MARGGEFNU tilefni og samkvæmt beiðnum vil ég' í dag birta tvenns konar reglur, er stjórnendur Strætisvagna Reykja- vikur hafa gefið út fyrir almenn- ing, sem ferðast með strætisvögn- unum og einnig fyrir bifreiða- stjórana. REGLURNAR fyrir almenning eru á þessa leið: ,,1. Gangið ávalt inn um framdyr og út um aftur- dyr vagnanna. Hlýðið leiðbeiming- um bílstjórans um að færa yður til í vagninum. 2. Leitizt við að greiða farmiða í réttri mynt, því peningaskipti tefja mjög afgreiðslu. Geymið farmiðann til leiðarendia. 3. Forðizt óþarfa viðræður við bíl- stjórann. 4. Farþegum ber að sýna' bílstjórum strætisvagnanna sann- girni og kurteisi. 5. Farþegum ber að ganga vel og þriflega um strætisvagnana. Reykingar eru stranglega bannaðar. 6. Flutnimg- ur á pökkum eða öðrum varningi er óheimill með strætisvögnunum, nema því, sem farþegar geta haft með sér og ekki veldur öðrum farþegum óiþægindum eða er til ó- þrifnaðar. Þó mega bílstjórar taka smáböggl'a til flutnings, ef sérstak lega stendur á, en aðeins með ferð um vagnanna fyrir hádegi. 7. Áber andi ö'lvaðir menn fá ekíki far með strætisvögnunum, ef ætla má að þeir valdi truflun og óþægindum. 8. Bnginn farþegi má fara inn í strætisvagn þannig klæddur, að hann með fatnaði sínum geti vald ið skemmdum á fötum annarra farþega. 9. Viðkomustaðir strætis vagnanna eru merktir S. V. R. eða V. S. Annars staðar er ekki numið staðar, nema mikið liggi við. Á viðkomustöðum merktum V. S. eru farþegar afgreiddir úr vögnúnum en ekki teknir upp í þá. 10. Hafi farþegi umbótatillögur að gera, eða sé ástæða til kvartana, ber að snúa sér til skrifstofunnar með það, en ekki til bílstjórans. 11. Þeg ar bílstjóri kallar upp nafn við- komustaðar, ber farþegum, sem vilja fara úr vagninum á þei-m stað að segja gréinilega til, annars er ekki numið staðar, nema farþegar bíði á viðkomustaðnum.“ REGLURNAR fyrir bifreiðastjór ana hljóða þannig: „1. Hefjið ferð ir stundvíslega, en leggið aldrei af stað frá endastöð á undan áætlun. 2. Gangið þriflega um vagnana og farið vel með þá. Akið með lög- legum hraða og hemlið gætilega, nema til að forðast árekstur. Var- izt alla farþegaafgreiðslu á gatna- mótum. 3. Varizt að aka mjög hratt á 1. gíri. Ofsalegur snúnings ihraði eyðileggur vélina. 4. Sýnið farþegum lipurð og kurteisi og leiðbeinið þeim eftir beztu getu, en forðizt óþarfa samræður við þá. Festið yður í minni kvartanir far- þega og umbótatillögur og tilkynn ið þær á skrifstofunni. 5. Efcki er heimilt að flytja farangur með strætisvögnunum, annan en þann, sem farþegar geta haft með sér og eigi veldur öðrum fanþegum ó- þægindum, eða er til óþrifnaðar. Dagblöð og vikublöð í piökkum er þó heimilt að flytja til fjarlægra staða. Ennfremur mega bílstjórar •taka smáböggla til flutnings, ef sérstaklega stendur á, en aðeins með ferðum vagnanna fyrir há- degi. 6. Synja ber um far með strætisvögnunum, áberandi ölvuð- ■um mönnum, sem ætla má að valdi truflun og óþægindum. Ennfrem- ur þeim, sem þannig eru klæddir, að þeir með fatnaði sínum geti valdið skemmdum á fötum ann- arra farþega. 7. Kallið upp nafn viðkomustaða stræti'svagnanna, sem eru merktir S. V. R. eða V. S. Annars staðar skal eigi nema stað ar, nema mikið liggi við. 8. Gætið vandlega rnuiia þeirra, sem farþeg ar gleyma í vögnunum, og skilið þeim á skrifstofuna eins fljótt og vic5 verður komið.“ vantar nú þegar til bera blaðið til kaupenda í eftir talin hverfi: LanghoStsveg MeSalholt HöfðaKiverfi Nýjasfar frétlir, bezfsr greinar og skemmfilegasfar sðgur Símið í 4900 &g gerisf áskrifandi. Undan hörmungum ófriðarins Myndin sýnir ameríska hermenn vera að fylgja hollenzkum börnum til öruggs dvalarstaðar meðan barizt er í áthögum þeirra til að reka óvinina úr landinu. VANDAMÁL, sem eykst naeð degi hverjum fyrir heri bandamanna í Þýzkalandi, er varðandi erlenda verkamenn þar í landi. Enginn veit tölu þessarra manna nákvæmlega, en áætla má, að alls hafi ca. 11 milijiónir 'verkamanna úr svo að segja öllum löndum álfunnar verið smalað til Þýzkalands og látnir vinna þar nauðungar- vinnu sem fangar. Þegar ég var s.jálfur fangi í Þýzkalandi, sá' ég Æjiöldann allan aif þessum mönnum. Fólk, sem ekki er þessum málum kunnugt, held- ur, að stríðsfangar dvelji ein- göngu bak við gaddavírsgirðing ar og innan fangelsismúranna, — en þáð er ekki eingöngu svo. Undir þeim kringumstæðum, að vera stríðsfangi í Þýzka- landi, er ekki auðvelt að kynn ast hlutunum nema að mjög litlu leyti. Aftur á móti. komst ég og félagar mínir að því sam komulagi við fangavörð okkar, að hann leyfði okkur að fara í • gönguferðir um næsta nágrenni fanigelslsins, en það 'var upip í sveit. Á ferðalögum 'þessum vor um við ótrúlega frjálsir, en þó var fahgavörðurinn jafnan með okkur, hvert sem við fórum. Hvað eftir annað ko*m það fyrir að við mættum Rússum og Frökkum, sem, hafðir-voru sem þrælar á búgörðum. Einstöku sinnum tók ég bessa menn tali, þegar gæzlumaðurinn sá ekki tíl, — því hann hafði ströngustu ’fyrirmæli um það, að við fang- arnir gætum ekki haft neitt samband við erlendu þrælana. Eitt sinn þurfi ég að fara til læknis og ók þá með jámbraut arlest til sjúkrahúss í Coblenz. Hvað eftir annað var gæzlumað urinn að ávíta mig, því að ég reyndi stöðugt að tala við Frakka, er sat við hlið mína, og seg.ja honum fréttir. En um þetta leyti var einkum gert mik ið að því að leyna fréttum fyrir erlendum verkamönnum. Þeim \ ar skipt niður í svokallaða .,verkamannahringi“ víðsvegar um landið, bæði í verksmiðjum og á bóndabæjum. m Svo er það í seinustu viku marz-mánaðar. Við vorum hafð i.r allir saman i fangelsi einu og íór mjög illa uim okkur. — Við bjuggum við illt atlæti Þjóð- verja, en vissum, að dagar þeirra voru senn taldir. Samt l GREIN ÞESSI er eftir Edward Ward, en hann var um tíma fangi hjá Þjóð verjum. í grein þessari segir hann frá því, hvernig um- skiptin urðu er bandamenn náðu þeim stöðvum af Þjóð- verjum, þar sem hann var fangi, og auk þess af lifi er- Iendra verkamanna í hönd- um nazista. Greinin er þýdd úr enska blaðinu „The List- ener.“ sem áður ráku þeir þræla sína áfram eins og áður og reyndu að missa þá ekki út úr höndun- um á sér. en komu þeim undan frá víglínunni. Illt var að ferð- ast um þjóðvegina og járnbraut arsamband úr sögunni. Svo kom að því, að okkur var skipað að yfirgefa fangelsið og leggja af stað allir í hóp, fotgangandi. Er við að nokkrum dögum liðnum settumst að .í hervirki e'inu til bráðaibirgða, bættist í hópinn deild franskra bfæla. Þrælarnir sögðust ’hafa verið í vinnu í Limburg, en látnir fara þaðan fótgangandi, og vor nú komnir fimmtíu mílna leið eftir þriggja daga göngu. Ég spurði þá hvort þeir hefðu allir verið látnir fara. Þeir kváðu nei við því, en sögðu hina líiklega koma seinna. Sjálfir sögðust þeir hafa ratað á þenn- an stað hjálparlaust. Gæzlu mennirnir höfðu ví’st öðrum hnöppum að hneppa um þessar mundir en að vísa öðrum leið. Ég spurði þá, hvers vegna þeir hófðu ekki reýnt að komast und an af þýzku yfirráðasvæði. „Hvað hefði það þýtt?“ sögðu þeir. ,,Veit maður, hverjir kunna að leynast í skóginum meðfram veginum? Nei. — Það er betra að fara að öllu rólega. Það er eingöngu tímaspursmál, nær Ameríkumenn koma. Við heyrðum, að þið væruð hérna, Englendingarnir, — svo við við komum og vildum helzt fá að dvelja hérna, ef ykkur væri sama.“ Þetta voru þeir fyrstu, — en ekki þeir síðustu. * Skammt þarna frá var her- gagnaverksmiðja.Þar var einn- ig mötuneyti, þar sem ítalskir þrælar snæddu lélega fæðu, — súpugutl. kartöflur og úpgapg. Forstöðu mötuneytinu veittí. ekta Þjóðverji, bolalegur og hnakkafeitur. Til aðstoðar hon- um við verkin voru rússneskar stúlkur, og lét hann sjá það í einu og öllu, að hann var hús- bóndi þar á staðnum. Þessum manni kynntist ég lít ið eitt, meðan við dvöldumst þarna. Við sömdum við hann um að fá hjá honum daglega heitt vatn í teið okkar. Hann var jafn óliðlegur og skapillur og frekast er hægt að búast við af mennskum manni. Til að byrja með var strang- ur vörður um okkur fangana og mikið um tortryggni af hálfu V’arðanna. En smám saman var vörðurinn minnkaður og að lok um fór svo, að við máttum ganga út og inn framhjá dyra- verðinum svo að segja hvenær sem við vildum. Við vorum að hálfu leyti frjálsir menn. En við vorum vopnlausir. Vörðurinn hafði vopn. Samt sem áður fór um við öllu því fram sem við vildum og hlýddum fyrirskip- unurn brezks liðsforingja, sem var „fangi “ ásamt okkur. En svo, einn góðan veðurdag, eíldu Þjóðverjar gæzluna, svo að hún hafði aldrei strangari verið. Þeir voru víst ekki örugg ír fyrir okkur — vopnlausum. Þetta varð þó okkur ekki til mikils baga, því við vorum hin ir kurteisustu og höfðum sama iagið á vörðunum og fyrr, Og dr.glega fórum við niður í mötu neyiti ítölsku þrælanna. Rúss- nesku stúlkunum þótti gamari, er við reyndum að tala móður- mál þeirra, — en auðvitað máttu þeir þýzku ekki heyra slíkt. Við gátum gefið þeim rússnesk ar bækur, en þær höfðu þær ekki séð svo árurn skipti, — og auk þess létum við þær fá mat, — því þær höfðu mjög lítið að borða, endaþótt þær ynnu í mötuneyti. Liðsforinginn okkar, Jim P.hipps, hóf snemma máls á því okkar á meðal, að við þyrftum að vera undir það búnir, að taka við yfirstjórn og umsjón mötu- neytisins strax er amerísku her mennirnir nálguðust. Við minnt umst meira að segja á þetta við Þjóðverjann, sem veitti mötu- neytinu forstöðu. Endaþótt Franoih. á 6.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.