Alþýðublaðið - 31.05.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.05.1945, Blaðsíða 7
7 Fimmtudagur 31. maí 1945 UMÐyitAÐIB Sfðrfsemi Tónlisfarféiagsins Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Söngdarisar. 20.30 Dagskrá listaxnannaþingsins. Rit’liöfundakvöld í hátíða- sal háskólans: Gunnar Gunn |arssun. Snorri Hjartarson. Ragnheiður Jónsdóttir. Jó- hannes úr Kötlum. Sigurð- ur Róbertsson. Ólafur Jóh. Sigurðsson. Bifreiðaskoounin. í dag fimmtudaginn 31. maí ber eigendum eða umráðamönnum þeirra bifreiða, sem hafa skrásetn ingarnúmerin R 2001 •— 2100 að mæta með biíreiðamar við bif- reiðaeftirlitið, Amtmannsstíg 2 til slooðunar. Guðf ræðika adi datarnir, Lárus Kaildórsson og Leó Júll usson flytja predikanir í Háskóla kapelluni í dag kl. 2. s. d. og Guðmundur Sveinsson og Geir- þrúður Hildur Bernhöft kl. 5. Sumarslarf K. F. U. M. í Vafnaskógi IMEIRA en tvo áratugi hef- ir K.F.U.M. í Reykjavik rekið sumarslarf í Vatnaskógi á Hvalfjarðarströnd, og hefir það notið mikilla vinsælda hjá drengjum og unglingum, 'hér í bænum og viðar, eins og vax- andi aðsókn ber vott utn. Enda er síaðurinn hinn ákjósanleg- asti til þeirra hluta- Þar geta drengirnir iSkað ílþróttir sínar, knattspyrnu, sund og siglingar, gengiö á fjöl'l, eða leikið sér áhyggjulausir í skógarrjóðrun- um. Ráðgert er að starfið hefjist að þessu sinni 14. júní n. k. Gefst þá drengjum og ungum piltum kostur á að dvelja i Vatnaskógi, um lengri eða . skemmri tima, eins og undan- farin sumur. Fara alis átta flokkar á tímahilinú 14- júní til 22. ágúsit. Gela menn valið um dvalarflokka, eftir ' þvi hvernig stendur á sumarleyf- um þeirra, en þó aðeins eftir þeirri aldursskiptingu, sem get ið er um i auglýsingu á öðrum stað i hlaðinu. Nánari upplýsingar viðvikj- andi. sumarstarfinu er hægt að fá á skrifstofu K.F.U.M. dag- lega kl. 5 — 7 e. h., svo og á- ætlun, sem geíin hefir verið út um flokkaskiptingu í sumar- Þeir piltar sem ætla að dvelja i Vatnaskógi í sumar ættu ekki að d.raga um of að láta skrá sig, þar eð takmarka verður fjplda þeirra, sem dvelja i hverjum flokki.. Þátt- taka tiilkynnist á skrifstofu K. F.U.M., sími 3437. Frh. af 2. síðu. Bæjarstjórn og alþingi hafa aðgang að reikringum félags- ins ef þess er óskað og sömu- leiðis að lögum félagsins. En steínuskrá þess er hirt i bók, sem öllum er heimilt að lesa, og nú hefir verið send ýmsum bæjarbúum i því skyni að afla fjár til væntanlegrax byggingar Tónlistarhallar i höfuðstaðnuúa. Félagið nýtur nú orðið á.11- verulegs styrks af opinberu ie, en einungis til þess að standa undir rekstri Tónlistarskólans, auk 2000,00 úr ríkissjóði, sem veitt er á nafn Hljóm.sveitar Reykjavíkur til óperettusýn- inga. Tónlistarfélagið hefur starf- rækt hér í bænum Tónlistar- skóla í 13 ár. Heíur skólinn ár- lega bætt við sig kennurum, og hefur nú á að skipa 9 úrvals- kennurum, frábærum mönnum að ipenntun og hæfileikum. Nemendur voru s.l. vetur 108 auk 60 barna. Mun ekki of- mælt að Tónlistarskólinn sé í röð be/.tú skóla landsins og það álit hafa margir merkir menn látið í Ijós. Á vegum félagsins stunda nú nám í Englandi og Ameríku 3 hljóðfæraleikarar, sem ráðnir eru kennarar við skólann og auk þess gerir fé- lagið ráð fyrir að Rögnvaldur Sigurjónsson hefji kenöslu þar næsta haust. Tónlistarfélagið hefur allt frá stofnun þess haft mjög náið samstarf við ríkisútvarpið. Mun ekki ofmælt að margt af því bezta, sem þar hefur verið flutt af lifandi tónlist, hafi verið flutt á vegum félagsins. Tónlistarfélagið kom hér upp fyrstu söngleikjum i Reykjavík og hefur haldið því afra'm, þar á meðal flutt fyrstu islenzku óperettuna. Þá starf- semi mun íélagið auka mjög á næstunni. Á vegum félagsins hafa verið haldnar rúmlega 200 uppfærslur á söngleikjum og auk þess 128 hljómleikar, þar á meðal flutt stórverk eins og Messías, Sköpunin, Jóhann- esarpassía, Árstíðirnar, Jóla- óratóríó Bachs o fl. og nú síð- ast Friður á jörðu. Tónlistarfélagið vinnur mark vlsst að pví .að koma hér á fót góðri hljómsveit og blönduðum kór og veitir í þvi skyni all- mörgum tónlistarmönnum nokkurn stuðning, sem mun veroa aukinn jafnótt og fjár- hagsástæður leyfa. Að tilhlut- un félagsins hefur strokkvart- ett, skipaður hinum hæfustu og ágætustu mönrmm, æít að stað- aldri á annað ár og mun fyrsti opinberi samleikur þeirra hafa spáð góðu um framhaldið. Það, sem aðallega. hefur háð starfsemi félagsins á undan- íörnum árum, er skortur á húsnæði og góðum hljóðfærum. Ilvað húsnæðið snertir hefði ekki verið hjá því komizt að draga samgn starfsemi Tónlist- arskólans síðastliðinn vetur eða jafnvel leggja skólann niður, ef þjóðleikhúsnefndin og húsa- meistari ríkisins hefði ekki sýnt þá velvild og skilning á þýðingu hans að búa honum tiltölulega góðar kennslustofur til bráðabirgða í Þjóðleikhús- inu. En félagið er algerlega í vandræðum msð aðra starf- semi sína unz úr rætist, sem ekki verdur til fu'lls fyri’ en Tónlistaríiöllin verður bíyggð. Nú hefur félagið fengið öll- uin meðlimum strengjasveita Tónlistarfélagsins í hendur úr- valshljcöfæri og auk þess hef- ur féíagið feiigið handa skól- anum tvo Steinway-flygla, annan beint úr verksmiðju í New York, valdan a_f Rögn- valdi Sigurjónssyn-i. í næsta rnánuði er von á tveim Bliith- ner' konsértflyglum og er ann- ar þeirra sá stærsti (orkester- flygill), sem hér hefur sézt. Þannig hefur félagið á tveim árum ráðizt í að festa kaup á hljóðfærum, sem eru að verð- mæti yfir 150 000 og einungis eru ætluð til notkunar við skólánn og hljómsveitina. Tónlistarfélagið hefur fest .kaup ó Tripolileikhúsinu og er hugmyndin að reisa í sambandi við það sæmi'legan kammer- músíksal, fatageynislu o. fl. svo unt sé að halda þar hvers kon- ar hljómleika. Mun þar verða aðalaðsetur félagsins unz bygg- mgarlóð er fengin fyrir Tón- iistarhöllina og nauðsynlegs fjár aflað. En- félagið treystir því að féskortur muni ekki hamla framkvæmdum. Það þarf engum að koma á óvart að bær roeð aðeins tæpa 50 000 íbúa eigi erfitt með að kosta tónlistarskóla og sym- fóníuhljómsveit. sem sam- keppnisfær sé við erlendar milljónaborgir. En íbúar Reykjavíkur, þótt fáir séu, inunu una því ilia að fá ekki að njóta kennslu í tónlist eins og beir væru í stórborg, ‘*og lítið fer fyrir virðingu okkar hjá er- lendum gestum, ef ekki er hægt að bjóða upp á sæmilega hijómsveit í boðiegum húsa- kynnum. • Til þess að félagið geti af eigin .rammleik risið undir því starfi, sem það hefur stett sér að vinna á næstu árum, þarf geysilega mikið fé. Rekstur Tón'Iistarskólans eins kostar yfir 200 000,00 krónur. Fram- lag íélagsins til strengjasveitar var s.l. ár kr. 50 000,00. Báðir þessir liðir stórhækka árlega íyrst um sinn. Þá hefur félagið áliveðið áð setja á stofn vísi að hljóðfæra- verzlun. Verður þar ei,nnig selt annað, s.em samrýmist tilgangi félagsins, og enda þótt félagið að sjálfsögðu reki þá verzlun án nokkurrar séraðstöðu, greiði skatta og skyldur eins og aðrir, þá má marka af þeim frábæru viðtökum, sem félagsstofnunin liefur fengið, að það verður arð- vænlegt fyrirtséki. En öllum liagnaði af þeirri starfsemi verður varið til þess að efla ís- lenzkt tónlistarlíf og búa ís- lenzkuin tónlistarmönnum og þeim, sem góðrár tónlistar vilja njóta, sem bezta aðstöðu. Má Jiví segjá að allur arðurinn renni beint og óbeint til við- skiptamannanna sjáifra.“ Affvörun. Vegna skemmda, sem átt hafa sér stað á símalínum setuliðsins hér, og sem að líkindum stafa af ókunnugleika og ályktunum fólks um það, að linur þessar séu ekki lengur í notkun, þá hefir lögreglan beðið 'blaðið að koma þelrri alvar legu aðvörun til almennings, að láta línur þessar með öllu afskipta lausar, þar sem þær eru allar enn þá í fullri notkun hjá setuliðinu. Þeir, sem valda skemmtum á lín unum, eiga yfir höfði sér alvarleg ustu afleiðingar ve^knjbðar síns. A Sj. eru hér með áminntir um, að hverjn húsi eiga að fylgja nægi- lega margar sorptunnur úr járni með loki, og ber að bæta úr þvi, sem á þetta kann að skorta fyrir 15. júní. Þeir, sem þurfa að fá sér sorptunvur, geta fengiS þær keyptar á Vegamótastíg 4, og einnig sérstök lok, þar sem þeirra er þörf. — Sími 3210. HEILBRIGÐISFULLTRÚINN. Jarðarför míns ástkæra eiginmanns, HJartans Sigiítjóiíssofiiar, söngvara, sem lézt í London 8. þ. m.; fer fram í Vík í Mýrdal n.k. laugar- dag, 2. júní, kl. 3 e. h. Kveðjuathöfn íer íram á morgun, föstudaginn 1. júní, frá Dómkirkjunni í ReykjavíÍ!: kl. 11 f. h. og verður útvarpað. Andvirði blóma og annarra minningargjafa óskast látið renna í fyrirhugaðan m'inningarsjóð og tekur herra söngstjóri Sigurður Þórðarson við gjöfum til sjóðsins í skrifstofu Ríkisútvarpsins. Bílar fara austur kl. 7 f. h. á laugardag frá Bifreiðastöðinni Heklu. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Bára Sigxirjónsdóttir. að skilnaðarhófi listamanna að Hótel Borg annað kvöld, föstudag 1. júní, verða seldir í skrifstofu Ragnars Ólafssonar, Vonarstræti 12, milli klukkan 10 og 12 f. h. í dag. / 1 ________________________________________________________ frá skemmtinefnd Sjómannadagsins Aðgöngumiða að dansskemmtunum Sjómannadags- ins í Tjarnarcafé, Röðli, Ingólfs Café og Iðnó, sem haldnar verða. næstkomandi sunnudag, má vitja í afgreiðslu sjómannablaðsins Víkings, Bárugötu 2, í dag og næstu daga kl. 2—4 e. h. Þeir aðgöngumiðar, sem kunna að verða eftir, verða seldir við innganginn á hverjum stað. fæst hjá bóksölum. Viðskiptaskráin er handbók allra1 þeirra, sem eitt- hvað þurfa að vita um kaupsýslu- og félagsmálalíf á íslandi. Látl ySur ekfei vanfa fiessa bék THæir vanir reiðhjólaviðgerðarmenn eða laghentir menn, vanir járniðnaði, geta fengið atvinnu við íramleiðslu og viðgerðir reiðhjóla nú þegar. ReiShjólaverksmiðjan FÁLKINN Laugavegi 24.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.