Alþýðublaðið - 12.05.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.05.1945, Blaðsíða 2
ALPYÐUBLAÐIP Laugaráaginn 12. maí 1945, Sumarfagnaður áffifiufEokks- félags AlþýSuflokksfólk fagnar stasnri 03 friði ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR efnir til mikils sumarfagnaðar í Iðnó í kvöld — og má gera ráð fyrir að aðsókn verði mikil að honum. Hefur verið vandað mjög til skemmtiatriðanna. Meðal skemmtiatriðanna er: Ræða, er Helgi Hannesson, framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins flytur, tvísöngur með gítarundiirleik (tveir ungir þekktir söngvarar), Stefán Jóh. Stefánsson segir frá því, sem fyrir augu hans bar í nýafstaðinni Svíþjóðarför og loks verður fluttur gamanleikur í 3 þáttum Hann flytur leik- hópur félagsins og er leikurinn talinn bráðskemmtilegur, en þó mun hann hafa félögum Alþýðuflolcksins sitthvað að flytja. Að lokum verður svo auðvitað stiginn dans. Aðgöngu- miðar að skemmtun þessari, sem talin mun verða engu síðri árshátíð félagsins, verða seldir í dag í skrifstofu Alþýðu- flokksins, afgreiðslu Alþýðublaðsins og Alþýðubrauðgerð- inni, Langavegi 61. Skemmtunin er eingöngu ætluð félögum Alþýðuflokksfélagsins og gestum þeirra. Þetta verður síðasta skemmtunin á þessu starfsári og er ekki að efa að hún verður fjölsótt og ættu því félagar að tryggja sér aðgang í thna. Fjölsækið þessa ágætu skemmtun Albýðuflokksfélagsins. Hjálp til bágsladdra sem dvelia í ■ * ||l Söfnunln fil bágsfaddra Dana. Safnail hafa krónur. Söfnunin heldur áfram til 15. júlí í sumar. Rauöi Krossinn beitir sér fyrir hjálpinni, en ekki er hægt að vita að svo sföddu hve margir íslendingar dvelja á þessum stööúm -----—■ 4» r RAUÐI REOSS ÍSLANDS hefur ákveðið að gangast fyr- ir hjálparstarfsemi fyrir íslendinga, sem kunna að dvelja í Mið- og Suður-Evrópu 'ög eru hjálparþurfi. Með þetta fyrir augum hefur rauði krosSinn tilkynnt opinber lega, að hann taki á móti upp- lýsingum um íslenzíkt fólk; sem talið er að nú muni dvelja á þessum slóðum og mun fólk þeg ar i gær hafa leitað til skrif- stofu rauða krossins í Mjólkur- félagshúsinu og gefið upplýs- ingar um fólk. Ómögulegt er eins og nú er ástatt í Mið- og Suðm-Evrópu að vila, hve margir íslending- ar dvelja þar eða hvort þeir sem vitað var að voru til dæm- is í Þýzkalandi, eru þar enn, eða hvort þeir eru í sömu borgum og þeir voru fyrir skömmu. En gera má fyllilega ráð fyrir að þeir, sem dvöldu í Þýzkalandi, eigi við erfiðleika að striða, eins og ásíandið er þar í landi nú, borgirhar í rústum og mat- | arskortur. Verður því að þakka þessa viðleitni rauða krossins, því að gera má ráð fyrir að þeirri al- þjóðastofnun, sem ‘hann er í, geti tekizt betur en einstakling- um að finna þetta fólk og geta rétt þvi hjálparhönd. 17 RAMKVÆMDANEFND söfnunarinnar til bág- staddra Dana, en hana skipa Sigurður Nordal, Lúðvíg Guðmundsson og Kristján Guðlaugsson, hefur ákveðið að halda söfnuninni áfram til 15. júlí n. k. Hefur nefnd- in gefið út skýrslu og ávarp um söfnunina og fer það hér á eftir; Fyrir ' rúmu ári var hafizt handa að safna nokkru fé hér á landi til hjálpar Dönum, sem harðast hefðu orðið úti af her- náminu og kúgun nazista. Var hugsað um að liðsinna fyrst landflótta fólki, sem unnt væri að senda hjálp, en síðan öðrum nauðstöddum, þegar samgöngur við Danmörku leyfðu. Undir ávarpið um þetta skrif- aði fjöldi mætra manna, og þessári málaleitun var yfirleitt mjög vel tekið, þó að minna hafi verið rætt og ritað um hana en. flestar aðrar fjársafnanir. Söfnunin nernur nú um 650 þús. kr. — 300 þús. kr. af þeirri upphæð hefur að langmestu leyti safnazt í smágjöfum frá al menningi, því að stórgjafir auð- ugra manna hafa verið fáar, en 350 þús. kr. er framlag úr ríkis- sióði. Auk þessa hafa ísl. skóla- börn safnað rúml. 400 þús. kr. til bágstaddra barna á Norður- löndufn — og er því fé enn ó- skipt. Nefndin sendi í des. s.l. sam-; kvæmt- beiðni frá Stokkhólmi um 155 þús. ísl. kr. til hjálpar dönsku flóttafólki í Svíþjóð, og var það fé afhent danska sendi- herranum þar af sendifulltrúa íslands. , Ennfremur hefur nefndin þegar keypt úrvals ull- arvörur íslenzkar, sem verða senda til Danmerkur með fyrstu ferð, sem fellur. Af- ganginum mun verða ráðstafað í samráði við sendiherra Dana hér’ á landi og donsk stjórnar- völd, og má gera ráð fyrir, að mestu af fénu verði varið til kaupa á íslenzkum matvörum og ullaryörum. Fregnin um lausn nánustu frændþjóða vorra úr ánauð hefur vakið óskiptan fögnuð ís- 'lendinga. En neyðinni er ekki þegar lokið með ánauðinni, örð- ugir tímar eru enn fram undan fyrir þessar þjökúðu og féfiettu þjóðir. Það er trú nefndarinnar, að fögn,uðurinn yfir giftusam- Iegum lokum hinnar ægilegU Norðurálfustyrjaldar og vitund- m um, að nú muni bráðlega verða kleift að koma hjálp beint til Danmerkur, eigi eftir að leggja smiðshöggið á þessa fjár- söfnun, svo að hún verði eins myndarleg og samboðið er hjartaþeli og hagsæld íslenzku þjóðarinnar. Því mun gjöfum enn veitt viðtaka til 15. júíí n.k. svo að allir, sem enn hafa aðeins dregið að leggja sinn skerf fram, fái tækifæri til þess. Forsetahjónin á sýn- ingu Handíðaskólans Fengu að gjöf einn. sýningarmun eftir frjálsu vali SVEÍNN BJÖRNSSON for- seti íslands og frú hans skoðuðu sýningu Handíðaskól- ans síðast liðinn miðvikudag. Dvöldu forsetahjónin þar all lengi og skoðuðu ítarlega hina mörgu og góðu sýningar- gripi, teikningar og vatnslita- myndir. Fór forsetinn miklum viðurkenningarorðum um starf semi Handíðaskólans og glæsi- legan árangur, er hann hefur Framhald á 7. síðu. Verður Esja send tii Danmerkur! O RÐRÓMUE gengu um það, að í ráði sé að eimskipið Esja verði send til Kaupmannahafnar til þess að sækja íslendinga, sem híða eftir heimferð. Ekki hefur Alþýðublaðinu tekizt að fá þessa fregn stað- festa, en líkur munu þó til þess að skipið fari eftir mán uð eða svo. Sýningin „Barátta Dana" opnuð Krisfjáns km- I Hákonar konungs ------—....... Bárust Sveiaii Björnssyeii ferseta í gær FORSETA ÍSLANÐS bárust í gær eftirfarandi þakkar- skeyti frá konungum Danmerkur og Noregs: „Fyrir hönd dönsku þjóðarinnar og sjálfs min flyt ég yður, herra forseti, alúðarfyllstu þakkir mínar fyrir kveðju yðar vegna frelsunar Danmerkur. Sömuleiðis fyrir árnaðar- óskir yðar og íslenzku þjóðarinnar, sem ég endurgeld af einlægu hjarta. Christian R.“ „Ég flyt yður alúðarþakkir fyrir vinsamlegar kveðjur og árnaðaróskir út af endurheimt frelsis Noregs. Haakon R.“ SÝNINGIN „barátta DÁNA“ var opnuð í sýn- ingarskála myndlistarmanna kl. 15 á miðvikudag. Ludvig Stbrr aðalræðismaður ávarpaði sýn- ingargesti fyrir hönd sýningar nefndarinnar, en hann er for- maður /hennar, og Svart blaða- fulltrúi Dana flutti ávarp á ensku. Sendiherra Dana, de Fontenay, flutti þessu næst setningarræðuna og lýsti bar- áttu Dana gegn hinum þýzka innrásarher. Gat hann þess, að ráðgert hefði verið, að sýning þessi yrði opnuð hinn 9. apríl áíðastliðinn, þegar fimm ár voru liðin frá árás Þjóðverja á Danmörku, en af þessu hefði ékki orðið ýmissa orsaka vegna og nú'atvikaðist þannig, að sýn ingin væri opnuð að Danmörku frjiálsri. Minnti sendiherrann á það í lok ræðu sinnar, að sýn- ing þessi ætti að gera mönnum grein fyrir hinu mikla endur- reisnarstarfi, sem dönsku þjóð- arinnar biði, eigi síður en bar- áttu hennar gegn kúgurum sín'- um. Mikill fjöldi manna var við- staddur setningu sýningarinnar þar á meðal forseti íslands og ríkisstjórn, sendifulltrúar er- lendira rikja, borgarstjórinn í Reykjavík og stjórn norræna félagsins. Kvennaskólinn í Reykjavík. Sýning á handavinnu og teikn- ignum námsmeyja verður í skól- anum laugárdaginn 12. maí kl. 4 til 10; sunnudaginn kl. 1 til 10 og mánudaginn kl. 2 til Hringurinn heldur skemmtun í Nýja Bíó á morgun kl. 1.30 til ágóða fyrir barnaspítalasjóðinn. Mörg , góð skemmtiatriði verða á skemmtun- inni. Kvennadeild Slyisavarnafélags íslands heldur dansleik í Tjarnacafé annað kvöld (13. maí) og hefst hann kl. 10 s. d. Aðgöngumiðar verða seldir í Tjarnareafé á sunnudaginn frá kl. 5 e. h. söngvari lálinn Kjartan Sigurjónsson NÝLEGA barst sú fregn hingað að Kjartan Sigur- jónsson söngvari sé látinn í Eng landi. Kjartan hefur getið sér góð- an orðstír hér á landi undan- farin ár fyrir söng sinn. Meðal annars hefur hann sungið oft í útvarpið. Hann fór til Englands á síðast liðnu hausti til söng- náms og hefur dvalið þar síð- an. Banamein Kjartans var heila himnu’bólga. Ágúsl H. Bjarnason préfessor lætur af stðrfum rið PEÓF. ÐR. ÁGÚST H. BJARNASON verður sjö- tugur í sumar og mmi þá láta af' embætti sínu við Háskóla ís lands, er hann hefur gegnt frá stofnun hans, eða í 34 ár. Á mánudaginn var flutti próf. Ágúst kveðjufyrirlestur í há- s'kólanum, að viðstöddum flest- um kennurum og allmörgum stúdentum. Ræddi hann um friðinn og helztu friðarflytjend ur vorra tíma, svissneska lækn inn Henri Dunant, stofnanda rauða krossins; og sérstaklega Fridtiof Nansen og öll hans miklu og farsælu störf fyrir Þjóðabandalagið. Að loknum fyrirlestrinum á- varpaði Jón Hj. Sigurðsson há- skólarektor próf. Ágúst og þakk aði honum störf hans í háskól- anum. Þá mælti próf. dr. Alex- ander Jóhannesson nokkur orð af hálfu heimspekideildarinnar og stud mag. Thor Vilhjálms- son af hálfu stúdenta. Skoytasamband Tið Noreg r GÆR var hægt að opna 4 skeytasamband við Nor- eg og stóð þá ekki á því að skeyti færu að berast til rit- símans. Þá fáu daga, sem skeyta- sambandið við Danmörku hefur verið opið hafa þúsimd ir skeyta farið milli land- anna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.