Alþýðublaðið - 17.05.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.05.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIO Piimntudagur 17. maí 1945. Otgefandi Alj>ý9aftokknrliu) Ritstjóri: Stefán Péturason. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Sfmar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasöiu 40 aura. Aiþýðuprentsmiðjan h. f. Norski fáninn aflur yfir Eiffsvelli Þjóðhátíðardagur NORÐMANNA verður að þessu sinni í senn þjóðhátíðar- dagur og sigurdagur. í dag minn ast Norðmenn 17. maí með opin berum hátíðahöldum heima í landK sínu íyrsta sihni siðan 1939, því að 1940 var fánastöng in að Eiðsvelli auð, eins og Nordahl Grieg kvað, og hefir verið það síðan, þar til norski fáninn verður dreginn þar að hún í dag eftir að sigur er unn- inn og norska þjóðin nýtur frels is og fullveldis á ný. ❖ Það gefur að skilja, að fögn- uður Norðmanna verði mikill í dag, þegar þeir fagna fengnu frelsi eftir að hafa borið hið þunga ok hernámsins og harð- stjórnarinnar um háls sér í fímm ár þrauta og hörmunga. Ríkisstjórn landsins, konungur og ríkisarfi hafa dvalizt í út- legð, og margir merkustu synir þjóðarinnar hafa gist fangabúð- ir Þjóðverja. En ár útlegðarinn ar og þrældómsins eru liðin. Ólafur ríkisarfi er konúnn heim frá London, og von á Hákoni ikonungi og ríkisstjórn landsins þaðan á hverri stundu. Og fjöl- margir forustumenn Noregs, sem dvalizt 'hafa í þýzkum íangabúðum, eru nú aftur frjáls ir menn pg þegar komnir heim til ættjarðarinnar. * Þáttur Norðmanna í baráttunni gegn nazismanum mun jafnan mikill talinn, enda hafa leið- togar bandamanna lokið miklu lofsorði á hina hugprúðu norsku þjóð, sem átti sér þá von æðsta, að lifa í friði í hinu fagra landi sínu, en neyddist til þess að taka sér vopn í hönd og leggja til atlögu við grimman og vold- ugan óvin, og gat sér í þeitri viðureign orðstír, sem aldrei deyr. Kaupskipafloti Norð- manna á mikinn þátt í sigri hinna sameinuðu þjóða. Norskir flugmenn hafa og getið sér mik ið frægðarorð í styrjöldinni. E i mestur er þó hlutur þjóðarinn- ar heima fýrir, sem skipulagði baráttu sína ^egn ofureflinu þann veg, að öðrum þjóðum var til fyrirmyndar, og háði hetju- íega baráttu í fimm löng og ströng ár, lét aldrei hugfallast og missti aldrei trúna á það, að fcennar yrði sigurinn að Iokum. * Norska þjóðin minnist í dag 'fcmna mörgu sona sinna og dætra, sem fallið hafa í barátt- unni fyrir málstað ættlandsins. Söknuður margra Norðmanna er sár og tjón þeirra tilfinnan- legt. En víst er sigur norsku þjóðarinnar mikill og því ærið tilefni til fagnaðar af hennar fcálfu. Enn lifir andinn frá Eiðs velli, andinn, sem vakað- hefur yfir lífi og starfi Norðmanna á liðnum árum. Sá andi hefur Jónas Guómnndsson: Dauði Mósesar. I. SUMAR FREGNIR eru þann ig að enginn trúir þeim í fyrstu. Ein Slik fregn barst á öldum ljósvakans frá öllum út- varpsstöðvum heimsins fimmtu dagskvöldið 12, aprál s. 1. Það var fregnin um lát Roosevelts Bandarikjaforseta. Það var svO ótrúlegt, svo sárt og svo óum- ræðilega hættulegt, að þessi mikli leiðtogi mannkynsins skyldi falla í valinn einmitt þegar eiphver mesta örlaga- stund mannkynsins var að renna upp. Það mun vera flestra manna mál að aldrei hafi riokkurt mannslát vakið jafnmikla og jafn almenna fihryggð og lát Röosevelts forseta. Eitt íslenzku blaðanna hefur orðað þetta vel. Þvií farast svo orð: „Þess munu sennilega engin dæmi, að fráfall eins manns hafi skapað jafn almennan harm víðs vegar um heim og fráfall Roosevelts forsela, er lézt skyndilega s- 1. fimmtudags- kvöld. Fráfall hans hefur eigi aðeins skapað þjóðarsörg í heimalandi hans.heldur í flest- um eða öllum löndum verald- ar. Menn fundu að Bandarikja þjóðin hafði ekki aðeins misst glæsilegasta og farsælasta stjórnmálaleiðtogann, sem hún hafði eignazt á þessari öld, held ur hafði mannkyn allt misst þann mann, sem bezt var treyst til heillarikra áhrifa á lausn hinna stóru heimsvandamála, er bíða framundan. Þess vegna hefur fráfall Roosevelts skap- að heimssorg, ef svo mætti að orði kveða.“ (Tíminn 17. apríl)- Þetta er hverju orði sannara og mætti tilfæra mörg ummæli fleiri sem fara í sömu átt. En hvers vegna hefur lát þessa manns vakið slíka alheimssorg? Hvers vegna er eins og mönn- um finnist burtu kippt með hon um einhverju öryggi, sem allir höfðu á tilfinningunni að var raunverulega til meðan hann lifði, en er nú miklu váfasam- ara hvort hefur slíkt gildi sem áður? Hér féll þó aðeins einn maður frá. Maður sem kominn var ýfir sextugt og háfði mik- inn hluta ævi sinnar átt pð heilsuleysi að striða. Hvers vegna harmar allur hinn „frjálsi“ heimur þennan mikla mann? II- Það er ekki ætlun mín með þessari smágrein, sem skrifuð er af veikum mætti en með þakklátum hug ,til þess að minn ast eins hins mesta mikilmenn is, sem heimuiýnn ihefur eign- azt, að rekja ’hér sögu Franklins Delano Roosevelts, Bandaríkja forseta. Hún er öllum þegar kunn í öllum höfuðdráttum. Það vita allir að hann hefur frá því í fyrri heimsslyrjöld haft af S'kipti meiri og minni af mál- efnum Bandafíkjanna og að ÞJÓÐVILJINN hefir gert mér þann óvænta greiða að ráðast með sinni venjulegu ilimælgi og rangfærslum á grein þá, sem ég skrifaði í vikublaðið „Ingólf“ 23. apr. s. 1., í tilefni af andláti Roosevelts Bandaríkjaforseta. Þar sem tiltölulega fáir munu hafa séð og lesið þessa grein mína í „Ingólfi“, af því að útbreiðsla þess blaðs er lítil miðað við útbreiðslu dagblaðanna hér í Reykjavík, hefir Alþýðublað- ið orðið við þeirri beiðni minni, að birta þessa Ingólfs-grein mína, sem ég nefndi „Dauði Mósesar“ svo allir megi sjá hversu sannorður Þjóðviljinn er nú, eins og endranær. Hæfilega kveðju vegna greinar sinar í dag mun Þjóð- viljinn svo fá frá mér á næstunni, J. G. hann tók við höfuðforustu í málum þeirra þegar hvað mest reið á góðri forustu fyrir þau. Það vita lika allir að hann átti við að stríða sjúkdóm, voða legan sjúkdóm, —• lömunar- veiki — mikinn hluta ævi sinn- ar. Sjúkdóm, sem gerði hann ó- hæfan til gangs svo öll ferða- lög hlutu að verða honum mjög erfið- Það vita líka allir með hvílíkri þrautseigju hann barð ist við þennan sjúkdóm og sigr- aði hann að verulegu leyti. Þetta allt er óþarfi að ræða um frekar en þegar er gert. Hitt vita kannske ekki eins margir, að engum manni í sögu þjóð- anna hafa verið fengin í hend- ur jafnörðug viðfangsefni sem Roosevelt forseta voru i hendur fengin á stjórnarferli hans. Þegar hann tók við stjórn Bandarikjanna 1933 stóð hin mikla heimskreppa sem hæst. Þá var ekki annað sýnt en öll þau ríki, sem bjuggu við lýð- ræðisskipulag mundu farast af þeim ,,innri“ glundroða, sem fjárkreppan mikla skapaði. Roosevelt forseti kom fyrstur allra ráðamanna auga á þá stór kostlegu hættu, sem af því staf aði ef lýðræðisþjóðfélögin leyst- ust þannig upp innanfrá og færu sama veg- og Frakkland var þá raunverulega farið, — yrði hinum nazistisku og komm únistísku öflum að bráð- — Hann' tók því forustuna fyrir þeim þjóðum, er þetta vildu forðasl og kom því til vegar ásamt Bretlandi, að gripið var til ýmissa róttækra ráðstafana til þess að sveigja þróunina inn á nýja braut. Þessa miklu bar- áttu þurfti Roosevelt að heyja á „tvennum Vígstöðvum”, bæði heima í Bandaríkjunum, þar sem berjast varð við fjárhags- hrunið og atvinnuleysið með ýmsum „heimatilbúnum“ ráð- stöfunum og hins vegar á al- þjóðavettvangi þar sem allt reið á að skapa festu og öryggi í alþjóðafjármál og finna nýjan grundvöll undir samskipti þjóð anna i stað gullsins, sem nú var að hrynja. Hið forna vest-róm- verska keisardæmi — Þýzka- land og ítal'ía — hafði lekið upp ,,elearing-kerfi“, sém gerði öll- lifað af fimbulvetur styrjaldar- innar. Honum fær ekkert grand sð. Norsku þjóðarinnar bíður mikið verkefni á komandi ár- um. Landið og bj'óðin er í sár- um. Sigurinn, sem unnizt hefur er dýr. — Hann hefur kostað margar og miklar fórnir. En þeir, sem vita deili á sögu .norsku þjóðarinnar, eíast ekki um það, að hún sé gædd bæði hug og dug til þess að leysa þau hin mlklu verkefni með sæmd. Noregur mun ávallt verða vígi frelsis, menningar og framfara einé og sá Noregur var, sem Þjóðverjar sóttu heim fyrir f:mm árum. W Mikill verður fögnuður Norðmanna í dag, þegar fánann að Eiðsvelli ber aftur yfir frjáls sn Noreg og þjóðsöngur þeirra hljómar um bæi og byggðir hins fagra lands og söguríka. Og hug umdjörf mun norska þjóðin ganga til móts við þá framtíð, sem hún þráði í þrautum sín- um. um iþjóðum ómögulegt að skipta við þau nema með afarkostum og hið „aust-rómverska keisara dæmi“ — Rússland -— hafði lok að sér fyrir öllum frjálsum viðskiptum. Þannig var ástand ið á fyrstu fjögurra ’ára stjórn- artíð Roosevelts. Þessum fyrsta þætti í baráttu Roosevelts á al- þjóðavettvangi lauk með sigri Bandaríkjamanna og Breta í septemiber 1936 er Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar gáfu út hina miklu sameigin- legu yfirlýsingu sína um „Þrí- velda gjaldeyrissamkomulagið“ (Tripartite Monetary Agree- ment), þar sehi segir að þessar þjóðir ,,hafi tekið upp samvinnu með því markmiði að auka vel- megun í heiminum-1' m. Þennan fyrsta sigur sinn í alþjóðamálum vann Roosevelt rétt fyrir fyrsta endurkjör sitt. Um: baráttu hans heima fyrir skal ekki rætt hér að öðru en því, að einnig þar hóf hann al- veg nýja stefnu, sem var í aðal- atriðum sú, að skapa meiri jöfn uð í láfskjörum heima fyrir í Bandariikjunum og útrýma at- vinnuleysinu, sem þjakaði Bandaríkin eins og aðrar þjóð- ir. Þar naut hann góðrar að- stoðar fjölda margra samlherja sinna en mætti einnig geysilegri mótspyrnu, sérstaklega frá hin um miklu auðhringum Banda- rikjanna, sem lítinn ski’ning höfðu á hugsjónum Roosevelts. Sem dæmi þess hversu cirðugt reyndist að framkvæma ýmis- legt af þvi, sem Roosevelt hafði á döfinni má nefna það, að hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi heila lagabálka, sem Roosevelt hafði knúið gegnum þingið, fara í bág við stjórnar- skrána og gátu þeir því ekiki að fullu komið til framkvæmda á þann hátt sem ætlað var. En þó gjaldeyrissamkomulagið 1936 væri mikilsvert spor í átt- ina var þó augljóst að nú fóru í hönd enn örlagaríkari tímar- Ný styrjöld vofði yfir og sú skoðun ruddi sér meira og meira til rúms í Bandaríkjunum að þeim bæri að halda sér utan við þau átök, sem kynnu að verða á Evrópu. Roosevelt, sem frá öndverðu mún hafa verið gjörsamlega mótfallinn pólitík „einangrunarsinna“ Bandaríkj- anna, mun fihafa séð að Banda- rikin gátu ekki setið hjá í heimsstyrjöld. Hann sá, að all- ur hinn engissaxneski heimur er raunverulega ein þjóð og hann sá, að nú voru það Banda- ríkin, sem ein gátu bjargað ef út í stórveldastyrjöld færi. Bretland, svipt allri hjálp ann- ars staðar frá en frá nýlend- um sínum, hlaut að tapa slíkri styrjöld, nema Bandaríkin kæmu því til hjálpar. Hin mikla hugsjón hans var sú, að sam- eina allar frjálsar þjóðir um þá hugsjón að berjast sameigin- lega fyrir því að skapa nýjan heim þar sem frelsi, öryggi og Framih. á 6. síðu. BLAÐIÐ DAGUR á Akur- eyri gerir þ. 9- þ. m. hinn dæmalausa undirlægjuhátt, ís- lenzkra kommúpista gagnvart Rússlandi að umtalsefni og seg ir í þvá sambandi: „Þjónslund kommúnista gagn- vart sovétstjórninni hefir á ný komið greinilegá í ljós í hinu svo- nefnda stríösyfirlýsingarmáli. Þing menn Sósalistaflókkisins vildu, að íslendingar yrðu við iþeirri kröfu Rússa að varpa frá sér yfirlýstu, • ævarandi hlutleysi í ófriði og lýsa (sig stríðsaðila að ófriðarlokum, ef þeir ættu að fá að taka iþátt í ráð stefnunni í San Fransiseo. Komm únistar eru sýnilega komnir í megn ustu klípu út af þessu máli, Þeir hafa rekið sig á megna and stöðu gegn stefnu þeirra og tillög- um, en vilja ógjarnan koma sér út úr húsi veg.na þess. Á hinn bóg inn mega þeir ekki styggja Rússa. Því hafa þeir tekið það ráð að leika .tveim skjöldum í blöðum sínum, fullyrða eitt í dag og ann- að á morgun. Annan daginn segja þeir, að það sé bara „Framsókn- arlygi,“ að iþeir hafi nokkurn tíma viljað láta íslendinga segja öðrum þjóðum stríð á hendur, hinn dag- inn lýsa iþeir yfir, að þeir vilji láta íslendinga „viðurkenna, að þjóðin sé raunverulega í stríði og 'hafi háð það og vilja iheyja það með Irverjum þeim tækjum, sem hún ræður yfir.“ Fyrri fuilyrðing in ætlast þeir til að snúi að ís- lenzku þjóðinni, en hin síðari a3 Rússum. En þessi loddaraskapur bjargar þeim ekki, eu gerir hlut þeirra aðeins enn verri. Og nú síð ast tekur aðalblað kommúnista undir áróðór og rangar getsakir í garð íslendinga, er rússneskur blaðamaður flutti í Moskvaútvarp ið 3. apríl sl. í sam'bandi við þetta mál, og gerir að sínum orðum. — Sanna kommúnistar á þami hátt, eins og þeir raunar hafa oft áður gert, að þeim er annarra um rang an málatilbúnað Rússa én réttan málstað sinnar eigin þjóðar. Það var eitt sinn talað um „danska íslendinga“, og þótti sú nafngift lítill végsauki. Aldrei komst þó þjónslund þessara diöinsku íslendinga við ,,þjóðina við Eyrar sund“ í hálfkvisti við skriðdýrs- hátt forsprakka íslenzkra komm- únista gagnvart valdhöfum- stór- þjóðarinnar í austri. Fer þá að verða álitamál, hvort ekki sé rétt ara að kenna þá við Rússa frem- ' ur en íslendinga." Svo munu ’fleiri spyrja. Og er hka ekki full ástæða til þess þegar forsprakkar kommúnista eru farnir að nota blað sitt til að laka undir ósvífnar árásir rússneskra valdlhafa, eða hins opinbera útvarps (þeirra, á ís- lenzkui þjóðina?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.