Alþýðublaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 2
2 ALfrVPUPtAPIP Föstudagiir 1. jútií 1945. Nýju embsltismennimir Einar Arnalds Bergur Jónsson Guðmundur I. Guðmundsson Þrjú Iti veill í aærmorgun Einar Arnalds borgardómari, Bergur Jónsson sakadómari og Guð- mundur I. Guðmundsson sýslumaður í Gulibringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði Danir óska til ham- ingju vegna endur- kjörs forseta íslands 1171 EÐAL heillaskeyta, sem forseta íslands hafa borizt út af forsetakjörinu, er svo- hljóðandi skeyti frá utanríkis- ráðherra Dana: „Forseti lýðveldisins ísland. Ég bið yður að taka á móti innilegustu árnaðaróskum út 'af endurkjöri yðar ásamt beztu framtíðaróskum yður og ís- lenzku þjóðinni til handa. Yðar einlœgur Christmas-Möller.“ *T-\ RJÚ EMBÆTTI voru veitt á ríkisráðsfundi, sem hald- inn var í gærmorgun, borgardómaraembættið í Reykja vík, sakadómaraembættið 1 Reykjavík og embætti sýslu- manns 1 Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeta í Hafn- arfirði. Borgardómaraembættið í Reykjavík var veitt Einari Arnalds, settum borgardómara, sakadómaraembættið Bergi Jónssyni, sýslumanni í GuBbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeta í Hafnarfirði, en embætti sýslumanns í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeta í Hafnarfirði var veitt Guðmundi I. Guðmundssyni, hæstaréttarlögmanni. Öll embættin voru veitt frá og með deginum í dag. Siglingahælta við Snæ fellsnes og Látrabjarg VART hefur orðið tundur- dufl við sunnanvert Snæ- fellsnes og vestur af Látra- bjargi. Hafa Þjóðverjar til- kynnt nú eftir uppgjöfina, að iþeir hafi lagt lundurduflum í stórum stíl á þassum slóðum á styrjaldarárunum. Hefur Skipaútgerð rikisins gef ið út aðvörun til skipa, þar sem tiltekin eru svæði þau, sem mest tundurduflahættan er- Hnefaieikamót ísiands í kvðld: Hrafn og Thor keppa í þungavigt Hnefaleikamót fs- LANDS fer fram í kvöld ,í iþróttahöllinni við Hálogaland Þrjú félög taka þátt í mótinu, KIR. IR og Ármann. Frá Ármanni verða 11 kepp endur, frá ÍR 3 og frá KR 22. Keppt verður i 8 þyngdarílokk um. í þungavigt keppa þeir Hráfn Jónsson frá Ármanni og Thor R. Thors frá ÍR, —-v- 1 Albert Jóhannesson bifreiðastjóri við heisluhælið á Vifilstöðum er fimmtugur í dag. Listamannaþingið lýsir harmi sín- umyfir vígi Guðmundar Kamban Treystlr þvf, að fyllsla rannsókn málsins fari fram og dómur verði kveðinn upp í því 1 ISTAMANNAÞINGIÐ samþykkti í einú hljóði á fundi JMsínum í gær eftirfarandi ályktun: „Listamannaþingið 1945 lýsir harmi sínmn yfir drápi Guðmundar Kamban og vottar virðingu skáldskap hans og minningu. Listamannaþingið treystir því, að ríkLsstjórnin gangi fast eftir því, að fyllsta rannsókn verði látin fara fram og dómur kveðinn upp í málinu samkvæmt lögum réttar- ríkis.“ Bandalag íslenzkra lista- manna hélt almennan banda- lagsfund í hátíðasal Háskólans kl. 14.00 í gær. Formaður bandalagsins, Páll ísólfsson, setti fundinn og minntist þeirra félagsmanna, sem látizt hafa siðan hið fyrra listamannaþing var háð, en þeir eru þessir: Emil Thoroddsen tónskáld, og skáldin Jón Magnússon, Guðmundur Friðjónsson og Guðmundur Kamban. Fundarmenn risu úr sætum og vottuðu virðing sína minn- ingu þessara manna. Formaður bandalagsins gat þess þegar, að fram yrði borin á fundinum tillaga til ályktun- ar út af láti Guðmundar Kamb- an. Helgi Hjörvar var kosinn. fundarstóri, en Þorsteinn Step- hensen ritari. Var fyrst tekin fyrir tillagan til ályktunar út af vígi Guðmundar Kamilban og samþykkt einróma. Einar Arnalds, hinn nýi borgaradómari í Reykjavik, er fæddur í Reykjavík 3. janúar 1911. Lauk lagaprófi 1935 með I einkum. Stundaði framhalds nám 1935 — 38 í Englandi, Þýzkálandi og Danmörku. Var fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík 1939 — 43 og hjá borgardómara frá 1. janúar, 1944- Hefir verið settur borgar dómari síðan 1. maí 1945. Bergur Jónsson, hi.nn nýi sakadómari í Reykjavík, er fæddur í Reykjavík 24. sept. 1898- Lauk lagaprófi. 1923 með I .einkunn. Var fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík 1923 — 27, sýslumaðux í Barða- slrandarsýslu 1927 — 1935 og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði síðan 11. marz 1935. Guðmundur I. Guðmunds-* son, hinn nýi sýslumaður í Gullhringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði, er íæddur í Iiafnarfirði. 17- júlí 1909. Lauk lagaprófi 1930 með I. éfnkunn. Gerðist þá fulltrúi hjá Stefáni Jóh. Stefánssyni hrm. og Ásgeiri Guðmundssyni mflm. o'g varð meðeigandi Stefárus frá ársbyrjun 1936. Hæstaréttarliögmaður vgrð hann 27. juní 1939. Ægir, 2.—4. tbl. 38. árgangs er kom- inn út. Af efni ritsins má nefna: Sjávarútvegurinn 1944. Tillögur til bóta á hraðfrystum fiski. Starfs- hættir í hraðfrj’-stihúsum, Dettifoss og Fjölnir farast. Skipaþriöfin og sigurinn í Evrópu. Ráðstafanir Kanadamanna vegna fiskafurða, Upphaf íshúsa á íslandi. Frá Fær- eyjam. Samið um sölu sjávaraf- urða o. m. fl. Uflil fyrir að landssöfnunin nái um 4 milljónum króna Það svarar til að hverl mannsharn á landinu gefi yfir 30 kréníir ÞÓ AÐ landissöfurmn ríkiisstjórnarinnar til hjálpar fólki í nauðuan statt í Danmörku og Noregi, hafi verið lokið síðastliðið laugardagskvöld, berast htenni stöðugt miklar f jár fúlgur. Svo virðist uú, sem landsöfn unin muni verða í peningum og gjöfum 4 milljónir króna — „Og hygg ég að það sé helm- ingi meira, en þeir bjartsýn- ustu, sem efndu til þessarar söfnunar þorðu að vona,“ sagði, blaðafulltrúi rikisstj órnarinnar, en hann á sæti í framkvæmda- nefnd söfnunarinnar, í viðtali við Alþýðublaðið í gærkvöldi. Þessa dagana berast gjafir ut- an af landi fyrst og fremst, en þó bérast enn gjafir héðan úr Reykjavík. „Það, sem vekur einna mesta ánægju,“ sagði blaðafulltrúinn ennfremur, „er hve almenn fjár söfnunin er á vinnustöðunum og það vekur athygli á því hugsunarfrelsi, sem er hjá al- menningi, hve stórar upphæð dir koma frá vinnustöðum. Ef söfnunin nær 4 milljónum kr- er það sama sem að hvert mannsbam á ísiandi hafi gefið yfir 30 krónur. Geta menn betur gert sér grein fyrir því um hve gifurlega f járupphæð ef að ræða fyrir hina fámennu islenzku þjóð, ef þeir bera hana saman við gjafir milljónaþjóð- anna- Landsöfunarefndin ætlar sér að kaupa fatnað og matvöru í stórum stíl fyrir þetta fé. Hef ur hún nu fengið tilhoð um kaup á slíkum vörum og vinna nú sérfróðir menn kauplaust áð því að athuga þessi tilboð, s'koða vörurnar og undirbúa1- kaup. Yfirleitt er hver einn og einasti maður, sem við leitum til boðinn og búinn til að vinria fyrir þetta mál“, sagði blaða- fulltrúinn. ,,Um skip er ekkert hægt að segja að svo komnu, annað er það að ríkisstjórn- in hefur það mál til athugun oig vonar að úr því leysist á hag kvæman hátt hið allra fyrsta, enda er nauðsynlegt að vörarn- ar komist. út hið bráðasta." Bifreiðaskoðimin. í dag, föstudaginn 1. júní. ber aö koma með bifreiðar, sem hafa skráningarnúmerin R 2101 — 2200 til skoðunar. Þá var samþykkt ályktun um að gera gangskör að því að fá íullgerða reglugerð samkvæmt r.ýju höfundalögunum frá 1943 og koma þeim lögum í fram- kvæmd. Fundurinn ítrekaði ályktun írá fyrra listamannaþingi, áskorun fil alþingis um að taka aftur upp fastákveðin listamannalaun til naf n- greindra manna, eins og var £ 18. gr. fjárlaga til 1939. Loks gerði fundurinn álykt- un um það, að næsta lista- mannaþing skyldi hiáð í Reykjavík haustið 1948. Sundknattieiksmól íslands: Ármannbar sigur af hólmi SUNDHANDKNATTTiEIKS MÓTI ÍSLANDS lauk í sundhölilinnji 'í fyrrakvöLd og bar Ármann sigur af hóLmi. Að þessu sinni lóku ekkii nema 4 sveitir þátt í mótiniu, 2 frá Ármanni og 2 frá KR/ Keppt var um bikar sem í. S. L hefur gefið til keppninnar og hefur verið keppt um hann 8 sinnum alls- Ármann hefhr unnið bikarinn 6 sinmum, en Ægir 2 sinnum. Leikar fóru þannig, að A- lið KR vann B-lið KR með 5:0, A-hð Ármanns vann B-lið Ár manns með 10:0. A-li.ð Ár- manns vann B-lið KR með 12:1. A-lið KR og B-lið Ármanns jafntefli 0:0, B-lið Ármanns vann B-lið KR með 5:0 og A- ið Ármann.s vann A-lið KR með 4:1. A-lið Ármanns vann því alla sína leiki og hlaut 6 stig. A- lið KR og B-lið Ármanns fengu 3 stig hvort og B-l'ið KR ekkert. A-lið Ármanns er þannig ski.p að: Ögmundu'r Guðmundsson, Magnús Kristjánsson, Stefán Jónsson, Gísli Jónsson, Guð- mundur Guðjónsson, Einar Hjartarson og Sigurður Árna- son. Lbtanem í boði á Bessasföðem T FYRRADAG buðu forseta- hjóuin þátttakendum í lista- mamnaþinginu að Bessastöðum og fóru þangað um 70 manns. Hafði Davíð Stefánsson, for- seti listam,annaþingsins, orð fyrir gestunum,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.