Alþýðublaðið - 17.05.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.05.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. maí 1945. AU»YPUBLAOIO Gróður fölnar í hörðu vorhreti — Lömbin króknuðu — Mislynd veðrátta — Fylgst með því sem gerist — Vitfirringar öskra — Hvað má bjóða almenningi mik- ið — Gangstéttirnar við Laugaveg- og rennumar — verkamenn og landssöfnunin. IVEÐEINU hefur lauf fallið af trjám í görðum eins og á fyrstu itaustdögum. Þetta gefur okkar land að óvörum. Gróðurstörf í görðum urðu að hætta í kuldan- sm og þeir, sem voru húnir að setja niður plöntur hafa að lík- indum misst þær. Sauðburður er byrjaður og því miður eru líkur til að ung lömbin, nýfædd og veikl uð hafi króknað. Þau voru líka gróður sem féll. Landið er marg Jynt og misjafnt. Er þá nokkur furða þó að við séum marglyndir og misjafnir? ÞEIR ERU FARNIR að rífast út úr landsskikum út í löndum. 'Einn vill hrifsa til sín það sem ann ar þykist eiga tilkall til og það eru sendar nótur og fyrirmæli og hótanir ganga á víxl. Þið haldið kannske að allt sé búið og að pálmablöð friðarins séu nú yfir liverjum bæjardyrum í Evrópu? O—nei, það er eingin hætta á því. Við höldum okkur við sama hey- garðshornið. Þegar einn aflbeldis- seggurinn er sleginn niður rís ann ar é næsta.leiti. VITFIRRINGAR ÖSKRA hérna á hólmanum: „vinir barnamorðingj anna“. Sarns konar vitfirringar fara nú í skjóli frelsishreyfinga Mnna ýmsu landa um borgirnar og drepa fyrirvaralaust, án dóms og laga, stimpla frelsisvini sem fas ista af því að þeir vilja ekki hlýta ofstæki þeirra og bábiljum. Það gerðist í Grikklandi og það hefur gerzt víðar. Það myndi —< þó að þið séuð ef til vill svio saklaus, að þið trúið því ekki, einnig hafa gerzt hér, ef aðstæður hefðu leyft. Hvað ætti að gera við „vini barna- :morðingjanna“? Hvað ætti að gera við „vini fasismas?" ÞESSUM STIMPLUM er veifað í von um að það réttlæti sérstak- ar ráðstafanir gegn þeim. Og hverj ir eru stimplaðir ;,vinir barna- morðingjanna" og „vinir fasist- anna?“ Gætið að því. Og hverjir öiskra? Gætið einnig að því. Ég var að hugsa um það, hvað væri hægt að bjóða íslenzkum almenn- ingi mikið, svo að honuxn blöskr- aði. Daglega lesum við siðlausar greinar, daglega er hvatt til of- beldilsverka. Ég veit að menn fyr- irlíta þessa framkomu af öllu hjarta. En þeir eru samt of marg- ir( sem ganga fram hjá, án þess að fyllast viðbjóði. Ef því heldur áfram er glötunin vís. VERIÐ er að rífa upp gangstétt irnar við Laugaveg. Það var sann arlega ekki vaniþörf á því. Von- andi koma þarna sléttar og góðar brautir fyrir fólk. En ég vil gjarna mega við þetta tækifæri benda á aðrar nauðsynlegar umbætur, skyldar þessum, sem ég hef oft gert að umtaisefni. Það eru renn- urnar af húsunum báðum megin við Laugaveg. í fjölda mörg und- anfarin ár hafa þessar rennur ver- ið ónýtar og vatnlð streymt af húsaþökunum yfir vegfarendur. Vonandi gengst bæjarverkiræðing ur í það að húseigendur gangi svo frá rennunum á húsum sínum að fólk geti farið um gangstéttirnar en flýi ekki út á umferðabrautina þegar regn er. LANDSSÖFNUN ríkisstjórnar- innar gengur vel. En það er ekki nóg að sterk fyrirtæki og vel stæð ir einstaklingar komi með sín framllög, allur almenningur þarf að taka þátt í þessu. Verkamenn og iðnaðarmenn eiga að ríða é vað ið. Nú ættu þeir að samþykkja að gefa'éitt dagsverk sitt til þessarar söfnunar. Ættu Dagsbrún og Iðja að hafa forustuna um þettá, en iðnaðarmannafélögin að taka sömu ákvarðanir. Helzt ættu allir verka m'enn að gefa kaup sitt sama dag- inn. Það myndl vekja meiri at- hygli og bera meiri árangur í þá átt, að sem allra flestir gerðu þetta/ Haunes á horninu. 'Þeir, sem hafa flutt búferlum og hafa innanstdkks- muni sína brunatryggða, eða eru líftryggðir hjá oss, skulu hér með áminntir um að tilkynna oss bústaðaskipti sín nú iþegar. AfluqtS um leið hvort brunatrygging yðar er í samræmi við nú- verandi verðlag, því í tiliélli aif bruna. verður skaðinn aðeins bættur í hlutfalli við tryggingarupþhæðina. . Sjóvátryggiiigarfélag íslaads h.f. Eimskip, 2. hæð. Sími 1700. Ólafur krónprins, hinn vinsæli ríkisarii Norðmanna. Þassi miynd var tekin aif Ólafi krónpirins á útlegðarárunuim, þegair hann viígði norsikt hvúld- ar heiímili vestur í Amierolku. Þeir nefndu það Eiðsvöll. Á bak við króhprinisinm, sean er að flytja Vigsluræðuna úr ræðustól prýddum nortsika fiánanujm, séist stórt miálverk alf Eiðsaælli. Bezt að aoglfsa í Alþýðublaðino. ÆRI ég spurður að því hver væri mesta leikrita- skáldið síðan á dögum Shake- speares, myndi ég óefað svara: Henrik Ibsen. Hann var fæddur Noregi árið 1828, og var' af norskum, þýzkum og skozkum uopruna. Svar mitt væri- þó ekki byggt á annarra áliti á verkum Ibsens. Frekar væri það byggt á því, hversu hann var ótrúlega óvinsæll stundum. Það er nú einu sinni svo, að allt of margir eru vinsælir og um leið einskis verðir. Ibsen var aldrei vinsæll af alþýðu manna. Og hann er það ekki enn í dag. En hann hefur þó haft mjög mikil áhrif á hugsandi menn. Leikritagerðin gjörbreyttist eft- ir hans daga, er hann hafði haft sín áhrif á hana. Eins og svo fjöldamargir andans snillingar var Ibsen kominn af fámennri þjóð. Aesehylus, Sophocles, Euripides og. Aristophan.es vqru Grikkir, Shakespeáre fædd- ist á dögum Elísabetar drottn- ingar, en þá hafði England færri íbúa alis en Lundúnaborg árin fyrir stríðið. Goldsmith, Sheridan og Beínard Shaw voru fæddir í írlandi. Ibsen var Norðmaður. Stærri þjóðirnar gerðu vel, ef þær minntust þess, hversu drjúgan skerf smá- þjóðirnar hafa oft og einatt lagt til heimsmenningarinnar. Ibsen fæddist, þegar Yietoría Englahdsdrottning var aðeins níu ára gömul. Hann lézt árið 1906, fimm árum etfir dauða hennar. Rannsókn og saman- burður á Ieikritagerðinni 1828 og 1906, einkum í Bretlandi, leið ir glögglega í Ijós, hversu djúp tæk áhrif Ibsen hafði. Þegar. Ibsen fæddist var leikritagerð in á bernskuskeiði móts við það sem hún var orðin, er hahn lézt. Framar öllum öðrum átti hann sinn þátt í þvi. Hann var þó ekki, frekar en Jóhannes skirari, sú maimtegund, sem er til þess fallin að vera alþýðleg. Jafnvel eftir að snild hans hafði hlotið viðurkenningu og hver og einn dáði hann svo, að þegar hann kom inn í veitingahús í 'Osló (sem þá hét Kristianía), stóðu allir upp fyrir honum og biðu þess að hann tæki sér sæti, GREIN sii .sem .hér birtist, er eftir S. J. Ervine og birtist jhýlega í enska tímaritinu „The List- ener“. Fjallar hún um ein- bvern merkasta andans mann norsku þjóðarinnar og Norð uriih’dla yfjrlejvtt skáldið Henrik Ibsen, Henrik Ibsen ■— jafnvel þá var hugur hans alls ekki nieð fjöldanum, eins og. hugur Björnsons jafnan var- Sagt er að Tolstoj hafi verið mesti skáldsagnahöfundur allra tíma, — og. skáldsaga hans , Stríð og friður“ sú bezta, sem nokkru sinni hafi verið samin. Ég er fyrir mitt leyti ekki á •þeirri skoðun, — en hún mun frekar vera afleiðing kænsku- legs áróðurs heldur en 'hlút- lausrar, réttsýnnar dómgreind- ar á bókmenntir. — Þetta skipt- ir þó ekki svo miklu máli. Það sem athyglisvert er, er það, að á tímabilinu eftir fráfall keisara dómsins í Rússlandi, hafa ungir Rússar gert furðu lítið úr Tolstoj, enda iþótt'hann ætti sinn þátt í því, að zarinn fór frá. Og mig grunar að snilli hans sé viðurkenndari • t. d- i Englandi en í föðurlandi hans. Það er kannske rétt, að ég taki það fram, að Tolstoj fannst ekki meira en svo um skáldskap íbsens, og Ibsen hafði heldur ekkert álit á Tolstoj. Þegar ég dvaldi í Noregi, tal- aði yngri kynslóðin frekar fyrir litlega um Ibsen. Ég minnist þess, að eitt sinn varð mér að orði við. unga elskulega norska stúlku: ,,Ég geri ráð fyrir að þér hafið myndað yður skoð- anir um Ibsen, — er.ekki svo?“ Rún kvað svo ekki vera í raun og veru, Þannig er það með okkur öll, — hvort sem við erum snilling- ar eða ekki, — Þeir sem á eftir okkur koma, telja okkur gamal- dags og leggja okkur á hilluna,. — og sömu örlög hljóta þeir svo sjálfir. Fráfælni Ibsens við alþýðuna var með nokkuð sérstökura hætti. Hann var alla tíð „utan við almenning", ef svo má segja. Og það var í algjöru samræmi við hann sem persónu og skáld. Hann var ekki viðfeldinn í fram komu. Lágvaxinn, önuglyndur að jafnaði, —- frekar óframfær- inn, forðaðist margmennið, lítt hæfur til þess að 'hafa leiðandi óhrif á aðra; — þannig kom hann mönnum fyrir sjónir. En það sem hann fékk að réyna á unglingsárum sínum, gerði hann að því sem hann varð, — að minn^ta kosti er óhætt að fullyrða það svo lengi sem það er viðurkennt, áð marnn gerð hvers einstaklings sé ekki fullákveðin frá fæðingu. Henrik Ibsen var af riku miðstéttarfólki kominn. Faðir hans Knut Ibsen var allstönd- ugur kaupmaður, sem þótti heppnast allvel með starf sitt allt .til ársins 1836, er Henrik var átta ára gamall, að umskipti á brezkum verzlunarháttum ui:ðu þess valdandi, að Knut Ibsen varð gjaldþrota. Umskipt in þoldi hann illa. Hann lagðist í óreglu, sem hafði mjög ill á- hrif á sálarlíf hans. Láklegt er, að í fámenninu, innan um 4000 íbúa, sem flestir hverjir voru siðavandir að eðl- isfari, hafi Ibsen gamli frekar rnisst af vináttu annarra en hlotnazt hún. Knut gamli Ibsen Frh. á ð. síöu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.