Alþýðublaðið - 12.05.1945, Page 3

Alþýðublaðið - 12.05.1945, Page 3
l^aagartjaginn 12. maí 1845. HLÞYPUeiflÐlB Allt er með kyrrum kjörum í Noregi 2000 NS-menn hafa verið handteknir , Nr á meðal Qulsllng og allir ráðherrar hans, nema Jonas Lie og Riisnæs S AMKVÆMT FREGNUM, sem báruist frá Noregi í gær, má segja, að áilt sé með 'kyrrum kjörum í landinu og hvergi hafði komið til neiírna alvarlegra uppþota eða á- rekstra. Er nú unnið að þvi að handtaka norska nazista og hafa þegar um 2000 mtenn verið handteknir. Allir ráðherrar Quislings eru nú á valdi norska heimahersins, nema tveir, þeir Jonas Lie og Ríisnæs, en þeir munu hafa búizt til varn- ar í húsi einu í útjarðri Oslo. Terboven, landstjóri Þjóðverja í Noregi, hefur framið sjálfs- naorð, svo og SS-hershöfðinginn Rediess og hinn illræmdi Gesta- po-maður, Fehlis. Henlein. Henlein og fleiri kunnir nazisfar í London er tilkynnt, að Martha krönprinssessa, kona Ólafs, ríkisarfa Norðmanna, sé kominn þangað frá Bandaríkj- unum. Samtímis henni komu þeir Trygve Lie, utanríkisráð- herrna, Hambro, forseti Stór- þingsins og dr. Karl Evang, landlæknir Noregs. Munu þeir hverfa mjög bráðlega til Nor- egs. í frekari fregnum, er borizt hafa frá Noregi, segir, að Olav Midtun, fyrrverandi forstjóri norska útvarpsins, hafi áftur tekið við starfi sínu þar. Menn úr heimáhernum tóku útvarpið þegar í sína vörzlu og hófu út- varp frá Oslo. Þá hefir pólitísk- um föngum verið sleppt víðast hvar í Noregi. Tilkynnt hefir verið, að Arne Fjellbu, biskup í Finnmörku, áður dómpróffast ur í Þrándheimi, sé þangað kom inn o>g hafi honum verið: vel fagnað. ' A mynd þessari sjást mörg hinna svonefndu risaflugvirkja, sem eru stærstu sprengjuflugvélar [iheiimisins, á leið frá istöðvum sínum á Maríaneyjum til árása á Japan. Skýjaþykknið hamlar því yékki, .að ;þær geti hæft skotmörkin. Flugvélárnar hafa sérstök miðunartæki til sMkra árása. Mololov farinn al San Francisco-ráð- Tilkynna, að 8. fiugherinn vorði fluiiur frá Brefiandí fil Aiíuvígslöðvanna Risafiugvirki herða árásiraar á Japan og varpa eiiiur dufium ------- T5 ANDARÍKJAMENN herða nú loftárásirnar gegn Jap- ömnn og búast tií stórsóknar á hendur þeim jafnskjótt og þeir hafa flutt nægilegt lið og flugvélar til Austurvíg- stöðvanna. Mörg hundruð risaflugvirki hafa enn gert skæð- ar árásir á verksmiðjur á eyjunni Honshu og tilkynnt hefur verið, að risaflugvirki hafi nú um langt skeið lagt tundur- dufl á siglingaleiðir Japana allt til Singapore. Doolittle hershöfðingi, vfirmaður 8. fiughers Banda- ríkjamanna, sem hefur 60 flugvelli í Bretlandi og um 400 þúsund manna lið,.hefur tilkynnt, að megnið af flughemum verði flutt til Asíuvígstöðvanna nú á næstunni. Himinler sagður verj asi á Salzfourg- svæðinu HVER nazistaforingúm af Öðrum fremur nú sjálfs- morð eftir uppgjöfina. Konrad Henlein, fylkisstjóri Hitlers í Súdetalöndum hefir nú framið sjálfsmorð. Hann hafði verið tek inn höndum af 3. hemum og sat í fangajdefa» en laumað með sér rakhlaði og skorið sig á púls inn. Þá hefir Bormann, stað- gengill Hítlers, sá er tók við af Hess, einníg framið sjálfsmorð. Himmler er sagður hafa búizt til vamar í fjallahéruðum Salz- hurg, ásamt nokkrum ofstækis- fullum SS- og Gestapomönmun. Áðiír höfðu gorizt fréttir um, að þeir Göring og Sohacht, fyrr um bankastjóri ríkisbankans þýzka, hefðu verið teknir hönd um. Þá hefir Weygand hers- höfðingi, sá er tók víð af Game- lin árið 1940, einnig verið hand tekinn, svo og hinn frægi tenn- isleikari Frakka Borotra, en hann var íþróttamálaráðherra Vichy-stjórnarinnar. Loks hafa bandamenn tekið fastan Debr- inon, einn kunnasta mann Vichy stj'ómarinnar og sendiherra hennar í hinum hernumda hluta Frakklands á sínum tíma. Kaupför bandamanna á Mur-Allanis- hafi sigia áfram undir herskipavernd Kafbáfar Þjóðverja koma tfi brezkra hafna D ANDAMENN tilkynna, að fyrst um sínn muni þeir kanda áfram að sigla í skipalest um á Norður-Atlantshafi með herskipavernd. Mun það vera til öryggis, að þar eð mikill fjöldi kafbáta Þjóðverja er enn á höfum úti og gæti hugsazt, að einhvérjir þeirra reyndu að gera árásir á kaupför bandamanna, þrátt fyr ir uppgjöf Þýzkíalands. Þýzkir kafbátar hafa þegar komið til ýmissa brezkra hafna og höfðu uppgjafarfánann svarta við hún. f gærkveldi höfðu 10 kaf- bátar gefizt upp fyrir brezka flotanum og von var á fleirum til brezkra hafna þá og þegar. Tveir þýzkir kafbátar, sem komnir eru til Weymouth, verða til sýnis fyrir almenning á morgun. RÁ San Francisco berast þær fregnir, að Molotov utanríkismálaráðherra Rússa og fulltrúi þeirra á ráðstefnunni þar, hafi horfið af ráðstefnunni , og sé kominn heim. Gromiko, sendiherra Rússa í Washington, mun taka við af honum sem formaður sendi- nefndar Rússa á ráðstefnunni. Þá er einnig tilkynnt, að Anthony Eden, utanrikismála- ráðherra Breta, muni hverfa heím til London um stundar- sakir. Danski ffotinn kominn heim T|ANSKI LLOTINN kom í gær til Kaupmannahafn- ar frá Sv'íþjóð, Brezk skip, sem láu á höfninni fögnuðu dönsku skipunum með skothríð af fall- byssum, einnig var þeim vel fagnað af miklum mannfjölda í landi. — Montgomery er sagð ur kominn 61 Kaupmannahafn ar. Danir sökktu á siinum tíma stærstu herskipum sínum, til þess að þau féllu ekki í hendur Þjóðverjum. Meðal þeirra voru 'herskipin ,,Niels Juel“ og „Ped er Skram“. Dönum tókst að koma allmörgum tundurskeyta bátum og öðrum smærri her- skipum yifir til Svíþjóðar, þar sem þau hafa legið síðan. Bersýnilegt er af öllum frélt um, frá Asíuvígstöðvunum, að bandamenn eru nú að hefjast hana um lokaátökin við Japana, eftir að Þjóðverjar hafa gefizt upp. Frá Kína berast þær fregn ir, að kínverskur her hafi, með aðstoð amerískra flugsveita, unnið mikinn sigur á Japönum í Vestur-Hunan-fylki í Súður Kína. Þá hafa risaflugvirki haft sig mjög í frammi i loftárásum á Japanseyjar undanfarna daga, meðal annars ]áðizt á miklar hergagnasmiðjur á Honshu, þar sem Tokio er, svo og Kyushu. Doolittle hershöfðingi mun frægastur " fyrir það, að hann stjórnaði fyrstu loftárás Banda ríkjamanna á Toikio árið 1941, er flugvélar frá flugvélaskipipm réðust á Tokio og lentu síðan í Klna. Georg Bretakonungur hefur nú sæmt Boolittle Bath- orðunni (K. C. B.) fyrir aífrek hans sem stjórnanda 8. flug- hersins í Bretlandi. Doolittle skýrði blaðamönnum frá því í gær, að flugher hans hefði um 2400 sprengjuflugvélum á að skipa og um 1200 orrustuflug- vélum'.. Luhlmsijórnin flytur Pólverja til Þýzka- lands T UNDÚNAFREGNIR í gær kveldi, greindu frá því, að Lublin-stjómin í Póllandl væri byrjuð á flutningi Pólverja til Þýzkalands. Hafa þegar verið fluttir álitlegir hópar til borgar innar Frankfurt við Oder og sagt, að raenn þessir eigi að taka við ýmsum mikiivægum störf- mn í borginni. Þeir komu flest- ir frá Lodz.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.