Alþýðublaðið - 15.05.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.05.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐimLAÐIP ÞriðjiMlagiir 15 maí, 1945 Setuliöíð tvíkynnir: Allar hömlur á frétfaflufningi eru upphafnar Skeytaskoðun hættr um 24. þ. m. og tal- stöðvar frjáisar fyrir sjómenn um sama leyti. DÓRI HJÁLMARSSON yfirmaður blaðaþjóuustu Banda- ríkjahersins hafði fund með blaðamönnum í gær síð- degis og tilkynnti þeim að allt eftirlit með fréttum, sem verið hefur á undanförniuu árum af hálfu setuliðsins væri upp- hafið og gætu blöð og útvarp birt fréttir framvegis án nokkurs tillits til hersins. Þó eru undanteknar fregnir um ferðir herskipa og hreyf- ingar þess setuliðs,1 sem eftir er í landinu, svo og nokkur hluti veðurfregna, en allt þetta mun verða gefið frjálst inn- «» an fárra daga. Dóri Hjálmarsson og meðstarfsmaður hans, Valdimar Björnsson,»liðsforingi, skýrði einnig frá því, að skoðun skipa og eftirlit með farþegum af hálfu setuliðsins hefði hætt á miðnætti aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Hins vegar mun skoðun skeyta hætta um 24. þ. m. og um líkt leyti mun sjómönnum verða heimilt að nota talstöðvar sínar eftir vild. „Stríðið er búið“, sagði herdeildarforinginn“ allt er búið. Ég þakka ykkur fyrir samvinnuna. Framkoma íslenzkra blaðamanna hefur verið betri en nokkurs staðar annars- staðar. Þið hafíð jafnvel verið betri og nákvæmari en okkar eigin blaðamenn heima í Bandaríkjunum.“ Mikil hátíðahöld Norðmanna í Reykjavík 17. maí Veröa nú, er Noregur er oröinn frjáls, meö öðrum hætti en áður. Aþjóðhátíðardegi NORDMANNA fimrntu- daginn 17. maí efnir Nord- mannslaget til fjölbreyttra hátíðahalda hér í bænum. Nordmannslaget hefir skip að nefnd til að annast undir- búning hátíðarha'ldanna og eiga eftirtáldir menn sæti í henni: Ingólf Ingebriktsen, Thomas Haarde, verkfræð- ingur formaður Nordmanns- laget, Farestveit, kaupmaður ritari Nordmannslaget og S. A. Friid blaðafulltrúi. Nefndln hefoir skýrt blaðinu svo ifró tilbögun hiátíðahald- anna. Klukkan 8,20 um miorgumin safnast Æólk isaman vlð Fossvogs kirkjugarð og þar verða lagðir kranzar á leiði fallinna norskra bertmanna. Stundviíslega kl. 8,30 verður gengið fylktu liði inn í kinkjuigarðinn að leiðunum og kranzarnir lagðir á þaiu. Fyrir skrúðgönigunni iganiga Æánaber- ar o,g tóðrasveit Teikur. Nefndin er þakkiát öllum þeim, er hatfa með sér blóim til að leiggja á graf i,r binna nonsku berimanna. Kluklkan 10 f. h. verður þakk arguðsþjiónusta í Dómkirkjunni., Þar mum séra Bjarni Jónsson vágsiluibiisibup flytja bæn ag þakk argerð, en fánalberar standa beiðursvörð í kixkjuinni. Boðs- gestir eiga að ganga inn í kirkj una uim kórdiyr, en aðrir um að aldyrnar. Farseti Matnds og frú banis munu verða viðstödd at- böifnima. Verður iþakkarguðs- þjónustiuimi útvarpað. Eftir bádegið, kl. 12,30 koma norsk oig noiisk-áslenzk börm sam an við bústað norska sendi- berranis Fjólugötu 15, qg er þess vænzt að þau hafi norska fána með isér. Þarna njlóta börnin 'góð gerða nokkra stund, en því niæst, eða kl. 13,30 situndví'slega leggur barnaskrúðgangan á stað fná senidilberrabústaðnumi og verðiur gengið um Fjólugöfu, Fríkirkjuvieg, Vonarstræti og staðnæmzt við Tjarnanbíó. Eru Norðmenn og þeir sem sýna 1 vilja Norðmönnum vinsemd ■ sína, beðnir að mæta við sendi j berrábúsitaðinn ag ganga með börnunum í isikrúðgangunni. íRjétt fyrir 'kl. 2. á skrúðgang- an að vera komin að Tjamajribíó en þar hefst bátíðasamkóma stundviíslega kl. 2. Hefst sam- koman með hljómleikum, en þvá næst flytja þei.r S. A. Friid, blaðafulltrúi, og Andersen Rysst, isendiberra ræðu, en frú Gerd Grieg les upp ljóð eftir Nordbal Grieg. Klúkkan 4 — 6 hefur sendi- berran móttöku fyrir geisti á beimi,li sínu, en ium kvöidið kl. 8 befst samkvæmi að Hótel Borg. Meðal ræðumanna þar verða: Ólafur Tbors forsætisráð berra, Sigurgeir Sigurðsson bistoup og Haarde, formaður Nordmannislaget. Aðgönigumiðar að hófinu verða seldir hjá L. H. Muller Það skai tekið fram, að allir framangreindir dagskrárliðir befjiast stuindvíslegá. Víg buðmundar fordæml í Dar rku. Engin ásfæða til handlöku hansr hvað þá heldur fil verknaðarins. Danmörk mun reisa Kamban minnismerki, sagði Skoghaume andsdómari við minningar- afhöfnina á laugardaginnn. D ÍKISSTJÓRNINNI hefir þegar borizt bráðabirgðasvar * frá sendisveitinni í Kaupmannahöfn um víg Guð- mundar Kambans skálds. Samkvæmt þessu bráðabirgðasvari og upplýsingum, er fram að þessu liggja fyrir hefir engin fullnægjandi ástæða verið fyrir fyrirhugaðri handtölcu Kambans og því síður fyrir því að hann var veginn. Þá hefir og fregn borizt um það, sem ekki mun síður vekja athygli, að er minningarathöfnin fór fram um skáldið s. 1. laugardag voru viðstaddir ýmsir ktmnir íslendingar og Danir og að Skoghaume landsdómari. lýsti yfir því að Dan- mörk myndi reisa Kamban minnismerki. í tilkynningu frá ríkisstjórn inni um bráðabiirgðasvar sendi sveitarinnar í Kaupmannahöfn segir: . „Nú þegar hefir utanríkis- ráðuneytinu borízt bráðabirgða svar frá sendiidáði íslands í Kaupmannaböfn, þar sem skýrt er frá þvá, að sendiráðið hafi tafarlaust, þegar þvi ’barst ’hin börmulega fregn um Guðmund Kamban, borið fram tilmæli til hlulaðeigandi yfirvalda um að fá tilgreindar ástæður fyrir til- efninu til handtöku Guðmund- ar Kambans og þvi, að hann var skotinn. Sendiráðið hefir ennfremur skýrt frá þvi, að svar sé að sönnu ókomið, en samkvæmt upplýsingum, sem fram að þessu liggi fyrir, sé engin fullnægjandi ástæða fyr- ir fyrirhugaðri handtöku hans, og því síður fyrir verknaðinum. Loks segir að Kamban hafi mót mælt handtökunni og neitað að ifylgja mönnunum þrátt fyrir hótun um að ‘hann yrði annars skotinn, og að ekkert sé enn sannað um handalögmál frá hans hendi.“ Ríkisútvarpið fékk á sunnu- daginn einkaskeyti frá frétta- ritara sínum i Kaupmannahöfn og segir i þvi frá minningarat- höfninni um hið látna skáld á laugardaginn. Viðstaddir voru, auk skyld- menna skáldsins, starfsfólk sendisveitarinnar, prófessörarn ir Jón Helgason og Erik Arup og dóktor Sigfús Blöndal, en auk þess um 70 aðrir kunnir íslendingar og Danir. Kranzar bárust meðal annars frá sendi sveitinni, 'íslendingafélaginu og áslenzka stúdentafélaginu. — Sungnir voru sálmar og 'bæn flutt, en eftir það var áslenzki þjóðsöngurinn sunginn. Kistan var sveipuð íslenzka fánanum. Þá segir í skeytinu til útvarps ins, að Skoghaums landsdóm- ari hafi flutt stufta ræðu — og tekið sérslaklega fram að Dan- mörk ætlaði að reisa Kam'ban minnismerki. Allt þetta sýnir að í Dan- mörku er víg Guðmundar Kamib ans fordæmt og því meiri and styggð mun 'það vekja hér heima, að eitt íslenzkt blað, Þjóðviljinn, skuli þegar tvtíveg is haí'a> reynt að bera blak af banamönnum hans og stimplar hann sjálfan sem nazista. Munu þess engin dæmi fynr né isáðar að íslenzkt blað hafi sokkið svo djúpt i pólitísku ofstæki sínu. Blaðamenn í boði norska blaðafulllrúans og konu hans. T^T ORSKI blaðafulltrúinh S. A. Friid og íkona hans 'höfðu boð inni i fyrradag fyrir íslenzka blaðamenn, en auk þeirra voru nokkrir aðrir. gest ir, þar á meðal frú Gerd Grieg og 17. mainefnd „Nordmannslag ets“. BJaðafulltrúinn ávarpaði gesti sína og þakkaði þeim sam starfið á liðnum árum. Lýsti hann starfi sínu og konu sinn- ar og kvað það 'hafa verið á- setning þeirra að leysa það sem bezt af hendi og ef blaða- mönnum hefði ef til vill stund um þótt ’hanft nokkuð kröfu- harður um rúm í blöðunum, þá hefði það aðeins verið vegna þess, að hann vild'i vinna jþjóð sinni sem allra bezt. Óskaði blaðafulltrúinn íslandi iog ís- lendingum allrár blessunar og kvað Norðmenn aldrei myndu gleyma þeirri vinsemd og hjálp fýsi, sem íslendingar hefðu sýnt nors’ku þjóðinni á liðnum hörmungaárum. Frú Gerd Grieg mælti og nokkur orð og þakkaði íslenzku þjóðinni, Lét hún sérstaklega í ljós aðdáun sína á áslenzkum listum og listamönnum, en hún kvað íslenzku þjóðina ekki sýna listamönnunum nóga rækt arsemi. Hún kvað mann sinn hafa sagt eitt sinn: „Ef ég væri ekki Norðmaður þá vildi ég vera íslendingur“ — og þetta sama kvaðst frúin vilja segja Valtýr Stefánsson ritstjóri mælt nokkur orð fyrir hönd 'blaðamannanna og fleiri ræður voru fluttar. Vísifalan óbreyft frá áramófunt 274 stig. !/■ AUPLAGSNEFND og hagstofan hafa nú retkn að út vísitöluna fyrir maí mánuð og reyndist hún rera 274 stig, eða sama og undan fama . fjóra .mánuði. . Hefir vístalan . ekkert breyst .frá því um síðustu áramét. Leikfélag Reykjavfkur sýnir leikritið rrGift eða ógiflt" annað kvötd. NNAÐ kvöld hefir Leik- félag Reykjavíkur finam- sýningu á leikritinu „Gift eða ógift?“ Er þetta skopleikur í þrem þáttum. Höfundur þessa leiks er J. B. Priestley, en leik- félagið 'hefir áður sýnt leikrit eftir þennan höfund, sem átti miklum vinsældum að fagna. Er það leikritið „Ég hefí koxnið hér áður,“ sem félagið sýndi hér síðastliðið haust. Ákveðið var að frumsýning in færi fram d kvöld en vegna forfalla eins leikarans var frum sýningunni frestað til annars kvölds. Alls verða fjórtán leikarar í þessu stykki, en leikstjóri er Lárus Pálsson. Eftirtalið fólk fer með hlut- verk leiksins: Soffía Guðlaugs dóttir, Anna Guðmundsdóttir, Regína Þórðardóttir, Emilía Borg, Sigrún Magnúsdóttir, Inga Laxness, Jó'hanna Lárus- dóttir, Ævar R. Kvaran, Gest- ur Pálsson, Haraldur Björnsson Brynjólfur Jóhannesson, Lárus Pálsson, Láru’s Ingólfsson og Haukur Óskarsson. Á undan sýningunni leikur hljómsvei't undir stjórn Þórar- ins Guðmundssonar. Næsta sýning verður ekki • fyrr en annan í hvítasunnu, en þá Ihefir Leikfélagið sýningu bæði á þessu nýja leikriti sínu og Kaupmanninum i Feneyjum sem það mun einnig halda á- fram að sýna þótt það taki þetta leikrit til meðferðar. Efni þessa leiks, verður ekki rákið hér, en það eitt sagt, að það er létt og skemmtilegt og í meðförum hinna ágætU leik- ara mun það óefað veita mörg- um ósvikna gleðistund.. Þakkarskeyti frá utan- ríkhmálaráðberra Moregs. UTANRÍKISRÁÐHERRA íslands hefir borizt þetta þakkarskeyti frá utanríkisráð- herra Noregs: „Ég færi yður dýpstu þakkir fyrir vinarkveðjur yðar til Nor- egs í tilefni enduxheimt frels- isins. Hin mörgu dæmi um sam úð íslendinga og skilning á frelsis'baráttu okkar ihafa snort- ið djúpt hjörtu norsku þjóðar innar og enn styrkt þau bönd, sem tengt hafa hræðraiþjóðirn- ar allt frá söguöld."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.