Alþýðublaðið - 15.05.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.05.1945, Blaðsíða 4
« f ÞriiSýuðagur 15 imii 1945 4 HrHaðlb Ctgefandi Alt)ý»uflokkiirtnB Ritstjóri: Stefán Pétnrsson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Simar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. LaitdssÖfnunin ¥ SLBNDINGAR hafa almennt A. fagnað frelsun bræðraþjóð- anna á Norðurlöndum, sem á fimm ár hafa foúið við harð- stjórn og hesrrfám. Hópgangan á fund sendiherra Dana og Norð manna á friðardaginn sýndi glöggt hug íslendinga í garð þessara þjóða. En íslendingar vilja ekki láta sitja við orðin ein. Þeir vilja einnig sýna vinarhug sinn í garð Dana og Norðmanna í verki. Ríkisstjórnin hefir' geng- izt fyrir þvá, að efnt verður til landssöfnunar til hjálpar hin- um tveim norrænu hræðraþjóð um. Hefir verið ákveðið, að söfnun þessi standi aðeins yfir í (hálfan mánuð, og er ætlazt til þess, að skip sigli héðan til Nor egs og Danmerkur með farm matar og fatnaðar í næsta mán uði. * íslendingar hafa sýnt hug sinn í garð Norðmanna og Dana í verki með þeim hætti, að þeim er sæmd að. Þeir hafa efnt til myndarlegrar söfnunar báðum jþessum þjóðum til handa og lagt fram nokkurn skerf þeim til hjálpar. En vitað er, að þorf in er mikil í báðum þessum löndum. Þess vegna foefir rík- isstjórnin ákveðið að efna til þessarar skyndisöfnunar í til- efni af frelsun Norðmanna og Dana undan oki því, sem her- sveitir nazista og föðurlands- svikarar heima fyrir felldu á háls þeim. Og víst munu íslend ingar nú sem fyrr. bregðast vel við og reynast hinum nox-rænu bræðrum sínum vinir í raun. * íslendingar hafa sem betur fer ekki sömu harmsögu að segja úr þeirri styrjöld, sem nú er til lyikta leidd hér í álfu, og Norðmenn og Danir. Við höf- um auðgazt x styrjöldirini, þeg ar bræðraþjóðirnar bjuggu við skort og harðrétti. En þó höfum við orðið fyrir tjóni eins og þær. Við höfum misst marga vaska syni af völdum stríðsins, og skipastóll okkar hefir orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Við skiljum því þann .harm, sem nú grúfir yfitobæjum og byggð um Noregs og Danmerkur, og það tjón, er þessar grannþjóðir okkar hafa beðið. Því teljum við íslendingar okkur skylt að veita Dönum og Norðmönnum þá aðstoð, sem okkur er auðið og þessum bræðraþjóðum okk ar kemur bezt. Okkur er ljúft að samfagna þeim á tilefni af endurheimtu frelsi og veita þeim fulltingi d raunum þeiri-a. Það fer vissulega vel á því, að íslendingar sendi skip með gjafir frændum og vinum til handa, þqgar álar þeir, sem skilja lönd bræðraþjóðanna, eru aftur færir. Og vissulegá sæmir okkur ekki annað en sá farm ur sé rausnarlegumfi nrnmojia ftLWflBBUBIÐ Danska sýnmgin: Frá þjáningum til frelsis I SKÁLA LISTAMANNA -l stendur yfir myndasýning, er vekja mun mikla atfoygli. Það eru myndir úr baráttu Dana 4 hernámsárunum. Stutt- ur þáttur úr sögu frænda okkar, kafli, er sýnir þjóðina í nýju Ijósi, vopnláusa smáþjóð í- griimimúðiug'u strtíði við vígbúið herveldi. Á miðjum gafli, þegar inn er komið, sest afarstórt málverk af konungi þeirra, Kristjáni 10. í umgerð danska fánans. Hinn festumikli, virðulegi og góð- mannlegi þjóðhöfðingi sómir sér þarna vel innan um rjúk- andi rústir brunnina húsa og ■niitt á meðal begna sinna í bar- átíu við „aríanaa þýzku, sem virðast allra bjóða lakast hafa skilið norréenan anda og hugs unarhátt. Á næstu myndum sjást hvar óbreyttir og óvopnaðir danskir borgarar klifa yfir yíggirðingar umfoverfis konungshöllina til hjálpar lögreglu og 'lffverði, sem ver konung sinn og bústað hans fyrir áhlaupi fjandmann-' anna. Það firmist miér furðulegl, hve mikið hefir náðst af mynd- um og, hve þær eru nær allar aíburða r.kýrar. Hver stórbyggingin eftir aðra, þar sem unnið var að her- gagnaframleiðslu fyrir Þjóð- verja — auðvitað í nauðungar- vxnnu — sést logandi eldbaf, eða kulnaðar rústir. Hvergi er kúg- unarstarf nazistanna öruggt fyr ir föðurlandsvinunum. Gegn- um margfaldan vopnavörð kom ast skemimdanvenkamennirn.ir dönsku á einhivern ó- skiljanleigan hátt, að þvd er oft -\irðist, og eyðileggja allt, er grimmum óvinum miá að gagni koma. Svar þinna þýzku nazista og i innlendra þjóna þeirra er á- valt sjálfu sér líkt. Morð, fang- eisanir, pyntingar og eyðilegg- ing á ýmiskonar listrænum verð mætum. Á isýninigúnni má m. a. sjá flest eða öll leyniblöðin dönsku, sem allta-f komu út hvað sem á gekk, gengu hönd úr hendi, hivöss, bituryrt og eggjandi, en um leið næsta örugg sem að- göngumiði inn í annan heim, hverjum þeim, er méð þau fannst og gripinn varð af fjand- mönnunum. Til þess að gefa slík blöð út og dreifa meðal almennings svo að gagni mætti verða, þurfti ekkí einungis' hugdirfð, þrek og ást, sem var var meiri á frels- inu en lífinu, heldur þurfti og til aðkpma snilliborin iskipulags gáfa og sú bragðvísi, sem leikið igat .hvervetna á óViniran, óvin er lét sú list bezt að drepa, en virtist hvergi og aldrei hafa getað skilið, að myriur föður- landsvinur getur orðið stórum Aættulegri dauður en lifandi. Það er bjart yfir þesari sýn- ingu þessum myndum úr baráttu Dana; jafnvel yfir imjisþyrmdu lxki Kaj Munks, leikur einhver dulrænn bjarmi. Eða yfir dauða dæmda manninum uppi við múrinn. Hann stenur með bund ið fyrir augu og bíður barfa- skeytanna úr býssukjöftum böðla sinna. Hnarreistur er hann, óttalaus, rólegur — af því hann elskar frelsið meir en. lífið og veit, að baráttu og fórnalaust fæst það ekki, frem- ur enn önnur mikilsverðustu gæði lífsins, sízt úr helgreipum hinna viti firtu nazísta. En hann veit, þessi ókenndi fulltrúi allra hinna myrtu manna a&Jselsiá fpst;^im^,siðir,1 sé nógu fast, nógu óhvikult og staðfastleía fyrir þyí barizt. O'g. hér hefir ekki verið bar- izt til einskis. Loksins, loksins rann hún upp, stund frelsisins, dagurinn, sem .enginn tunga getur lýsfo af bví að sjaldnast er mögxxlegt að ' lýsa með orðum innstu óg sterk ustu tilfinningum mannanna, hvorki í sorg né gleði. En hvað um það. Hann er staðreynd þessi bjarti, unaðslegi vordag- ur, þegar frelsisþrá nianna um gervallan heim hefir unnið full an bug á þeim öflum, sem ógur legust reyndust og verst allra þeirra óvina, er frelsisást, mann úð og réttlætisvitund hefir átt í . baráttu við, sennilega aftur um endilanga sögu mannkyns- ins. í hugum okkar íslendinga, sem ekki höfum átt í neinu beinu blóðugu striði þótt helai’mar þess hafi að' vísu náð tiþ allt of margra góðra drengja úr okkar hópi, hljóta þessir síðustu dag- ar að verða einhverjir þeir björt u?tu og fagnaðarfylistu, sem við höfum lifað og getum átt von á að lifa. Dagarnir sem bræðraþjóðir okkar, Danir og Norðmenn og öll Evrópa, er Jeyst úr pínandi þjáning. Loksins eru frændur okkar leystir úr fimm ára ánauð, fimm *ára gerningaveðri, fimm ára harmleik. Að vísu ber þessi tírni yfir sér glampandi bjarma fltsts eða alls þess, sem bezt er og karlmannlegast í fari bræðra þjóðanna tveggja. En að hinu leytinu Jiafa henámsárin orðið þeim svo ægilega þung í raun- u:m og foryllileigri gi’imimd, að spor þeirra pg ferill verða naumast nokkru sinni máð út. Danska myndsýningin í listamannaskálanum er m. a. glöggt dæmi um það. Henni verður ekki lýst hér. Reykvík- ingar eiga að fara og sjá hana. Það gera þeir og efalaust. Lúðvig . Storr, konsúll, er gengizt hefir fyrir henni hér, er þakklætisverður fyrir. Sjón er ávallt sögu ríkari. Og þótt við getum aldrei gerf okkur ljósa hugmynd um hörm- ungar, sem frelsisunnandi fólk í þessum tveim löndum og öðr- um hefir liðið undir þrælsoki Þjóðverja, . hvorki af myndum né sögusögnum, fáum við þó skilið betur og ljósar en áður, hvíhka manndáð til þess þarf að standast slíkar eldraunir og koma úr þeim, fær til að byggja á ný heim, sem vonandi getur búið börnum sínum frið og far- sæld á komandi tímum. Hallgr. Jónasson. 45 þúsikr. söfnuðust á fjársöfnunardegi Slysavarnafélagsins FJARSOFNUN Slysavaxnafé lagsins á föstudaginn gekk mjög vel. Fyrir mei’ki og ferðir með Sæb'örgu og Þorsteini isöfnuðust alls kr. 45 þúsund og er það meira fé en safnast hef- ur nokkru sinni fyrr á fjáxsöfn unardegi Slysavarnafélagsins. Fjöldi meðlima gengu í fé- lagið þenan dag og margir gerð ust ævifélagar. Rúmlega 200 börn seldu merki' félagsins á götunum og hefir Slysavarna- félagið beðið hlaðið að færa þeim, svo og bæjarbúum öllum sem sýnt hafa stuðning við fé- lagið, beztu þakkir sínan-*- ( Kann að laka ósigri. Sænski hlaupagarpurinn Gunder Hágg (til vinstri) óskar ameriíska hlauparanum Jim Rafferty brosándi ttil hamingju eftir að Rafferty hefir sagrað hann í hlaupakeppni í Madison Square Garden í New York. V IÐ ’ágæta erindi. sænska semdikeninarans, Peter Hall iberg lektors, ram „hlutleysið, Svifþjóð og NorðuríöMd“, sem birzt hefir í Lesbók Morgun- blaðsins, hsfir vakið m'iíkla at- hygli og fengið góðar undirtekt iir 'íslenzikra blaða, nema eins — Þjóðviiljans. Ila.nn ræðst á sendlikenniarann imeð dóligisleig- uim orðuim á lauigardaginn og segir: ,,Erindi sænska sendikennarans við Háskóla íslánds, sem flutt var í norrænu 'hófi nýlega, prentað í Morguniblaðinu og jórtrað 'upp í ’Tímanum og dagblaði Ef-amsó'kn- arfldkksins Alþýðublaðinu, er væg ast sagt einn sá furðulegasti sam- setningur sem birzt ihefir opjnber- lega, síðan í Finnagaldriiíurrí, sæll ar minningar. Sendikennari 'þessi virðist ger- samlega misskilja -erindi sitt hing- að til íslands og það starf, sem honum er ætlað að vinna. Hann er hér ekki sem agenit íyrir þau öfl í Svíþjóð, sem láta ekkert tækifæri ónotað til að níða Sovét- ríkin, lieldur var tilætlunin að hann kenndi ísl. stúdentum sænsku og fræddi íslendinga um .sænska menningu- og sögu. Og ef hann endilega vill láta þessa fræðslu ná til nútímastjórnmála og styrjald- armála, væri það ærið ævistarf að dkýra fyrir íslendingum afetöðu Svíþjóðar í Evrópustyrjöldinni, en sú afstaða hefir -áreiðanlega toakað Svíum meiri álitshnekki en þeir fá bætt úr í toráð. Og sízt verður 'sá álitshnekkir unninn upp með því að bera saman ,,afrek“ Svía í styrjöldinni og framlag sov- éfþjóðanna í haráttunni við fas- ismann. N.ei, það hljóta að vera næg verkefni fyrir hr. Peter Hal'berg heima í Svíþjóð. Einnig þar er að talsverð.u leyti íhætt að taka mark á sovétníðinu, svo ekki mun veita af slíkum eldmóðslieiðtogiun í bar- -áftuanL.Hver^iæit.ri'eina .hn.Jekt- orinn færi líka að berjast við fas- ismann, nú þegar Svíþjóð hefir tekið rögg á sig og slitið stjórn- málasambandi við Hitler sáluga.“ Þannig farast Þjlóðviljaraum orð, og verða þau vairla misskil- in.Hitt er svo aranað iraJál, hvem ig það mælist fyrir 'hér á laridi, að ‘flökksblað feerarasluimálariáð- ■foerraras sýrai erlenduim seradi- kennara hér, sem hefir u.ninið sér mifeið álit, -þann dónaskap, að vísa honum á bi’ött héðan, — fyrir það eitt, að hann hefir í ágætu eriradi gert igreim fyrir hluþieysi þjóðar siranatr í styrj- öldiirani og talað máli 'smáþjóð anna yfirlei.tt í henni. * Síðai’j hlutinn af erindi Peter Hallþerg loktors birtiist í Leshók Morjguniblaðsiras á sunnudlaginn. Þar segir meðal annars: ,,Við vonum, að hinn nálægi frið ur hafi í för með sér nýja og betri skipun mála í heiminum. Við vænt um sigurs fyrir slkynsemina, rétt- inn, virðinguna á mannlegum verð mætum, já •— hví ekki fyrir rölegu íhugunina. En löng og þungbær barátta er ekki sérlega ákjósan- legur jarðvegur fyrir slík verð- mæti. Einnig hjá þeim, sem frá upphafi hafa strítt til þess að verja þau, geta hinar óskiljanlegu þján- ingar, fórnirnar óheyrilegu, eitrað hina heilbrigðu dómgreind, þokað hinum góðu áformum til hliðar. Þegar er farið að brydda á illum teiknum í umræðunum ,um með- ferðina á ihinum sigruðu. Við 'höfum séð, hvernig kenning in, er 'byggðist á ofbeldinu, -er að- hylltist stýrjöldina sem styrkjandi stálbað fyrir þjóðirnar, er virti að vettugi talið um frelsi mannanna, jafnrétti og bræðralag, hefir far- ið í stríði til þess að brjóta þjóð- irnar undir sig. Við höfum einnig séð, hvernig þessi neikvæða og mannkynsfjandsamlega kennig hef i -Ikwib. Í.6.J.SÍ0U.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.