Alþýðublaðið - 15.05.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.05.1945, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 15 mai 1M5 Hm>YBUSLAQ8P I heimsókn hjá blaðafulltrúa Norðmanna — Ár í ang- ist — „Sá er óendanléga ríkur, sem getur verið heima“ — „Enghsn skilur, nema sá er reynir hvað bað er að ,vera landflótta.1 IFYRRADAG var ég gestur S. A. Friids blaðafulltrúa Norð- jaaanna og frúar hans^ Astrid á- samt öðrum blaðamönnum. Þau Jtjónin voru í raun og' veru að kveðja blaðamenn, sem þau hafa haft viðskipti við á undanförnum árum. Starf þeirra hér hefur ver- 3ð unnið fyrir þjóð þeirra og við blaðamennirnir getum borið um tþaö að þau hafa starfað vel og «Iyggilega og öruggar en flestir aðr ir erlendir blaðafulltrúar, sem hér hafa komið. ÞAÐ VAR AUÐFUNDIÐ á sunnudaginn hvað þessum íhjónum þykir orðið vænt um ísland. Þau komu ihingað landflótta og blaða- fulltrúinn sagði í ræðu, að það væri hræðilegt að vera landflótta og enginn gæti skilið það eins og sá isem reyndi, að vita að land hans vaari lokað honum og að heima fyrir ríkti ógnarstjórn. En þrátt fyrir þetta 'hafa þau unað hag sínum hér á meða'l okkar og þakka þau það hjálpfýsi og alúð, sem þau 'hafa notið meðal okkar fslendinga. ÞETTA VAR mikill hátíðisdag- ur Ihjá blaðafulltrúanum og konu hanis. Nokkru áður en við blaða- mennirnir kotnum á heimili þeirra Muátuðu þau á útvarpið í Oslo, sem var að lýsa landgöngu Ólafs ríkisarfa í Noregi, og þau heyrðu jþegar þúsundirnar á götum borg- arinnar fögnuðu hinum verðandi konungi sínum. Blaðafulltrúinn sagði: ,,Ég skammast mfá ekki fyr ir að segja það, að ég gat ekki hlustað á þessa gleðisöngva þjóð- ar minnar, án þess að vikna. Við Norðmenn elskum konung vorn og krónprins. Þeir eru vinir okkar allra, hafa lifað eins og við og deilt kjörum við okkur öll. Krón- prinsinn hefur setið á sama skóla- bekk og verkamannssonurinn og foóndadrengurinn. Við eigum demo kiratískan konung.“ JÁ, STJÓRNARHÆTTIR NORÐ URLANDA eru. til fyrirmyndar fyrir allan heiminn. 'Þar þekkist ekki ofstjórn á borð við einræðis- ríkin. Þar þekkist ekki foringja- dýrkun. Þar þekkist heldur ekki ótti við ofstjórnarmenn óg of- stjórnarflokka. Við getmn líka bú- ist við því, að frá Noregi og' Dan- mönku fáum við ekki samskonar fréttir nú eftir stríðið og við mun um fá frá öðrum löndum. Þrátt fyrir allt mun hatrið hjaðna fyrr í Noregi og Danmörku en annars staðar. Og kenningarnar um að við eigum að haída áfram að hata munu ekki fá þar hljómgrunn. ÉG SPURÐI talaðafulltrúann, hvort honmn hefði ekki pótt þung bærast, síðan hann kom hingað, að þurfa að vera hér síðuístu dag- ana,, íþegar gleðin fer um Noreg og þjóðin- fagnar frelsinu. „Nei,“ svaraði hann. ,,Ég er orðinn svo gamall að ég get beðið. Nú slakn- ar á taugunum. Þetta befur verið svo erfitt. Maður hefur eiginlega alltaf beðið í angist. Nú er Noregur frjáls — ógnirnar eru afstaðnar. Norski fáninn er kominn upp. Ég bíð og fagna þeim degi er við hjónin fáum aftur að koma heim.“ Þé ispurði ég: „En finnst yður ekki eins og þér hafið tapað fimm árum úr lífi yðar?“ -— „Jú, mér finnst að é'g.hafi misst þau — .af því að mér er nú orðið svo, vel ljóst ihversu ríkur sá maður er, sem getur verið heima.“ STARF S. A. FRIIÐ hér á und- anförnum árum hefur ekki verið hernaður. Samt mun hann hafa litið á sig sem .hermann. Hann hefur líka starfað þrotlaust og gengt starfi sínu af frá- bærri kostgæfni. Við íslendingar þöikkum þessum ágætu hjónurn fyrir dvöl þeirra og starf, íhörm- um hversu óendaniega lítið við höf um getað gert fyrir þau. Hannes á horninu. Sumarkjólar stuttir og síðir. Verð frá kr. 149,00 Ragnar Þórðarson & Co. Aðalstræti 9. — Sími 2315. Nýjailar fréttir, bezfar greinar og skemnsfiiegasfar sögur fáið þér í Alþýðubiaðinu Símið í 4900 og gerist áskrifandi. —s -----------------------------— .ujjron -íina i nwg'iom b §js1ii;ÖíW. Gyðingaguðsþjónusfa á æskuhehnili Göbbels Gyðingar í 9. her Bandaríkjamanna héldu minningapáthöfn um fallna trúbræður sína á æskulheimili Göhbels í ■ Rbeydt, hjiá Múnchen-Gladbach. um það bil, sem sókrdn mikla var að hefjast austur yfir Rín og var mynd þessi tekin við þá atihöfn. Göhbels var sem kunnugt er einn þeirra, sem á andstyggilegasta hátt æstu, upp til Gyðingaofsókna í Þýzkalandi á valdatíð þýzkra nazista. Síðasii Prússinn - Gerd von Rundstedf * « . Karl rudolf gerd von RUNDSTEDT hershöfðingi var sá síðasti, — og langfremsti í hópi þeirra prússnesku hers- höfðingja, sem næstum því unnu stríð Hitleris. Hann er kaldrifjaður, duglegur og s'lung inn sem refur. í honum sam- einast hin flæktu störf og fyrir- ætlanir nazismans, þýzka hers- ins og baktjaldamakksins auk ógnana um enn aðra heimsstyrj öld. — Hamn er sérstaklega eft irtektarverður maður. í júnímánuði síðastliðnum, þegar innrásin hófst, var hann yíirmaður á vesturvíðstöðvum Þjóðverjann-a. Eíftir fall St. Lö og Caen, undirbjó hann flótta til Signu. En Hitler hafði yfir honum að segja. Von Rundstedt var kallaður frá vígstöðvunum „sérstakra erinda“. Orðrómur um samsæri gegn Hiíler komst á kreik, og á bak við þgnn orð- rom lá nafn von Rundstedts, — og það var ekki hvað sízt eftir tektarvert. Svo kom skyndilega fregnin um sprenguna í Berct- esgaden. En von Rundstedt var ekki ’settur í fangelsi. Hann var gerð ur að æðsta meðlimi heiðurs- fylikingarinnar þýzku — en samsærismennirnir dregnir fyr ir almenningsdómstól, ákærðir’ fyrir drottinssvik. Meðal þeirra ákærðu voru að minnsta kosti tveir nánustu vinir von Rund- stedfts, — þeir Witzlehem yfirhershöfð,ingi og ofurstinn Ludvig Beck, sem var yfirmað- ur þerforingjaráðsins til ársins 1938. Og dómniðurstaðan varð sú, að þessir tveir menn skyldú missa stöður sínar og nafn’bæt ur, en slíkt eru hræðileg örlög fyrir prússneska hershöfðingja í augum Þjóðverja. En ekkert varð nánar ljóst um þá leynd, sem hvíldd yfir von Rundstedt í sambandi við þetta mál. Þeir, sem myrtir .-130 reui j C' FTIRFARANDI GREIN, sem að öllum líkindum er skrifuð í janúar s. I., er eft ir David Cart og birtist í ameríska tímaritinu „Life“. Segir hér frá æfiatriðum og störfimi þýzkahershöfðingj- ans Karls Gerds von Rund- stedts, sem mjög mikið hefur komið við sögu í nýafstað- inni lieimsstyrjöld. voru, höfðu brotið heilög laga- fyrirmæli hins prússneska her- ráðs. Þeim haifði mistekizt á- form sitt, — og þeir höfðu niáðst. Heirinn hiaifði reikið þá und an sínum merkjum. og þeir vissu hvað þeirra beið. En dauði þei.rra vairð ek'ki til einskis. Þeir grunnt var á því góða milli H'itlers og prússnesku herfor- ingjanna, sem höfðu mest yfir þýzka hernum að segja. Hefði þeim heppnast áformið, hefðu þeir að öllum líkindum reynt að semja um frið við bandamenn, til þess síðarmeir að gera Þjóð verja nógu öfluga til þess að hefjast handa aftur um nýja styrjöld. En síðan þessi tilraun m:stókst,-hafa Þjóðverjar reynt, eins og framkoma von Rund- stedts hefur sýnt, — að treina sem lengst hinn óumflýjanlega ósigur nazistanna. Heiður þýzka hersins (þ. e. a? s. yfirmanna hans,) verður að bíða til næsta stríðs. —• — Auðvitað sjá Prúss- ar það, hversu tilgangslaust það myndi vera, að sundra Þýzka- landi með áframhaldandi skæru hernaði eftir stríð. En ef svo fer, að Þjóðverjar reyna að hefja sig upp öðru sinni fyrir tilstilli nazismans, mun þjóðin að öllum líkindum fara eftir .1106 j bendingum hins órannsakanlega von Rundstedts yfirhershöfð- i'ngja. Sú leynd, sem yfir von Rund- stedt hvílir og öðrum hershöfð- ingjum af hans stétt, stafar af þeinri ættarvenju og hefð með al prússneskra yfirstéttar- manna, að vera sem minnst á- • berandi. Hörkulegur munnsvip urinn með samanbitnum vör- um, —- meinlætalegt andlit, — allt stafar þeta af sífelldum til- raunum til þess að halda við þeim ásetningi að láta ekki til- finningar sínar í ljós undir nein um kringumstæðum. Hin hæg- fara en ákveðna framkoma' þeirra getur þá verið furðu við- feldin, — kurteisin er þar skap aður agi. Það er óþekkt meðal þeirra að vera viðriðinn almenn hneykslismál, —- giftast vegna ástar einhverri stúlku, sem ekki væri af þeirra stigum, — eða fremja annan ,,óforhugsaðan“ verknað. Þeir eru jafnan með hanzka á höndunum, — en aldrei láta þeir það til sín sjást, að þeir haldi á þökkum eða ann arskonar farangri,.' Einglyrnið sitt bera þeir í tíma og ótíma, — jafnvel á hestbaki. Öllum er þeim sameiginlegur sjálfsaginn, þegjandahátturinn, þrautseigj- án og stöðugar hugleiðingar og ráðabrugg um hernað. Árangurinn liefur orðið: til- vera hinnar mestu og sérstæð- ustu hernaðarstéttar, sem sög- ur fara af á seinni öldum, — stétt a. m. k. 5000 ríkismanna úr norðausturhluta Þýzkalands. Mikilvægi von Rundstedts liggur í heinu hlutfalli við það, hversu óskiljanlegur hann oft er. Alla æfi hefur hann verið dularfullur og þögull og farið þó sínu fram. Og hann hefur oft komið við sögu, þegar eitthvað merkilegt hetfur átt sér stað inn an Þriðja ríkisins undanfarna áratugi. Framh. á 6 síðu. ***** t*'*.** ***** ••iDAGDWafA , jlw'í .etefalievB .% M ,U .00S .uí iiv®

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.